Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 20

Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nýr kaflihófst í lífi29 flótta- manna við kom- una til Íslands seint í gærkvöldi. Flótta- mennirnir eru palestínskir og koma frá Írak. Þeir hafa í tvö ár dvalið í flóttamanna- búðum á landamærum Sýr- lands og Íraks. Ron Redmond, talsmaður Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, sagði á blaðamannafundi í Genf á föstudag að skilyrði í búð- unum, sem nefnast Al Wal- eed, væru slæm. Meðal flóttamannanna væru konur og börn og margar kvennanna hefðu misst menn sína í Íraksstríðinu. Fyrr á þessu ári kom fram í Morg- unblaðinu að ástandið í þess- um búðum væri svo slæmt að hjálparstarfsmenn hefðust þar ekki við að næturlagi. Íslendingar hafa á und- anförnum árum tekið reglu- lega á móti flóttamönnum og má þar nefna að nokkuð stór hópur fólks kom hingað frá Balkanskaga meðan á stríð- inu þar stóð á tíunda ára- tugnum. Það er mikilvægt þegar fólk, sem misst hefur allt sitt og hrakist frá heimkynnum sínum, hefur nýtt líf í nýju landi fjarri fjölskyldu og vin- um að vel sé tekið á móti því og það finni að það sé ekki bara að fá hæli heldur sé því tekið opnum örmum. Fyrstu kynnin eru mikilvæg, en framhaldið skipt- ir ekki síður máli í landi þar sem fátt er kunnuglegt; viðkynn- ing hjá nýjum nágrönnum, móttökur á vinnustað, skóla- ganga. Það má ekki gleyma því, sem þetta fólk hefur gengið í gegnum. Það kemur hingað með farangur og þarf að vinna úr mörgum áföllum. Þegar fram í sækir þurfa flóttamennirnir síðan að finna að þeir geti ekki bara búið í nýju landi heldur verið þátttakendur. Eins þurfa þeir að finna að börn þeirra eigi sömu möguleika og önn- ur börn í landinu. Það er sér- stakt áhyggjuefni hvað hlut- fall innflytjenda, sem hættir skólagöngu eftir grunnskóla, er hátt miðað við það, sem gengur og gerist. Sú tölfræði er vísbending um vanda í innflytjendamálum á Íslandi verði blaðinu ekki snúið við. Flóttamannavandinn vegna stríða, fátæktar og hamfara er gríðarlegur í heiminum og óvíða í heim- inum ríkir jafn mikil velmeg- un og öryggi og hér. Íslend- ingar geta ekki leyst flóttamannavanda heimsins, en með því að bjóða flótta- mönnum hæli á Íslandi og taka þeim opnum örmum er hægt að breyta vonleysi í von og gefa hrjáðum ein- staklingum tækifæri til að hefja nýtt líf. 29 flóttamenn komu í gær frá Írak}Opnum örmum Árásir á lög-reglumenn hafa mjög færzt í vöxt undanfarin misseri. Hvað eftir annað er lögreglan hindruð í að vinna skyldustörf sín, oftast af drukknum skríl en stundum líka að því er virðist af harð- svíruðum glæpamönnum. Nú síðast var ráðizt á lög- reglumenn er þeir komu til að sussa á hávaðasama menn í samkvæmi í Kópavogi. Lög- reglan þurfti að beita kylfum og piparúða til að hafa of- beldismennina undir. Það er ekki hægt að þola slíkar árásir á lögreglumenn við skyldustörf. Öryggi þeirra verður að vera tryggt, allra hluta vegna. Það skiptir máli til að ofbeldismenn vaði ekki uppi, til að hæfir menn fáist í lögregluna, til að fjöl- skyldur lögreglumanna þurfi ekki að óttast um þá við störf. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn segir í Morgun- blaðinu í gær að unnið sé að því að bæta búnað og öryggi lögreglumanna. Til stendur að þeir fái skot- og hnífheld vesti. Spurningin um hvort lög- reglan eigi að fá rafbyssur verður æ áleitnari. Slíkt get- ur bæði stuðlað að öryggi lögreglumanna og vitleysing- anna, sem þeir þurfa stund- um að yfirbuga; erlendar rannsóknir sýna að rafbyssur valda síður slysum á óðum mönnum en kylfur eða hefð- bundin lögreglutök. Geir Jón hittir hins vegar naglann á höfuðið þegar hann segir að lausnin á því virðingarleysi, sem lögreglan búi við, komi ekki með betri tækjum heldur skýrum skila- boðum frá dómskerfinu. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hefur beitt sér fyrir lagabreytingu, sem heimilar harðari refsingar yf- ir þeim sem ráðast að lög- reglunni. Dómstólarnir eiga að nota þær heimildir og taka hart á ofbeldismönnum. Dómstólar eiga að taka hart á ofbeldi gegn lögreglumönnum} Öryggi lögreglumanna V inur minn var í London þar sem hann hlustaði á Brasilíumann flytja erindi. Hann talaði meðal annars um bíla og sagði eitthvað á þessa leið: Bílar voru fundnir upp fyrir rúmlega hundrað árum. Fyrsti bíllinn var með fjögur hjól, kúp- lingu, vélina frammí og hann komst 18 kíló- metra á klukkustund. Núna hundrað árum síðar erum við hér í London þar sem bílar eru enn með fjögur hjól, kúplingu, vélina frammí og meðalhrað- inn er um það bil 17 kílómetrar á klukku- stund. Með þessum einfalda hætti afhjúpaði Brasilíumaðurinn þá augljósu staðreynd að framfarir eru í mörgum tilfellum sýnd en ekki reynd. Hvað getum við lært af þessu? Að við skulum ekki dásama framfarirnar sem verða heldur velta fyrir okkur hagsmununum og valdatengsl- unum sem koma í veg fyrir að meiri framfarir verði. Við lifum á öld olíunnar, en ekki miklu lengur. Í nýlegri heimildarmynd, sem Ríkissjónvarpið sýndi, kom fram að olíubirgðir heimsins muni klárast innan fárra áratuga. Smámsaman mun almenningur þurfa að draga verulega úr ferðalögum sínum á milli landa og heimsálfa með flug- vélum. Síðan með skipum knúnum olíu. Og bílum. Á meðan olíuveldin eru jafn valdamikil og raun ber vitni verður ekki fundinn upp annar orkugjafi til að knýja þessar vélar. Horfum við ekki fram á gríðarlegar breyt- ingar? Efnahagskerfi heimsins byggist ekki síst á flutningum á vörum og fólki. Gríðarleg flutningsgetan hefur skapað mikla samþjöppun í framleiðslu. Matvælaframleiðsla fer nú til að mynda meira og minna fram í geysi- stórum verksmiðjum sem dæla frá sér vörum lands- og heimshorna á milli. Að margra mati stefnir þessi verksmiðjuframleiðsla á mat í al- gjört þrot vegna sífellt minnkandi hollustu mat- væla, æ meiri sýkingarhættu, auk þess sem kerf- ið er fyrir löngu hætt að anna eftirspurn. Á sama tíma hefur það drepið alla sjálfsbjargarviðleitni. Enn er nóg af bílum í heiminum. Sennilega er framboðið meira en eftirspurnin eins og á nánast öllum manngerðum hlutum. Það er lærdómurinn af öld hagfræðinnar. Ástandið þarf kannski ekki að koma á óvart þegar haft er í huga að vísindin sem nánast allar ákvarðanir okkar byggjast á eru grundvölluð álíka mikið á sjónarhorni og túlkun og biblíuskýringar. Þegar þessi framtíð er höfð í huga blasir það ekki endi- lega við hvernig Íslendingar eiga að haga sínum málum. Erum við kannski komin að endimörkum samþjöppunar- innar? Er heimurinn að liðast í sundur? Ættum við að leggja áherslu á það sem við getum sjálf? Ekki ESB held- ur til dæmis íslenskan landbúnað? throstur@mbl.is Þröstur Helgason Pistill Heimurinn eða við sjálf? Lyfin talsvert dýrari en áætlað hafði verið FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is L yfjakostnaður Landspít- ala hefur á þessu ári farið talsvert fram úr áætlunum. Þar munar mestu um svonefnd s- merkt lyf, en það eru dýr lyf sem að mestu eru notuð á sjúkrahúsum. Áætlun fyrir kostnað við þessi lyf fyrstu sex mánuði ársins gerði ráð fyrir að rúmar 1160 milljónir króna færu í þau. Kostnaðurinn varð í raun rúmar 1340 milljónir króna, sem er 15,5% yfir áætlunum. Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs- inga hjá LSH, segir að hjá stofn- uninni hafi verið farið yfir hvað orsaki að lyfjakaup hafi reynst dýr- ari en áætlað hafði verið. „Við höfum verið að skoða hvað af þessari hækk- un er vegna gengisáhrifa. Ljóst er að gríðarlega stóran hluta má rekja til lækkunar á gengi krónunnar,“ segir hún. Hún bendir á að stærstur hluti innkaupa á lyfjum sé gerður með gengisbundnum samningum og því verði breytingar eftir því sem gengið hækkar eða lækkar. Önnur lyf lækkuðu að raunvirði Þegar lyfjakostnaður á LSH fyrir tímabilið janúar-júní 2008 er borinn saman við sama tímabil í fyrra kem- ur í ljóst að önnur lyf en s-merkt lyf hafa hækkað um 2,5% á milli ára. Alls var tæpum 558 milljónum króna varið til kaupa á lyfjunum á fyrra helmingi ársins. Anna Lilja bendir á að þessi hækkun milli ára sé minni en almennar verðlagshækkanir. Því megi segja að lyfin hafi lækkað að raunvirði milli ára. Kostnaður við s-merktu lyfin á tímabilinu var 1.357 milljónir króna, að teknu tilliti til álags vegna lyf- seðla. Það er 26,7% aukning frá sama tíma í fyrra. Á heildina litið var kostnaður LSH vegna lyfja fyrstu sex mánuði ársins rúmar 1.930 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra var kostnaður- inn rúmar 1.630 millljónir. Anna Lilja segir að um 200 milljónir af þessum mun megi rekja til geng- isbreytinga og nokkur hluti sé vegna verðlagsbreytinga sem ekki mælist í gengisþróuninni. Einhver hluti upp- hæðarinnar tengist notkun s- merktra lyfja á sjúkrahúsinu. Notkun s-merktra lyfja á Land- spítala hefur vaxið undanfarin ár, en þá hafa komið fram mjög öflug lyf sem eru afsprengi líftækniiðnaðar- ins, segir Ólafur Baldursson, starf- andi framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Hann segir fyrirséð að kostn- aður vegna slíkra lyfja aukist á næstu árum, enda fjölgi þeim. „Okk- ur ber viss siðferðileg skylda til þess að veita meðferð [með s-merktum lyfjum] þegar búið er að sanna að hún virkar,“ segir Ólafur. Ólafur segir ljóst að nauðsynlegt sé að vinna ítarlega áætlun um notk- unina fyrir hvert ár. Hann segir að á spítalanum hafi tekið til starfa hópur lækna, lyfja- fræðinga og stjórnenda sem fari yfir s-merktu lyfin og geri áætlun um notkun þeirra á næsta ári. Þegar af- staða er tekin til þess hvaða lyf skuli taka í notkun, sé m.a. litið til reynsl- unnar á helstu sjúkrahúsum ná- grannalandanna, svo sem Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Mikil vinna sé fólgin í því að meta hvaða lyf skuli taka í notkun. Ólafur segir enn ekki liggja fyrir áætlun um hversu miklu fé verði varið til s-merktra lyfja á næsta ári. „Það mikilvægasta í þessu er það sem við erum að gera núna, að taka á þessu faglega og vísindalega þegar ákvarðanir eru teknar um hvaða s- lyf eru tekin í notkun og hver ekki,“ segir hann. !!. !! !!. !! !!. !!  /  / 7+8&1.)&-'$5 ,)93$1$&7+8& 7+8&1.)&-'$5 %3!)&93$1$&7+8&: 0123. 04234 56 7 5&  023. 0!. !    3..13424   :93$17+3$'3)! )!'8#1$&#).& 5$1$,-,))1&'2%3$-93-,&!%3!)&7+3-& Augnlyf, krabbameinslyf og MS- lyfið Tysrabri eru dæmi um s-merkt lyf sem tekin hafa verið í notkun hér á landi. S-merkt lyf eru lyf sem eru notuð á eða í tengslum við sjúkrastofnun, og eru greidd af viðkomandi stofn- un. Þau eiga það sammerkt að vera mjög dýr í þróun „og þau gagnast að minnsta kosti að hluta til við sjúkdómum sem áður voru lítt læknanlegir. Þegar þessi staða kemur upp er ljóst að margir sjúk- lingar með ólæknandi sjúkdóma geta haft gagn af þessum lyfjum,“ segir Ólafur Baldursson. Fyrstu sex mánuði ársins var dýrasti s-lyfja flokkurinn lyf sér- hæfð lyf til ónæmisbælingar, en kostnaður við þau var rúmar 400 milljónir króna. Næst stærsti flokk- urinn var blönduð krabbameinslyf, en alls fóru tæpar 239 millj. í þau. Kostnaður af notkun s-merktra lyfja við einstaka sjúklinga er mis- jafn. Dýrustu lyfin kosta á bilinu 6-7 milljónir á hvern einstakling á ári. LYFJA- TEGUNDIR››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.