Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 246. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er MENNING TÆKIFÆRI TIL AÐ KYNNAST SAMTÍMALIST DAGLEGTLÍF Módelin fljúga bæði langt og hátt Leikhúsin í landinu >> 37 Morgunblaðið/G.Rúnar Kauphöll Flest úrvalsvísitölufélög hækkuðu í viðskiptum gærdagsins. HLUTABRÉFAMARKAÐIR hér heima og erlendis hækkuðu umtals- vert í gær og er bjartsýni fjárfesta rakin að stórum hluta til ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að taka yfir lánasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac. Reyndar lækkuðu hlutabréf sjóðanna tveggja mikið, en yfirtaka ríkisins mun þýða að eign hluthafa í sjóðunum mun þynnast til muna. 16,5% lækkun á Eimskipi Hér heima hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 1,35% og hækk- uðu öll félög vísitölunnar utan eitt í verði. Gengi bréfa Eimskipafélags- ins lækkaði um 16,5%, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fjárfestar af því áhyggjur að sala fé- lagsins á XL Leisure Group muni ganga til baka. Hefur Eimskipi ekki tekist að fjármagna 280 milljón doll- ara lán, sem tekið var vegna kaup- anna. Takist það ekki mun líklega koma til hlutafjáraukningar, sem hafa mun áhrif á gengi félagsins. Samnorræna OMX vísitalan hækkaði um 2,77% í gær, breska FTSE um 3,92% og bandaríska Dow Jones um 2,59%. | 13 Þjóðnýting á íbúðalánasjóðum jók bjartsýni fjárfesta Markaðirnir lifnuðu við Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is PALESTÍNSKA flóttafólkið var brosmilt við komuna til Íslands seint í gærkvöldi. Þreytu mátti sjá á því eftir langt ferðalag en greinilega ánægju. Fulltrúar úr stuðningsfjöl- skyldum þess á Akranesi voru þang- að komnir til að taka á móti því. Ferðinni var heitið beint á Akranes þar sem fjölskyldurnar biðu fólksins á nýjum heimilum þess, sem hafa verið undirbúin af kappi síðustu vik- urnar. Flóttafólkið lenti í Keflavík á tólfta tímanum eftir flug frá Al-Wa- leed flóttamannabúðunum í Írak, með viðkomu í London. Anna Lára Steindal hjá Rauða krossinum fylgdi því heim og sagði við heimkomuna að þetta væri frábær hópur af fólki, þau væru öll mjög hugrökk. Spurðu ótal spurninga „Enginn gerir það að gamni sínu að rífa sig upp frá heimkynnum sín- um og fara á jafnframandi stað,“ seg- ir Anna Lára. Fólkið hafi verið mjög áhugasamt á leiðinni og spurt ótelj- andi spurninga um hin nýju heim- kynni sín. Anna Lára segir börnin í hópnum hafa verið ótrúlega róleg miðað við að ferðin hafi tekið 26 klukkustundir. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, sviðsstjóra hjá Rauða krossi Íslands, er dagskrá næstu daga nokkuð stíf. Fólkið fær þó tíma til að jafna sig enda ljóst að viðbrigðin eru mikil. „Þau þurfa að fylla út gífurlegt pappírsflóð til að ganga frá dvalar- leyfi og fleiri praktískum hlutum sem ekki var hægt að gera fyrirfram. Svo er það læknisskoðun og ráðgjöf frá félagsþjónustu, sem fer í gang þessa fyrstu daga auk þess sem stuðningsfjölskyldurnar hjálpa þeim að átta sig á sínu nánasta umhverfi,“ segir Sólveig. Stuðningsverkefnið stendur næstu tólf mánuði. Brostu við heimkomuna  Palestínska flóttafólkið kom til Íslands í gærkvöldi úr flóttamannabúðum í Írak  Þétt dagskrá tekur við næstu daga þegar fólkið hefur jafnað sig eftir ferðalagið Morgunblaðið/Golli Þreytt en ánægð Ein stelpan í hópnum frá Írak var örþreytt eftir langt ferðalag og svaf á öxl móður sinnar meðan beðið var eftir farangrinum í Leifsstöð. Langt og strangt ferðalag 29 flóttamanna frá Írak til Akraness Í HNOTSKURN »Hópurinn samanstendur afátta einstæðum mæðrum og 21 barni þeirra, eða alls 29. » Íslendingar hafa alls tekiðá móti 481 flóttamanni frá árinu 1956, að meðtöldum þeim sem komu núna. »Alls hafa 10 sveitarfélögtekið til sín flóttafólk. Síð- ast tók Reykjavík á móti fólki frá Kólumbíu árin 2005 og 2007.  KONA syrgir þrjá nána ættingja sína sem biðu bana í miklum flóðum á Haítí eftir að fellibylurinn Ike reið þar yfir um helgina. Fárviðrið jók á neyðina á Haítí eftir hrinu fárviðra að undanförnu og er óttast að minnst 600 hafi týnt lífi eftir að fellibyljirnir Hanna og Ike herjuðu á landið. Seint í gærkvöldi bjuggu íbúar Havana, höfuðborgar Kúbu, sig und- ir það versta, en Ike hafði þá þegar valdið gífurlegri eyðileggingu í landinu. Hátt í tvær milljónir Kúb- verja flúðu heimili sín og má ljóst vera að efnahagstjón þar er mikið. Á Flórída önduðu menn léttar þegar útlit var fyrir að Ike myndi ekki fara yfir syðsta hluta ríkisins. Nokkuð hefur dregið úr vindstyrk Ike sem stefnir á Bandaríkin. » 15 Harmur á Haítí  HÆKKANDI matarverð kem- ur við pyngju flestra heimila í landinu. Með vandlegri skipu- lagningu og breyttum inn- kaupastíl má þó e.t.v. draga veru- lega úr þeim útgjöldum eins og Vig- dís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi náði að gera er hún lækkaði matarreikn- ing fjölskyldunnar um 40%. „Það var ótrúlegt. Bara við að skipuleggja, við að vita hvað ætti að kaupa. Mig minnir að matarreikn- ingurinn hafi lækkað um 40% við þessar aðgerðir,“ segir Vigdís. » 18 Náði að lækka matar- reikninginn um 40%  MIKILL áhugi er fyrir leik Ís- lendinga og Skota í undankeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu en þjóðirnar mætast á Laugardalsvellinum annað kvöld. Rífandi gangur var í miðasölunni í gær og stefnir allt í að þjóð- arleikvangurinn verði troðfullur þegar liðin ganga út á völlinn ann- að kvöld en völlurinn tekur tæplega 10.000 áhorfendur í sæti. » Íþróttir Mikill áhugi á landsleik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.