Morgunblaðið - 09.09.2008, Page 24

Morgunblaðið - 09.09.2008, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í Morgunblaðinu hinn 1. september síð- astliðinn skrifaði Hall- dór Jónsson um um- hverfisfasisma fámenns hóps „upp- hlaupsmanna“ á Kárs- nesi. Honum er ekki mikið annt um íbúa- lýðræði því á skrifum hans ber að skilja að við íbúarnir höf- um ekkert um málefni bæjarins að segja, nema á 4 ára fresti þegar kosningar eru. Ef við erum ekki sátt þá eigum við bara að þegja og hlýða kjörnum fulltrúum og kjósa þá bara frá næst.Við sem búum á Kársnesinu erum ósátt við vinnubrögð bæjaryf- irvalda þegar kemur að skipulagi Kársness og höfum sýnt það í verki. Halldór grætur það að við, sem hann kallar öskurkór, höfum eyðilagt starf þeirra sem börðust fyrir Kópavogs- höfn í sjötíu sumur. Tímarnir breyt- ast og mennirnir með, Halldór. Þykir það boðlegt, árið 2008, að eina að- koma að höfn, iðnaði og atvinnu- húsnæði sé í gegnum gróið íbúða- hverfi? Í júlímánuði kynntu starfsmenn Kópavogsbæjar nýtt skipulag fyrir Kársnesið og mættu margir á kynn- inguna þrátt fyrir frekar óheppilega tímasetningu. Það sýnir bara áhuga og baráttuvilja okkar sem búum á Kársnes- inu. Með ýmsum töfra- brögðum reyna bæj- aryfirvöld að segja okkur að nýja skipulag- ið sé miklu betra en það sem var kynnt upp- haflega. Vissulega á um- ferð eftir að aukast á Kársnesbrautinni en með því að sneiða af lóð- um þeirra sem búa á götunni og setja gler- vegg á milli vega þá ætti hávaðinn og ónæðið af aukinni um- ferð að minnka. Þetta er sagt svo ein- falt og samkvæmt Halldóri þá er það úbreiddur misskilningur hjá fólki að það eigi rétt á einhverju við það eitt að flytja að götu. Bæjarfélag ráðstafi landi í einstökum hverfum. Æ Halldór, hvað erum við íbúar bæjarfélagsins? Einungis krónur í bæjarkassann? Þú krefst þess sem borgari í okkar ágæta bæ að fá að greiða um það atkvæði hvort eitt og annað skuli byggt upp hér. Þú greidd- ir væntanlega um það atkvæði þegar þú kaust félaga þína í Sjálfstæð- isflokknum í síðustu bæjarstjórn- arkosningum og með því fyrirgerðir þú þessum rétti. Þú vilt greiða at- kvæði um það hvort götur Kópavogs- búa séu fyrir alla eða einhverja fáa. Hvað með okkur sem búum á Kárs- nesinu, megum við ekki segja okkar álit? Götur Kópavogs hafa löngum verið aðhlátursefni þeirra sem átt hafa leið um og marga hryllir við þá tilhugsun eina að eiga erindi inn í bæinn. Þolir gatnakerfið á Kársnes- inu meiri umferð og þá þyngri? Ég er alinn upp í vesturbæ Kópa- vogs og margt hefur breyst til hins betra og þegar við hjónin fluttum til Íslands eftir að hafa verið búsett er- lendis þá kom aðeins einn staður til greina fyrir okkur og börnin: Vest- urbær Kópavogs. Við viljum það besta fyrir börnin okkar en Halldóri er væntanlega skítsama um það þar sem við lifum á atvinnustarfsemi í landinu. Græn svæði, blóm og börn passa ekki inn í það kerfi því ekki fáum við laun fyrir að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífsgæði bæjarbúa eru ekki hátt skrifuð hjá Halldóri. Kæru Kópavogsbúar, ég hef feng- ið nóg af yfirgangi bæjaryfirvalda í skipulagsmálum. Tökum höndum saman og látum í okkur heyra því við viljum svo sannarlega að góður bær verði enn betri. Ef við þurfum að vera umhverfisfasistar til að ná þeim markmiðum; já, þá er ég umhverf- isfasisti! Er ég umhverfisfasisti? Héðinn Svein- björnsson skrifar um umhverfismál í Kópavogi » Að saka þá sem búa á Kársnesi um um- hverfisfasisma fyrir það eitt að mótmæla er al- veg út í hött Héðinn