Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 12
Fyrir fjölskylduna Listasafn Einars Jónssonar Eiríksgata og Freyjugata (um höggmyndagarð), Reykjavík. Opið kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. Listasafn Íslands Fríkirkjuvegi 7, Reykjavík. Opið kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýning á verkum úr safneign. Á sýningunni er lögð áhersla á ólík tímabil í íslenskri nútíma- og samtímalist. Leiðsögn kl. 14.00 - 14.45 fyrir alla fjölskylduna í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings. Opið í Safnbúð - Gjafir listunnandans. Verið velkomin! Listasafn Kópavogs / Gerðarsafn Hamraborg 4, Kópavogi. Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Á Listasafni Kópavogs verður í sumar verðlaunasýning Carnegie Art Award 2008. Alls taka 26 norrænir listamenn þátt og kynna 65 verk sem eru unnin úr ólíkum miðlum. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Tryggvagata 17, 101 Reykjavík. Opið kl. 10 - 17. Aðgangur ókeypis. Nú stendur yfir sýningin Tilraunamaraþon sem er einn umfangsmesti listviðburður Listasafns Reykjavíkur frá upphafi. Á sýningunni eru verk eftir um fjörtíu virta íslenska og erlenda listamenn. Kaffitería opin allan daginn. Listasafn Reykajvíkur - Kjarvalsstaðir við Flókagötu. Opið kl. 10 - 17. Aðgangur ókeypis. Leiðsögn um sýningar kl. 15:00. Sýningarnar sem nú standa yfir á Kjarvalsstöðum er ljósmynda- og vídeólistasýningin Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist, innsetningin í útigarði I Hate Nature / 'Aluminiati', fjölskyldusýningin Hvar er ég? og lykilverk Jóhannesar S. Kjarvals. Kaffitería opin allan daginn. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn Opið kl. 10 - 16. Aðgangur ókeypis. Sýningin sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni er Lögun línunnar en einnig er höggmyndagarðurinn opinn og tilvalinn áningastaður fyrir fjölskylduna. Heitt á könnunni fyrir gesti. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestangi 70, Reykjavík. Opið kl. 14 - 17. Aðgangur ókeypis. Á Íslenska safnadeginum býður Listasafn Sigurjóns Ólafssonar fjölskylduhópum sérstaka leiðsögn á sýningu safnsins á verkum Sigurjóns klukkan 14 og klukkan 16. Aðgangur er ókeypis. Kaffistofan er opin milli klukkan 14 og 17. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tryggvagata 15, 6.hæð. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Viggo Mortensen SKOVBO og Anne Kathrin Greiner LEIGJENDURNIR. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafni við Kistuhyl. Opið kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Komdu að leika - leikjadagskrá í tengslum við sýningu um leiki og leikföng barna á 20. öld (klukkan 13.00 - 16.00).Faldafeykir - Félagar í Faldafeyki mæta í faldbúningum og kynna rannsóknir á íslenska faldbúningnum sem og handbragð og vinnu við gerð búningsins (klukkan 13-15). Sögubíllinn Æringi - sögur og ævintýri fyrir yngstu gesti safnsins (klukkan 14-16). Vélhjólafjelag gamlingja - sýnir glæsilega mótorfáka (klukkan 14-16). Landnámssýningin Reykjavík 871+/-2 við Aðalstræti 16 Opið kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Leiðsagnir um landnám - fyrir börn. Íslenski safnadagurinn Náttúrufræðistofa Kópavogs Safnahúsinu Hamraborg 6a við hlið Salarins og Gerðarsafns, Kópavogi. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Kl. 14. Norskur þorskakór! Olga Bergmann kynnir sýninguna „Aðlögun" sem hún og Anna Hallin hafa sett upp í Náttúrufræðistofunni. Kl. 15. Krabbar og kúluskítur. Hilmar J. Malmquist segir frá starfsemi Náttúrufræðistofunnar. Kl. 16. Plöntuskoðun á Borgarholtinu undir leiðsögn Þóru Hrafnsdóttur. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík Grandagarði 8 - "Lifandi safn við sjóinn". Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Sjóræningar herjuðu á Íslandsmið, en varðskipið Óðinn og leynivopnið komu til bjargar. Leiðsögn um Óðinn. Sönn draugasaga í lúkar: kl. 14. og 15. Þjóðminjasafn Íslands v. Suðurgötu, Reykjavík. Opið kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Leiðsögn um grunnsýningu safnsins "Þjóð verður til" kl. 11 á ensku og kl. 14 á íslensku. Opið á Kaffistofu Kaffitárs og í safnbúð. Verið velkomin. VESTURLAND OG VESTFIRÐIR Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjatanga við austanverðan Hrútafjörð u.