Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 12.07.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2008 39 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞIÐ BÆNDURNIR ERUÐ UNDIRSTAÐA ÞJÓÐARINNAR VINNANDI FRÁ SÓLARUPPRÁS TIL SÓLARLAGS ÞAÐ ER GREINILEGT AÐ FELLINGAUPPSKERAN ER GÓÐ Í ÁR NÚ DEYRÐ ÞÚ! AÐ SKIPULEGGJA HEILT HAFNABOLTALIÐ ER MIKIL VINNA... ÞAÐ ÞARF AÐ GERA SVO MARGT ÉG VERÐ AÐ TALA VIÐ ALLA LEIKMENNINA... SAFNA SAMAN DÓTINU... ATHUGA HVORT ÞAÐ ÞURFI AÐ SLÁ... Á ÞESSUM TÍMA ÁRS BYRJAR VINNAN ...VÖLLINN LÆRA HEIMA? JÁ... ÞÚ MISSTIR AF ÖLLUM LÁTUNUM EN ÓSANN- GJARNT! JÁ! HVAÐ SEGIR ÞÚ UM AÐ HJÁLPA MÉR MEÐ ÞESSI DÆMI SEM ÉG Á AÐ LEYSA? AUÐVITAÐ! TÍGRISDÝR ERU MJÖG GÓÐ Í STÆRÐFRÆÐI! HVAÐA LÁRÉTTA STRIK ER ÞETTA? ÞETTA ER MÍNUS- MERKI... NÁÐU Í MIG ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN. ÉG ÆTLA AÐ LEIKA MÉR MAMMA VAR AÐ SKAMMA MIG VEGNA ÞESS AÐ ÉG FESTIST Á LOFTINU OG SÍÐAN ÓX ÉG ÞANGAÐ TIL ÉG VARÐ STÆRRI EN SÓLKERFIÐ... HENNI FANNST AÐ ÉG HEFÐI SAMT ÁTT AÐ LÆRA HEIMA HVERNIG GETIÐ ÞIÐ GERT ÞETTA VIÐ LJÚFASTA, KÆRLEIKSRÍKASTA, VINGJARNLEGASTA MANN Í HEIMI? MANN SEM ELSKAR BÆÐI BÖRN OG DÝR HVAÐA MAÐUR ER ÞETTA? MÉR FANNST KOMINN TÍMI TIL AÐ FÁ SÉR ALMANNATENGSLAFULLTRÚA ÞAÐ VERÐUR HRYLLINGSMYND Í SJÓNVARPINU Í KVÖLD... ÞEIR ÆTLA AÐ SÝNA HNOTUBRJÓTINN SJÁÐU, MAMMA! JÚLÍA GAF MÉR TÖLVUDÝRIÐ SITT! TÖLVUDÝR? JÁ, ÞETTA ER RAFRÆNT GÆLUDÝR. MAÐUR VERÐUR AÐ GEFA ÞVÍ AÐ BORÐA, ÞRÍFA UPP EFTIR ÞAÐ OG LEIKA VIÐ ÞAÐ EINS OG ALVÖRU GÆLUDÝR AF HVERJU GAF HÚN ÞÉR ÞAÐ? MAMMA HENNAR VAR AÐ VERÐA BRJÁLUÐ Á ÞVÍ... MIG LANGAR EKKI AÐ VERA Í SJÓNVARPINU... EN ÉG VERÐ AÐ GERA ÞAÐ ÚT AF JONAH JAMESON HANN TALAR ILLA UM MIG Á HVERJUM EINASTA DEGI NÚNA VERÐ ÉG AÐ SVARA FYRIR MIG Á þessari spegilsléttu og nýþvegnu bílrúðu speglast húsin í Austurstrætinu og skapa nýja sýn á umhverfið. Velvakandi Morgunblaðið/Ómar Austurstræti speglað Víkverji ÉG er búinn að kaupa Morgunblaðið mjög lengi og lestur blaðsins fer allt upp í 1½-2 tíma á hverjum morgni hjá mér. Fyrirgefðu, en ég er ekki alltof hress með blaðið eftir breyting- arnar á því. T.d. finnst mér að fyrri hluti blaðsins, aftur að íþróttum, beri of mik- inn keim af uppröðun efnis í Fréttablaðinu, þar sem allt er úti um allt og ekki hægt að ganga að neinu vísu. Ég les auðvitað Víkverja og Stak- steina upp á hvern einasta dag og nú kem ég að því, sem ég ætlaði fyrst og fremst að tala um. Réttilega var skrifað í Víkverja hinn 4. júlí sl. um hörmungarflutning þeirra Bubba Morthens og Björns Jörundar á lag- inu; Ég er kominn heim og ágætan flutning Björgvins Halldórssonar á laginu. Bubbi og Björn hljóma eins og 90 ára gamlar skjálfraddaðar konur og eru falskir í þokkabót. Ég sagði við Ólaf Pál, þann leið- inlega, á Rás 2 á sínum tíma að flutn- ingur þeirra Bubba Morthens og Björns Jörundar væri þvílík lítils- virðing við frábæran flutning Óðins heitins Valdimarssonar á laginu á sínum tíma að skömm væri að því að spila lagið hjá RÚV. Undir þetta tók Snorri Sturluson að mestu er hann sl. föstudagskvöld var með tónlistar- dagskrána á Rás 2 og sagði m.a. að enginn fram til þessa hefði flutt lagið á eins frábæran hátt og Óðinn Valdi- marsson á sínum tíma, þar kæmist enginn nærri. Hjörleifur Hallgríms. Vangaveltur Ekki er mér nokkur leið að skilja all- an