Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 2008 37 ÍSLENSKT vís- indasamfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum, ekki síst með eflingu há- skólanna í landinu og mikilli fjölgun nem- enda í rannsókn- artengdu framhalds- námi. Á sama tíma hafa rannsóknahópar eflst á ýmsum sviðum, og sumir vakið verðskuldaða athygli á al- þjóðavettvangi. Þörf fyrir rann- sóknafé eykst því í sífellu. Háskólar og rannsóknastofnanir fá umtalsverðar fjárveitingar til rannsókna á hverju ári, en eftir sem áður eru opnir samkeppn- issjóðir öruggasta leiðin til að tryggja að fjármagn renni til sterk- ustu og öflugustu vísindamannanna á öllum sviðum. Þar gegnir Rann- sóknasjóður Vísinda- og tækniráðs lykilhlutverki. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2006-2009 er lögð áhersla á að efla skuli sam- keppnissjóðina, enda séu þeir besta tæki hins opinbera til að efla íslenskt vís- indasamfélag. Í fjárlögum fyrir ár- ið 2008 var stigið afar mikilvægt skref í þessa átt. Þar kom fram sú fyrirætlun rík- isstjórnarinnar að nán- ast tvöfalda fjárveit- ingar til Rannsóknasjóðs á tímabilinu 2008-2011 þannig að sjóðurinn verði orðinn 1.100 milljónir króna árið 2011. Það er augljóst að tvíefl- ing Rannsóknasjóðs mun renna enn styrkari stoðum undir frjálsar rannsóknir í landinu og styrkja þann grunn sem hérlend nýsköpun byggist á. Öflugri Rannsóknasjóður gefur stjórn sjóðsins tækifæri til að marka nýja stefnu til næstu ára, hækka styrki umtalsvert og styðja þannig við grósku í vísinda- samfélaginu. Mun þessarar breyt- ingar sjá stað strax í úthlutun næsta árs. Munar þar mest um 67% hækkun öndvegisstyrkja, sem hver um sig getur nú orðið allt að 25 milljónir á ári til þriggja ára, og er líklegt að þeir styrkir muni hækka meira á næstu árum í takt við fyrirhugaða eflingu sjóðsins. Öndvegisstyrkir Rannsóknasjóðs eru ætlaðir til stærri rann- sóknahópa sem eru í viðamiklu al- þjóðlegu samstarfi. Rannsóknir á ýmsum sviðum eru kostnaðarsamar og nauðsynlegt að styrkumhverfið sé sveigjanlegt og það geti stutt vel við sókn afburða vísindamanna. Um leið og styrkir eru hækkaðir er mikilvægt að vekja athygli um- sækjenda á því að krafan um mót- framlag hefur verið lækkuð úr 50% í 15%. Krafan um 50% mótframlag þýddi að umsækjandinn þurfti að tryggja allt að helming heild- arkostnaðar verkefnisins og hefur hún sett stærri rannsóknahópum óþarfar skorður og jafnvel heft við- gang þeirra. Stjórn Rannsóknasjóðs telur að með þessari breytingu sé ekki síst komið til móts við þá vísindamenn sem virkastir eru í rannsóknum og þeim gefið aukið svigrúm til að sækja í sjóðinn. Sú umræða hefur skotið upp kollinum að erfitt sé að tryggja faglegt mat í fámennu vísinda- samfélagi; nánir samstarfsmenn á fámennum fræðasviðum komist ekki hjá því að meta hver annan, og erfitt sé að komast hjá óþægi- legu návígi jafnvel þótt ekki sé um vanhæfi að ræða. Stjórn Rannsóknasjóðs hefur ákveðið að bregðast við þessum ábendingum með þeim hætti að óska eftir því að allar umsóknir í sjóðinn og fylgigögn séu á ensku, nema í sérstökum undantekning- artilfellum. Íslenskt vísinda- samfélag er fámennt og mikilvægt er að hægt sé að senda umsóknir jöfnum höndum í mat erlendis til að tryggja fagleg gæði verkefna í hvívetna. Íslenskir vísindamenn á öllum sviðum birta niðurstöður sínar á al- þjóðlegum vettvangi svo að stjórn sjóðsins er þess fullviss að skiln- ingur sé á þessari kröfu, en undir- strikar jafnframt að umsækjendur geta farið fram á að senda inn um- sóknir á íslensku á þeim sviðum þar sem birtingar einskorðast við íslenskan vettvang. Aukin sókn vísindamanna í Rannsóknasjóð Vísinda- og tækni- ráðs ber vitni um þann kraft sem er í íslensku vísindasamfélagi og þær miklu væntingar sem gerðar eru til sjóðsins. Sterkur samkeppn- issjóður er tvímælalaust besta og skilvirkasta tæki hins opinbera til að efla rannsóknarstarf í landinu þar sem úthlutun fjár byggist á sterkri faglegri samkeppni. Þær nýju leiðir sem farnar verða í næstu úthlutun, bæði með hærri styrkjum og því að tryggja gæði hins faglega mats enn frekar, miða að því gera sjóðinn að enn öflugra og áhrifameira tæki. Ég er þess fullviss að þannig muni Rannsóknasjóður geta brugð- ist enn betur við síbreytilegum og vaxandi þörfum vísindamanna í landinu á næstu árum. Öflugri