Morgunblaðið - 26.08.2008, Síða 38

Morgunblaðið - 26.08.2008, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGLEIKURINN Mamma Mia! nær þeim fáheyrða árangri að end- urheimta efsta sæti bíólistans sjö- undu viku á lista, en myndirnar sem voru á lista þegar hún var frumsýnd eru allar horfnar úr kvik- myndahúsum núna ef fáeinar þrjú- bíósýningar á Kung Fu Panda eru frátaldar. Myndin er nú þegar orð- in fjórða tekjuhæsta mynd allra tíma hérlendis og aðeins tíma- spursmál hvenær hún nær þriðja sæti listans. Sem stendur er Mýrin efst á list- anum með 90,5 milljónir króna, næst kemur Titanic með 77 millj- ónir króna og loks Return of the King, þriðja Lord of the Rings- myndin, með 73 milljónir. Mamma Mia! er komin með 70,5 milljónir króna í tekjur nú þegar og allar lík- ur á að hún nái að minnsta kosti öðru sætinu á þessum lista áður en yfir lýkur – jafnvel því efsta. Aðsóknartölur aftur í tímann eru nokkuð ótryggar hérlendis en þó er ljóst að einhverjar af fyrstu mynd- um íslenska kvikmyndavorsins sem og myndir á borð við Gone With the Wind hafa dregið fleiri áhorfendur í bíó, en Mýrin endaði í 84 þúsund manns hérlendis (miðaverð á ís- lenskar myndir er hins vegar hærra og því er hún efst á tekjulist- anum) og Return of the King dró að tæplega 96 þúsund bíógesti árin 2003-4 og því ljóst að Mamma Mia! stefnir a.m.k. í að verða fjölsóttasta myndin hérlendis í tæp fimm ár. Nýjar myndir síðustu viku gerðu hins vegar ekki mikið strandhögg í bíósölum, Clone Wars fór í fjórða sætið og The Rocker í það sjötta en báðar hafa dregið ríflega tvö þús- und gesti í bíó. asgeirhi@mbl.is Tekjuhæstu myndir helgarinnar á Íslandi Alls ekkert lát er á vin- sældum Mamma Mia!        -,8>-                           !"   #$$%& ' (")  *+' '","-   "&. " */*0 1 ' 2%/! 3   "4 ! 5  ..6            Vinsælastar Mamma Mia! er langvinsælasta mynd ársins hérlendis til þessa og stefnir í að verða vinsælasta mynd síðustu ára. FREGNIR herma að söngkonan sí- unga Cher muni túlka Kattarkon- una í næstu Batman-mynd. Þetta segir breski miðillinn Telegraph. Þeir sem fylgjast vel með vita að Cher, blessunin, er orðin 62 ára gömul. Menn kunna því að hvá við þessi tíðindi, enda hefur Katt- arkonan til þessa verið túlkuð af yngri leikkonum, eins og Michelle Pfeiffer sem var 34 ára þegar hún lék kattarkvendið, og Halle Berry, sem var 38 ára þegar hún fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Cat- woman. Christopher Nolan mun leikstýra myndinni sem auk Christians Bale mun skarta Johnny Depp. Að sögn talsmanns kvikmyndafyrirtækisins er Cher efst á lista leikstjórans yfir þær leikkonur sem koma til greina í hlutverkið, en ætlunin er að sýna Kattarkonuna á sínum efri árum. Áður hafði sá orðrómur verið á kreiki að Angeline Jolie myndi taka að sér hlutverkið í nýju myndinni. Mjá? Söngkonan Cher á örugglega eftir að verða efitrminnileg sem Kattarkonan í næstu Batman-mynd. Verður Cher Katt- arkonan?ÞÆR eru ekki dauðar úr öllum æð- um, rússnesku stelpuskinnin í t.A.T.u., sem vöktu athygli í Evr- óvisjón um árið. Þær seldu yfir fimm milljón eintök af fyrstu hljómplötu sinni og nú síðast fóru þær í allgott tónleikaferðalag í maí á þessu ári. Nú hafa þær tekið áhugavert hlið- arspor því samkvæmt heimildum mun fatahönnuðurinn Marc Jackobs hafa fengið þær Lenu og Júlíu til að sitja fyrir á myndum sem auglýsa fatnaðinn. Tengist þetta aðkomu stelpnanna að sjónvarpsþáttunum „Devúshka Marka“ sem á íslensku mætti útlegg- jast „Tískustelpan“, en eins og nafn- ið gefur til kynna er um rússneskan fyrirsætukeppnisþátt að ræða í svip- uðum dúr og Next Top Model- þættirnir. Stúlkan sem hreppir vinnings- sætið má eiga von á ferðalagi til Nýju Jórvíkur og heilum hellingi af verðlaunum, m.a. fatnaði frá Marc Jacobs. Þess má vænta að sam- keppnin verði hörð enda þykja rúss- neskar stúlkur föngulegar. Fyrirsætur Lena og Júlía hafa í nógu að snúast þessa dagana. Tatú í samstarfi við Marc Jacobs? SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL 650k r. „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV 650 kr. 650kr. Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500X - Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Love Guru kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King Rocker kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára Skrapp út kl. 6 - 10 B.i. 12 ára The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ X-Files kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára Mamma Mia kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ HANN ER SNILLINGUR Í ÁSTUM NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR SÝND SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Geggjuð gamanmynd Frá leikstjóra Full Monty Eina von hljómsveitarinnar ... ...er vonlaus -Empire "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BESTA MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 65.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! SÝND HÁSKÓLABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Stærsta mynd ársins 2008 82.000 manns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.