hamaganginn í kringum hælisleit- andann frá Kenía. Er ekki verið að vinna þarna á löglegan hátt, vilja Ís- lendingar virkilega vinna þessi mál svona í framtíðinni? Nei, held ekki. Burtséð frá öllum mannúðarsjón- armiðum þá held ég það hljóti að vera best að fara eftir lögunum. Það gæti dregið dilk á eftir sér að gera það ekki. En vonandi endar þetta mál vel þó svo að allir verði ekki sammála. Annað sem mig langar að vekja máls á, úti í umferðinni sér maður bíla sem eru með allt niður í 06 á númeraplöt- unni, er verið að gera mannamun? Sleppa sumir við allar skyldur, en þeir ábyrgu borga. Einnig finnst mér bílunum alltaf að fjölga sem eru númers- lausir að framan, er það löglegt? Kristín. Það sama fyrir alla HVERS vegna gildir ekki það sama fyrir alla í fjölmiðlum? Um leið og fréttist af því að prest- urinn á Selfossi hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot kom nafn hans og myndir af honum í flestum fjöl- miðlum. Nú er háskólakennari í jafnvel enn verri stöðu en hvergi nefndur eða sýndur (í sjónvarpi) öðruvísi en talað er um framhaldsskólakennarann. Hvers vegna? Eiga ekki allir rétt á að vera meðhöndlaðir sem saklausir þar til dómur fellur skv. ísl. lögum. Unnur. Budda í óskilum LÍTIL köflótt budda fannst í Kringl- unni í maí síðastliðnum. Í buddunni eru peningar o.fl. Eigandi buddunnar getur nálgast hana í afgreiðslu Morg- unblaðsins eða haft samband í síma 569-1324. Jakki tapaðist BRÚNN (New line) vindjakki tap- aðist í lok júní við Laugalæk, Laug- arnesveg eða í leið 14 fyrir 10 dögum. Ef einhver hefur fundið hann er sá vinsamlegast beðinn að hafa sam- band við mig í síma 856-2418. Hringur tapaðist SILFURHRINGUR tapaðist í bún- ingsherberginu í Laugardalslaug- inni. Hringurinn er með fjórum stein- um, gulum og grænum á litinn og tapaðist um miðjan júní. Ef einhver hefur haft upp á honum er finnandi vinsamlegast beðinn að hringja í mig í síma 847-3658. Sigrún. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is         Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Króknum kl. 11-12, matur. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Skráning í Þýskalandsferð 22.-29. sept. er hafin, gott aðgengi fyrir fatl- aða. Uppl. í síma 898-2468. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK er lokuð vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Uppl. gefa: Krist- jana s. 897-4566 og Kristmundur s. 895-0200. Félagsvist í Gjábakka og Gullsmára eins og verið hefur. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Fá sæti eftir í ferð á Strandir 2.-4. ágúst. Skrifstofan er lokuð í júlí. Skráning og uppl. í Gjábakka og Gull- smára og hjá ferðanefnd s. 554-0999 Þráinn / s. 554-0191 Stefnir / s. 565- 6353 Bjarni. Greiða þarf f. 18. júlí. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Hraunbær 105 | Óvissuferð verður 16. júlí, lagt af stað frá Hraunbæ kl. 13. Skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Verð 1.500. Hæðargarður 31 | Félagsvist alla mánudaga í sumar kl. 13.30. Matur og kaffi virka daga og listasmiðjan opin. Sjá sumardagskrána. Uppl. 568- 3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á menningarflötinni við Gerðarsafn kl. 12 á miðvikud. 12 og á laugard. kl. 13. Uppl. í síma 564 1490 og 554-5330.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.