Sveinbjörnsson Höfundur er íbúi á Kársnesi. FJALLAÐ hefur ver- ið að undanförnu um útigangsmenn og dag- legt líf þeirra. Áhyggjurnar um það hvar þeir halla höfði sínu um nótt hverja, hvort það er hjá hita- veitulögnum, gámum eða ruslageymslum svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru alls ekki velkomnir hvar sem er og hvenær sem er. Gistiskýlið í Þingholtstræti hefur verið griðastaður margra útigangs- manna á nóttu til, til þess að halla höfði sínu, en gistiskýlið tekur bara við ákveðnum fjölda fólks, þannig að nokk- uð margir þurfa að finna sér einhvern annan samastað. Þegar viðtöl eru við útigangsmenn í fjölmiðlum þá vill útigangsfólkið oftast einblína á einhvern annan út af vanda- máli sínu, t.d. Félagsmálastofnun, að þeir reddi þeim ekki húsnæði né at- vinnu. Ég spyr bara: „Er Félagsmála- stofnun vandamálið, eða eru það þeir?“ Af einhverjum ástæðum hafa þessir menn misst húsnæði, atvinnu, fjöl- skyldu og heilsuna. Ef þeir fengju húsnæði frá Félags- málastofnun, myndi það breyta ein- hverju fyrir þá? Af hverju ættu þeir ekki bara að drekka frá sér þá íbúð eins og kannski fyrri íbúðina sem þeir voru í áður? Vandamálið er ekki húsnæðisvanda- mál heldur er vandamálið það, að þeir geta ekki hætt að drekka þótt þá langi innilega til þess. Hjá alkóhólistum/fíklum þarf einhver viðhorfsbreyting að eiga sér stað svo bata verði náð. Sú viðhorfsbreyting hefur hvorki með húsnæði eða atvinnu að gera. Alkó- hólistinn/fíkillinn finnur sér allar und- ankomuleiðir til að sjá að hann sé ekki vandamálið, heldur eitthvað annað. Á Íslandi erum við með eitt af þeim bestu meðferðarkerfum sem völ er á. Margir af þessum útigangsmönnum eru búnir að fara í gegnum fjöldann all- an af meðferðum, en þeir hafa ekki farið eftir því sem meðferðin býður upp á. Vilja kannski fremur fara eftir sínum vilja og geðþótta heldur en að fara eftir einhverjum leiðbein- ingum sem aðrir setja. Einnig er það að þeir láta ekki algjörlega af sínu gamla viðhorfi. Það getur enginn annar breytt við- horfum hvers og eins nema manneskjan sjálf. Þetta er ekki spurning um vilja, þetta er spurn- ing um framkvæmd, því alkar eiga það til að halda á viljanum það lengi að þeir eru allt í einu komnir í drykkjuna á nýjan leik. Ef alkóhólistar vilja viðhorfsbreytingu þá verða þeir að taka allt sitt viðhorf og breyta því. Það er enginn afsláttur af því að verða edrú og frjáls. Í meðferðum getur maður sótt um að fara á áfangaheimili sem alveg nauð- synlegur þáttur hjá þeim sem eru hús- næðislausir, enda gott fyrir ein- staklinga sem eru að reyna að ná bata af þessum hrikalega sjúkdómi. Á áfangaheimilum eru ýmsar reglur sem leiða mann í átt að bata og þar finnur maður stuðning meðal annarra vist- manna. Eftir að vissum bata er náð hefur einstaklingurinn getu og vilja til að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu. Þá er kannski möguleiki að fara íhuga að íbúðarmálum. Enginn verður útigangsmaður eða alkóhólisti á einum degi, alveg eins þá kemur batinn ekki á einum degi. Útigangsmenn Gunnar Diego fjallar um vanda útigangsmanna »Hjá alkóhólistum/ fíklum þarf einhver viðhorfsbreyting að eiga sér stað svo bata verði náð. Sú viðhorfsbreyting hef- ur hvorki með húsnæði né atvinnu að gera. Gunnar Diego Höfundur er félagsmaður í SÁÁ. ÉG veit ekki til þess að Ísland eigi sér neina fjandmenn. Hvorki fyrr né síðar. Eina þjóðin sem gæti fallið undir þá skilgreiningu eru Norð- menn. En það er þó hæpið. Sú skil- greining ætti frekar að falla undir norsku konungsættina (hina fornu). Á stríðsárum heimsstyrjaldarinnar síðari litu Íslendingar ekki almennt á Þjóðverja sem fjandmenn þótt fæstir okkar væru hallir undir nas- ismann. Síðan þá höfum við talið okkur vera í hópi hinna vestrænu samherja um varðveislu lýðræðis og frelsis. Á dögum kalda stríðsins lit- um við heldur ekki almennt á Rússa sem fjandmenn. Þótt okkur standi í dag ógn af róttækum islamistum lít- um við ekki á múslima sem fjand- menn. Vegna þessa erum við Íslend- ingar vel til þess fallnir að vera sáttasemjarar milli deilandi aðila. Við erum að sjálfsögðu ekki ný- lenduþjóð en margar fyrrverandi nýlenduþjóðir vantreysta þeim sem þær áður þurftu að lúta. Þetta er at- riði sem við verðum að leggja áherslu á í viðleitni okkar til þess að hljóta tilnefningu í öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Ég veit ekki hvort lögð hefur verið nægjanleg áhersla á þetta atriði í herferð okkar til þess að hljóta útnefningu. Ég er ekki sammála þeim sem segja að áhugi okkar á að hljóta tilnefningu í örygg- isráð SÞ sé einhvers konar „snobb“. Við förum í þetta framboð sem fulltrúar Norðurlandanna allra. Ég held að ef vel er á málum haldið get- um við Íslendingar orðið sáttasemj- arar fyrir alla deiluaðila. HERMANN ÞÓRÐARSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Hverjir eru fjandmenn Íslands? Frá Hermanni Þórðarsyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is GUNNAR Finnsson rekstrarhagfræðingur skrifar grein í Morg- unblaðið þriðjudaginn 2. september, undir fyrirsögninni Reykja- víkurflugvöllur – Ósvaraðar spurningar. Spurningunum hef- ur raunar öllum verið svarað en það er rétt hjá Gunnari að svörin hafa ekki komið fyrir almenningssjónir. Í hnotskurn eru spurningarnar Gunn- ars þessar: 1. Hvað verður um allar þær tekjur sem koma frá Reykjavík- urflugvelli, bæði bein- ar tekjur og margfeldisáhrif þeirra ef flugvöllurinn verður fluttur úr Vatnsmýrinni? Svar: Tekjur af innanlandsfluginu falla ekki niður þó að það sé flutt úr stað. Það er ekki verið að leggja inn- anlandsflugið niður, heldur flytja það af verðmætasta byggingarlandi höfuðborgarinnar. Jafnvel þótt flug- ið flyttist til annars sveitafélags, yrðu tekjur borgarinnar margfalt hærri af blandaðri miðborgarbyggð í Vatnsmýrinni. 2. Í flugvallarskýrslunni sem kom út í apríl 2007 kemur fram að sala lóða í Vatnsmýrinni muni standa undir kostnaði við nýjan flugvöll t.d. á Hólmsheiði. Nú hefur landi verið ráðstafað undir Háskólann í Reykja- vík og samkvæmt vinningstillögunni í skipulagssamkeppni Vatnsmýr- arinnar fer mikið land undir tjörn o.fl. Hefur verið reiknað út hvort það land sem eftir er stendur undir kostnaði við nýjan flugvöll? Svar: Samkvæmt flugvall- arskýrslunni er landið undir flug- vellinum metið á 78 milljarða króna. Aðeins litlum hluta þess hefur verið úthlutað. Talið er að kostnaður við nýjan innanlandsflugvöll nemi um 15 millj- örðum króna. Skýringin á hinni gríð- arstóru tjörn og stækkuðum Hljóm- skálagarði í vinningstillögunni, kann að vera sú, að gert var ráð fyrir allt of litlu byggingarmagni í útboðs- gögnum skipulagssamkeppninnar, en eðlilegt byggingarmagn í mið- borg er tvöfalt meira en gert er ráð fyrir í forsendum skipulags- samkeppninnar að mati Samtaka um betri byggð. Getur verið að höfundar vinningstillögunnar hafi viljað halda sig við eðlilegan miðborgarþéttleika, og sett því allt leyfilegt bygg- ingamagn á um helming svæðisins, og þess vegna orðið að fylla upp í restina með tjörn og garði? 