Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is AUKNAR fjárveitingar og væntanleg ný rann- sóknarstofa eru að breyta landslaginu í hjarta- þræðingum á Landspítalanum. Um 200 manns voru á biðlista fyrir rúmu ári og lengdist biðlistinn þegar líða tók á árið. Þegar mest var biðu um 250 manns eftir hjartaþræð- ingu. Sá listi hefur styst mikið á undanförnum mánuðum og kemur til með að styttast enn frekar á þeim komandi. „Okkur hefur tekist að setja í þetta kraft. Það voru settir svo- litlir fjármunir í að vinna lengur á daginn og meira um helgar en einnig til að taka bráðatilvikin hraðar í gegn. Það hefur gert okkur kleift að kalla fleiri inn og nú er- um við komin niður í um 170 sjúklinga á biðlista,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, sviðsstjóri lækn- inga á lyflækningasviði. Afköstin hafa aukist veru- lega á undanförnum mánuðum og enn er útlit fyrir að hægt sé að gera betur. „Við erum með tvær rannsóknarstofur og það hefur verið einn flöskuháls. Nú er verið að setja upp þriðju rannsóknarstofuna. Búið er að kaupa tækin og verið að breyta húsnæðinu.“ Þokast allt í rétta átt Með breytingum á húsnæði verður meðal ann- ars aukið legurými fyrir þá sjúklinga sem hraðast fara í gegn, þ.e. þurfa ekki að dvelja yfir nótt á spítalanum. „Þetta þokast því allt í rétta átt.“ Á síðasta ári voru gerðar tæplega 1.800 hjarta- þræðingar á Landspítalanum en 1.600 árið áður. Enn er reiknað með að þeim fjölgi á þessu ári, lík- lega í uppundir 1.900 þræðingar. Og ekki er útlit fyrir annað en að eftirspurnin haldi áfram að vaxa. Tvær ástæður eru fyrir því helstar. „Í fyrsta lagi lifa Íslendingar sífellt lengur og lengur,“ segir Guðmundur. „Og í öðru lagi lifa fleiri með hjarta- sjúkdóm.“ Afar vel gengur að meðhöndla bráðakransæða- stíflur, s.s. með skyndilegri eða tafarlausri krans- æðavíkkun eða -þræðingu. Sérstakri vakt er hald- ið úti allan sólarhringinn, árið um kring, og bráðakransæðastífla því nær ávallt meðhöndluð þannig. „Fyrir vikið eru miklu fleiri sem lifa með krans- æðasjúkdóm og það kallar auðvitað á aukna þjón- ustu. Þetta fólk fær kannski sömu einkenni síðar, þannig að umfang þessrar starfsemi mun í eðli sínu, að öllum líkindum, halda áfram að vaxa.“ Vonast er til að rannsóknarstofan nýja komist í gagnið í nóvember eða desember. Styttri bið eftir hjartaþræðingum Guðmundur Þorgeirsson Undirbúningur Hjartaþræðingum fer fjölgandi. Í HNOTSKURN »Árið 2006 voru gerðar um1.600 hjartaþræðingar á Landspítalanum. Ári síðar voru þær komnar upp í tæp- lega 1.800. » Í ár er gert ráð fyrir aðhjartaþræðingar á LSH fari upp undir 1.900 og þeim haldi áfram að fjölga á næstu árum. »Um mitt ár í fyrra voru um200 sjúklingar á biðlista eftir hjartaþræðingu. Með átaki hefur tekist að grynnka á listanum sem telur nú um 180 sjúklinga. Útlit er fyrir að hann styttist á næstunni. ANDARNEFJURNAR tvær, sennilega kýr með kálf, hafa haldið til á Akureyrarpolli í á þriðju viku. Ekkert fararsnið er á þeim og virðist þeim líka lífið á Pollinum. Þær vekja mikla athygli gesta og gangandi, sérstaklega þegar þær leika listir sínar, stökkva, berja sporðblöðkunni í vatnið eða stinga hausnum upp úr sjónum, þá er stund- um eins og þær séu að fylgjast með áhorfendum. Myndin var tekin á stökkæfingu á fimmtudag. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Leika listir sínar á Pollinum Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is UM 60 starfsmenn Rauða krossins, frá 25 löndum, auk starfsmanna Rauða kross Íslands [RKÍ], hafa fundað á Selfossi nú um helgina. Um er að ræða samráðsvettvang landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Landsfélögin koma saman árlega í þeim tilgangi að samhæfa aðgerðir. Um er að ræða landsfélög landa sem veita mest fé til verkefna Rauða krossins á heimsvísu. „Þetta er hugsað sem samráðs- vettvangur til þess að taka fyrir það sem er efst á baugi í hreyfingunni og eins að skipuleggja hvernig aðgerð- um verður háttað,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. Náin samvinna Norðurlanda Fundinn sækja framkvæmda- stjórar og formenn landsfélaga Rauða krossins og helstu for- ystumenn alþjóðasambands og al- þjóðaráðs Rauða krossins. Lands- félög Rauða