Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 29 Reuters Frambjóðandinn Barack Obama tók við tilnefningu demókrata í Denver sama dag og Martin Luther King ávarpaði frægan fjöldafund í Wash- ington með orðunum „Ég á mér draum“ fyrir 45 árum og boðskapurinn í valinu á dagsetningunni gat ekki farið á milli mála. Þ egar Barack Obama tók við útnefningu Demókrata- flokksins til forseta- framboðs á fimmtudag flutti hann ræðu á íþrótta- leikvangi í Denver þar sem hann ávarpaði áttatíu þús- und manns. Í ræðunni fjallaði hann um misrétti í Bandaríkjunum, fátækt og skort tugmilljóna manna á aðgangi að heilsu- gæslu. Hann minntist hins vegar aldrei sér- staklega á stöðu blökkumanna. Framboð Obama byggist ekki sérstaklega á kynþætti hans og hann ætlar að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Minningin um baráttu bandarískra blökkumanna fyrir réttindum sín- um var þó ekki langt undan og þess var meðal annars minnst að þennan dag voru 45 ár liðin frá því að Martin Luther King ávarpaði einn áhrifamesta fjöldafund sögunnar með orðunum: „Ég á mér draum.“ Meðal áhorfenda í Denver var fjöldi manns sem kvaðst hafa komið til þess að sjá hluta af þessum draumi rætast og verða vitni að því þeg- ar annar af stóru flokkunum tveimur í banda- rískri pólitík tilnefndi blökkumann til forseta- framboðs. Fordómar ekki afsökun Árangur Obama ber því vitni hvað margt hefur breyst í Bandaríkjunum á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að blökkumenn börðust fyrir rétti sínum til að sitja við sama borð og hvíti maðurinn í bókstaflegri merkingu. Hann er hins vegar ekki til vitnis um það að réttindabaráttu svartra sé lokið og Obama gerir sér grein fyrir því sjálfur. Í bók sinni, The Audacity of Hope, fjallar hann um það hvernig blökkumenn í við- skiptum noti ekki lengur kynþátt sinn sem hækju eða fordóma sem afsökun fyrir að hafa ekki náð árangri: „Það sem í raun einkennir þessa nýju kynslóð svartra athafnamanna er að þeir hafna því að það séu nokkur takmörk fyrir því hvaða árangri þeir geti náð.“ Nýja kynslóðin stefni á störf, sem kynslóðin á undan var útilok- uð frá, og geti látið drauma sína rætast vegna árangursins sem réttindabarátta svartra skil- aði. Á einni kynslóð hafi svarta millistéttin fjór- faldast og fátækt minnkað um helming. „Og samt, þrátt fyrir allar framfarirnar sem hafa átt sér stað á undanförnum fjórum áratug- um, er enn þrálátt bil á milli lífskjara svarta, suðuramerískra og hvítra launþega. Meðallaun svartra eru 75% af meðallaunum hvítra, með- allaun þeirra, sem eru frá Suður-Ameríku, eru 71% af meðallaunum hvítra.“ Margir þeirra, sem hafa barist fyrir jafnrétti blökkumanna, óttast nú bakslag vegna þess að svo verði litið á að með framboði Obama sé bar- áttunni í raun lokið. Í mars flutti Obama ræðu um kynþáttamál þar sem hann sagði að framboð sitt leysti ekki kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum. „Ég hef aldrei verið svo barnalegur að halda að eitt kjör- tímabil eða eitt framboð, sérstaklega jafn ófull- komið framboð og mitt, dygði okkur til að kom- ast yfir kynþáttasundrungina.“ Þrælahald í annarri mynd Ein af ástæðunum fyrir því hvað kynþáttavand- inn er rótgróinn í Bandaríkjunum er að kúgun blökkumanna lauk alls ekki þegar borgarastyrj- öldinni, sem einnig hefur verið nefnd þræla- stríðið, lauk árið 1865. Þá var þrælahald afnumið í orði í Bandaríkjunum, en í Suðurríkjunum þar sem efnahagurinn hafði að miklu leyti verið byggður á vinnuafli þræla, voru menn fljótir að finna leiðir til að halda þrælahaldinu áfram undir öðrum formerkjum og kæfa allar vonir sem kviknað höfðu hjá blökkumönnum um frelsi og bjartari framtíð. Einnig varð kosningaréttur blökkumanna skammlífur þar og brátt voru sett lög um aðskilnað kynþáttanna. Blökkumenn fengu lítinn sem engan stuðning frá Washington til að knýja fram réttindi sín. Fyrr á þessu ári kom