þ.b.1 kílómetra frá hringveginum. Opið kl. 10-18. Aðgangur ókeypis. Fjölskyldan hvött til að koma í saman í heimsókn á safnið og njóta dagsins. Byggðasafn Vestfjarða Turnhúsi - Neðstakaupstað, Ísafirði. Opið kl. 10 - 18. Aðgangur ókeypis. Í Turnhúsinu stendur yfir sýning á hluta af harmonikusafni Ásgeirs S. Sigurðssonar, sem nýbúinn er að afhenda Byggðasafninu safn sitt til varðveislu. Á lóð safnsins stendur yfir sýningin Furðufiskar, eftir Júlíus Kristján Thomassen, þar sem hann sýnir steinfiska höggna í náttúrusteina. Byggðasafn Vestfjarða er eitt þriggja safna sem tilnefnd eru til Íslensku safnaverðlaunanna 2008. Byggðasafnið að Görðum, Akranesi Safnasvæðið á Akranesi er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum, Akranesi. Opið kl.10-17. Aðgangur ókeypis. Á Safnasvæðinu eru ýmsar sýningar: Byggðasafnið að Görðum, sýning Landmælinga Íslands, Íþróttasafn Íslands, Steinaríki Íslands ásamt útisvæði með gömlum húsum, bátum o.fl. Í veitingaaðstöðu safnsins verður boðið upp á þjóðlegt bakkelsi. Landbúnaðarsafn Íslands Túngata 5, Hvanneyri, Borgarfirði. Opið kl. 12-17. Aðgangur ókeypis Kartaflan í 250 ár ... árssýning safnsins 2008. Kl. 14 Engjaganga - með leiðsögn um náttúru og sögu Hvanneyrarengjanna, lagt upp frá safninu. Kl. 13:30, Ferguson-hópakstur um Andakíl; lagt upp frá safninu. Minjasafn Egils Ólafssonar Hnjóti við sunnanverðan Patreksfjörð. Opið kl. 10-18. Aðgangur ókeypis. Messað verður í Sauðlauksdal kl. 14 og messukaffi á eftir í safninu á Hnjóti. Þar mun María Óskarsdóttir segja frá frönskum sjómönnum og sýna myndir því tengt. Norska húsið í Stykkishólmi Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Heldra heimili í Stykkishólmi. Sýningar: Leit Santi Huberts HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Byggðasafn Hafnarfjarðar Pakkhúsið og Sívertsens-húsið, við torg við Vesturgötu 6 og 8, Hafnarfirði. Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Í Pakkhúsinu, aðalsýningarhúsi Byggðasafnsins er sýning um sögu Hafnarfjarðar, leikfangasýning og sumarsýning á munum úr Ásbúðarsafni Þjóðminjasafns Íslands. Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805. Þar er varpað er ljósi á sögu Bjarna Sívertsen og fjölskyldu hans. Beggubúð, Hafnarfirði Kirkjuvegur 3b, bak við Pakkhúsið, Vesturgötu 6 og 8, Hafnarfirði. Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Beggubúð var reist árið 1906 fyrir vefnaðarvöruverslun Egils Jacobsens við Strandgötu. Verslunarrekstur með álnavöru og prjónagarn hélst í húsinu allt fram til ársins 2000. Húsið var flutt og það gert upp og hefur nú fengið nýtt hlutverk, hýsir nýja verslunarminjasýningu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Siggubær, Hafnarfirði Kirkjuvegur 10, Hafnarfirði. Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Siggubær var byggður árið 1902 og er síðasti óbreytti „bærinn" í Hafnarfirði. Þar er hægt að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma. Þar er líka þemasýning er nefnist „Álfar og álfatrú." Bookless Bungalow, Hafnarfirði Vesturgata 32, Hafnarfirði. Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Húsið er eitt sinnar gerðar á Íslandi, er nýuppgert, upphaflega byggt af skoska útgerðarfyrirtækinu Bookless Bros Ltd. Þar er að sjá sýningu um sögu erlendu útgerðarinnar í Hafnarfirði í upphafi 20. aldar með sérstaka áherslu á fyrirtækin Bookless og Hellyers. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Suðurgata 7, Hafnarfirði. Opið kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði var byggt árið 1886 sem samkomuhús. Er Saga hússins samofin menningar- og félagssögu bæjarins. Í húsinu er nýuppsett sýning sem nefnist „Fundir og mannfagnaðir" og lýsir bæði félagslífi Hafnfirðinga og sögu hússins. Gljúfrasteinn - hús skáldsins í Mosfellsdal Opið kl. 9 - 17. Aðgangur ókeypis. Hljóðleiðsögn um safnið, margmiðlunarsýning í móttökuhúsi og fallegar gönguleiðir í nágrenninu. Stofutónleikar kl. 16.00, Arnhildur Valgarðsdóttir og Ástríður Haraldsdóttir leika fjórhent á píanó. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar Strandgata 34, Hafnarfirði. Opið 11 - 17 laugardaginn 13. júlí Aðgangur ókeypis. HUNDRAÐ, söguleg sýning í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar. Listasafn ASÍ Freyjugötu 41 101 Reykjavík. Opið kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. STRAUMAR. Nú stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins þar sem ýmsir straumar í myndlist mætast í verkum eftir nokkra af öndvegislistamönnum 20. og 21. aldar m.a. Ásgrím Jónsson, Birgi Andrésson, J.S.Kjarval, Jón Stefánsson, Karl Kvaran, Svövu Björnsdóttur og Þórarinn B. Þorláksson. Landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn á Íslenska safnadaginn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.