Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Margrét Í Hússtjórnarskólanum á Sólvallagötu tekur skólastjórinn Margrét Dórothea Sigfúsdóttir á móti blaðamanni. Það fer ekkert á milli mála að hún er skelegg og táp- mikil eins og sonurinn, Sigfús Sig- urðsson línumaður. Enda er skrif- stofa hennar gamla húsbóndaherbergið í þessu volduga húsi, sem eitt sinn var stærsta ein- býlishús höfuðborgarinnar. Skólastjórinn býr þó ekki í skól- anum á meðan önnin stendur yfir, eins og áður tíðkaðist. Kannski til að gæta velsæmis hjá stúlkunum á heimavistinni. Þá las skólastjórinn sögur á kvöldin, húsvörðurinn færði stúlkunum heitt kakó og kökur og þær saumuðu út. En nú eru tveir til þrír nemendur í herbergi á heimavist og sjá sjálfir um sig eftir skóla. Ekki spennufíkill „Þetta var afskaplega spennandi,“ segir Margrét um handboltaleikina á Ólympíuleikunum, þar sem mikið mæddi á Sigfúsi syni hennar. „Og svo fer ég alveg á taugum, gefst upp á að horfa, sný mér að öðru og vona að leikurinn sé búinn þegar ég lít næst á sjónvarpið. Þess vegna tek ég leikina alltaf upp. Ég horfi bara á þá þegar þeir eru búnir. Ég er ekki svona óg- urlegur spennufíkill – ég bara get þetta ekki!“ Hún hvílir höfuðið í höndum sér eins og handbolta. En bætir svo við með stillingu þegar hún hefur jafnað sig: „Annað liðið verður að vinna.“ – Er ekki best að það sé liðið hans Sigfúsar? „Það er yfirleitt betra liðið sem vinnur, hvort sem hann spilar með því eða ekki, að minnsta kosti liðið sem spilar betur í það skipti.“ – Og hvað fannst þér um móttök- urnar við heimkomuna? „Þetta var mjög gaman. Ég er ánægð með hversu margir lögðu leið sína í miðbæinn. Það var mjög, mjög, mjög gaman. Þeir voru sjálfir svo hissa, bjuggust alls ekki við þessu. Svo var það mikil mildi að það stytti upp um leið og þotan lenti. Veðrið var því yndislegt og ekki spillti það fyr- ir.“ Borðaði og svaf Þegar Sigfús fæddist var hann engin smásmíði, 20 merkur og 56 sentímetrar. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart. „En fæðingin gekk afar vel,“ segir Margrét. „Maðurinn minn var úti á sjó og ég fór ein upp á spít- ala. Ég tók bara leigubíl og hringdi bjöllunni. Þegar ljósmóðir kom til dyra, leit hún á mig og hrópaði upp yfir sig: „Guð, komstu labbandi!“ Og Sigfús var afskaplega auðveld- ur sem lítið barn. „Hann borðaði og svaf,“ segir Margrét elskusátt. „Það var mjög auðvelt að vera með hann; hann fékk aldrei magakveisur eða neitt vesen. Hann dafnaði vel, þyngd- ist fljótt og stækkaði mikið, og var besta barn.“ – Svo varð fyrirferðin meiri? „Hann var sjálfum sér svo hættu- legur,“ segir Margrét mildilega. „Hann tætti ekki og reif inni hjá sér, en ef hann sá eitthvað sem vakti áhuga hans, þá æddi hann af stað. Ef hann stóð í gluggakistu, þá var hann vís til að detta út um gluggann. Það varð alltaf að hafa augu á honum. En þó að fyrirferðin væri mikil að því leyti, þá var auðvelt að eiga við hann. Enda svaf hann tólf tíma á sólarhring. Honum fannst gaman á leikskólanum, hann borðaði vel og svo var hann sofn- aður fyrir átta á kvöldin. Hann þurfti mikinn svefn. Og ég vissi alltaf, að ef foreldrarnir ættu ekki frí á kvöldin, þá ættu þeir aldrei frí.“ – Og lífið gekk ekki stórslysalaust fyrir sig? „Ef einhver var oft á slysavarðstof- unni, þá var það Sigfús. Einu sinni fór hann í bíó með systur sinni, datt á steinöskubakka og marði á sér lærið, þannig að það þurfti að sauma það. Það kom ekki einu sinni gat á bux- urnar. En hann er með ljótt ör á lær- inu eftir það. Ég man að systir hans fékk að hringja í sjoppu uppi á Há- teigsvegi: „Mamma, þú verður að sækja okkur, það lafir kjötið úr lær- inu á Sigfúsi!“ Jú, jú, það þurfti að bródera á honum lærið.“ Og upptalningunni er ekki lokið. „Hann fékk líka rakettu í hausinn! Það bráðnaði rakettan í gegnum úlp- una og kragann, bara í götunni fyrir framan húsið okkar, einhver auli setti rakettuna á götuna. Þannig að sú nótt var á slysavarðstofunni. Svo datt hann í eld á Klambratúni og brenndi á sér höndina. Og tábrotnaði í leik- fimi. Ég var næstum farin að senda hann í strætó á slysó! En börn sem eru lifandi og mikið að gerast hjá – þetta gerist hjá þeim.