Morgunblaðið - 26.08.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 26.08.2008, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is ÓLYMPÍUGLEÐINNI er enn ekki lokið enda varla að þjóðin hafi náð sér niður úr sigurvímu helgarinnar. Á miðvikudaginn gefst Íslendingum færi á að þakka fyrir skemmtun síðustu vikna og bjóða strákana okkar velkomna heim með silfrið, því þá verður ekið með handboltalandsliðið auk hinna ólympíufaranna niður Laugaveginn og þeir loks hylltir með viðhöfn á Arnarhóli. Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands boða til fagnaðarfund- arins og má búast við fjölmenni í skrúðgöngunni og við Arnarhól, en keppendurnir koma til lands- ins frá Peking fyrr um daginn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Silfur Fálkaorðan bætist nú í orðusafnið. Fagnaðarfundur og fálkaorða  Boðað hefur verið til fagnaðarfundar íslensku þjóðarinnar við ólympíufarana  Forseti Íslands hefur heitið handboltaliðinu fálkaorðunni fyrir frammistöðuna Að athöfninni lokinni er stefnt að því að hand- boltamönnunum fjórtán, auk þjálfara liðsins og formanns Handknattleikssambands Íslands, verði veitt fálkaorðan á Bessastöðum, í tilefni þess að liðið vann til silfurverðlauna fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hefur sagst ætla að sæma landsliðið orðunni við fyrsta tækifæri en þó án þess að athöfnin rek- ist á við hátíðahöldin á miðvikudaginn. Allajafna fer afhending orðunnar fram við áramót og á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en við sérstök tækifæri eru þau veitt á öðrum dögum. Ísland á fyrir þrjá ólympíuverðlaunahafa, þau Vilhjálm Einarsson, Bjarna Friðriksson og Völu Flosadóttur. Þau hafa öll einnig hlotið heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek sín. Í HNOTSKURN »Ferð ólympíufaranna hefstá Hlemmi kl. 18 á miðviku- daginn og verður þeim ekið í opnum vagni niður Laugaveg að Arnarhóli þar sem þjóðin mun hylla þá um klukkan 18:30. »Hin íslenska fálkaorða eryfirleitt afhent tvisvar sinnum á ári, 31. desember og 17. júní, eftir tillögum orðu- nefndar. Forsetinn getur þó veitt orðuna án tillögu orðu- nefndar og utan hins hefð- bundna tíma ef sérstakt tilefni þykir til. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is EKKI hefur verið útfært hvernig siðareglur verða settar fyrir stjórn- sýslu ríkisins, hvorki að formi né efni. Til stendur að skipa starfshóp á veg- um forsætisráðuneytisins til að setja saman drög að slíkum reglum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis- stjórnar er kveðið á um að ráðherr- um, alþingismönnum og stjórnsýslu ríkisins verði settar siðareglur. Sam- kvæmt upplýsingum frá forsætis- ráðuneytinu er reiknað með að starfs- hópur forsætisráðherra um málið skili af sér í byrjun næsta árs. Unnið hefur verið að undirbúningi, meðal annars með gagnaöflun um það hvernig þessum málum er háttað í nágrannalöndunum. Tilgangur siðareglna er að sporna við spillingu og efla traust almenn- ings á stjórnsýslunni. Í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar eru ráðherrar og alþingismenn nefndir til sögunnar, auk almennu stjórnsýslunnar. For- sætisráðherra getur sett ráðherrum og aðstoðarmönnum þeirra reglur, eins og gert hefur verið í sumum ná- grannalanda, eða lagt til lögfestingu slíkra reglna. Hins vegar er spurning hvort ekki sé eðlilegra að Alþingi setji siðareglur um þingmenn. Flókið getur verið að setja sam- ræmdar siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins vegna þess hversu ólíkar stofnanirnar eru. Þannig er einungis um fjórðungur af starfseminni á veg- um ráðuneyta og stofnana sem fara með opinbert vald. Meginhluti starf- seminnar er í heilbrigðis- og mennta- stofnunum þar sem fjölmargar fag- stéttir hafa sínar eigin siðareglur. Viðmið um góða starfshætti Fjármálaráðuneytið tók saman og gaf út með dreifibréfi í byrjun árs 2006 viðmið fyrir góða starfshætti ríkisstarfsmanna. Auk almennra við- miða er lagt fyrir stjórnendur stofn- ana að meta það sjálfstætt hvenær og í hvaða tilfellum sé rétt að setja frek- ari viðmið í formi leiðbeinandi reglna eða siðareglna. Þær eiga að fela í sér nánari útlistun á því hvernig æskilegt sé að starfsmaður bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í