Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fréttir í tölvupósti FLOKKA má mannfólkið á ýmsa vegu. Hér ætla ég að fjalla um tvo af mest áríðandi flokkunum: hina ratvísu og hina áttavilltu. Því miður tilheyri ég síðari flokknum og hefi þar litlu getað um breytt á minni ævi. En mér til bjargar giftist ég konu, sem er af fyrri flokknum. Ekki þannig, að ég hafi gifst henni eingöngu vegna þess, síður en svo. Ég vissi ekki einu sinni um ratvísi hennar, þegar til- hugalífið byrjaði og hefði bara elskað hana enn heitar ef ég hefði vitað um þennan áríðandi eig- inleika. Síðan hefi ég veitt því at- hygli, að himnafaðirinn sér ein- hvern veginn um það, að oftast parast fólk saman af sínum hvor- um flokki. Það virðist ekki góðri lukku stýra, þegar saman veljast tveir áttavilltir eða ratvísir og endar það oft með meiri háttar leiðindum. Öll þessi ár, hérna í henni Am- eríku, höfum við komist allra okk- ar leiða í þessu stóra landi þar sem bifreiðin er kóngur. Við höf- um ekið um allar trissur, hrað- brautir sem sveitavegi, breiðgötur stórborga sem og öngstræti. Kon- an hefir veitt leiðsöguna, lesið á vegakortin og vitað allt um merk- ingar og númer vega og hvort stræti eiga að vísa í norður og suður og götur í austur og vestur. Svo hefir hún líka kunnað að telja húsaraðirnar, þar sem götur og stræti eru númeruð, sem er mjög áríðandi hér. Eitt sinn, er við vorum á ferða- lagi, hafði hún sagt, eftir að hafa beitt stækkunarglerinu á landakortið, að við ættum að taka af- leggjara nr. 15 út af hraðbrautinni. Það var komið kvöld og leiðsögukonan dottaði í farþegasætinu. Svo þegar ég náttúrlega brunaði fram hjá af- leggjara 15, hrökk hún upp og kallaði : „Þú fórst framhjá!“ Hún var þannig ratvísari sofandi heldur en ég vakandi. Án hennar hefði ég ábyggilega bara farið vill- ur vega í þessu víðáttumikla landi og ekkert meira til mín spurst. Og nú eru nýir tímar og ný tæki. Í nokkur ár hafði ég heyrt um þessi líka stórkostlegu leið- arvísitæki (GPS), sem þið þekkið vel á Íslandi. Ég var búinn að velta því fyrir mér, hvort svona tæki gæti ekki komið mér að gagni á mínum villigötum, en kon- an taldi það hinn mesta óþarfa, þar sem hún rataði vel. Ég viður- kenndi það, en sagði að ég væri einatt berskjaldaður, þegar ég væri einn á ferð. En svo kom hún mér á óvart og gaf mér samt eitt slíkt í jólagjöf. Það er af tegundinni Garmin. Strax og ég setti það í bílinn og fékk fyrstu leiðbeiningarnar af gervi-kvenmannsrödd, skírði ég nýju leiðsögukonuna Garmínu og gaf henni líka eftirnafnið Túrína. Ég festi tækið neðan til í vinstra hornið á framrúðunni og lét þessa nýju vinkonu mína leiðbeina mér á ferðum mínum. Var ég hæst- ánægður með Garmínu og fann jafnvel fyrir hlýju í gerviröddinni hennar. Gjóaði ég öðru hvoru til hennar aðdáunarauga. En í fyrstu ferðinni, þegar eiginkonan var með, fór að kárna gamanið. Ég sá strax, að þeim leiðsögukonum ætl- aði ekki að semja. Ekki aðeins fannst konunni rödd Garmínu óþjál í meira lagi, heldur vildi hún vefengja leiðbein- ingarnar, sem hún gaf. Sagði hún það furðulegt, að ég væri búinn að fylgja vega-tilvísun hennar í meira en 40 ár, en nú vildi ég frekar trúa gervirödd um gervihnött. Og muna svo ekkert, hvert ég hefði farið og geta ekki einu sinni ratað þangað aftur nema með gervi- hjálp. Það væri kannske auðveld- ara, sagði hún, að trúa Garmínu í blindni, heldur en að nota heilann, skoða kortið og leggja á sig landa- merki. Lítil svör hafði ég við þessu, en bað hana samt að gefa Garmínu tækifæri til að sýna, hvað í henni byggi. Fyrstu ferðirnar, sem við ókum saman, voru fullar af spennu og streitu. Garmína gaf mér leiðbein- ingar frá vinstri hlið og eig- inkonan frá hægri og þær stöng- uðust stöðugt á. Ég var sem á milli steins og sleggju. Þegar Garmína kom okkur loks á leið- arenda, sagði konan snúðugt:„Mín leið hefði verið bæði fljótfarnari og einfaldari.