Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Í slendingar hreykja sér gjarnan af sterkri stöðu kvenna hér á landi og leggja áherslu á jafnréttismál á al- þjóðavettvangi. Nýverið skilaði nefnd sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar þó áliti þar sem lýst er áhyggjum af stöðu íslenskra kvenna. Í álitinu er m.a. bent á að refs- ingar fyrir kynferðisbrot séu vægar hér á landi. Þá er vakin athygli á ósamræmi milli fjölda kynferðisbrotamála sem tekin eru til rann- sóknar og fjölda mála sem leiða til opinberr- ar kæru og dóms. Þetta kveikir spurn- ingar um þróun þessara mála hér á landi, og hvernig þau spegla almenn réttindi kvenna. Eins og að skemma eign Lögfræðingurinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fjallaði í kandidatsritgerð sinni um nauðganir frá sjónarhorni kvenna- réttar. Þar rekur hún m.a. þróun viðurlaga við nauðgunum allt frá þjóðveldisöld. Í Grágás, lögskýringariti Íslendinga frá þeim tíma, var að finna ákvæði um nauðgun. Þar sagði að þröngvaði maður konu til holdlegs samræðis með valdi varðaði það skóggang. Skóggangur var harðasta refsing þess tíma, ævilöng útlegð. Refsingin var ekki svona þung vegna þjáninga konunar sem brotið var á; þær voru aukaatriði. Mestu skipti að mannorð konu sem hafði verið nauðgað var flekkað. Það skerti mögu- leika hennar á að giftast vel og verða ætt- inni þannig til framdráttar. Þannig var litið á nauðgun sem brot gegn fjölskyldu og ætt frekar en þeim sem nauðgað var. Í bókinni Fjarri hlýju hjónasængur lýsir Inga Huld Hákonardóttir eðli hjónabands á þessum tíma svona: „Í hinu forna samfélagi voru konur á ýmsan hátt tengdari ætt en eiginmanni… Hjónaband var undirbúið með samningum milli karlmanna. Fulltrúar beggja ætta gerðu ýtarlegan kaupmála um eignir þær sem hvort hjónaefnanna um sig skyldi leggja með sér í búið, heimanmund, fjórðungsgjöf, kvonarmund, tilgjöf. Sjálft orðið „brúðkaup“ gefur þetta til kynna.“ Inga Huld segir visst varnarleysi helst hafa einkennt stöðu kvenna á þessu tímabili sögunnar; þær hafi oft og tíðum litlu ráðið um eigin örlög. Í Grágás kom einnig fram að hefna mætti fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða samræði utan hjónabands. Nauðgun og sam- ræði utan hjónabands, hvort sem það var með eða án vilja konunar, voru þannig lögð að jöfnu. Menn máttu hefna fyrir nauðgun á eiginkonu, dóttur, móður, systur, fóst- urdóttur og fósturmóður. Um 1750 voru Jónsbók, Stóridómur og konungsbréf frá 1734 helstu heimildir refsi- réttar hér á landi. Samkvæmt Jónsbók lá dauðarefsing við því að nauðga konu. Hugs- unin að baki löggjöfinni var að hræða menn þannig að þeir brytu ekki af sér. Stóridómur tók til siðferðisbrota og þótti mjög strangu. Við mörgum brotum, þ.á.m. svokölluðum lauslætisbrotum lá skilyrð- islaus dauðadómur. Lauslætisbrotum var skipt í þrjá flokka, blóðskömm, hórdóm og frillulíf. Árið 1838 voru lögfest dönsk refsiákvæði þar sem sagði að væri kona tekin nauðug ætti að tilkynna nágrönnum, kirkjuþingi og þingi um brotið. Þetta var gert til að tryggja að hún segði satt og rétt frá. Þó var tekið fram að nauðgunin ætti ekki að vera kon- unni til álitshnekkis. Rúmlega 30 árum síðar, árið 1869, tók heildstæð hegningarlöggjöf í fyrsta sinn gildi á Íslandi. Með upplýsingunni milduðust dómar mikið og nýja löggjöfin bar þess merki. Samkvæmt henni var lágmarksrefs- ingin fyrir nauðgun fjögurra ára hegning- arvinna. Ef konan sem var nauðgað hafði slæmt orðspor mátti þó lækka refsinguna um tvö ár. Hámarksrefsing var líflát. Árið 1940 tóku ný hegningarlög gildi, m.a. nýtt ákvæði um viðurlög við nauðgun. Sam- kvæmt nýju lögunum áttu þeir sem nauðg- uðu konu yfir höfði sér eins til sextán ára fangelsi. Við sérstakar aðstæður mátti þó dæma menn til lífstíðarfangelsis. Viðhorfsbreytingar Fljótlega eftir að kvennalistakonur tóku sæti á þingi, árið 1983, lögðu þær fram til- lögu þess efnis að skipuð yrði nefnd til að endurskoða rannsókn og meðferð nauðg- unarmála. Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrum þingmaður, var á meðal þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún sat auk þess í nefndinni. „Markmið okkar á Alþingi var að rétta hag kvenna og barna. Við vissum sem var, að þessum málaflokki væri ekki sinnt sem skyldi. Kvennalistinn fann það með áþreif- anlegri hætti en aðrir hópar vegna þess að konur sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu ofbeldi miðluðu reynslunni frekar til okkar en annarra.“ Nefndin skilaði skýrslu til dóms- málaráðherra árið 1988. Þar voru settar fram ýmsar tillögur, m.a. um lagabreyt- ingar, stofnun neyðarmóttöku og reglulegt námskeiðahald fyrir lögreglu og starfsfólk heilsugæslu. Nokkrar breytingar voru gerðar á laga- ákvæðum um nauðgun árið 1992. Nauðg- unarbrot voru gerð kynhlutlaus. Fram að því hafði verið gert ráð fyrir að gerendur © Jason Stang/Solus-Veer/Corbis HV AÐ H EF UR BR EY ST ? Refsingar og viðhorf til kynferðisbrota                                          Álit nefndar á vegum Sam- einuðu þjóðanna um stöðu íslenskra kvenna vekur upp spurningar um með- ferð nauðgunarmála á Ís- landi. Oddný Helgadóttir rekur þróun þessara mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.