Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún AndreaGuðmundsdóttir fæddist á bænum Hruna í Ólafsvík 27. janúar 1933. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík aðfara- nótt 17. ágúst síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Þórðarson útgerðarmaður, f. í Hlíðarkoti í Fróðar- hreppi á Snæfells- nesi 23. október 1885, d. 21. desem- ber 1935 og Ólafía Katrín Sveins- dóttir húsfreyja, f. á Staðarfelli í Fellsstrandarhreppi í Dalasýslu 8. október 1895, d. í Reykjavík 21. maí 1985. Systkini Guðrúnar voru Hallgrímur, f. 18. júní 1916, d. 2. desember sama ár; Þórður bifreið- arstjóri, f. 31. ágúst 1917, d. 30. maí 1992, maki Dagmar Clausen Axelsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 3. desember 1922; Kristín, fyrr- um verslunarstjóri hjá KRON, f. 23. ágúst 1919, d. 21. ágúst 1996, maki Magnús K. Jónsson vélstjóri, f. 10. febrúar 1920, d. 23. sept- ember 2005; Aðalheiður húsfreyja í Reykjavík, f. 18. september 1922, d. 14. febrúar 1990, maki I (ógift) Þórarinn B. Ólafsson, bifreiðar- stjóri, f. 12. júlí 1920, d. 7. maí 1977, maki II: Kristján Georg Jó- steinsson rennismiður, f. 16. júní 1921, d. 4. nóvember 1994; María húsfreyja í Kópavogi, fluttist með fjölskyldu sinni til Ástralíu 1968, f. 11. júlí 1927, maki Valdimar Árna- son bifreiðarstjóri, f. 15. febrúar 1931, d. 12. desember 1978; Nanna verkakona í Reykjavík, f. 24. ágúst 1929, d. 17. október 1998; Guð- mundur vélvirki í Hafnarfirði, f. 1. nóvember 1935, maki Matthildur Þorkels Matthíasdóttir sjúkraliði, f. 17. maí 1929, d. 31. júlí 2007. Sonur Aðalheiðar, Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, fv. borgarfulltrúi og alþingismaður, aðist þaðan árið 1958. Í Sandgerði byggðu þau hús á Hlíðargötu 24. Þegar Helgi fórst stóð Guðrún á þrítugu með tvo syni, tveggja og þriggja ára, og yngsta soninn ófæddan. Skömmu síðar fluttist hún til Reykjavíkur og keypti þar íbúð. Synir Guðrúnar og Helga eru: 1) Kristinn Sveinn, f. 28. apríl 1960, stúdent frá Verzlunarskóla Ís- lands 1980, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1986, meist- aragráða í rekstrarhagræði frá Ríkisháskólanum í Virginíu 1990 og meistaragráða í opinberri stjórnsýslu frá Harvard-háskóla 1996, starfar á aðalskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna í New York. Kvæntist 25. janúar 1992 Evu Mjöll Ingólfsdóttur fiðluleikara, f. 22. júní 1962, dóttir þeirra, Andr- ea háskólanemi í Bandaríkjunum, f. 6. apríl 1989. 2) Guðmundur Helgi, f. 29. júní 1961, stúdent frá MR 1981, vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1986, meistaragr- áða í rekstrarhagfræði frá Ríkis- háskólanum í Virginíu 1988, starf- ar hjá Kögun, maki (ógift) er Hallfríður Sveinsdóttir gjaldkeri og launafulltrúi, f. 21. júlí 1962, dóttir þeirra, Katrín Helga, f. 20. mars 1997. Fósturdóttir Guð- mundar og dóttir Hallfríðar er Kolbrún Dögg Sigurðardóttir, kennaranemi, f. 27. september 1983, í sambúð með Magnúsi Gíslasyni, nema í arkitektúr í Kaupmannahöfn, f. 5. október 1984. 3) Helgi Kristófer, f. 2. mars 1964, íþróttakennari frá Íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni 1986, B.A. í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Kaliforníu í Los Angeles (UCLA), meistaragráða í alþjóðafjármálum frá Brandeis- háskólanum í Massachusetts, starfar hjá Icelandair. Á fjölbreyttum starfsferli vann Guðrún m.a. við afgreiðslustörf, í þvottahúsi og sem þerna á milli- landaskipum. Lengst af vann hún sem starfskona á barnaleikvöllum Reykjavíkurborgar, m.a. við Sörlaskjól, Frostaskjól og Vestur- götu. Guðrún bjó síðustu æviárin að Sólvallagötu 84 í Reykjavík. Útför Guðrúnar fór fram 25. ágúst, í kyrrþey að ósk hennar. f. 29. október 