“ Þótt ég væri tals- maður Garmínu, sem gat ekki bor- ið hönd fyrir höfuð sér, ákvað ég, að bezt væri að þegja þunnu hljóði. Skömmu seinna kom ég með málamiðlun í Garmínu-málinu. Eiginkonan yrði látin njóta vafans ef hún teldi sig vita fyrir víst, hvernig við ættum að komast á áfangastað. Í þeim tilfellum dró ég niður í rödd gervikonunnar og hún var notuð eingöngu til vara. En væri konan ekki viss í sinni sök, myndum við treysta á Garmínu. Af og til gat konan samt ekki setið á sér og sendi Garmínu þá tóninn. Þegar við vorum bara tvö úti að keyra, spjallaði ég oft við Garmínu eins og hún væri holdi klædd manneskja. Ég hugsaði með mér, að það myndi vera einmanalegt án hennar. Hægt og sígandi fór eig- inkonan líka að venjast þessu þriðja hjóli undir vagninum. Ég minnti hana líka nokkrum sinnum á, að það hefði einmitt verið hún sjálf, sem færði mér Garmínu í jólagjöf. Leiðarvísistæki breiðast hratt út og í framtíðinni verður varla sú bifreið á veginum, sem ekki verð- ur með sína eigin Garmínu. Það verður líka gott fyrir himnaföð- urinn, því þá þarf hann ekki leng- ur að fylgjast með því og sjá um, að saman parist ratvísar og átta- villtar manneskjur. Hann hefir víst í nógu öðru að snúast og verð- ur feginn að losna við þá kvöð. Garmína Túrína Leiðarvísistækið bjargar þeim áttavilltu, seg- ir Þórir S. Gröndal » Strax og ég setti tækið í bílinn og fékk fyrstu leiðbeining- arnar af gervi-kven- mannsrödd, skírði ég nýju leiðsögukonuna Garmínu og gaf henni líka eftirnafnið Túrína. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali í Flórída. Fáðu úrslitin send í símann þinn Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is Vel staðsettar íbúðir í Dona Pepa, um 30 mín. akstursleið suður af Alicante í tveggja hæða, 8 íbúða húsi. Íbúð á neðri hæð er með sérgarði og íbúð á efri hæð með sér þakverönd. Frábært útsýni og einstaklega fallegur sameiginlegur sundlaugagarður með þremur sundlaugum, nuddlaug og grillaðstöðu. Afgirt svæði með vöktuðu hliði. Stutt göngufæri í úrval verslana og veitingastaða. Ótal golfvellir í næsta ná- grenni. Íbúðirnar eru mjög vel skipulagðar, með tveimur svefnherbergjum, stofu/- borðstofu, eldhúsi og baði og tilbúnar til afhendingar strax. Falleg hönnun og góður frágangur. Aðeins örfáar íbúðir eftir. Hausttilboð: Húsgögn, gluggatjöld, eldavél, ísskápur og þvottavél fylgja frítt með íbúðum sem keyptar eru í september þannig að hægt er að flytja beint inn og fram- lengja sumarið í sólinni á Spáni. Fríar skoðunarferðir fyrir viðskiptavini. Verð frá 168.000 Evrum. Útvegum hagstæð lán með veði í eigninni í spænskum banka. Traust og örugg þjónusta. Upplýsingar gefur Aðalheiður í 893 2495 og á skrifstofu Eignaumboðsins. Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali. Glæsilegar íbúðir á Spáni - sérstakt hausttilboð Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Holtagerði 78 - Nýleg hæð í Kóp. Glæsileg 135,6 fm efri sérhæð í nýlegu 2-býlishúsi. Auk þess er 27 fm bílskúr. Samtals 162,9 fm. Allt sér. Hæðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu og þrjú herbergi. Mik- il lofthæð í íbúðinni. V. 43,5 m.. 3703 ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 17.00-17.30. OPIÐ HÚS Skólagerði 61. 1. hæð - Kópavogi Falleg 79 fm 4ra herb íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og þrjú her- bergi. Þvottahús í íbúð. Svalir til suðurs. Stór lóð. Bílastæði fyrir framan hús. Ávhílandi 19 millj frá KB banka. V. 21 m. 7095 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 15.00-17.00. OPIÐ HÚS Laugarnesvegur 108, 1. hæð - laus strax Mjög falleg 88,1 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Rúmgóð stofa með suðursvölum. Parket og flísar á gólfum. Nýlega standsett baðherbergi. Uppgert eldhús. Íbúðinni tilheyrir auk þess herbergi í kjallara með möguleika á útleigu. V. 22,9 m. 7590 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00-14.00. OPIÐ HÚS Klapparhlíð - 50 ára og eldri Mjög falleg og rúmgóð, 2ja herbergja, 90,9 fm íbúð, á 3. hæð í 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri. Húsið er sérlega vandað, einangrað og klætt að utan með flísum og harðvið og gólfplötur á milli hæða eru tvöfaldar sem gefur betri einangrun. Fallegar flísar og ask- ur á gólfum, baðherbergi með sturtuklefa og handklæðaofni og stórt hjónaherbergi. Mjög fallegt útsýni er úr húsinu og stórar svalir. Íbúðin er laus til afhendingar strax. V. 27,5 m. 3441 Bleikjukvísl - Glæsilegt einbýli Fallegt og vel byggt 335,1 fm tvílyft einbýlishús með innbyggðum 42,6 fm bílskúr við Bleikjukvísl í Reykjavík. Húsið er einstaklega bjart og með rúmgóðum vistarverum og stendur efst í botnlanga með útsýni til norðurs og útgangi í glæsilegan garð til suðurs. Húsið skiptist þannig: Á neðri hæð eru forstofa, stigahol, bílskúr, geymslur, snyrting og tvö íbúðarherbergi með sérinngangi. Auðvelt er að útbúa séríbúð. Á efri hæð er stór stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og í tengibyggingu við húsið eru tvö svefn- herbergi og baðherbergi. V. 90,0 m. 3749
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.