Morgunblaðið - 24.08.2008, Page 25

Morgunblaðið - 24.08.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2008 25 þegar kæra kom frá sérstökum al- þjóðadómstól í Haag sem sér um að fjalla um málefni tengd átökunum í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Haradinaj verður fertugur í ár og einbeitir sér um þessar mundir að MA-námi í við- skiptafræði hér í Pristina, enda hafði hann lítinn tíma til að mennta sig þegar hann var í útlegð í Sviss. Þang- að flutti hann tvítugur, við upphaf valdatíðar Milosevic, og vann hin fjöl- breyttustu störf á meðan hann bjó sig líkamlega og andlega undir skæruhernaðinn sem hann vissi að hann myndi þurfa að taka þátt í þeg- ar þar að kæmi. Fræg er sagan af því hvernig hann bar lík bróður síns, Lu- ans, yfir fjöll til þess að tryggja hon- um sæmandi greftrun – og nú er ein af aðalgötum Pristina skírð eftir Lu- an, hinar aðalgöturnar eru nefndar eftir Móður Teresu, Ramadhan og Bill Clinton. Aðeins tveimur dögum seinna, þegar ég er í Peja, þá hafa þjóðskáldin (er ekki eðlilegt að kalla poppara þjóðskáld undir þessum kringumstæðum?) þegar samið lag um Ramush Haradinaj og nafn hans ómar reglulega á götumarkaðnum, sem er sá litríkasti sem ég hef séð í Kosovo. Sölumaðurinn sem selur mér diskinn er ánægður með áhuga þessa útlendings og kveður með orð- unum „Ramush Haradinaj, bamm bamm!“ og skýtur úr ímyndaðri byssu. Land hinna landlausu Ég fylgist með gleði Albananna í Mitrovica um stund en ákveð svo að bregða mér yfir á. Þrátt fyrir varn- aðarorð leigubílstjórans dugar að kinka kolli til UNMIK-liðanna sem fjölmenna á báðum endum brúar- innar. Ég spjalla örstutt við gamlan hermann með þykkan Texas-hreim og rölti svo yfir til Serbanna. En hér er allt breytt. Meðfram ánni eru rúst- ir einar og ef maður labbar upp aðal- götuna sér maður að hér er aðeins bráðabirgðamiðbær fullur af skýlum og bröggum, hálfgerðum reyk- ingaskúrum sem notaðir eru sem framlenging á alltof litlum búðar- og kaffihúsaholum. Hér er líka allt grárra og brosin miklu færri. Rétt eins og í serbneska hlutanum á Sarajevo er þetta allt önnur borg. Þetta er staður tap- aranna, og gildir þá einu hvort þeir studdu Milosevic eður ei. Þetta er borgarlíki, land hinna landlausu. Þeirra heimaland kemur aldrei aftur. Svartþrastaland Þegar ég held aftur yfir á er enn verið að fagna, hvellhettur og flaut- andi bílar með albanskan fána eru komnir í staðinn fyrir dansinn. Ég sest á kaffihús en er fljótlega tjáð af þjóninum að mennirnir á næsta borði splæsi á mig bjór. Þetta eru gamlir andspyrnumenn, suma hafði ég hitt áður þar sem þeir fögn- uðu fyrir framan sjónvarpið. Í dag eru þeir glaðir, bæði út af réttarhöld- unum og út af því að Albanía komst inn í NATO. Flestir þeirra vinna í námu fyrir utan bæinn sem má muna sinn fífil fegurri. Við skiptumst á bestu fótboltamönnum tveggja smá- þjóða, fyrir Guðjohnsen og Hreið- arsson bjóða þeir Valon Behrami hjá West Ham, Shefki Kuqi hjá Crystal Palace og Lorik Cana hjá Marseille. Gallinn er bara sá að allir spila þeir með öðrum landsliðum þótt þeir séu fæddir í Kosovo. Þeir segja mér að næst sé það efnahagurinn, enda eyðir sjálfstæðið ekki rafmagnsleysinu, at- vinnuleysinu og fátæktinni á einni nóttu. Við kveðjumst þegar þeir þurfa að biðja að múslimasið og ég þarf að ná fari aftur til Pristina. Þegar ég geng í átt að brúnni á ný hefja svartþrest- irnir sig á flug og fylla út í himininn. Kosovo heitir Kosova á albönsku og sú útgáfa nafnsins hefur skiljanlega orðið meira og meira ríkjandi, þótt ólíklegt virðist að umheimurinn hætti að nota serbnesku útgáfuna í bráð. En hvort tveggja þýðir „land svart- þrastanna“. Og þar sem þeir krunka fyrir ofan mig þykist ég heyra þá biðja mig fyrir kveðju: „Kallið landið Svartþrastaland á íslensku.“ Minning Andlit og nöfn þeirra sem létust í stríðinu 1999 eru enn áberandi í Pristina, höfuðborg Kosovo. » Seinna kemst ég að því að þeir eru að fagna frelsi Ramush Haradinaj. Niðurstaðan er þeim staðfesting á að hann hafi verið stríðs- hetja en ekki stríðs- glæpamaður. Gleði Þessir Kosovar í Mitrovica glöddust mjög þegar Ramush Haradinaj, þjóðhetja með meiru, var sýknaður af ákæru um stríðsglæpi. Bókabíll Í serbneskum hluta hinnar tvískiptu borgar Mitrovica seldi þessi herramaður bækur. Ekki fylgdi sögunni hvort bíllinn væri falur líka. Frelsishetja Hér eru þjóðhetjurnar splunkunýjar með nútímavopn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.