1939, var tekinn í fóstur af Ólafíu og ólst upp með Guðrúnu. Guðrún missti föð- ur sinn aðeins tveggja ára gömul og fluttist með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur skömmu síðar. Eftir að hafa verið á hrakhólum vegna húsnæðis- skorts í borginni fluttist fjölskyldan í braggahverfið á Skólavörðuholtinu. Guðrún var við nám í Reykjavík á bernskuár- um sínum og lauk þar gagnfræða- skólanámi. Á sumrin var hún í sveit í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Veturinn 1951 til 1952 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi. Guðrún giftist 29. mars 1959 Helga Kristóferssyni, sjómanni og síðar skipstjóra á vb. Hólmari, f. í Sandgerði 18. apríl 1937, fórst með vb. Hólmari út af Alviðru- hömrum á Mýrdalssandi hinn 29. nóvember 1963. Foreldrar hans voru Kristófer Oliversson, útgerð- armaður á Bjarmalandi í Sand- gerði, f. 22. ágúst 1894, d. 21. mars 1983, og Þuríður Gísladóttir hús- freyja, f. 3. júlí 1900, d. 21. ágúst 1983. Systkini Helga voru Kristinn Sveinbjörn, f. 29. janúar 1920, d. 4. júní 1943, drukknaði þegar hann var til sjós á þýska millilandaskip- inu M.S. Altenfels, sem sökkt var af tundurskeyti í síðari heimstyrj- öldinni; Ólína Helga, f. 31. maí 1927, d. 12. nóvember 2004; Oliver Gísli, f. 26. september 1928; Guð- laug, f. 28. janúar 1930. Árið 1926 misstu Kristófer og Þuríður dótt- ur óskírða. Þau skildu. Guðrún og Helgi hófu búskap í Sandgerði vorið 1958 en kynni tókust með þeim í Reykjavík þeg- ar Helgi var við nám við Stýri- mannaskólann, en Helgi útskrif- Það er með miklum söknuði sem við kveðjum okkar ástkæru móður sem verið hefur kjölfestan í lífi okkar frá því við fyrst stigum í þennan heim. Lát hennar skilur eftir stórt tómarúm í hjörtum okkar. Á þessum þáttaskilum er okkur efst í huga mikið þakklæti fyrir þá einstöku ást og umhyggju sem hún sýndi okkur alla tíð. Ávallt hafði hún velferð okk- ar að leiðarljósi og sá til þess að okk- ur skorti ekkert á uppvaxtarárunum þrátt fyrir að það hafi kostað hana mikla sjálfsafneitun og fórnir. Henni var mjög umhugað um að við öfluð- um okkur menntunar og lagði mikið í sölurnar til að svo yrði. Ekki var þó á mömmu að heyra að hún sæi eftir neinu í þeim efnum. Hún hélt fallegt og snyrtilegt heimili og þrátt fyrir að hún hefði oftast úr litlu að spila fund- um við aldrei fyrir því að heimilið skæri sig úr öðrum heimilum í hverf- inu, sem flest hver voru dæmigerð millistéttarheimili þess tíma. Mamma var lítillát og umfram allt heiðarleg kona, sem ávallt stóð við gefin fyrirheit. Sagt er að sjaldan falli eplið langt frá eikinni, en þess má geta að móðir hennar hlaut við- urnefnið „heiðarlega konan“ í braggahverfinu á Skólavörðuholtinu af þeim sem hana þekktu. Enda tal- aði mamma ávallt um móður sína af mikilli væntumþykju og virðingu og þangað sótti hún sína fyrirmynd. Skyldurækni, örlæti, hjartahlýja og dugnaður eru aðeins fá orð af mörgum sem koma upp í hugann þegar við minnumst mömmu og mannkosta hennar. Þrátt fyrir að stundum kæmu erfiðar stundir með tilheyrandi mótlæti var hún alla jafnan glaðlynd og stutt var í hlát- urinn. Einkum er það okkur minn- isstætt hversu sátt og glöð mamma var undir lok ævi sinnar. Gat litið stolt yfir farinn veg og lífshlaup sitt, enda skilað einstöku ævistarfi við erfiðar aðstæður oft á tíðum. Hún hugsaði ávallt vel um afkomendur sína, sem nutu góðs af örlæti hennar og hjartahlýju. Þrátt fyrir að alast upp við fremur þröngan kost minnt- ist hún ávallt æskuáranna með hlýju og stytti sér oft stundir á efri árum með því að ganga um æskuslóðir sín- ar í miðborg Reykjavíkur, og þá einkum um Skólavörðuholtið. Einnig fór hún reglulega á sumrin í ferðalög um landið með Orlofsnefnd hús- mæðra