“ Fékk lítið að spila Sigfús byrjaði fimm ára í fótbolta, en skipti svo yfir í handbolta. Og aldrei kom annað til greina en að æfa með Val, enda ólst hann upp í Vals- hverfinu. „Ekki skemmdi fyrir að Geir Sveinsson átti heima í næsta húsi,“ segir Margrét. „Hann var fyr- irmyndin, Sigfús ætlaði að verða eins og Geir. Og alltaf mætti þessi ræfill á æfingar, mætti og mætti, en fékk lítið að spila. Hann var stór og þungur, en þessir litlu og kviku spiluðu meira. Þá varð að vinna leikina, sem mér finnst ekki rétt í yngri flokkunum. Svo varð Magnús Blöndal þjálfari strákanna, yndislegur ungur maður, og hann breytti hugsunarhættinum mikið. En hann veiktist og dó. Það olli mikilli sorg hjá drengjunum, var óskaplega sorglegt. Það var svo ekki fyrr en Rússarnir tveir komu, Mikki og Boris pabbi hans, að Sigfús fékk að spila. Þá var hann kominn á unglingsaldur. Sigfús var alltaf svolítið stór – og myndarlegur utan um sig,“ segir Margrét og hlær hjartanlega. – Það hefur verið seigla hjá honum að halda áfram að æfa? „Ekki var ég að ýta honum áfram; hann ætlaði bara að spila handbolta. Honum fannst það gaman, þar voru vinirnir og félagarnir, sem halda enn saman – allt strákar úr Hlíðaskóla.“ Margrét yppir öxlum aðspurð hve- nær hún hafi séð fram á að hann myndi leggja handbolta fyrir sig. „Ég veit það ekki. Maður fór bara á túr- neringar, tók til nesti og smurði sam- lokur, útbýtti djúsi og mjólk. Kannski þegar hann fór að eldast. Það var allt- af draumurinn hans að fara í atvinnu- mennsku. Svo bara rættist það.“ Skúrar, ryksugar og eldar – Það hefur verið erfitt að fara fyrst? „Já, hann var hálft ár á Spáni og þar var losarabragur á honum, hann missti fótanna, þannig að á endanum kom hann heim og tók á sínum mál- um. Þá reyndist Valur honum rosa- lega vel, ekki síst Geir Sveinsson og Þorbjörn Jensson. Hann var tekinn inn í liðið aftur og það er ekki full- þakkað. Síðan hefur hann verið á beinu brautinni – og það gengur vel hjá honum.“ – Var uppeldið í anda Hússtjórn- arskólans? „Hann kann þetta allt,“ segir Mar- grét og skellihlær. „Hann skúrar, ryksugar og er ágætur að elda. Hann þurfti að sjá um sig sjálfur úti á Spáni og í Þýskalandi, elda, þvo og þrífa. Oft eru þrifin ekki alveg eins og mað- ur vildi hafa þau, en það þýðir ekkert að æsa sig yfir því. Það hefur hver sitt lag á því.“ Hún lítur einbeitt á blaðamann. „Í alvöru talað!“ Þýðir ekkert að barma sér Það er náið og gott samband á milli mæðginanna, að sögn Margrétar. „Það gæti ekki verið betra. Við tölum hreint út um hlutina, oft í síma þegar hann er ytra og svo kemur hann heim á milli. Ég hef líka farið með strákinn í heimsókn til hans til Spánar og Þýskalands. Við erum í mjög góðu sambandi.“ Og samband Sigfúsar er líka náið við föðurinn, Sigurð Petersen. „Við erum í ævagömlu hjónabandi,“ segir Margrét og hlær. „Hann kom í land fyrir átta árum. En hann var í burtu fjóra til fimm mánuði á ári þegar Sig- fús var lítill, fyrst á fiskiskipum og svo á fragtinni. Þannig að það þýðir ekkert að barma sér yfir því við mig ef maðurinn kemur ekki heim í mán- uð. Það vekur enga vorkunn hjá mér. Þetta er ekkert mál. Fólk bara lærir að lifa við þetta. Og lifir sínu lífi. Mað- ur bara vinnur og sér um börnin og heimilið.“ Engu að síður átti Sigurður góð frí á milli og gat þá fylgst með strákn- um. En hún segir að það sé mikill munur fyrir hann að geta horft á leik- ina í sjónvarpinu í beinni, „en ekki Tíðar ferðir á slysó Og alltaf mætti þessi ræfill á æfingar, mætti og mætti, en fékk lítið að spila. Hann var stór og þungur, en þessir litlu og kviku spiluðu meira. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir fæddist á Foss- hólum í Holtahreppi árið 1947. Hún er ein sex systkina, „og þótti engum mikið í þá daga“, dóttir Sigfúsar Sigurðssonar, starfsmanns Kaupfélags Árnesinga, og Ragnheiðar Estherar Einarsdóttur hárgreiðslumeistara. Margrét er framhaldsskóla- kennari og skólastjóri Hússtjórnarskólans. Hún giftist Sigurði Petersen 1. júní 1974, en þá voru þau búin að búa saman síðan 1971. „Hann mátti aldrei vera að því að taka sér frí.“ Þau eignuðust Sigfús árið 1975 og á hann tvær systur, Þorgerði Eiri, sem er fædd 1968, og Esther Ágústu, sem fæddist 1970. Sigfús Sigurðsson fæddist árið 1975. Hann hefur verið rúm sjö ár í atvinnumennsku og á langan feril að baki með Val, þar sem hann vann ófáa titla. Hann á þrettán ára son, Alexander Sigurð, sem fæddist árið 1995. Sigfús spilar með Vals- mönnum í vetur. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Tengsl Að minnsta kosti einn Íslend- ingur horfði ekki á leiki íslenska landsliðsins í handbolta í beinni frá Ólympíuleikunum. Það var móðir línumannsins Sigfúsar Sigurðs- sonar. Enda segist Margrét Dórot- hea Sigfúsdóttir ekki vera „spennufíkill“. Hún tók hins vegar leikina upp og horfði á þá síðar. Pét- ur Blöndal talaði við mæðginin um gildi stórfjölskyldunnar, uppeldið, aðbúnað í yngri flokkunum og hvað tekur nú við á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.