Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 25
böndin sem efast var um ólögleg talin vegna skyldleika? „Já, sum þeirra. Hjónin reyndust þá fjórmenningar að skyldleika og slík hjónabönd voru ólögleg. Þá vaknar spurningin – hvers vegna koma skyndilega upp svona mörg mál um ólögleg hjónabönd vegna skyldleika á þessum tíma? Var það vegna þess að eitthvað í lögum eða réttarkerfi hafði breyst eða var það vegna þess að eitthvað var óvenjulegt við hjónabandsmál þess- arar fjölskyldu – eða ef til vill eitthvað annað? Ég hef reynt að svara þessu.“ Og hver er þín niðurstaða? „Hún er sú að lögin hafi ekki breyst en þessar óvenjulegu að- stæður, þessi mikli auður sem var skyndilega til skiptanna, hafi orðið til þess að fólkið fór að beita fyrir sig lögfræði og raskaði með því kerfi sem hafði staðið síðan á síðari hluta 12. aldar. Það er stundum gott að fara fram og til baka í sögunni til að átta sig á samhengi. Ég reyni að sýna fram á það hvernig þetta kerfi hafði verið og hvenær og hvernig það komst á. Það tengist svo aftur annarri og frægri sögu, það er sagan af því þeg- ar Þorlákur biskup Þórhallsson kom til Íslands á síðari hluta 12. aldar og hélt þá fram lögum sem voru ný í Rómarkirkjunni. Þá vildi hann bann- færa Jón Loftsson í Odda fyrir að halda frillu, en hann skipti sér líka af hjónabandsmálum séra Þórðar Böðv- arssonar og Snælaugar Högnadóttur en þau voru fjórmenningar.“ Lögum breytt vegna Íslands Þetta var fámennt land og sam- göngur strjálar, var ekki erfitt að finna einhvern til að giftast sem var manni lítt skyldur? „Jú, það var kvartað undan þessu til Rómar og jafnvel er talið að lögum um skyldileikagiftingar hafi verið breytt á 13. öld þess vegna. Áður lá bann við að fimmmenningar giftust en því var breytt í að fjórmenningar máttu ekki giftast. En það er mikill munur á hvernig á þessum hjónabandsmálum tveimur var tekið. Jón og Ragnheiður frilla hans tóku aflausn, var bannað að hitt- ast og hún gefin öðrum manni. Þórð- ur og Snælaug hins vegar tóku af- lausn aftur og aftur og héldu áfram að búa saman. Þau áttu saman þrjá sonu og voru stundum í sætt við kirkjuna og stundum ekki. Þetta gerðist 300 árum áður en erfðamál Solveigar Björnsdóttur komu upp.“ Hvað gerði fólk sem var í ólögleg- um hjónaböndum eða átti saman barn ógift til að afkomendurnir yrðu löglegir erfingjar foreldra? „Það voru tvenn lög í landinu, kirkjulög og landslög. Það var í raun fátt sem hægt var að gera samkvæmt þessum lögum sem gerði börn svona til komin að löglegum erfingjum.“ Var ekki hægt að ættleiða börn þá eins og nú? „Fram að þeim tíma var sennilega ekki mikil þörf á að fá undanþágur og ættleiða börn. Það er mín tilgáta að frásögnin af Þórði og Snælaugu, sem er í Þorlákssögu helga sýni hvaða háttur var hafður á þegar skyld- menni vildu eigast og samfélagið og dómstólarnir hafi í raun og veru sætt sig við það fyrirkomulag. Þessi lög um bann við skyldleikahjónaböndum voru komin frá kirkjunni. Áður en brúðkaup urðu kirkjuleg og kirkjan fékk dómsvald í málum sem vörðuðu hjúskaparmál voru börn kannski skilgetin þótt hjón væru skyld. Það er líklegt að það hafi verið þannig að sambúð of skyldra hafi lifað áfram meðfram kirkjulegu hjónaböndunum og að leið dómstólanna til að sætta sig við slík sambönd hafi verið á sömu leið og sagt er frá í sögunni af Þórði og Snælaugu. Á meðan ekki voru í húfi óvenju- lega mikil auðæfi hafi það verið látið afskiptalaust vegna þess að enginn gerði athugasemd. Í það minnsta eru ekki til nein skjöl fyrr en eftir miðja 15. öld sem benda til að svona kærur um skyldleikahjónabönd hafi komið fyrir kirkjudómstóla.