og ljóst var að hún hafði mikla ánægju af þeim ferðum. Mamma var heilsugóð allt til hins síðasta er hún varð bráðkvödd á heimili sínu. Mamma var trúuð kona og lifði í samræmi við kristileg lífsgildi. Hún lagði ávallt áherslu á að við tileink- uðum okkur sömu lífsgildi. Þegar við lítum yfir farinn veg áttum við okkur betur á því hversu mikil gæfa það var að eiga hana sem móður. Þrátt fyrir að vera ekki rík að veraldlegum gæðum og þurfa að takast á við margvíslega erfiðleika á lífsleiðinni var hún engu að síður farsæl kona og eigin gæfu smiður. Þegar við minn- umst hennar, þá finnst okkur henni ekki vera betur lýst en með eftirfar- andi ljóðlínu úr einu kvæða Davíðs Stefánssonar: Þar búa hetjur bak við lágar dyr. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt. Þú varst sönn hetja. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okk- ar. Við biðjum almáttugan guð að taka þig í faðm sinn. Þínir synir, Kristinn, Guðmundur og Helgi. Um ævi uppeldissystur minnar og móðursystur, Öddu, eiga við orð skáldsins: Svo dylst oft lind und bergi blá og brunar táhrein skugga falin. Þótt veröld sjái ei vatnslind þá, í vitund Guðs hver dropi er falinn. (Steingrímur Thorsteinsson .) Í æsku missti hún föður sinn frá stórum systkinahópi. Ólst upp hjá móður sinni sem var einstæð móðir. Glaðvær hljóp hún um í Skóla- vörðuholtinu grunlaus um hvað biði hennar í lífinu. „Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir.“ Hún fékk það hlutverk að vinna fyrir sér strax og aldur og kraftar leyfðu. Engar aðstæður voru til frek- ari menntunar eða skólagöngu. Hún kynntist ung Helga Krist- óferssyni, stýrimanni og síðar skip- stjóra. Þau byggðu sér hús í Sand- gerði og áttu góð ár saman, eignuðust þrjá syni. En Helgi fórst með skipi sínu austur af Vestmanna- eyjum í mannskaðaveðri þegar Adda átti von á þriðja syninum. Missir eig- inmanns á besta aldri frá þrem ung- um sonum. Síðan tókst hún á við það hlutskipti að ala ein upp þrjá syni sína við þröngar aðstæður, vann allt- af láglaunastörf, en kom þeim öllum til manns, þeir luku allir háskóla- prófi. Hún innrætti þeim þá mann- kosti sem best duga og flestir vilja búa yfir. Mikla gleði fann hún í son- um sínum og síðar sonadætrum. Adda hafði sérstaka, sterka skap- gerð. Hún var hlédræg og samvisku- söm, óvenju traust, orð hennar voru betri en loforð margra annarra. Saga hennar er saga margra ís- lenskra alþýðukvenna sem vinna störf sín af samviskusemi og alúð. Hún sóttist ekki eftir athygli né upp- hefð en var stoð og stytta sona sinna og þeirra sem næst henni stóðu. Allt- af sanngjörn, alltaf réttsýn, vamm- laus, miklaðist aldrei. Ótrúlegt var hve henni tókst að láta litlar tekjur hrökkva til þess sem gera þurfti. Helst koma manni í hug sögur æv- intýranna um grautarpottinn sem aldrei tæmdist. Hennar hefur ekki verið getið í fjölmiðlum en ef steinarnir fengju mannamál mundum við heyra margt sem dást má að. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar samúðarkveðjur. Guðm. G. Þórarinsson. Það er mikil sorg í hjarta mínu á þessari stundu. Er ekki laust við að mér finnist blákaldur raunveruleik- inn sár, söknuðurinn mikill. Hvernig lýsir maður tilfinningum sorgar, saknaðar og sársauka? Orð eru fá- tækleg á svona stundu en minning- arnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Vinskapurinn, heiðarleikinn og allt það sem getur prýtt góða konu. Þú fórst í gegnum lífið með hugprýði. Minningarnar eru ómetanlegar og þær myndir sem um hugann fara eru mér dýrmætari en öll myndasöfn veraldar. Með vináttu að veganesti er maður aldrei einn á ferð. Þú varst vönduð persóna með viðkvæma lund. Á góðri stundu glöð og skemmtileg. En tímar komu sem þú varst þjökuð af áhyggjum, þá