Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 13
og Eitt sumar í hólminum bláa. Opin safnageymsla, gamaldags krambúð. Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Opið kl. 13-18. Aðgangur ókeypis. Börn í hundrað ár, óvenjuleg sýning sem vakið hefur mikla athygli. Leiðsögn á heila tímanum. NORÐURLAND Byggðasafnið Hvoll á Dalvík v/Karlsrauðatorg, Dalvík. Opið kl. 11-18. Aðgangur ókeypis. Heimamenn og gestir Dalvíkurbyggðar, Byggðasafnið Hvoll er fjölskylduvænt safn! Kaffi og kleinur! Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Árbraut 29, Blönduósi. Opið kl. 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn 16 ára og yngri. Boðið upp á kaffi og kleinur einnig hina margrómuðu Kosta sviðasultu ásamt mysudrykk sem verður innifalið í aðganseyri. Frá kl.14 verður sérstök dagskrá í safninu, sýnd verða gömul vinnubrögð í meðferð ullar, einnig margskonar útsaumur, auk þess heklað, gimbað, knipplað og slegið í vef. Safnverðir munu skarta íslenskum búningum. Sumarsýning safnsins er sýning Snjólaugar Guðmundsdóttur, 'Sólu'. Safnahúsið á Húsavík Stóragarði 17, Húsavík. Opið kl. 10-18. Aðgangur ókeypis. Boðið upp á kaffi. Í Safnahúsinu er að finna fjölmargar áhugaverðar sýningar sem tengja unga sem aldna og er því tilvalinn staður fyrir alla fjölskylduna að heimsækja saman. Hér geta börnin lært af sér eldri, en þeir eldri geta einnig lært af því að sjá fortíðina með augum barnanna. Byggðasafnið Grenjaðarstað Aðaldal, 641 Húsavík. Opið kl. 10-18. Aðgangur ókeypis. Að Grenjaðarstað í Aðaldal er einn glæsilegasti torfbær landsins sem enginn má láta fram hjá sér fara. Hundruði safngripa er að finna í bænum, baðstofu, búri og hlóðaeldhúsi sem vekja áhuga allra í fjölskyldunni. Ókeypis kaffi og djús í þjónustuhúsi við bæinn. Byggðasafn Norður-Þingeyinga v/Snartarstaði, 671 Kópaskeri. Opið kl. 13-18. Aðgangur ókeypis. Safnið varðveitir einstaka muni sem margir hverjir eru yngri kynslóðum ráðgáta og tilefni fyrir þá eldri að rifja upp. Hvað er úrmotta og af hverju er sprengjubrotið? Ókeypis kaffi fyrir gesti. Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði Snorragötu 10, Siglufirði. Opið kl. 10-18. Aðgangur ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Safnið hlaut verðlaun Evrópuráðs safna 2004. Lifandi safn um stórbrotna síldarsögu Íslendinga. AKUREYRI Flugsafn Íslands, Akureyrarflugvelli Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Safngripir:Flugvélar, fornbílar, mótorhjól. Flugsaga Íslands í myndum og texta. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, Akureyri Opið kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Hvað er í matinn? sumarsýning Minjasafnins. Grunnsýningarnar Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri bærinn við Pollinn. Minjasafnið á Akureyri er eitt þriggja safna sem tilnefnd eru til Íslensku safnaverðlaunanna 2008. Gamli bærinn Laufási Grýtubakkahreppi, 601 Akureyri. Opið kl. 9-18. Aðgangur ókeypis. Hvað ungur nemur gamall temur - starfsdagur í Gamla bænum. Hægt verður að fylgjast með fólki við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga frá 13:30 - 17:00. Nonnahús Aðalstræti 56, Akureyri Opið kl. 10-17 Aðgangur ókeypis fyrir 16 ára og yngri. AUSTURLAND Minjasafn Austurlands Laufskógar 1, Egilsstaðir Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Lifandi safn, sýningin ÓlíKINDI, uppákomur og skemmtilegheit. Minjasafnið Bustarfelli í Hofsárdal Vopnafirði, 30km frá þjóðvegi 1. Opið kl. 10-18. Aðgangseyrir kr. 500 fyrir fulloðrna, frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Dagskrá hefst kl. 14 - 17. Sýnd vinnubrögð fyrri tíma. Amman og börnin verða á staðnum. Boðið uppá heitar lummur og rúgbrauð. Kaffiveitingar í Hjáleigunni-Café. Safnahúsið Norðfirði Egilsbraut 2, Norðfirði. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Náttúrugripasafn Austurlands. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar. Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði Spítalakampi við Hæðargerði, Reyðarfirði. Opið kl. 13-18. Aðgangur ókeypis. Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði Strandgötu 39b, Eskifirði. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Tækniminjasafn Austurlands Wathnestorfunni, Hafnargötu 44, Seyðisfirði Opið kl. 11-17 Aðgangur ókeypis. Allar sýningar safnsins opnar. SUÐURLAND Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka. Opið kl. 11-18. Aðgangur ókeypis. Í borðstofu Hússins er sýningin 'Faldarnir lyftust og síðpilsin sviptust', í Assistentahúsinu sýning á afleiðingum Landskjálftans 29.5.2008 og tónlistardagskrá í stássstofu Hússins kl. 14-16. sunnudaginn 13. júlí 2008 Landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn á Íslenska safnadaginn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna Fyrir fjölskylduna Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Opið kl. 11-18. Aðgangur ókeypis. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka stendur að sýningu í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka á ýmsum safnmunum tengdum samgöngum. Til sýnis verða gamli slökkviliðsbíllinn á Eyrarbakka, hluti bílhúss ÁR 2 - Sandvíkurbílsins svokallaða, dekk sem bjargaði Jóni I. Guðmundssyni mjólkurbílstjóra frá drukknun haustið 1944 auk fleiri safnmuna. Fornbílar í eigu Sverris Andréssonar verða til sýnis, m.a. nákvæm endurgerð Thomsen-bílsins. Ingibergur Bjarnason sýnir í Gallerý Gónhól ljósmyndir af fornbílum. Þuríðarbúð á Stokkseyri Sjóbúð til minningar um horfna sjávarhætti og merka sjókonu. Opið allan daginn. Aðgangur ókeypis. Rjómabúið á Baugsstöðum Opið kl. 13-18. Aðgangseyrir 300 kr. Vélar, knúnar vatnsafli, gangsettar fyrir gesti. Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, Hveragerði. Opið kl. 12-18. Aðgangur ókeypis. Listamaðurinn í verkinu - Magnús Kjartansson. Ratleikur um verkin - fyrir fjölskylduna. Skógasafn Skógum undir Eyjafjöllum. Opið kl. 9-18:30. Aðgangur ókeypis fyrir börn undir 16 ára aldri. Ókeypis aðgangur á Jazzhátíð í Samgöngusafninu. Jazzhátíð í Skógum 11.-12. júlí. Jazztónleikar í Skógakaffi í Samgöngusafninu, ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Eldsmiður að störfum í smiðju Skógasafns. Slegið með orfi og ljá á safnlóðinni. Spunnið á rokk og snældu. Veiðisafnið Eyrarbraut 49, Stokkseyri. Opið kl. 11-18. Aðgangur ókeypis. Safnaleiðsögn um grunnsýningar safnsins sem innihalda m.a. uppstoppuð veiðidýr, skotvopn bæði innlend og erlend ásamt veiðitengdum munum. Fiska og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja Heiðarvegi 12, Vestmannaeyjum Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. REYKJANES Byggðasafn Garðskaga Skagabraut 100, v. Garðskagavita. Opið kl 13-17. Aðgangur ókeypis. Safnið er opið frá 1. apríl - 31.október alla daga frá kl 13:00 - 17:00. Leiðsögn um safnið Duushús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar Duusgata 2-8, Reykjanesbæ. Opið kl. 11-17. Ókeypis aðgangur Listasalur - Þríviður, Guðjón Ketilsson, Helgi Hjaltalín, Hannes Lárusson. Ein af sýningum Listahátíðar. Bátasalur - Bátafloti Gríms Karlssonar, 100 bátalíkön og sjómminjar úr eigu Byggaðsafnsins. Poppminjasafnið - Vagg og velta, rokkárin á Íslandi. Bíósalur - Íslensk myndlist, safneign Listasafsnins. Víkingaskipið Íslendingur og torfbærinn Stekkjarkot. Njarðvíkurbraut 42 í Innri Njarðvík, Reykjanesbæ. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Heimili Jórunnar Jónsdóttur síðasta ábúandans. Innri- Njarðvíkurkirkja er einnig opin Náttúruminjasafn Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.