“ Miklar jarðeignir Hvernig lyktaði þessum málum erfingja Solveigar Björnsdóttur? „Þessi mál snerust um svo miklar eignir, einkum jarðeignir, að það er ekki til neitt eitt svar við þessu. Hins vegar voru deilurnar svo flóknar að þær drógust að hluta til alveg fram að 1520 og jafnvel lengur. Málin voru að hluta tekin aftur upp á síðari hluta 16. aldar og urðu þá aftur að áratuga- löngum deilum. Sjálfsagt væri hægt að grafast fyrir um hvað varð um hverja og eina jarðeign en það bíður betri tíma. Það má gjarnan koma fram að árið 1975 skrifaði Arnór Sigurjónsson bók sem heitir Vestfirðingasaga 1390 til 1540. Þar eru tekin saman þessi mál. Mér finnst hann hafa unnið þrekvirki að draga saman í bók þessari allar þær flækjur sem þessi mál voru og búa til úr þeim eina frásögn og ég hef haft mikið gagn af því. Eigi að síður er þörf á að skoða þetta betur.“ Að skilja samtímann og sjálfa sig Hvers vegna fórst þú sjálf að grafa þig svona aftur í miðaldir, inn í allar þessar flækjur? „Ég er sagnfræðingur og langar til að skilja samtíma minn og sjálfa mig, það er hluti af mínu lífi. Ég ætlaði upphaflega að sérhæfa mig í 18. öld en komst svo að því að til að skilja 18. öldina þyrfti ég að vita meira um mið- aldir. En ég er samt alltaf að reyna að skilja tilveruna eins og hún er núna.“ Telur þú að flækjur fyrri alda hafi enn áhrif á okkur sem nú lifum? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en maðurinn er alltaf að fást við það sama bæði í einkalífi og stjórnmálum. Við viljum greina rétt frá röngu og reynum að koma hlut- unum þannig fyrir að flestir hagi sér almennilega. Hugmyndunum sem liggja að baki því hvernig lögin voru og dómstólarnir virkuðu á miðöldum var ekki bara kollvarpað þegar tímar liðu heldur byggist lagaumhverfi okkar enn á þessum gamla merg. Þess vegna skiljum við okkar tíma betur ef við skoðum hvernig mið- aldakerfið starfaði og hvaða breyt- ingum það hefur tekið á síðari öldum. Ég trúi því líka að við byggjum okkar hugmyndir um samtímann á því hvernig við skiljum fortíðina. Þess vegna skiptir máli hvaða nið- urstöðu við komumst að um hana.“ Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með það sem þú hefur frétt frá fyrri tímum? „Nei, þvert á móti. Ég er ekki í nokkrum vafa um að líf miðaldafólks hefur verið frábrugðið – en maðurinn er samur við sig. Mér finnst einmitt gaman að finna að þetta var fólk eins og við, það lifnar í huganum og verð- ur að persónum sem maður kann við – eða kann ekki við.“ Bannfærðasti maður allra tíma Hver er þá þín uppáhaldspersóna frá miðöldum? „Sumt af uppáhaldsfólkinu er ekki endilega það sem ég kann best við. Uppáhaldsmaðurinn minn er Jón Sigmundsson lögmaður, frændi Sol- veigar. Hann var sennilega bann- færðasti maður allra tíma. Mitt sérsvið er bannfæring og þess vegna finnst mér hann svona áhuga- verður. Hann var embættismaður sem beitti sér mjög í erfðamálum Sol- veigar Björnsdóttur og ekki sem hlutlaus aðili. Það eru til mjög miklar heimildir um hann og ekki gott að segja hvort hann var skúrkur eða fulltrúi réttlætisins, en hann er áreið- anlega með áhugaverðustu per- sónum Íslandssögunnar.