Morgunblaðið - 26.08.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 33
Velvakandi
Félagsstarfeldriborgara
Í Tennishöllinni í Kópavogi er alltaf nóg um að vera og hér á myndinni eru
krakkar á tennisæfingu. En börn frá 5 ára aldri geta æft tennis þar sem
notast er við sérstakan kennslubúnað til að höfða til allra aldurshópa.
Morgunblaðið/hag
Ungir tennisspilarar
Hvernig væri fyrir
HSÍ að biðja Guð-
mund Guðmunds-
son afsökunar
TIL hamingju, strákar.
Þetta er náttúrlega
bara frábært að ná
svona árangri á svona
stórmóti og vonandi
náum við ólympíugulli
eða silfri, það er ólýs-
anleg tilfinning að upp-
lifa svona stemningu.
Strákarnir eru sko vel
á sig komnir, allir heil-
ir, en mér varð hugsað
eftir leikinn hvort ekki
væri kominn tími fyrir HSÍ til að
biðja Guðmund Guðmundsson hand-
boltaþjálfara afsökunar á að vera
vikið úr starfi á sínum tíma, maður-
inn er búinn að sýna það hvað er
hægt að gera gott úr strákunum
okkar. Það að hafa vikið Guðmundi
úr starfi er náttúrlega bara vitleysa,
það má ekki ganga illa og þá er búið
að reka þjálfarana, eins og í íslenska
fótboltanum. Ég bara skil ekki í Eiði
og Hemma að nenna að koma og
leika með íslenska landsliðinu ásamt
fleirum. En smááskorun á auðmenn
Íslands að taka sér tak og sýna í
hvað þeim býr og hrifsa handa
strákunum okkar í handbolta ein-
hverja aura til að leggja í púkkið og
við skulum halda veislu, og áfram Ís-
land.
H.J.
Leðurjakki tapaðist
FÖSTUDAGINN 22. ágúst sl. tap-
aðist dökkbrúnn karlmanns leður-
jakki með Nokia-síma í
vasanum. Eigandinn
tapaði þessu einhvers
staðar í Austurstræti
og ef einhver hefur
fundið hann er honum
bent á að hafa sam-
band í síma 566 7434.
Bréf tapaðist
Á menningarnótt tap-
aði ég hvítu umslagi
sem innihélt tvö önnur
stimpluð fyrstadags-
umslög ásamt póst-
korti. Bréfsefninu tap-
aði ég líklega um
miðjan dag ca kl., 2.30
á miðjum Laugaveginum í rigning-
unni. Ef einhver hefur séð þetta og
tekið þetta með sér er honum vin-
samlegast bent á að hafa samband
við Óskar í síma 568 7110.
Heimilislaus páfagaukur
INN til mín flaug páfagaukur í síð-
ustu viku í Lönguhlíð. Páfagaukur-
inn er grænn og getur eigandinn
hringt í síma 552 4161.
Gullarmband og
hringir fundust
SONUR minn fann gullarmband,
einnig fann hann giftingarhring með
steini og stöfum inni í og annan
hring sem er einnig með steini.
Þetta fannst á Reynimel í síðustu
viku, um það bil 17. ágúst. Eigand-
inn getur haft samband í síma
864 9892.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Krókn-
um kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handavinna
kl. 8-16, smíði/útskurður kl. 9-16.30,
leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45.
Dalbraut 18-20 | Félagsvist kl. 14.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Berjaferð verður fimmtud. 28.
ágúst, brottför frá Gjábakka kl. 13 og
Gullsmára kl. 13.15. Ekið að Kleifarvatni, í
Selvog og á Strandarheiði. Kaffihlaðborð
á Hótel Hlíð. Jafnvel litið á ber í Grafn-
ingi. Skráning og nánari uppl. í félags-
miðstöðvunum.
Félagsheimilið Gjábakki | Kynning á
vetrarstarfsemi kl. 14. Auk þess kynna
FEBK, íþróttafélagið Glóð, spilahópar,
Söngvinir o.fl. hópar sýna starfsemi,
skráning á námskeið á sama tíma. Kaffi.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður og ganga kl. 9, matur. Kynning á
vetrarstarfsemi verður 27. ágúst kl. 14.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Hádegismatur, spilað í kirkjunni kl. 13,
kaffi. Skráning í leikfimi, hópastarf og
námskeið á haustönn fer fram í Jónshúsi
kl. 10-16 í dag og á morgun.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ
| Ganga kl. 17.30, frá anddyri Hlað-
hamra. Uppl. í síma 586 8014 e. hádegi.
Félagsstarf Gerðubergs | Farið til
Sandgerðis o.fl. á morgun kl. 11.30. Há-
degisverður í Vitanum, skráning á staðn-
um og í s. 575 7720. Glerskurður 2. sept.
kl. 9 og myndlist 4. sept kl. 12.30.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
hjúkrunarfræðingur kl. 9-11, boccia kl.