Rannsóknasjóður – hærri styrkir Guðrún Nordal seg- ir frá eflingu Rann- sóknasjóðs » Tvíefling Rann- sóknasjóðs mun renna enn styrkari stoð- um undir frjálsar rann- sóknir í landinu og styrkja þann grunn sem hérlend nýsköpun bygg- ist á. Höfundur er formaður stjórnar Rannsóknasjóðs. AÐ kaupa í mat- inn, ná sér í morg- unkaffið eða fylla á bílinn er hversdags- legur hlutur í huga nær allra hér á landi. Fylgja þessum rút- ínum oftast einhver samskipti við mann- eskju sem stendur á bak við afgreiðslu- kassa og býður góðan dag. Starf afgreiðslu- manns er í grunninn að vera kurteis og að verða við hverri þeirri bón sem við- skiptavinurinn ætlast til af honum. Góður þjónustumaður gerir allt sem í valdi hans stendur til að skilja við viðskiptavininn sáttan. Stundum er það þó hægara sagt en gert. Hefur þú, lesandi/viðskiptavinur góður, nokkurntíma:  talað í síma á meðan þú ert afgreiddur,  hvorki boðið góðan dag né þakkað fyrir þig,  reynt að þræta þegar kemur í ljós að engin heimild er á kortinu,  þóst hafa gleymt kortinu úti í bíl en en ekki komið aftur,  hringt á undan þér til að komast hjá því að standa í röð,  sníkt afslátt? Oftast gefst afgreiðslumann- inum rými til að taka þessu með jafnaðargeði og jafnvel hlæja að þessu eftir á. Einu sinni kom það fyrir að manneskja lét sig hverfa án þess að taka það sem hún pant- aði sér. –„Æ, ég gleymdi kortinu úti í bíl, ég kem aftur eftir smá…“ Þetta hafa afgreiðslumenn ÁTVR ábyggilega heyrt þúsund sinnum þegar þeir hafa beðið fólk um skilríki. Ég vinn hins vegar á kaffihúsi og heyrist afsökun á borð við þessa mun sjaldnar á slíkum stað. Ég veit ekki hvort ég er stóísk- ur að eðlisfari en svo ég beri mig saman við kunningja og vini í svipuðum störfum finnst mér ég verða síst var við dónaskap við- skiptavina. Flestir sem ég afgreiði heyra ekki undir neitt af of- antöldum atriðum og yfirleitt hef ég gaman af að afgreiða fólk. En rotnu eplin smita mest frá sér og geta eyði- lagt allan daginn fyrir manni svoleiðis að um- ræðan milli kollega snýst um fátt annað þegar stólum er raðað upp í lok dags. Ég þarf ekki nema að líta í kringum mig og sjá hvernig sumir hafa reynt að sporna við tillitsleysi við- skiptavina. Í stórum verslunum hanga gjarnan skilti sem ýja að því eða beinlínis biðja viðskiptavini um að tala ekki í síma á meðan þeir eru af- greiddir. Þar hefur þurft að taka í taumana. Er rétt- látt að starfsfólk þurfi trekk í trekk að biðja viðskiptavinina um eitthvað sem er almenn og sjálf- sögð kurteisi? Eða er hugsunin sú að svo lengi sem borgað er fyrir þjónustuna, megi viðskiptavinur haga sér eftir sinni hentisemi? Er það þess virði að gleyma sér í sím- tali og versla hálfshugar? Reynsla mín af viðskiptavinum er þó í heildina jákvæð (annars hefði ég skipt um vinnu fyrir löngu) og auðvitað er fyrirgefið ef fólk sér að sér. Bón mín er einföld en þrískipt: Bjóðið góðan dag/gott kvöld, brosið og þakkið fyrir ykk- ur. Um mannasiði við afgreiðslufólk Tumi Ferrer skrif- ar um samskipti af- greiðslufólks og viðskiptavina Tumi Ferrer »Er réttlátt að starfsfólk þurfi trekk í trekk að biðja viðskiptavinina um eitthvað sem er almenn og sjálfsögð kurt- eisi? Höfundur er kaffibarþjónn. Fréttir í tölvupósti Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2009. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka: • félags- og velferðarmála • menntamála - grunnskólar/leikskólar • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála • umferðaröryggismála Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum málaflokkum. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir. Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögnum, eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur, merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi: • markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð • hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf • hvort unnt sé að meta framvindu verksins • hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur • væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi • fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2008. Styrkir Reykjavíkurborgar Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is www.reykjavik.is/styrkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.