Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 29 ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að allt frá virkjun Ljósafoss í Sogi á 4. áratug síðustu aldar hefur stærsti hluti virkjaðrar vatnsafls- orku komið frá Suðurlandi. Það er ekki fyrr en með Kárahnjúkavirkjun að þau hlutföll hafa breyst að ein- hverju marki. Langstærsti hluti ork- unnar hefur verið nýttur við Faxafló- ann vegna þéttbýlisins þar en ekki síst vegna stóriðju í Straumsvík og í Hvalfirði. Ónóg hafnaraðstaða við Suðurströndina kom í veg fyrir að orkufrekur iðnaður væri raunhæfur kostur á Suðurlandi og því hafa sunn- lendingar þurft að láta sér lynda að orkan flæddi til annarra landshluta þar sem varð tilheyrandi uppbygging og hagvöxtur. Nú hafa aðstæður hins vegar breyst verulega. Með aukinni tækni er nú ekkert lengur talið því til fyr- irstöðu að byggja stórskipahöfn í Þorlákshöfn sem löngum hefur verið talin forsenda orkufrekrar starfsemi og gildir raunar enn um ýmsa stór- iðjuvalkosti. Þá eru einnig uppi áform um byggingu netþjónabúa sem krefjast mikillar orku en eru ekki háð hafnarstarfsemi með sama hætti. Viðræður hafa einnig átt sér stað um kísilflöguverksmiðju í Þor- lákshöfn sem þarfnast ekki stærri hafnar. Loftmengun fylgir hvorki kísilflöguverksmiðju né netþjóna- búum. Kísilflöguverksmiðjan, ef af verður, mun framleiða hráefni í sól- arrafhlöður þannig að varla er hægt að hugsa sér umhverfisvænni starf- semi. Í ljósi þessara breyttu að- stæðna hafa viðhorf breyst og á árs- þingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldið var í nóv- ember á síðasta ári var eftirfarandi ályktun samþykkt: ,,Ársþing SASS 2007 leggur áherslu á að sunnlenskar orkulindir verði nýttar til atvinnu- uppbyggingar á Suðurlandi. Við auð- lindanýtingu á Suðurlandi verði skaðleg umhverfisáhrif lágmörkuð, s.s. með orkuflutningi um sem skemmstan veg. Einnig að auðlinda- nýting í fjórðungnum og tengd at- vinnusköpun verði til hagsbóta fyrir sunnlenskt samfélag í heild.“ Sunn- lendingar hafa aldrei talið að þeir eigi skýlausan rétt til nýtingar allrar þeirrar orku sem á Suðurlandi er framleidd en telja að nú sé eðlilegt þegar möguleikar hafa skapast að orkan verði nýtt í héraði. Auk þess er tvímælalaust hagkvæmara að orkan fari um sem stystan veg í línum bæði vegna umhverfissjónarmiða og einn- ig vegna minna orkutaps og þar af leiðandi aukins rekstrarlegs ávinn- ings. Þessi sjónarmið hafa sunn- lenskir sveitarstjórnarmenn kynnt forsvarsmönnum Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, nú síðast í byrjun júní, og hafa mætt miklum skilningi. Ef um frekari virkjanir verður að ræða eru því verulegar lík- ur á að sett verði upp fyrirtæki á Suðurlandi sem þurfa mikla raforku til sinnar starfsemi. En hvaða orku á að nýta? Annars vegar er um að ræða virkjun vatns- afls þar sem helstu virkjunarkost- irnir eru í neðanverðri Þjórsá og hins vegar virkjun háhita á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu. Mikil umræða hefur verið á undanförnum miss- erum um frekari virkjun Þjórsár og hafa tekist á sjónarmið umhverf- isverndarfólks og þeirra sem vilja virkja. Í 1. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðhita sem unnin var og lokið um áramótin 2003- 2004, undir forystu Sveinbjörns Björnssonar fyrrv. háskólarektors í samvinnu við ýmsa aðila, m.a. Land- vernd, voru hinir ýmsu virkj- unarkostir vegnir og metnir m.t.t. til rekstrarlegrar hagkvæmni og um- hverfislegra þátta. Niðurstaðan var sú að í stuttu máli að svokallaðar Núpsvirkjanir, þ.e. Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, voru taldir hag- stæðustu vatnsaflskostirnir vegna umhverfisáhrifa og Urriðafoss- virkjun í sjöunda sæti af 19 virkj- unarkostum. Allar þessar virkjanir eru einnig taldar arðvænlegar. Sam- tals eru þær 265 MW að afli. Ef virkjunum í Þjórsá verður hafn- að af umhverfisástæðum eru vænt- anlega allir aðrir vatnsaflsvirkj- unarkostir óaðgengilegir af sömu ástæðum. Íslendingar standa því frammi fyrir mjög mikilvægri ákvörðun, þ.e. hvort vatnsafl skuli yf- irhöfuð virkjað í landinu í framtíð- inni. Slík ákvörðun mundi tvímæla- laust takmarka möguleika til að skjóta fleiri stoðum undir öflugt at- vinnulíf á Suðurlandi í framtíðinni auk þeirra áhrifa sem hún hefði fyrir íslenskt þjóðfélag í heild. Virkjun þessarar orku hlýtur þvert á móti að teljast jákvæð og æskileg í ljósi stór- hækkaðs orkuverðs í heiminum og fyrirsjáanlegs samdráttar í íslensku efnahagslífi og ekki síst þegar mögu- leikar eru á að nýta hana til orku- frekrar starfsemi sem hefur ekki mengun í för með sér. Sveitarfélögin og sunnlensk orka Þorvarður Hjaltason, Sveinn Pálsson og Kjartan Ólafsson skrifa um virkjanir og orkunotkun á Suðurlandi Þorvarður Hjaltason » Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja áherslu á að sunn- lenskar orkulindir verði nýttar til atvinnu- uppbyggingar á Suður- landi. Þorvarður Hjaltason er framkvstj. Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Sveinn Pálsson er formaður stjórnar og Kjartan Ólafsson er formaður atvinnumálanefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Sveinn Pálsson Kjartan Ólafsson VIÐ beitingu pen- ingamálatækja er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir lánsfjármagni ráð- ist fyrst og fremst af vaxtakostnaði, þ.e. hæð vaxta. Það eru hin ein- földuðu klassísku fræði, en er það raunveruleik- inn. Minn skilningur á hagfræði er að lánsfjár- eftirspurn ráðist fyrst og fremst af þeim (væntum) ávinningi eða hagnaði sem fjármagnið gefur af sér, eða m.ö.o. af tekjum umfram kostnað af ráðstöfun þess. Við mat á slíkum ávinningi er vaxtakostnaður einn kostnaðarliður meðal annarra. Auk- inn vaxtakostnaður minnkar að sjálf- sögðu líkur á ávinningi undir flestum kringumstæðum, en hefur ekki úr- slitaáhrif. Þetta segir m.ö.o. að vextir verða að skoðast í samhengi við (væntan) hagnað. Á sumum efnahagssvæðum getur vaxtakostnaður verið sama og enginn og fjárfestingin sáralítil (sbr. t.d. Japan). Í öðrum geta vextir verið himinháir og fjárfest- ingargleðin í algleym- ingi (sbr. Ísland 2005- 2007). Hér er það ekki vaxtakostnaðurinn (hæð vaxta) sem skipta máli heldur hagnaður- inn af lánsfjármagninu. Til að ná árangurs- ríkri hagstjórn er mik- ilvægt að hafa góðan skilning á starfsemi hagkerfisins. Þeir sem koma að fjárfesting- arákvörðunum vita að það sem skiptir mestu er að fjárfestingin skili (væntum) hagnaði á líftíma sínum. Eftirspurnarhlið hagkerfisins Ef varanlegar neysluvörur og fjár- festingarvörur eru skoðaðar sem ein heild má segja að eftirspurn þeirra ráðist fyrst og fremst af (væntum) ávinningi sem þær skila kaupendum sínum. Þegar (væntur) ávinningur er metinn er ljóst að hærri vextir (vaxta- kostnaður) draga úr ávinningi en þeir geta einnig haft áhrif á styrkingu raungengis sem þýðir lægra verð á varanlegum neyslu- og fjárfesting- arvörum af erlendum uppruna. Þetta samhengi gefur eftirspyrjanda færi á gengishagnaði hafi hann væntingar um að raungengið sé honum hag- stæðara en