voru daprari stund- ir. Við sem þekktum þig best skild- um þig vel. Í lífinu er gæðum og lukku ekki alltaf réttlátlega útdeilt. En þér hlotnaðist mikil gæfa. Eign- aðist þrjá mannvænlega syni sem þú studdir til mennta. Og hafa þeir til- einkað sér þá fyrirmynd sem þér tókst að skapa. Lífsspeki þín svo aðdáunarverð, einföld og tær. Enda umvöfðu synir þínir þig ást og hlýju eins og þú hafðir sjálf sáð til. Það var vorið 1958 að yngsti bróð- ir minn Helgi, sem var að ljúka námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, kom heim í Sandgerði með unga og fallega konu. Hafði hann kynnst henni í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband og byggðu sér hús í Sand- gerði. Lífið blasti við ungu hjónun- um. En lífið er nú sannanlega ekki samfellt vor, en skip hans fórst með allri áhöfn. Hann þá 26 ára og áttu þau von á þriðja barni og það elsta þriggja ára. Erfið ár tóku við hjá ungri ekkju. Hún flutti til Reykja- víkur, þaðan sem hún kom. Lífsbar- áttan tók við sem lauk með þeim hætti er ég hef lýst. Þrátt fyrir allt held ég að mágkona mín hafi í hjarta sínu elskað lífið og guð. Og nú þegar sál hennar hefur breytt um form og farin úr þeim líkama sem hana hefur hýst í 75 ár þakka ég henni allar þær góðu minningar sem hún skilur eftir hjá mér. Ég óska henni guðsbless- unar og velfarnaðar á nýjum stigum. Guðlaug Kristófersdóttir Máshólum 2. Það fór ekki svo að mér gæfist tóm til að kveðja hana Öddu. Enda fátt eitt sem gaf í skyn að kveðjustund væri í nánd. Tíðindin voru sannar- lega óvænt, og sláandi, ekki við öðru að búast, þar sem ég hafði frá blautu barnsbeini verið heimangangur á heimili hennar og frænda minna. Þau samskipti voru ætíð mikil og ná- in, ótímabært og skyndilegt fráfall Helga, móðurbróður míns, fyrir meira en fjórum áratugum, leiddi það af sér að Adda var þá ung kona orðin ekkja með frændur mína á unga aldri, og þar af einn ófæddan. Það hefur því vísast leitt af sjálfu sér, í fjölskyldu sem fyrir slíkum missi verður, að fólk þétti raðirnar og hefur það alla tíð sýnt mikla og nána samstöðu. Ég sótti mikið til Öddu og frænda minna þriggja, ekki ofsagt að þeir hafi reynst mér sem eldri bræður. Frændur mínir voru ólatir að sýna ungum pilti heiminn, minningar af ferðum á kappleiki, kvikmyndasýningar og margskyns viðburði eru óteljandi, og ófáar voru ferðir mínar vestur í bæ til að taka hús á fólkinu þar og eiga saman góða stund. Þó að maður væri ekki hár í loftinu fór það aldrei svo að Adda gæfi sér ekki tíma til að spjalla við pilt yfir mjólkurglasi, það eru vandfundnar þær manneskjur sem höfðu jafn lát- lausa og þægilega nærveru og hún. Í seinni tíð, voru svo tilefnin önnur, en ekki síður ánægjuleg. Er maður var sjálfur búinn að stofna til fjölskyldu brást það aldrei að Adda og frændur mínir kæmu til að samgleðjast okkur við ýmis tímamót því tengd. Ekki man ég önnur áramót en þau að fjöl- skyldurnar tvær hafi komið saman til að samfagna nýju ári og njóta góðrar samveru. Það er eftirminni- legt hversu mjög Adda gladdist yfir sístækkandi barnahóp okkar hjóna, enda var hún gefin fyrir börn og starfaði við umönnun þeirra um langa hríð. Ekki hvarflaði annað að mér en við myndum hittast von bráð- ar og Adda myndi slá mér enn fleiri gullhamra fyrir vænlega og öfluga fjölskyldustefnu! Þær stundir verða nú ekki fleiri, ég sakna þeirra mjög og þakka. Missir frænda minna, Kidda, Gumma og Helga, og vensla- fólks þeirra er okkur öllum ljós. Við, fjölskyldan í Hafnarfirðinum, sendum þeim öllum hugheilar sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að geyma Öddu, vinkonu okkar. Kristinn Helgi Guðjónsson. Guðrún Andrea Guðmundsdóttir Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.