Morgunblaðið - 26.08.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 35
Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins
551 1200 | midasala@leikhusid.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til
20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða.
Stóra sviðið
Skilaboðaskjóðan
Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00
Ástin er diskó - lífið er pönk
Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 7/9 kl. 20:00
Engisprettur
Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00
Kassinn
Utan gátta
Fös 17/10 frums. kl. 20:00 Lau 18/10 kl. 20:00
Kúlan
Klókur ertu - Einar Áskell
Lau 30/8 frums. kl. 15:00 U
Sun 31/8 kl. 11:00 Ö
Sun 31/8 kl. 12:30 Ö
Sun 7/9 kl. 11:00
Sun 7/9 kl. 12:30
Sun 14/9 kl. 11:00
Sun 14/9 kl. 12:30
Brúðusýning fyrir börn
Borgarleikhúsið
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Fös 5/9 frums. kl. 20:00 U
Lau 6/9 2. sýn. kl. 19:00 Ö
Sun 7/9 3. sýn. kl. 20:00
Þri 9/9 aukas. kl. 20:00 U
Mið 10/9 aukas.kl. 20:00 U
Fös 12/9 4. sýn. kl. 19:00
Lau 13/9 5. sýn. kl. 19:00
Fim 18/9 aukas.kl. 20:00 U
Fös 19/9 6. sýn. kl. 19:00 Ö
Lau 20/9 7. sýn. kl. 19:00 Ö
Lau 20/9 8. sýn. kl. 22:30
Fýsn (Nýja sviðið)
Fös 12/9 frums. kl. 20:00
Lau 13/9 2. sýn. kl. 20:00
Sun 14/9 3. sýn. kl. 20:00
Fös 19/9 4. sýn. kl. 20:00
Lau 20/9 5. sýn. kl. 20:00
Sun 21/9 6. sýn. kl. 20:00
Gosi (Stóra sviðið)
Sun 7/9 kl. 14:00
Sun 14/9 kl. 14:00
Sun 14/9 kl. 17:00
Sun 21/9 kl. 14:00
Sun 21/9 kl. 17:00
Sun 28/9 kl. 14:00
Leikfélag Akureyrar
460 0200 | midasala@leikfelag.is
Óvitar (LA - Samkomuhúsið )
Lau 30/8 frums. kl. 20:00
Sun 31/8 kl. 18:00
Fös 5/9 kl. 20:00
Lau 6/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 15:00
Lau 13/9 kl. 20:00
Fjölskylduskemmtun
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Fös 29/8 kl. 20:00 U
Lau 30/8 kl. 15:00
Lau 30/8 kl. 20:00 Ö
Lau 6/9 kl. 15:00 Ö
Lau 6/9 kl. 20:00 U
Sun 7/9 kl. 16:00
Fös 3/10 kl. 20:00 U
Lau 4/10 kl. 15:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Þrjár tilnefningar til Grímunnar
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Cavalleria Rusticana og Pagliacci
Fös 19/9 frums. kl. 20:00 Ö
Sun 21/9 kl. 20:00
Fim 25/9 kl. 20:00
Lau 27/9 kl. 20:00
Lau 4/10 kl. 20:00
Sun 5/10 kl. 20:00
Fös 10/10 kl. 20:00
Sun 12/10 kl. 20:00
Forsala miða hafin á www.opera.is!
Janis 27
Fös 3/10 frums. kl. 20:00 Ö
Fim 9/10 kl. 20:00
Lau 11/10 kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Lau 18/10 kl. 20:00
Forsala miða hafin á www.opera.is!
Kómedíuleikhúsið Ísafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík)
Fim 4/9 kl. 20:00
Fim 11/9 kl. 20:00
Fim 18/9 kl. 20:00
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Duo (Litla svið)
Fim 16/10 1. sýn kl. 20:00
Fös 17/10 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00
Sun 26/10 kl. 20:00
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Sun 31/8 kl. 20:00 Ö
Fim 4/9 kl. 20:00
Sun 7/9 kl. 20:00
Fim 11/9 kl. 20:00
Sun 14/9 kl. 20:00
síðustu sýningar
Ég virðist vera að breytast ímikinn menningarkverúl-ant. Síðast fjasaði ég yfir
Gay pride-göngunni og núna er
meiningin að blammera Menning-
arnótt.