3. Þarf ekki nýtt aðalskipulag að taka gildi áður en tekin er ákvörðun um flutning flugvallarins? Beðið er veðurathugana sem nú fara fram á Hólmsheiði og er á þriðja ár eftir af því ferli. Nærri 40% landsins undir flugvellinum eru í eigu ríkisins, og nálægt tveir þriðju hlutar lands- manna búa utan Reykjavíkur. Er ekki eðlilegt að þeirra vilji komi fram? Alþingi og samgönguráðherra láti í ljós skoðun sína á málinu. Svar: Skipulagsvald yfir landi er alfarið í höndum sveitarfélaga. Skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni er í höndum borg- arstjórnar Reykjavík- ur, burtséð frá eign- arhaldi á landinu. Þegar ákvörðun verður tekin um brottflutning flugvallar úr Vatns- mýrinni, verður Reykjavíkurborg að kaupa hlut ríkisins í landinu á matsverði, og ríkið getur notað and- virðið (30 milljarða) til að byggja nýjan flug- völl, og t.d. bæta sam- göngur á landsbyggðinni. Dr. Har- aldur Ólafsson veðurfræðingur fullyrðir að hægt sé að ljúka veð- urathugunum á Hólmsheiði á nokkr- um mánuðum. Með því að setja þær upplýsingar sem þegar eru fyrir hendi í tölvu- hermi, fást fullnægjandi nið- urstöður. Athuganir á skýjahæð og skyggni hófust á Hólmsheiði í febr- úar á þessu ári, og munu skila full- nægjandi niðurstöðum næsta vor. Þegar er ljóst að veðurfar á Hólmsheiði fullnægir lágmarks- kröfum, sem er 95% nýting. Yf- irstandandi veðurathuganir munu aðeins leiða í ljós hvort nýtingin sé 95% eða meiri. Tæplega 65% þjóð- arinnar búa á höfuðborgarsvæðinu, og um 80% hennar í innan við einnar klukkustundar aksturs frá höf- uðborginni. Ísland er nánast orðið borgríki, en höfuðborg þess á sér enga nútíma- lega miðborg. Kvosin og Laugavegs- svæðið stendur ekki undir nafni sem miðborg útrásarríkisins, en mundi öðlast nýtt hlutverk sem „gamli bærinn“ ef við berum gæfu til að reisa miðborg framtíðarinnar á eina staðnum sem kemur til greina, sögu- lega og landfræðilega, við hlið hinn- ar gömlu í Vatnsmýrinni. Slík öflug þétt miðborg sem nærir allt borgarsamfélagið, m.a. hvað varðar almenningssamgöngur, er einmitt það sem einkennir höf- uðborgir og er einmitt það sem vant- ar í Reykjavík. Það er raunar vand- séð hvernig Reykjavík getur gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg alls landsins án slíkrar miðborgar. Þeir einu sem hafa raunverulega hagsmuni af flugvelli í Vatnsmýrinni eru þeir sem eiga fyrst og fremst er- indi í miðbæinn, þ.e. stjórnsýslufólk. Það skal fullyrt að staðsetning flug- vallar annars staðar t.d. á Hólms- heiði, er ekki verri kostur fyrir al- menning á landsbyggðinni, sem á erindi um allt höfuðborgarsvæðið og jafnvel allt suðvesturhornið. Eigum við að fórna mestu skipulagshags- munum höfuðborgarinnar fyrir mín- útna hagsmuni stjórnsýslufólks? Reykjavíkurflugvöllur - Spurningum svarað Einar Eiríksson skrifar um borg- arskipulag Einar Eiríksson » Skipulags- valdið í Vatnsmýrinni er í höndum borgarstjórnar Reykjavíkur... Höfundur er kaupmaður í Reykjavík og í stjórn Samtaka um betri byggð. Í KASTLJÓSI sl. föstudags- kvöld var hægt að sjá og heyra Ómar R. Valdimarsson mæla með Bjallavirkjun. Ómar sagði eitt- hvað á þá leið að það væri ekki hægt að líta á virkjunina öðruvísi en atvinnuskapandi ef menn væru … svangir. Það kom and- artaksþögn áður en hann laumaði þessu orði út úr sér. Þess vegna langar mig nú með þessu litla bréfi að bjóða Ómari R. Valdi- marssyni í mat. Þar getur hann fengið að éta þessi orð ofan í sig. Elísabet Kristín Jökulsdóttir Matarboð handa Ómari R. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.