“ Nú hafa staðið mörg flókin dóms- mál um feðrun og ríkidæmi að und- anförnu, líkist meðferðin á einhvern hátt því sem gerðist á miðöldum? „Það sem er líkt er það að svona mál velta enn annars vegar á ein- staklingum sem sækja og verjast í málinu og hins vegar á kerfinu sem þetta fólk beitir fyrir sig og verður að bregðast við. Enn er fyrir hendi sam- spil einstaklings og kerfis, rétt eins og var á miðöldum. Syndin var miðlæg í svona málum á miðöldum en nú snúast þau ekki um hvort einhver hafi brotið af sér heldur hver er t.d. réttur faðir að barni. Þeir atburðir hafa orðið á þessum öldum að fyrirbærið óskil- getið barn er ekki lengur til, allir hafa erfðarétt eftir foreldra sína.“ Hugsa öðruvísi um tímann Átt þú ættir að rekja til fræði- manna? „Afi minn, Þórður Eyjólfsson, var prófessor í lögfræði og hæstarétt- ardómari lengi. Þótt ég hafi verið mjög mikið heima hjá afa og ömmu, Halldóru Magnúsdóttur, þá talaði afi ekki um lögfræði við mig. Það má vel vera hinsvegar að hann hafi haft áhrif á hugsunarhátt minn í gegnum mömmu, Ragnheiði Þórðardóttur. Ég hef raunar skrifað grein um afa og það að ung kona geti ekki haft að fyrirmynd mann sem fæddist árið 1897. Ég er fædd 1960 og gat ekki séð fyrir mér að mig langaði að vera fræðimaður fyrr en ég var komin yfir þrítugt.“ Finnst þér miðaldafræðin færa þig fjær samtímafólki þínu? „Nei, mér finnst það ekki en ég finn stundum, þegar ég er ekki með kollegum mínum, að ég hugsa öðru- vísi um tíma en margir.“ l forríkra Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan sem ég hef rannsakað mest stend- ur í miklum erjum inn- byrðis fyrir dómstól- um. Þess vegna eru dómskjölin til. Þetta er sennilega ríkasta fólk sem hefur nokkru sinni lifað á Íslandi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 25 Langar þig til að læra að spila eftir eyranu eða eftir nótum - þú velur 10 vikna haustnámskeið að hefjast. Hljómborð - Gítar - Bassi 50 mínútur einu sinni til tvisvar í viku, eftir samkomulagi. Hljóðvinnsla - öll algengustu og bestu tónlistarforritin. Pro Tools - Reason - Cubase 90 mínútur einu sinni til tvisvar í viku, eftir samkomulagi. Allt einkatímar LITLI TÓNLISTARSKÓLINN Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík Sendu okkur línu á litlitonlistarskolinn@gmail.com eða hslord@hive.is Innritun stendur yfir. Nánari upplýsingar í síma 896 1114, Hilmar. Flestir eyða ævinni í leit að hamingju og tilgangi en með misjöfnum árangri. Allir vilja finna til frelsis, vera sjálfsöruggir og fullir af lífi og orku. Á námskeiðinu verður fjallað um aðferð sem getur gert þennan draum að veruleika, aðferð sem notuð er af fjölda manns víðs vegar um heim. Leiðbeinandi er Pétur Guðjónsson, höfundur marga bóka, m.a. „Bókin um hamingjuna“, „Að lifa er list“. Þetta ferli hentar öflugum einstaklingum sem sætta sig ekki við meðalmennsku og vilja láta gott af sér leiða. Kynningarnámskeið um aðalatriði lífsins Staður: Grand Hotel Stund: Fim. 11. sept. kl. 20-23. Verð: 2.500 kr. innifalið kaffi og meðlætiÁhugasamir bóki þátttöku á petur@islandia.is Gömludansarnir Opið hús miðvikudaginn 3. september kl. 20.30 Upplýsingar í síma 587 1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.