Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 33 ✝ GuðmundurÞórir Krist- jánsson fæddist í Hafnarfirði 9. des- ember 1963. Hann lést í Reykjavík 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristján B. Krist- jánsson og Þuríður Guðmundsdóttir. Systkini Guð- mundar eru Jónína Þ. Kristjánsdóttir og Kristján F. Krist- jánsson. Guðmundur kvæntist Ragnhildi Heiðberg árið 1992 og eignuðust þau tvær dætur, Svanhvíti Evu, f. 1989 og Svölu Björk, f. 1995. Þau enduðu hjónaband sitt árið 1999 en ætíð ríkti einlæg vinátta þeirra á milli. Fyrir átti Guð- mundur soninn Heimi Skúla, f. 1986. Guðmundur kynntist sambýlis- konu sinni Guð- laugu Gestsdóttur árið 2003 en þau hófu sambúð árið 2005. Guðmundur reyndist þremur börnum Guð- laugar góður heimilisfaðir. Útför Guðmundar fór fram frá Garðakirkju 16. júní. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar að ég hitti Guðmund fyrst, okkur í fjölskyldunni fannst eins og við hefðum alltaf þekkt hann og töluðum við um það þetta kvöld. Hann kom virkilega vel fyrir, bráðmyndarlegur og var skotinn í tvíburasystur minni (frábært). Næst hitti ég Guðmund þegar ég keyrði systur mína heim til hans í Garðabæ og gengum við báðar upp planið, hann kom á móti okkur og heilsaði mjög kurteislega en vissi ekki hvor var hvað en lét sig hverfa inn í bílskúr og hugsaði sem svo: „Sú sem verður eftir er mín.“ Guðmundur var oft mjög stríðinn en hann reyndi slíka hegðun aðeins einu sinni við mig, því viðbrögðin voru þvílík að hann þorði ekki meir. Guðmundur og ég áttum einstakt samband sem einkenndist af virð- ingu, væntumþykju og gleði. Síðast sátum við saman til borðs heima hjá stelpunum hans, Röggu (fyrrverandi eiginkonu), Svanhvíti og Svölu (dætrum þeirra) og þótti mér gaman að horfa á fyrrverandi hjónakornin sitja sitt hvoru megin borðsins og njóta veitinganna bros- andi til hvors annars. Ég man að ég hafði á orði hvað þau hefðu fitnað í kór, þótt löngu skilin, en kunnu að njóta saman með dætrum sínum. Samband þeirra Ragnhildar og Guðmundar var einstakt og eru dætur þeirra sönnun þess, því heil- steyptari manneskjur er vart að finna. Samskipti þeirra einkenndust ávallt af kærleika og væntumþykju. Dætur hans voru honum hjart- fólgnar og vandaði hann sig sér- staklega við uppeldið. Guðmundur eyddi síðustu ævidögunum í faðmi Svölu Bjarkar þegar hann fór yfir námið með henni svo dögum skipti, enda urðu einkunnir hennar í vor til fyrirmyndar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Guðmundi. Hann kenndi mér og mínum ómetanlega hluti. Guðmundur var hörkuduglegur og einstaklega góður smiður sem sést best á handbragði hans á heimili dætranna. Guðmundur var ákaflega greið- vikinn og miðlaði af mikilli greind og þekkingu sem smiður og var ávallt til taks þegar framkvæmdir voru í fjölskyldunni. Það var nánast alveg sama hvað mér datt í hug í hönnun, hann skildi mig alltaf og fann lausnina. Steindór eiginmaður minn er reynslunni ríkari eftir að hafa starf- að með Guðmundi meira og minna í gegnum árin við smíðar og park- etlagnir. Leiðsögn hans á því sviði er honum ómetanleg. Guðmundar verður sárt saknað af minni fjölskyldu og bið ég þess að dætur hans finni styrk í sorginni til að halda áfram án umhyggju og faðmlaga hans, sem ávallt var nóg af. Sonur minn, 6 ára, Aron Björn bað sérstaklega fyrir kveðju sem hljóðar svo: Elsku Gummi, mér þykir svo vænt um þig. Kæru aðstandendur, minning hans lifir. Kveðja, Þórey Hildur Heiðberg og fjölskylda. Við stóðum báðir prúðbúnir, hann 7 ára og ég árinu yngri. Það