út bók eftir Douglas A. Blackmon sem nefnist Slavery by Another Name, the Re-Enslavement of Black Americans from the Civil War to World War II. Þar lýsir höfundurinn því hvernig blökkumenn voru hnepptir í ánauð í Suðurríkjunum allt til loka heimsstyrjaldarinnar síðari. Blackmon er blaða- maður hjá Wall Street Journal. Hann spurði sjálfan sig þeirrar einföldu spurningar hvað myndi koma í ljós ef bandarísk fyrirtæki yrðu skoðuð í gegnum sömu skörpu linsuna og beint var að þýskum fyrirtækjum, sem settu gyðinga í vinnuþrælkun í seinni heimsstyrjöldinni, og svissneskum bönkum sem rændu fórnarlömb helfararinnar auðlegð sinni. Blackmon komst að því að í Suðurríkjunum voru sett lög til að svipta blökkumenn frelsi fyrir litlar eða engar sakir. Til dæmis var sett í lög að bannað væri að vera á „vergangi“. Í skjóli þeirra voru blökkumenn handteknir í stórum stíl og dæmdir í fangelsi fyrir það eitt að vera á ferð- inni. Að auki voru þeir dæmdir til að greiða sak- arkostnað. Þar sem þeir áttu sjaldnast fyrir sak- arkostnaðinum var atvinnurekendum gefinn kostur á að greiða fyrir þá sektirnar gegn því að hinir dæmdu kæmu til starfa fyrir þá. Sú vist var iðulega hrikaleg og niðurlægjandi margir dóu í prísundinni. Í bókinni er því lýst hvernig blökkumenn voru í raun gerðir að þrælum á ný. Þeir voru sendir út á akra, í spunaverksmiðjur og ofan í kolanámur. Þeir voru pyntaðir, barðir og hýddir, bjuggu við skelfilegar aðstæður og fengu varla að borða. Í bókinni er því meðal annars lýst hvernig blökku- menn voru beittir vatnspyntingum sem minna mjög á þær aðferðir sem Bandaríkjamenn hafa notað á okkar dögum til þess að pynta þá sem handteknir hafa verið í hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum. Þetta var gert til þess að þeir yrðu frekar vinnufærir eftir pyntingarnar, en eftir húðstrýkingar og barsmíðar. Lífskjörin í hinu nýja þrælahaldi voru verri en þau höfðu verið á meðan þrælahaldið var við lýði. Mörg hundruð þúsund manns fóru í gegnum þetta óréttláta kerfi í ríkjum á borð við Alabama og Georgíu. Dómskerfið var notað til þess að búa til vinnuafl fyrir bændur og fyrirtæki og ekkert eftirlit var haft með því hvernig farið væri með „fangana“. Blökkumenn á þessum slóðum bjuggu við geðþótta dómsvalds sem átti ekkert skylt við réttlæti. Réttindi svartra voru skráð í lög og stjórnarskrá en það skipti engu máli. Ráðamenn í Washington þvoðu í raun hendur sínar af þessum óheyrilegu glæpum. Í kringum aldamótin 1900 voru nokkrir menn sóttir til saka fyrir þrælahald en fengu aðeins lágar sektir og brátt þraut úthald alríkisins til að fylgja eftir at- lögunni gegn þrælahaldi í nýrri mynd. Stefna al- ríkisins var sú að ásakanir um þrælahald skyldu teknar fyrir heima í héraði og fyrir vikið var tryggt að aldrei yrði sótt til saka í slíkum málum. Augun opnast Ein af ástæðunum fyrir því að þrælahald lagðist í raun ekki af heldur fékk á sig nýja mynd var sú að hyggju Blackmons að það var einfaldlega lit- ið niður á blökkumenn. Miskunnarleysið var al- gert. Grunur um að svartur maður girntist hvíta konu gat leyst úr læðingi slíka múgsefjun að þeir voru hengdir í næsta staur. Svartar konur höfðu hins vegar engar leiðir til að verjast ágangi hvítra karla. Líf blökkumanna var létt- vægt og engum datt í hug að dæma hvítan mann fyrir að myrða blökkumann í Suðurríkjunum. Það var ekki fyrr en Bandaríkjamenn dróg- ust inn í heimsstyrjöldina síðari að loks var bundinn endi á þennan kafla í bandarískri sögu. „Franklin D. Roosevelt forseti vissi af eðl- isávísun að óvinir Bandaríkjanna myndu nýta sér að farið var með blökkumenn sem annars flokks borgara og þeir beittir ofbeldi,“ skrifar Blackmon og bætir við síðar: „Það var undarleg kaldhæðni að eftir sjötíu og fjögur ár af inn- antómu frelsi voru afrískir Bandaríkjamenn leystir undan þrælahaldi og þögulli meðsekt al- ríkisstjórnarinnar í þrælkun þeirra vegna þess að bregðast þurfti við þeim hryllingi sem óvin- urinn hafði beitt fyrirlitna minnihlutahópa í sínu eigin landi.