starfi. Í fimm ára gamalli skýrslu Ríkis- endurskoðunar eru niðurstöður skoð- anakönnunar sem benda til að 15% stofnana í opinberri stjórnsýslu hafi þá siðareglur og tæp 40% hafi það í hyggju. Eftir að fjármálaráðuneytið gaf út sín viðmið hafa einhverjar stofnanir hafið þessa vinnu en ekki er til yfirlit um hversu margar hafa lokið henni með setningu siðareglna. Hins vegar er víða komið inn á efnið í gæða- og árangursstjórnunarkerfum sem unnið er eftir í mörgum stofn- unum, auk laga um stjórnsýslu og ríkisstarfsmenn. Spornað við spillingu  Til stendur að stofna starfshóp til að leggja drög að siðareglum fyrir ráðherra og stjórnsýslu ríkisins  Áformað að hópurinn skili áliti í byrjun næsta árs Ítarlegar siðareglur hafa verið settar fyrir stjórnsýsluna í Bret- landi og Bandaríkjunum en mis- munandi leiðir farnar. Þá hefur umræða á Norðurlöndunum og víðar leitt til þess að reglur hafa verið settar um einstaka þætti. Í bresku reglunum er m.a. kveð- ið á um að ráðherrar skuli gæta þess að opinberar skyldur þeirra rekist ekki á við einkahagsmuni þeirra. Þeir mega ekki þiggja gjaf- ir eða greiða sem gætu haft áhrif á dómgreind þeirra eða skuld- bundið þá með óeðlilegum hætti. Birtur er listi yfir gjafir til ráð- herra sem eru meira en sem svar- ar um 11 þúsund íslenskum kr. Þegar ráðherrar taka til starfa verða þeir að upplýsa ráðuneytið um hagsmunatengsl sín, maka og nánustu fjölskyldu. Nýir ráðherrar í dönsku stjórn- inni þurfa að fylla út eyðublað um fjárhagsstöðu sína og maka og fjárhagsleg tengsl og jafnvel um aðild að vissum félagasamtökum. Í Noregi hafa verið settar reglur sem takmarka möguleika ráð- herra á að taka við starfi hjá einkafyrirtækjum sem eru á mál- efnasviði sem ráðherrann sinnti. Þurfa að upplýsa um fjárhagsleg tengsl REYKJAVÍKURBORG greiðir enn Marsibil Sæmundardóttur og Mar- gréti Sverrisdóttur föst laun vara- borgarfulltrúa þrátt fyrir að þær starfi ekki lengur með þeim flokki þar sem þær voru á lista í kosn- ingum. Varaborgarfulltrúar skiptast í tvo hópa þegar kemur að launa- kjörum. Annars vegar fær fyrsti varaborgarfulltrúi hvers lista föst laun og eiga þau að vera fullnaðar- greiðsla fyrir öll nefndarstörf þeirra. Þessi laun eru 70% af grunnlaunum borgarfulltrúa en geta bæði skerst og hækkað eftir því hvernig störfum þeirra í nefnd- um er háttað. Grunnlaun borgar- fulltrúa eru aftur 80% af þingfarar- kaupi, þannig að borgarfulltrúar fá nú 433.376 krónur en varaborgar- fulltrúar í þessum hópi 303.363 krónur. Í hinum hópnum eru allir aðrir varaborgarfulltrúar og aðrir kjörn- ir fulltrúar í nefndum og ráðum. Þeir fá þá greitt fyrir hverja nefnd sem þeir sitja í sem aðalmenn og jafnframt í hvert skipti sem þeir koma inn í nefnd sem varamenn. Marsibil hefur ákveðið að starfa sem óháð með minnihlutanum frek- ar en með Framsóknarflokknum. Slíkt hefur ekki áhrif á launakjör hennar. Sama á við um Margréti Sverrisdóttur, sem var kosin vara- maður Ólafs F. Magnússonar fyrir F-listann en hefur nú sagt skilið við þann flokk og situr sem óháð. andresth@mbl.is Marsibil Sæmundardóttir Margrét Sverrisdóttir Fá enn greidd sömu laun EFTIRSPURN hefur aukist eftir Henson-íþróttafatnaði undanfarið. Kemur það til vegna Ólympíu- leikanna í Peking en íslenskir ól- ympíufarar klæðast að mestu leyti Henson-klæðnaði. Til dæmis var ís- lenska handboltalandsliðið íklætt Henson-göllum þegar það tók við silfrinu á dögunum. „Allir aðrir voru frá toppi til táar [í Henson], þjálfararnir og far- arstjórarnir og allt,“ segir Esther Magnúsdóttir hjá Henson. Þá hafi stuðningsliðið og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra klæðst bolum frá fyrirtækinu. Búningarnir eru ekki fáanlegir eins og er en þeir eru væntanlegir á næstu dögum. skulias@mbl.is Henson í ólympíusókn SPENNANDI er að fara fótgangandi í skólann á fyrsta skóladeginum þó að snúið geti verið að fara eftir umferðarreglunum og ganga á gangstéttinni. Svona var umhorfs á sunnanverðri Bárugötunni í Reykjavík upp úr klukkan átta einn morguninn þegar sex ára stúlka lagði af stað í skólann í fyrsta sinn. Ljósmynd/Oddur Björnsson Nú er úr vöndu að ráða fyrir unga dömu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.