langtímajafnvægisgengið. Spurningin á eftirspurnarhliðinni er því hvor áhrifin eru yfirsterkari, dýrara fjármagn eða gengishagn- aður. Ef niðurstaðan er sú að geng- isávinningurinn er yfirsterkari þá hvetur vaxtahækkun í raun til meiri eftirspurnar en annars, allavega til skamms tíma. Framboðshlið hagkerfisins Sömu lögmál gilda á framboðshlið hagkerfisins, þ.e.a.s. fjármálastofn- anir stjórnast fyrst og fremst af (væntum) hagnaði. Hafi þær aukið svigrúm til lánveitinga (t.d. vegna lækkunar bindiskyldu) og aukist vaxtamunur vegna hærri stýrivaxta verður (væntur) ávinningur þeirra mun meiri. Þær reyna að lána eins mikið og þær mögulega geta. Ekki slá hærri vextir eða meiri vaxtamun- ur á vilja þeirra til þess heldur þvert á móti. Hagstjórn Við sjáum af ofansögðu að á bæði eftirspurnar- og framboðshlið hag- kerfisins valda hærri vextir við vissar kringumstæður meiri þenslu (eft- irspurn) en ráð var fyrir gert. Hvað hefði hins vegar gerst hér á landi haustið 2004 þegar veðhlutföll Íbúðarlánasjóðs voru hækkuð upp í 90% og bankarnir komu að fullu inn í fasteignamarkaðinn með tilheyrandi hækkun húsnæðisverðs ef Seðla- bankinn hefði keyrt stýrivexti niður í stýrivexti nágrannalandanna? Líkleg áhrif eru: 1. Jöklabréf hefðu ekki komið til sögunnar þar sem vaxtamunur við út- lönd hefði verið í lágmarki. Hin óeðli- lega gengisstyrking og þar af leiðandi gengisávinningur hefði ekki komið til og því ekki hinn mikli viðskiptahalla sem varð á árunum 2005-2007. 2. Úrslitaáhrifin eru hins vegar á framboðshliðinni og varða getu bank- anna til útlána. Útlánageta þeirra var stóraukin 2003 vegna mistaka Seðla- bankans með lækkun bindiskyld- unnar. Til þess að nýta útlánagetu sína höfðu bankarnir tvo möguleika, annaðhvort að auka innlánin eða taka erlend lán og endurlána. Auðvelda leiðin var að taka erlend lán eins og raunin varð. En hvað ef stýrivextir 2004 hefðu verið keyrðir niður og ávinningurinn (hagnaðurinn) af mikl- um vaxtamun hefði ekki verið til stað- ar. Hefði bankarnir haft vilja til að fara út í þessar miklu erlendu skulda- söfnun og lánveitingar á þeim for- sendum. Hagfræði er víðfeðm fræðigrein og hefur fjölmörg sérsvið. Meginmark- mið þjóðhagfræðinnar er þó tiltölulega einfalt, eða að lýsa hinum hagrænu samskiptum efnahagsaðilana með þeim hætti að hægt sé að hafa áhrif á þau samskipti og stuðla að sem best- um ávinningi fyrir sem flesta. Mik- ilvægt er að hagfræðingar hafi góða yfirsýn yfir hin mismunandi sérsvið hagfræðinnar og samhengi þeirra en festist ekki á afmörkuðum sviðum eða í stærðfræðilegri nálgun greinarinnar. Þeir sem vilja kynna sér þá hag- fræðihugsun sem hér kemur fram er bent á hagfræðirit mitt á netinu (www.johannrunar.is) og einnig grein mína „Á að hækka eða lækka vexti“ sem birtist í Morgunblaðinu 27. febr- úar 1999. Þeir sem vilja kynnast hag- fræðiumræðunni í aðdraganda þjóð- arsáttar er bent á greinar mínar „Efnahagsvandinn“ sem birtist í Morgunblaðinu 19. janúar 1988 og „Fastgengisstefnan“ frá 26. apríl sama ár. Hagfræði og hagstjórn Jóhann Rúnar Björgvinsson fjallar um vexti og hagstjórn Jóhann Rúnar Björgvinsson » Til að ná árangurs- ríkri hagstjórn er mikilvægt að hafa góðan skilning á starfsemi hagkerfisins Höfundur er hagfræðingur. ÞÓTT ég hafi ekki lagt það í vana minn að eltast við rangfærslur í fjölmiðlum, kemur það nú í minn hlut, sem for- maður Surtseyj- arfélagsins, að koma á framfæri leiðréttingu við grein Morgunblaðs- ins miðvikudaginn 8. þ.m. um val á Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO. Í greininni kemur réttilega fram, að afar merkilegt þykir að Surtsey hefur verið vernduð frá myndun eyjarinnar. Um fram- kvæmdina á friðun Surseyjar segir síðan: „Náttúrufræðistofnun hefur frá upphafi haft umsjón með rann- sóknum og vöktun í eyjunni í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Surtseyjarfélagið.