Á Menningarnótt nú, eins ogundanfarin ár, hafa mér hálf-
partinn fallist hendur. Það er ein-
faldlega of mikið í boði og maður
fríkar út á valkostunum, tekst ekki
að stíga fyrsta skrefið í klifur-
göngunni upp á þetta mikla
menningarfjall. „Æ,“ hugsa ég með
mér. „Er ekki bara best að kúra
heima og horfa á spólu, frekar en
að endasendast á milli safna og
kaffihúsa og svo festast í umferðar-
teppu?“
Ég hafði fyrr í vikunni farið á
heimasíðu Menningarnætur og
hakað við nákvæmlega 50 viðburði
og sýningar sem mig langaði að sjá.
En þegar menningardagurinn mikli
rann upp drattaðist ég loks af stað
með makanum niður í bæ um
kvöldmatarleytið, keypti súpu á
Sægreifanum, fór í Hafnarhús,
Listasafn Íslands, keypti mér kók-
flösku hjá Samtökunum ’78 og fór
svo niður á Sæbraut að fylgjast með
flugeldunum.
Var það allt og sumt.
Vil ég gjarna taka það fram aðþað var með miklum semingi
að ég fór á flugeldasjóið, því mér
finnst eitthvað svo agalega hallær-
islegt við það að standa eins og
sauður í hjörð og horfa á ljós og
sprengingar. Ég næ því engan veg-
inn hvað er svona spennandi við
flugelda, og get ekki með nokkru
móti skilið hvað það er við skot-
eldana sem fengið getur fólk til að
blístra og góla af kæti.
Þetta viðhorf mitt til flugelda-
sýninga er eflaust til marks um
mennningarsnobb á háu stigi. Það
rennir frekari stoðum undir þá
sjúkdómsgreiningu að af því sem
fyrir augu mín bar þessa kvöld-
stund í miðbænum var það bara
sýning Elínar Hansdóttur í Lista-
safni Íslands sem fékk mig til að
skríkja örlítið af hrifningu.
Verk Elínar er alveg stórmergj-
uð snilld sem allir verða að upplifa.
Völundarhúsið sem hún hefur smíð-
að í sal 4 í Listasafninu er hægt að
túlka á svo mörgum plönum að
gömlu meistararnir sem eru til sýn-
is í sal 1 og 2 mega fara að vara sig.
Þar sem ég ráfaði um listaverkiðvarð mér hugsað til drauga-
hússins í gamla tívolíinu í Hvera-
gerði, nema hvað draugarnir eru
orðnir djúpsálrænir. Um leið og
maður rambar um völundarhús
Elínar reikar maður nefnilega um
sjálfan sig.
Ég komst t.d. að því að ég er aug-
ljóslega búinn að horfa á of margar
Hollywoodmyndir og bjóst þannig
við að handan við hvert horn biði
mín uppvakningur en að á endan-
um myndi ég finna fjársjóð.
Hún Elín lék aldeilis á mig!
En aftur að menningarnætur-konseptinu. Væri ekki betra
að halda menningarviku frekar en
menningarnótt? Er menning ekki
svolítið eins og vín; ef þú reynir að
innbyrða of mikið á einu kvöldi
kárnar gamanið?
Er ekki menningarnótt eitt alls-
herjar menningarfyllerí? Og er það
ekki alveg dæmigert fyrir
smáborgarismann í Íslendingum að
kunna ekki að fara með menningu,
rétt eins og þeir kunna ekki að fara
með vín?
Í stað þess að hlaða allri þessari
menningu á einn dag, væri ekki ráð
að dreifa menningunni hreinlega
yfir allt árið?
Af hverju getur ekki verið meira
menningarlíf hversdags í Reykja-
vík? Af hverju þarf endilega að
vera Menningarnótt til að heyra
megi lifandi tónlist á Laugaveg-
inum á laugardagskvöldi?
asgeiri@mbl.is
Of mikil
menning á of
stuttum tíma
»Er menning ekkisvolítið eins og vín; ef
þú reynir að innbyrða of
mikið á einu kvöldi
kárnar gamanið?
Morgunblaðið/Júlíus
Sjónarspil Greinarhöfundi þykir flugeldasýningar óspennandi og vill virkara menningarlíf hversdags.
AF LISTUM
Ásgeir Ingvarsson
Sumartónleikar LSÓ
í kvöld, þriðjudag, kl. 20:30
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestanga 70, 105 Rvk.
www.LSO.is - LSO@LSO.is
Íslenski saxófónkvartettinn
Sigurður Flosason, Vigdís Klara
Aradóttir, Guido Bäumer
og Peter Thompkins