var okkar fyrsti danstími og nú fengum við að bjóða stelpunum upp. Báðir höfðum augastað á sömu stúlkunni. Ég vissi að nú var að duga eða drepast því Guðmundur frændi minn var fljótari að hlaupa en ég og því varð ég að vera tilbúinn að hlaupa af stað um leið og danskenn- arinn gæfi merki um að nú mætti bjóða upp. Þetta eru mínar fyrstu minning- ar, þegar ég sit hér og rifja upp æsku okkar Guðmundar Þóris frænda míns þar sem ólumst upp á flötunum í Garðabæ. Við vorum vin- ir og frændur. Við lékum okkur eins og hverjir aðrir strákar á þessum aldri, klifruðum í ófullgerðum bygg- ingum, óðum í læknum, smíðuðum fleka og slógumst reglulega. Guð- mundur var strax sem barn ótrú- lega duglegur og laghentur og því eftirsóttur við fleka- og kofasmíði. En öll hans fjölskylda er annáluð fyrir dugnað og útsjónarsemi sem hann naut ríkulega. Við gengum í sama skóla, hann árinu á undan og ég horfði upp til hans með eldri bekkingum. Oft gengum við saman heim úr skólanum. Þá var ekki úr vegi að hnoða nokkra snjóbolta og senda þá í næsta ljósastaur eða hreyfanleg skotmörk í formi bif- reiða. Eftir æskuárin fækkaði samveru- stundum og leiðir okkar lágu sjald- an saman. Þó hittumst við af og til og rifjuðum upp gamla tíma. Gjarn- an var þá farið yfir verkefni líðandi stundar. Guðmundur hafði þá oft af- kastað ótrúlega miklu á skömmum tíma enda var hann, blessaður, allt- af að flýta sér að lifa lífinu. Þeir sem til Guðmundar þekktu vissu að skaparinn lagði á hann byrði sem enginn ætti að bera. Djöfla í formi fíknar sem hann reyndi allt sitt líf að sigrast á. Í því stríði er aðeins sigur eða dauði. Miskunnarleysið er algert, engu er eirt og úrræðaleysið heltekur alla þá sem bera einhverj- ar tilfinningar í brjósti sér. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Á dansæfingunni kom Gummi á undan í mark, hann var á undan að hlaupa til stúlkunnar og bjóða henni upp. Líkt því sem nú verður í lífinu og dauðanum. Þú varst á undan mér að þessu sinni og ég kveð þig með söknuði. Við vottum fjölskyldu Guðmund- ar, foreldrum, systkinum, börnum og nákomnum okkar innilegustu samúð og vonum að góður Guð sendi þeim styrk og kraft til að tak- ast á við sorgina sem á þeim hvílir. Gísli og Karen. Guðmundur Þórir Kristjánsson Nú er Jón Ólafsson fallinn frá langt um aldur fram, þessi lífskúnstner sem alltaf sá eitthvað skemmtilegt í öllu. Það er mikill skaði fyrir mannfélag- ið þegar slíkir menn burtkallast á besta aldri. Þó hann hafi afrekað eitt og annað í lífinu er ekki vafi að hann átti margt ógert. Hann átti fjölmörg áhugamál sem tóku hug hans eitt af öðru og hann var aldrei hálfvolgur í áhuganum. Þess vegna var hann ætíð önnum kafinn maður því þó ný viðfangsefni tækju hug hans var eins og þeim eldri væri ekki svo mjög ýtt til hliðar. Eitt af því sem einkenndi Jón í seinni tíð var skilningur hans og áhugi á fornum vinnubrögðum og Jón Ólafsson ✝ Jón Ólafssonfæddist að Kirkjulæk 3 í Fljóts- hlíð 16. september 1955. Hann andaðist á líknardeildinni í Kópavogi á Jóns- messunótt 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breiðabólstað- arkirkju í Fljótshlíð 3. júlí. hlutum sem glatað hafa gildi sínu í nú- tímanum en voru fyrr meiri hluti af hinu daglega lífi. Mun hann oft hafa bjargað ýms- um hlutum frá glötun, ekki bara augljósum forngripum, heldur einnig því sem er að hverfa en fáir átta sig á, að eftir örfá ár eru þessir hlutir tæpast til. Hann hafði unnið talsvert við uppbygg- ingu gamalla húsa úr torfi og grjóti og hafði því staðgóða þekkingu á öllu