Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 4
Í HNOTSKURN »Lögfræðingur Samtakaiðnaðarins, Sigurður B. Halldórsson, segist líta svo á að málinu sé lokið. Hann sé búinn að ræða við talsmenn Klæðningar og Alcan. Ekki verði frekari eftirmál að frum- kvæði samtakanna. Ákveðin yfirsjón hafi verið í tveimur tilvikum í útboðsgögnum og Alcan þurfi nú að rökstyðja af hverju lægsta tilboði var ekki tekið. Mistök hafi verið gerð og þau verði leiðrétt. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Klæðning er ósátt við niðurstöður lokaðs útboðs sem Rio Tinto Alcan í Straumsvík efndi til nýverið vegna fráveitulagna við kerskál- ana. Klæðning átti lægsta tilboð, 18,8 milljónir króna, en tilboði JRJ verktaka var tekið. Hefur Klæðn- ing leitað til Samtaka iðnaðarins og einnig óskað eftir rökstuðningi fyrir niðurstöðunni frá Rio Tinto Alcan. Telur fyrirtækið að álverið hafi ekki farið að gildandi útboðs- reglum. Talsmaður þess hafnar því alfarið. Um svokallað rafrænt niðurboð var að ræða, þar sem Alcan bauð nokkrum verktakafyrirtækjum að taka þátt á netinu. Byrjað var í 24 milljónum króna og síðan buðu fyrirtækin áfram niður, um 200 þúsund krónur í hvert sinn. Lægst var farið í 18,8 milljónir sem fyrr segir. Steinar Björgvinsson, verkefnis- stjóri Klæðningar í tilboðsgerð, heldur því fram að um „sýndar- mennskuútboð“ hafi verið að ræða. JRJ-verktakar séu „innanbúðar- menn“ hjá álverinu og útboðið hafi farið fram til að sjá hvaða verð væri í gildi á markaðnum. Útboðsreglur sveigðar „Þeir hafa bara verið að sveigja útboðsreglurnar að sínum geð- þótta,“ segir Steinar og telur að útboðsstaðallinn IST-30 hafi gilt um þetta lokaða útboð. Þar komi m.a. fram að sé útboðið lokað þá hafi verkkaupi aðeins rétt til að taka hagstæðasta tilboði að mati verkkaupa eða hafna þeim öllum. Steinar undrast það jafnframt að Alcan telji JRJ-verktaka hæfari en Klæðningu. Annað hafi verið uppi á teningnum fyrr í sumar vegna sambærilegs jarðvinnuverks fyrir álverið. Þá hafi Klæðning verið talin hæfur aðili til verksins. Arthur Guðmundsson, innkaupa- stjóri Alcan á Íslandi, hafnar því alfarið að útboðsferlið stangist á við góðar starfsaðferðir. Í viðkom- andi útboðsgögnum hafi verið margítrekað að fyrirtækið áskilji sér rétt til að taka hagkvæmasta boði, sem þurfi ekki endilega að vera það lægsta. Í þessu tilviki hafi hagkvæmasta tilboðinu verið tekið. Útboðsstað- allinn IST-30 gangi ekki út á það að taka beri lægsta tilboðinu held- ur því hagkvæmasta að mati verk- kaupa. „Menn senda inn eina tölu og síðan er í kjölfarið kallað eftir magnskrá. Meðal annars er hún notuð til að meta hvað verkkaupi metur sem hagkvæmasta boð. Við mátum magnskrána þannig að hagkvæmasta tilboðið væri frá JRJ-verktökum,“ segir Arthur. Klæðning ósátt við lokað útboð hjá Alcan Morgunblaðið/Ómar Útboð Innkaupastjóri Alcan á Íslandi hafnar því alfarið að útboðsferlið stangist á við góðar starfsaðferðir.  Alcan segir hagkvæmasta tilboðinu hafa verið tekið  Klæðning óskar eftir rökstuðningi frá fyrirtækinu 4 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag HOLLENSKUR karlmaður á átt- ræðisaldri var á fimmtudag úr- skurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald í sex vikur, eða til 9. október. Maðurinn hefur játað að hluta aðild að innflutningi á 190 kg af hassi, hálfu kílói af maríjúana og kílói af kókaíni. Efnin voru flutt til landsins með Norrænu í júní sl. og vandlega falin í húsbíl. Íslenskur karlmaður á fimmtugs- aldri situr einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur varðhald yfir honum út næstkomandi mið- vikudag. Líklegt er talið að farið verði fram á framlengingu varð- haldsins. andri@mbl.is Hollendingur áfram í gæslu Á MARKAÐNUM sem nú stendur yfir í Perlunni, þar sem safnað er fjármagni fyrir nýjum skóla fyrir börn Sanaa í Jemen, eru til sölu sérstakir kærleikssteinar þæfðir úr íslenskri ull. Stein- arnir kosta 500 krónur og eru gerðir af börnum í barnaskóla Hjallastefnunnar. Á steinana eru rit- aðar óskir eins og „Elsku börn ís fyrir ykkur“ og „Megi skólinn ykkar verða flottur“. Á myndinni er Bragi Aðalsteinsson með kærleikssteinana. Morgunblaðið/Ómar Kærleikssteinar í þágu barna í Jemen ÍTALSKA verktakafyrirtækið Imp- regilo hefur fært Fljótsdalshreppi járnbrautarlest sem notuð var við gerð aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar. Göfin er til minn- ingar um hlutdeild fyrirtækisins í Kárahnjúkaverkefninu. Kárahnjúkalestirnar eru merki- legur þáttur í sögu virkjunarfram- kvæmdanna á Austurlandi. Gestir í upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar í Végarði geta nú virt fyrir sér lestina. Um er að ræða dráttarvagn sem vegur 27 tonn og dráttargetan allt að 400 tonn. Með fylgdi flutningavagn, eiginþyngd hans er um fjögur tonn og með honum er unnt að flytja allt að fimm rúmmetra af efni. Undir járnbrautarlestinni eru 12 metra langir járnbrautarteinar á steyptum stöplum. Gengið var þann- ig frá hlutum að lestin standi þarna í framtíðinni til sýnis en verði ekki samgöngutæki í Fljótsdalnum! thorbjorn@mbl.is Fljótsdælingar fá járnbrautarlest Minningargjöf frá Impregilo Ljósmynd/Landsvirkjun Lest Starfsmenn Impregilo settu upp „minnismerkið“ á dögunum. ÖKUMENN fólksbíls og jeppa- bifreiðar voru fluttir með sjúkra- bifreiðum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á sjöunda tímanum í gærmorgun eftir umferðarslys á Reykjanesbraut. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu Suðurnesja sluppu þeir betur en á horfðist, en áreksturinn var harður. Tildrög slyssins eru til rann- sóknar en bílarnir komu hvor úr sinni áttinni. Áreksturinn varð við Grindavíkurafleggjara, en þar eru þrengingar. andri@mbl.is Sluppu betur en á horfðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.