Morgunblaðið - 12.07.2008, Blaðsíða 22
|laugardagur|12. 7. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Umhverfisvernd og endurvinnsla erofarlega í hugum margra um þess-ar mundir. Fólk er byrjað aðflokka sorp í stórum stíl og nú er
meira að segja hægt að fá diska, föt og alls
konar bakka úr pálmalaufsslíðrum. Þessi bús-
áhöld hafa þann kost að þau eru úr lífrænu
efni, að sjálfsögðu endurvinnanlegu. Það sem
meira er, það mætti meira að segja gefa kún-
um þau að máltíð lokinni því fullyrt er að
þeim þyki fátt bragðbetra en einmitt pálma-
blaðadiskar!
Náttúrulegir diskar
í náttúrulegu umhverfi
Það er vissulega skemmtilegt og næsta
óvenjulegt að bera fram veitingar á pálma-
blaðadiskum og má að sjálfsögðu gera jafnt í
afmælum, brúðkaupum, garðveislum, í sum-
arbústaðnum eða í lautarferðinni. Á fáum
stöðum á höfuðborgarsvæðinu er umhverfi
jafn-náttúrulegt og náttúruvænt og í Grasa-
garðinum í Laugardal. Þar af leiðandi fengum
við Marentzu Poulsen á Café Flora í lið með
okkur og hún setti á svið ofurlitla laugarferð
þar sem maturinn var framreiddur á pálma-
blaðadiskum og bökkum.
Marentza valdi að bera fram samlokur, eft-
irrétt með kirsuberi, appelsínur, plómur og
límónur og skreytti límónufatið með íslensk-
um jurtum. Allar voru kræsingarnar bornar
fram í pálmalaufsílátum sem eru ótrúlega
fjölbreytileg útlits. Sum eru næstum alveg
hvít, önnur eiginlega mynstruð eða nánast
röndótt vegna dökka litarins sem bregður
fyrir í pálmaslíðrinu. Engin kemísk efni eru
notuð við framleiðslu pálmalaufsáhaldanna og
yfirborð þeirra er ekki lakkað eða á það borið
á nokkurn hátt. Þrátt fyrir það draga hlut-
irnir ekki í sig fitu úr matnum og þau þola að
blotna. Ekki þarf heldur að óttast að mat-
urinn taki í sig bragð úr diskunum. Vilji fólk
nota búsáhöldin oftar en einu sinni er auðvelt
að þvo þau en þó má alls ekki setja þau í upp-
þvottavél. Hins vegar á að mega setja diskana
í bæði bökunar- og örbylgjuofna.
Þessi merkilegu búsáhöld er farið að selja
víða um heim og hér eru þau að koma á
markað fyrir tilstilli Plastprents.
Búsáhöld úr pálmablaðaslíðri
Morgunblaðið/Ómar
Lautarferð Í þeim hluta Grasagarðsins þar sem íslensk blóm og gras ráða ríkjum var sett á svið einföld laugarferð.
Á sólríkum sumardögum er fátt
betra en að efna til veislu út í
náttúrunni og þó borðbúnaður-
inn sé einnota getur hann engu
að síður, segir Fríða Björns-
dóttir, verið umhverfisvænn.
Pálmaslíðursskálar Lagið á búsáhöldunum,
diskum, skálum, körfum og bökkum, er ótrú-
lega fjölbreytilegt.
Límónur á bakka Þessi langi bakki er hluti
af pálmaslíðrinu nánast eins og það kemur
beint af trénu.
TÍSKUVITUNDIN er meðfædd systrunum
Katrínu Öldu og Rebekku Rafnsdætrum
sem opnuðu tískuverslunina Einveru í gær
í kjallara heimilis síns á Ægisíðu 101.
„Tískuáhugi hefur alltaf blundað í mér
og síðastliðin fjögur ár hef ég verið að
læra viðskiptahlið tískubransans í London
í námi sem heitir „fashion management“.
Rebekka er heimspekinemi og versl-
unarstjóri Spúútnik,“ segir Katrín Alda en
hún segir hugmyndina að búðinni hafa set-
ið lengi í þeim.
Á síðastliðnum árum hafa þær systur
ferðast víða. „Undanfarin ár höfum við
sankað að okkur „second-hand“ fötum með
búðina í huga. Fötin koma því víða að,
meðal annars frá London, Berlín, New
York og nokkrum stöðum í Kanada.“ Auk
þess að selja aðkeypt föt verður hönnun
Katrínar Öldu til sölu ásamt skartgripum.
Einvera uppáhaldsorðið
Þegar kjallaraíbúð í húsinu sem þær
systur búa í losnaði ákváðu þær að láta
hugmyndina verða að veruleika. Íbúðina,
sem fullbúin er öllum húsgögnum, hafa
þær því skreytt frá toppi til táar með föt-
um og skartgripum. „Einvera er uppá-
haldsorðið mitt og nafnið valið að þeirri
ástæðu.“
Katrín Alda og Rebekka buðu fyrstu
gestum Einveru upp á muffins og te í gær
og munu reyna að viðhalda heimilislegu
andrúmslofti í sumar. „Við reynum að hafa
notalega og persónulega stemningu í Ein-
veru.“ gudrunhulda@mbl.is
Einvera í kjallaraíbúð
Morgunblaðið/Ómar
Tískusystur Þær Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur hafa báðar mikinn áhuga á tísku og hafa
þær viðað að sér miklu magni af gömlum fatnaði á undanförnum árum.
Fallegt Í Einveru fæst ýmiss konar fatnaður
og skart fyrir konur á öllum aldri.
Einvera, Ægisíðu 101 er opin á fimmtudögum
frá kl. 15-21.
Pálmablaðaslíður hafa verið notuð á
margvíslegan hátt í aldaraðir. Meðal
annars á það við blaðslíður adaka-
pálmatrjánna sem vaxa til dæmis í
Indlandi.
Þar hafa bændur það sem aukabú-
grein að safna pálmablöðunum um
leið og þau falla af trjánum og nýta
þau á ýmsan hátt.
Blöðin, sérstaklega slíður þeirra,
eru hreinsuð í fersku vatni og síðan
handsaumuð innan í skálar eða mót.
Þessu næst fara mótin með innlögðum
pálmaslíðrunum í sérstakar pressur
þar sem þau eru pressuð við 120°C og
um leið verður til diskur eða skál eða
eitthvað annað sem mótið gefur tilefni
til.
Margvíslegir notk-
unarmöguleikar
tíska