“ Þetta er ekki rétt. Staðreyndin er þessi: Forveri Surts- eyjarfélagsins, Surts- eyjarnefnd, átti frum- kvæði að friðun eyjarinnar. Eins og fram kemur í fund- argerð nefndarinnar frá 6. febrúar 1965, skrifaði ég sem formað- ur fyrir hönd nefnd- arinnar Náttúruvernd- arráði og lagði til að Surtsey yrði friðuð. Þetta var samþykkt og var Surtseyjarfélaginu, sem stofnað var 20. maí, 1965, falið að hafa eftirlit og umsjón með friðun eyjarinnar. Á grundvelli nýrra laga um náttúruvernd frá 1971 ítrekaði Nátt- úruverndarráð fyrri samþykkt. Þessi ákvörðun var staðfest af mennta- málaráðherra 3. apríl 1974 með aug- lýsingu í Stjórnartíðindum. Þar segir m.a : „Óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins, sem hefur umsjón með vísindarann- sóknum þar, og hefur Náttúruvernd- arráð falið félaginu umsjón með eynni.“ Þannig var það í rúm 40 ár eða þar til Umhverfisstofnun var falin umsjón og vöktun Surtseyjar. Með þessari leiðréttingu er ég ekki á nokkurn máta að gera lítið úr mik- ilvægi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands í sambandi við rannsóknir í Surtsey. Þær hafa í vaxandi mæli hvílt á herðum vísindamanna stofn- unarinnar, sem sinnt hafa þeim og setu sinni í stjórn Surtseyjarfélagsins með miklum ágætum. Staðreyndin er, að þeir eru margir, bæði stofnanir og einstaklingar, innlendir en einnig erlendir, sem eiga miklar þakkir skil- ið. Sem dæmi má nefna, að Landhelg- isgæslan hefur á hverju ári flutt vís- indamenn til og frá eyjunni endurgjaldslaust. Ég efast um að Surtsey væri komin á náttúru- minjaskrá UNESCO án þeirrar að- stoðar. Surtsey Steingrimur Hermannsson skrifar um eftirlit og umsjón Surtseyjar frá upphafi Steingrímur Hermannsson » Frá því að Surtsey var friðuð árið 1965 hafði Surts- eyjarfélagið í yf- ir 40 ár umsjón með rann- sóknum og frið- un eyjarinnar. Höfundur er formaður Surtseyjarfélagsins frá stofnun þess. ENN á ný hafa aðstandendur Vínbúða ríkisins kosið að minna á þá vöru sem þeir selja nú síðast með leikinni auglýsingu í sjón- varpi. Dregin er upp mynd af drukknum manni sem hagar sér ruddalega eftir ofneyslu á alkó- hóli. Árið 1998 kom út bók hér á landi sem heitir Engill afkimans. Á bakkápu þeirrar bókar eru settar fram eftirfarandi fullyrð- ingar: Ég er öflugri en allir herir heimsins samanlagðir. Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimsstyrjaldirnar. Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, stormar og fellibyljir sam- tals. Ég er slyngasti þjófur í heimi, ég stel þúsundum milljarða á hverju ári. Ég finn fórnarlömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra. Ég birtist í slíkri ógnarmynd, að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein. Ég er þrotlaus, lævís og óút- reiknanlegur. Ég er alls staðar, á heimilum, á götunni, í verksmiðjunni, á skrif- stofunni, í hafinu og í loftinu. Ég gef ekkert, ég tek allt. Ég er versti óvinur þinn. Ég er fyrsti og versti óvinur mannkyns – ég er alkóhól. SIGURÐUR ARNÓR HREIÐARSSON, fyrrverandi skipstjóri og er bindindismaður. Máttur alkóhóls Frá Sigurði Arnóri Hreiðarssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.