Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 12.07.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 41 www.listvinafelag.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju laugardaginn 12. júlí kl. 12 Einar Jóhannesson klarínett og Douglas A. Brotchie orgel LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU, 26. STARFSÁR ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR, 16. STARFSÁR KLAISORGELIÐ 15 ÁRA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU S. 510 1000 Norræn orgelhátíð HINN HEIMSÞEKKTI BÁSÚNULEIKARI Christian Lindberg OG Gunnar Idenstam ORGELLEIKARI Í HALLGRÍMSKIRK JU SUNNUDAGINN 13. JÚLÍ KL. 20. Á efnisskránni eru þeirra eigin verk og umritanir á þekktum tónverkum m.a. BOLERO eftir Ravel. l ist vinafelag. is Dægurlagið „She,“ sem ElvisCostello gerði svo frægtum árið, hljómar skelfilega í meðförum Garðars og í því end- urspeglast allir þeir vankantar sem víða heyrast á plötunni. Allt frá fyrstu nótu er ákefðin í söngnum of mikil og Garðari virðist efst í huga að ljúka laginu sem allra fyrst.“ Þessi texti er fenginn úr gagn- rýni Orra Harðarsonar á nýjustu plötu tenórsins Garðars Thórs Cortes, When You Say You Love Me. Orri er öllu jákvæðari þegar kemur að óperuaríum á diskinum: „Honum tekst oftast nær prýðilega upp í óperuaríunum og er söngur hans í „Che Gelida Manina,“ úr La Bohéme, framúrskarandi góður.“ Platan hlaut tvær stjörnur af fimm, sem er nú enginn dauðadómur. „She“ er rómantískur poppslagari sem á ekki að keyra af fullum krafti. Garðar er klassískt mennt- aður óperusöngvari og það fer ekki framhjá neinum þegar hann tekur lagið, slíkur er krafturinn og raddbeitingin. Af hverju er hann að syngja lög eins og „She“, lag sem hentar alls ekki klassískt menntuðum tenórsöngvurum? Af hverju eru slíkir söngvarar að syngja popp í bland við aríur inn á hljómplötur? Sjálfsagt af því þeim þykja popplögin líka falleg og vilja koma því á framfæri við hlust- endur. Gallinn er bara sá að þetta hent- ar ekki þessum söngvurum, hvort sem þeir heita Garðar Thór eða Josh Groban. Frank Sinatra var með fallega en veika rödd. Sem betur fór tók hann ekki upp á því að syngja aríur, hann þekkti sín mörk.    Mega tenórar ekki syngjapoppslagara?“ kann ein-hver að spyrja. Ég spyr á móti: Ætti Bono að syngja „Nessun dorma“ og „Vesti la Giubba“? Eða kannski Bruce Springsteen, George Michael eða Michael Jack- son? Nei, það væri skelfilegt. Af hverju? Af því þeir kunna það ein- faldlega ekki og geta það ekki. Þeir eru ekki óperusöngvarar og óperusöngvarar eru ekki popp- söngvarar. Þetta er einhver tíska á seinustu árum sem ég veit ekki hver átti upptökin að, að hræra saman óperuaríum og popplögum og skella á hljómplötur. Oftar en ekki eru þessir klassísku söngv- arar huggulegir og sjálfsagt er það stór hluti ástæðunnar fyrir því að fjöldi manns kaupir plöturnar, myndirnar af söngvurunum selja.    Sjálfsagt er ein ástæða þessapopp-aríubræðings hrein og klár gróðahyggja, gert til að stækka hlustendahópinn, selja fleiri plötur, ná til fólksins sem hlustar aldrei á klassík. Fólksins sem á tvo eða þrjá klassíska diska í hillu við hlið Best of Pavarotti. Popp-aríudiskar eru geysivinsælir en ég þekki ekki nokkurn mann sem kaupir slíka diska. Skyldi þetta vera fólkið sem fóðrar kló- settseturnar sínar með rýjaáklæði? Á púðluhunda í úlpum? Kaupir spreylistaverk af plánetum af götu- listamönnum á sólarströndum? Ég viðurkenni fúslega að þetta eru fordómafullar vangaveltur, tek það á mig. Eða erum við sem hlust- um ekki á þessar plötur kannski í minnihluta, öðruvísi en hinir? Er- um við plebbarnir?    Eru svona hljómplötur, popp ogklassík í bland, rétta leiðin til að kynna fólk fyrir klassískri tón- list? Nú er ég ekki að níða skóinn af Garðari sérstaklega heldur kviknuðu þessar vangaveltur í kjöl- far fyrrnefndrar plötugagnrýni. Garðar er stórgóður og efnilegur klassískur söngvari og það heyrist greinilega í aríum á nýja disknum, m.a. „M’appari tutt’amor“ og „Mattinata“. Ætlar Garðar í alvöru að fara þessa leið, verða einn af þessum popparíugæjum? Ég vona hans vegna að metnaðurinn liggi annars staðar, að Garðar einbeiti sér að því sem hann gerir best. Er þetta kannski tákn nýrra tíma? Er þetta hin nýja gerð klassískt menntaðs söngvara sem sækist eft- ir frægð og frama eftir popp- stjörnuleiðum? Er sígilda tónlistin ekki nóg lengur? Eru þetta klass- ísku söngvararnir sem ólust upp við popp, sneru sér síðar að klassík en ákváðu að loknu námi að miðla hvoru tveggja? Kannski þarf að finna hentugt heiti á þetta fyr- irbæri. Fóðraðar klósettsetur kannski? helgisnaer@mbl.is Fóðraðar klósettsetur AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson »Ætti Bono að syngja„Nessun dorma“ eða „Vesti la Giubba“? Eða kannski Bruce Springs- teen, George Michael eða Michael Jackson? Söngvarar þrír Bono tók lagið með Pavarotti hér um árið og afraksturinn var ágætur, popp mætti klassík. Guði sé lof að Pavarotti heitinn tók ekki upp á því að syngja „One“ eftir U2. Hvert stefnir Garðar? Á fleiri popp-aríu-diska? Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn JOSE Canseco, fyrrverandi atvinnumaður í hafnabolta í Bandaríkjunum, heldur því fram í viðtali í tímaritinu Us Weekly að poppdrottningin Madonna hafi viljað giftast hon- um og ala honum barn. Hann hafi hitt hana árið 1991 og þá verið kvæntur maður. „Ég er frá Kúbu og hún vildi eiga barn með Kúbverja. Hún vildi giftast mér og eiga barn með mér,“ segir Canseco sem eitt sinn lék hafnabolta með liðunum Oakland A og Yankees. Madonna hafi eitt sinn nálgast hann og spurt hann að því hvað hann myndi gera ef hún kyssti hann. Hún hafi því næst sest í kjöltu hans og kysst hann. Canseco segist hafa skýrt Madonnu frá því að hann væri að reyna að bjarga hjónabandi sínu. Ef eiginkona hans skildi við hann myndi hann tapa miklum peningum. Ma- donna hafi þá sagt honum að hafa ekki áhyggjur, hún ætti næga peninga. Ekkert varð af sambandi Madonnu og Conseco. Segir Madonnu hafa viljað ala sér barn Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 16:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 12/7 kl. 20:00 Ö Sun 13/7 kl. 16:00 U Fim 17/7 kl. 20:00 Fös 18/7 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Farandleiksýning) Lau 12/7 kl. 17:30 F Sun 13/7 kl. 16:00 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 17/7 kl. 20:00 Fim 24/7 kl. 20:00 Fim 31/7 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.