“ Blackmon kemst að þeirri niðurstöðu að Bandaríkjamenn verði að gangast við því að þrælahaldi lauk ekki í Bandaríkjunum fyrr en 1945 og því séu enn á lífi blökkumenn sem lifðu þessa tíma og bætir því við að enginn sem lesi bók sína geti undrast það hvað tortryggni blökkumanna í garð bandarísks réttarfars sé djúpstæð og hatrömm. Eitrað andrúmsloft Aðskilnaður ríkti áfram í Suðurríkjum Banda- ríkjanna eftir heimsstyrjöldina síðari. Í bókinni The Race Beat eftir Gene Roberts og Hank Klibanoff er sagan af baráttunni gegn því að að- greina hvíta og svarta sögð í gegnum það hvern- ig fjölmiðlar fjölluðu um hana og hvaða hlut- verki þeir gegndu við að opna augu fólks. Lýsingarnar í bókinni á því hvað andspyrna hvítra við því að svört börn gengju í sama skóla og hvít börn var hatrömm eru sláandi. Menn, sem töldu sig upplýsta, vörðu það með oddi og egg að kynþættirnir ættu að vera aðskildir. Andrúmsloftið víða í suðrinu var eitrað og reiðin beindist ekki síst gegn norðrinu og fjöl- miðlunum þar, þar á meðal The New York Tim- es. Árið 1960 skrifaði blaðamaðurinn Harrison Salisbury, sem verið hafði á vegum blaðsins í Þýskalandi og Sovétríkjunum, grein um Birm- ingham í Alabama í The New York Times þar sem hann lýsti samfélagi þar sem „tilfinn- ingalegt dínamít rasisma“ hefði útilokað alla möguleika á málamiðlunum. Fjölmiðlar í Ala- bama réðust á blaðið í New York fyrir að rægja samfélag sitt með miklu offorsi. Í bók Roberts og Klibanoffs kemur þó fram að hörðustu gagn- rýni Salisburys hafði verið sleppt úr fréttinni af ótta við að gengið yrði fram af heimamönnum: „Þeim sem þekkir vel sjúklegt andrúmsloft Moskvu á dögum Stalíns er yfirbragð sam- félagsins, sem eitt sinn hreykti sér af að vera „undrabær“ suðursins, allt of kunnuglegt. Þeim sem þekkti Þýskaland stormsveita Hitlers er það enn kunnuglegra.“ Hér er ekki svigrúm til þess að rekja rétt- indabaráttu svartra í Bandaríkjunum að neinu marki, en það útskýrir margt að gera sér grein fyrir því hvað stutt er síðan blökkumenn voru annars flokks borgarar í stórum hlutum Banda- ríkjanna og átta sig á því að þótt þrælahald hafi verið afnumið í orði þegar borgarastyrjöldinni lauk hélt það áfram í annarri mynd fram á miðja tuttugustu öldina. Sú saga ber einnig vitni hug- rekki einstaklinga, sem af veikum mætti buðu valdinu birginn og héldu ró sinni og stillingu í anda Gandhis og Krists þegar æstur, hvítur múgur sótti að þeim. Fyrr á þessu ári varð mikið uppnám vegna þess hvað Jeremiah Wright, prestur Obama, hafði gengið langt í predikunum sínum og meðal annars kennt Bandaríkjastjórn við rasista- samtökin Ku Klux Klan. Fréttir af ummælum Wrights voru tilefni áðurnefndrar ræðu Obama um kynþáttamál. Obama gagnrýndi Wright og vísaði skoðunum hans á bug en sú saga, sem hér hefur verið tæpt á, útskýrir þá tortryggni sem fram kemur í málflutningi Wrights og skoð- anabræðra hans. Framboð Baracks Obama markar því að mörgu leyti þáttaskil í sögu bandarísks sam- félags, sem var stofnað undir merkjum frelsis og sóknarinnar eftir hamingju, en hefur ekki alltaf staðið undir því fyrirheiti. Obama sagði í ræðu sinni á fimmtudag að ástæðan fyrir því að hann stæði í púltinu væri þetta fyrirheit: „Vegna þess að í hvert skipti sem þetta fyrirheit var í hættu í 232 ár hafa venjulegir karlar og konur – námsmenn og hermenn, bændur og kennarar, hjúkrunarfræðingar og húsverðir – fundið hjá sér hugrekki til að halda í því lífi.“ Framboð Obama og réttindabarátta blökkumanna 1865 Borgarastríðinu lýkur og þrælahald afnumið 1964 Lög gegn mismunun á grundvelli kynþáttar, litarháttar, trúarbragða samþykkt 2008 Demókrataflokkurinn tilnefnir Barack Obama í forsetaframboð Reykjavíkurbréf 300808
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.