krossins, sem eru 186 talsins, hafa haft sameiginlega stefnu fyrir árin 2000-2010. „Nú leggjum við línur fyrir helstu verk- efni næstu tíu ára,“ segir Sólveig. Rauði krossinn hefur lagt áherslu á fjögur meginþemu sem öll lands- félög starfa eftir; neyðarvarnir og neyðarviðbrögð, heilbrigðismál og heilsugæslu, útbreiðslu mann- úðarboðskapar og stuðning við sam- félög þannig að þau verði betur í stakk búin til þess að bregðast við áföllum. „Við erum að ræða hvort við eigum að halda þessum fjórum þem- um áfram. Eða hvort eitthvað hafi breyst sem kallar á nýjar áherslur,“ segir Sólveig. Rauði kross Íslands hefur að- allega sinnt verkefnum í sunn- anverðri Afríku undanfarið. Lands- félögin mynda sín á milli bandalög, þannig að norski, danski og finnski Rauði krossinn, sem hafa allir starf- að mikið í sunnanverðri Afríku, standa saman og skiptast á að senda sérfræðinga sem eru til halds og trausts fyrir landsfélög viðkomandi landa. Norðurlöndin hafa aðallega sinnt verkefnum í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. RKÍ er aðallega í Malaví og Mós- ambík. Sinna sjálfboðaliðar RKÍ m.a. aðhlynningu í heimahúsum fyr- ir alnæmissmitaða til þess að þeir útskúfist ekki úr sínu samfélagi. Einnig eiga sjálfboðaliðarnir náið samstarf við Lækna án landamæra [LÁL] og önnur hjálparsamtök. Sér- fræðingar á vegum LÁL sjá um að útvega viðkomandi sjúklingum lyf og aðra læknishjálp meðan sjálf- boðaliðar RKÍ líta eftir sjúkling- unum og athuga m.a. hvort þeir taki lyfin á réttan hátt. Línur lagðar á Selfossi  Landsfélög Rauða krossins á heimsvísu funda á Selfossi  Leggja línurnar til næstu tíu ára í starfi samtakanna  RKÍ starfar aðallega í Malaví og Mósambík LÖGREGLAN á Suðurnesjum leit- aði um hádegisbil í gær enn manns sem skaut af loftbyssu á íbúðarhús sem stendur við Faxabraut í Kefla- vík aðfaranótt laugardags. Hún taldi sig þó vita hver var að verki. Tilkynnt var um skotárásina skömmu fyrir klukkan tvö og sáu íbúar til mannsins þar sem hann mundaði byssuna. Skot hæfðu rúðu hússins. Íbúar gátu gefið lögreglu grein- argóða lýsingu á skotvopninu og bifreið sem maðurinn var á við þriðja mann. Að sögn lögreglu er málið litið alvarlegum augum og eru mennirnir hvattir til að gefa sig fram. andri@mbl.is Skaut úr loft- byssu í rúðu LÍKLEGT þykir að fellibylurinn Gustav, sem þegar hefur orðið yfir 70 manns að bana á leið sinni yfir Karíbahafið, skelli á New Orleans og nágrenni á mánudag. Íbúum borgarinnar er enn í fersku minni er fellibylurinn Katrína skall á borginni árið 2005 með þeim afleið- ingum að yfir 1.800 manns létu lífið. Lýst hefur verið yfir neyðar- ástandi í Louisiana og Texas. Yf- irvöld í New Orleans vinna nú að undirbúningi og er ráðgert að fólki verði senn gert skylt að yfirgefa borgina, þeir sem verði eftir geri það á eigin ábyrgð. Borgaryfirvöld hafa gert ráðstaf- anir svo fólk finni sér enga afsökun til að verða eftir. Útvegaðar hafa verið 700 rútur til að koma fólki burt. Ráðgert er að útgöngubann taki gildi eftir að tilskipun um brottflutning rennur út. Lögreglan mun um helgina verða á ferð um hverfi borgarinnar til að tryggja að enginn fari á mis við skilaboðin. En fjöldi fólks beið ekki eftir formlegri tilskipun. Umferð- arþungi út úr borginni var þegar orðinn verulegur þegar leið á helgina og hafði fólk fyllt bíla sína vistum. jmv@mbl.is Undirbúa brottflutning í New Orleans Hver eru helstu markmið Rauða krossins? Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sem spratt upp af löngun til að veita þeim sem særst höfðu á orrustuvelli hjálp án mann- greinarálits, reynir með alþjóðlegu starfi og starfi landsfélaga að koma í veg fyrir og létta þjáningar fólks hvar sem það er statt. Tilgangur hreyfing- arinnar er að vernda líf og heilsu og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hún vinnur að gagnkvæmum skiln- ingi, vináttu, samstarfi og var- anlegum friði meðal allra þjóða. Hvaða verkefnum sinnir RKÍ? Um þessar mundir eru stærstu verk- efni RKÍ í Malaví og Mósambík þar sem samtökin sinna m.a. aðhlynn- ingu fyrir alnæmissmitaða. Alnæm- isverkefni RKÍ í Malaví er eitt það stærsta sinnar tegundar í landinu. S&S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.