10, leikfimi kl. 11, hádegismatur, bón-
usbíllinn kl 12.15, kaffi. Hárgreiðslu-
stofan opin, sími 894 6856.
Hraunsel | Opið frá kl. 9, brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi,
hádegisverður, helgistund kl. 14 í umsjón
séra Ólafs Jóhannssonar. Skráning í
vetrarstarf í síma 535 2720.
Hæðargarður 31 | Skráning á námskeið
stendur til 1. sept. T.d. Tölvuleiðbein-
ingar, myndlist, Bör Börsson, skylm-
ingar, þegar amma var ung, skapandi
skrif, framsögn, postulín, ættfræði-
hópur, gáfumannagrúppa, blóm í fóstur,
ljósmyndahópur, skartgripir, veðurhópur
og World Class í Laugum með einkaþj.
Sími 411 2790.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi –
vísnaklúbbur kl. 9, botsía kvennahópur
kl. 10.15, handverksstofa opin kl. 11,
vist/brids kl. 13, kaffiveitingar. Hár-
greiðslustofan s. 552 2488, fótaað-
gerðastofan opin s. 552 7522.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað-
gerðir kl. 9, handavinna kl. 9, hádegis-
verður, spilað kl. 13, kaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun-
stund, handavinnustofa opin, leikfimi,
framhaldssaga kl. 12.30, félagsvist kl.
14. Skráning á námskeið vetrarins hafin.
Uppl. í síma 411 9450.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin
kl. 17-22. bænir kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa
Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og
eftir samkomulagi í síma 858 7282.
Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund
kl. 20.30. Hægt er að senda inn bænar-
efni á kefas@kefas.is
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30 í kórkjallara. Beðið fyrir
sjúkum.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HVERNIG
ER AÐ VERA
KÖTTUR?
HEF EKKI
HUGMYND...
ÉG HEF ALDREI VERIÐ
VAKANDI NÓGU LENGI TIL
AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ
PABBI ER
MIKLU BETRI
Í KEILU EN
PABBI ÞINN!
PABBI MINN ER
HEIMA Á KVÖLDIN
HANN NÆR AÐ MEÐALTALI
185 STIGUM Á MÁNUDAGS-
KVÖLDUM, 174 STIGUM Á
FIMMTUDAGSKVÖLDUM...
OG 204 STIGUM AÐ MEÐAL-
TALI Á FÖSTUDAGSKVÖLDUM!
KALVIN, HVAÐ
ERT ÞÚ AÐ GERA
ÚTI? VAR ÉG EKKI
AÐ SENDA ÞIG UPP
Í HERBERGIÐ ÞITT
RÉTT ÁÐAN?
NEI
VÍST
GERÐI ÉG
ÞAÐ! ÉG ER
ORÐIN LEIÐ
Á ÞESSUM
FÍFLA-
LÁTUM
Í ÞÉR!
HÚN HLÝTUR AÐ HAFA
HITT EFTIRMYNDINA AF
MÉR! HOBBES, VIÐ VERÐUM
AÐ DRÍFA OKKUR ÁÐUR EN
EITTHVAÐ SLÆMT GERIST
SÆLL, NÚMER
ÞRJÚ! ÉG ER
NÚMER TVÖ
SÆLL!
LYKILLINN AÐ GÆFURÍKU
HJÓNABANDI ER AÐ GERA
SKEMMTILEGA HLUTI SAMAN
HLUTI
EINS
OG...
AÐ ÞVO, STRAUJA,
MÁLA, ELDA EÐA BAKA
SPORHUNDAR LÍTA
ALLTAF SVONA ÚT...
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ GEFA
HONUM ÞUNGLYNDISLYF
LALLI, ÉG VERÐ AÐ
JÁTA AÐ ÞETTA ER
FRÁBÆR BÍLL
ERTU ÞÁ EKKI LENGUR
REIÐ YFIR ÞVÍ AÐ ÉG
HAFI KEYPT HANN ÁN
ÞESS AÐ TALA VIÐ ÞIG?
JÚ, ÉG ER
MJÖG REIÐ...
EN ÉG ÆTLA
EKKI AÐ LÁTA
ÞIG SKILA
HONUM
TAKK!
FÆ ÉG ÞÁ
AÐ HALDA
BLÆJU-
BÍLNUM?
ÉG ÆTLA AÐ
HALDA HONUM
ÁTTU VIÐ AÐ
ÞÚ SÉRT EKKI
KONA KÓNGULÓ-
ARMANNSINS?
ÉG SAGÐI ÞAÐ
BARA TIL AÐ FÁ
ATHYGLI SEM
LEIKKONA
ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ
AFHJÚPA ÞIG SEM
LYGARA Í NÆSTA
ÞÆTTI!
ÉG HELD
NÚ SÍÐUR
NEMA ÞÚ VILJIR AÐ
ALLIR VITI HVERSU MIKILL
KJÁNI ÞÚ VARST
!