er að þeim laut. Sú þekking kom honum að gagni er hann tók að byggja mjög sérstætt hús á jörð sinni, nærri kaffihúsi þeirra hjóna. Hús þetta nefndi hann Meyjarhof. Þar má sjá á einum stað sýnishorn af alls konar byggingar- tækni sem íslendingar urðu að not- ast við þegar ekki varð notaður nema innlendur efniviður. Fyrir þetta tiltæki var honum, skömmu fyrir andlát sitt, veittur afreksbikar búnaðarfélagsins í sinni heimasveit. Mjög var hann vel að honum kom- inn því bygging þessa húss var af- rek, alveg óumdeilanlegt. Þetta var óhemjuvinna, ekki bara að byggja húsið, það þurfti líka að afla efnisins og sækja það bæði út og austur enda varð efnið að vera fjölbreytt. Hann vann þetta að mestum hluta einn og gaf þá skýringu að þetta gæti hann vegna þess að hann þyrfti ekki að horfa á sjónvarp. Áform hafði hann um fleiri bygg- ingar og næst skyldi byggð smiðja í fornum stíl. En örlögin gripu í taumana svo smiðjan rís ekki og ekki heldur fleiri byggingar sem ég er viss um að hann hefði komið upp hefði honum enst aldur. En nú er Jón allur og svo sem ekki annað að gera en sætta sig við það. En ekki get ég neitað því að mér þykir það lítið réttlæti. Við átt- um samstarf á ýmsum sviðum, sungum í kórum, störfuðum í sókn- arnefnd Hlíðarendakirkju, sátum lengi í kjörstjórn og fleira mætti telja. Alltaf var jafngott að hafa Jón með sér, bæði í leik og starfi. Hann var alltaf glaður og hress, ósérhlíf- inn og tillögugóður og síðast en ekki síst, skemmtilegur. Sannkallaður gleðigjafi. Því miður er fátítt að fyr- irhitta slíka menn. Jón var einstak- ur, hans verður víða sárt saknað. Ingu og börnunum votta ég sam- úð mína og bið þeim allrar bless- unar í bráð og lengd. Þau hafa mest misst. Blessuð sé minning Jóns Ólafssonar. Daði Sigurðsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GISSURAR SÍMONARSONAR húsasmíðameistara, Bólstaðarhlíð 34, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks dagvistunar við Vitatorg og á Droplaugarstöðum fyrir góða hjúkrun og umönnun. Bryndís Guðmundsdóttir, Jónína Gissurardóttir, Bragi Ragnarsson, Gunnar Levý Gissurarson, Hulda Kristinsdóttir, Símon Már Gissurarson, Mariam Heydari, Ingibjörg Gissurardóttir, Örn Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Eskifirði. Bestu þakkir til starfsfólks dagvistar og deildar 4 í Sunnuhlíð, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Greta J. Ingólfsdóttir, Friðný Ingólfsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Bragi Michaelsson, Ingólfur Friðgeirsson, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, KRISTJANA V. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 27. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Kristjana Kjartansdóttir, Kári Jónsson, Bjarni Bragi Kjartansson, Kjartan Kárason, Berglind Guðmundsdóttir, Aron Kárason, Anton Kári Kárason, Júlía Hrefna Bjarnadóttir, Guðmundur Atlas Kjartansson, Ragnheiður Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGHVATUR BORGAR HAFSTEINSSON, Norður-Nýjabæ, Þykkvabæ, lést að morgni þriðjudagsins 8. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Una Sölvadóttir, Sindri Snær Sighvatsson, Sölvi Borgar Sighvatsson, Sigurborg Sif Sighvatsdóttir, Jósep Hallur Haraldsson, Sigurjón Fjalar Sighvatsson, Valdís Katla Sölvadóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA EGILSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR DAVIS, Bíbí, Yuma, Arizona, lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Paul Davis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.