Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 26

Morgunblaðið - 09.09.2008, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Garðar Jón-asson fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1964. Hann lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. september síðast- liðinn. Foreldrar Garðars eru hjónin Hafdís Ásmunds- dóttir f. 26.8. 1932 og Jónas Garðars- son f. 29.7. 1931 d. 3.5. 2001. Tvíbura- systir Garðars er Guðrún, hjúkr- unarfræðingur. Maki Sig- urbergur Kárason. Börn þeirra eru Snorri, Ásdís, Dagur og Hildur. Að loknu grunnskólanámi stundaði Garðar nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og hóf að því loknu störf hjá Sölunefnd varnarliðseigna. Þar starfaði hann til ársins 2000 þeg- ar hann lét af störfum af heilsu- farsástæðum. Hann var einn af stofnendum fé- lagssamtakanna Hugarafls og tók virkan þátt í starfi þeirra til dauðadags. Útför Garðars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á bakkanum trén bláu er bíða kvöldsins Þegar sólskinið deyr á vörum fljótsins verða þau svört, lifandi og læsast um hvarma þína Glitrandi hófför á himni myrkursins þekja slóð þína draumsóley í dúnmjúku faxi næturinnar Yfir marbláu grasinu grípa hendur þínar gullin fiðrildi Farvegur lífsins fellur um sofandi augu sem ég elska (Þuríður Guðmundsdóttir.) Guðrún. Kæri Garðar, ég hefði ekki getað ímyndað mér að þú værir á förum. Þegar ég var lítil og kom til Íslands í fríum hlakkaði ég alltaf til að hitta þig og ömmu og afa. Mér er minn- isstætt hvað þú varst duglegur að leika við mig og Snorra. Líka þegar þú heimsóttir okkur til Svíþjóðar og við fórum saman til Íslands með flugi, bara þú og ég, og studdum hvort annað á leiðinni. Þegar við komum heim til þín, í Álfheimana, þá fengum við alltaf ís, spiluðum saman tölvuleiki og stundum varð bíla- brautin fyrir valinu. Þú fannst alltaf einhver umræðuefni og við sátum og spjölluðum saman. Ég vildi að við hefðum hist oftar, þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur krakkana. Fyrr í ár hjálpaði ég þér með myndavélina sem þú fékkst í jólagjöf. Á myndavél- inni voru takkarnir svo litlir að þú áttir erfitt með að ýta á þá og spurðir mig: „Af hverju getur þú þetta en ekki ég?“ Ég svaraði: „Garðar, þú getur alveg, ef þú safnar bara svona nöglum eins og ég.“ Þú hlóst, og sagðist þá þurfa að fara að hætta að klippa þær. Ég man líka eftir því þegar þú fórst til Akureyrar í keppn- isferð. Þú komst heim með stóran bikar, ekki fyrir fyrsta sætið, heldur fyrir að vera góður félagi. Ég var voðalega stolt af þér fyrir að hafa unnið þennan bikar og titillinn lýsir þér vel. Ég mun sakna þín, elsku frændi minn. þín Ásdís. Farinn er drengur góður. Til til- veru þar sem hann finnur ekki leng- ur til. Ég kynntist Garðari fyrir tæpum fjórum árum þegar ég gekk í Hugar- afl. Á fyrsta fundinum sýndi hann mér einstaka hlýju og athygli sem yljaði mér. Stundirnar með Garðari urðu margar þegar á leið. En í ferð Hugarafls til Húsavíkur fyrir um tveimur árum kynntist ég enn frekar hversu nærvera hans var hlý og ein- læg og hann sérstakur maður. Garðar átti sér ákaflega fagran innri mann. Hann var hlédrægur en kom þó sínum skoðunum vel til skila. Ég kveð Garðar með væntumþykju og virðingu. Tilfinning leiftur í augum lítur á mig. Ég verð hin unga kona. og ég man þegar lífið var þjáningarlaust og fagurt (Úr Geðveik ljóð.) Herdís Benediktsdóttir Elsku Garðar, nú ertu farinn frá okkur og hefur fengið hvíldina miklu, eftir mikil og erfið veikindi þar sem þú stóðst þig eins og hetja. Enda ertu hetja í augum okkar. Það var alltaf gott að koma í Hug- arafl þegar þú varst þar. Þú tókst á móti okkur með faðmlagi, sama hversu illa sem þér leið eða hversu glaður þú varst. Þú varst alltaf svo blíður og góður, rólegheitamaður, sem maður gat alltaf stólað á. Þú varst nú ekki hár í loftinu, en alltaf leit maður upp til þín. Þú, ásamt nokkrum öðrum, stofnaðir félaga- samtök sem hafa bjargað ótal mörg- um lífum, félagið Hugarafl. Þú stóðst fast við þínar skoðanir og voru flestir alltaf sammála þér, því þú hugsaðir svo rökrétt og skynsamlega um hlut- ina. Við sáum bara núna um daginn hvað þú varst stoltur af félaginu þínu þegar við vorum með mótmælin við kínverska sendiráðið, það fór ekki mikið fyrir þér, en maður sá að þú varst stoltur af því að eiga hlut í þeim gjörningi. Alltaf gat maður hlegið mikið þeg- ar þú fékkst þín æðislegu hláturs- köst, þar sem þú hlóst svo hátt og innilega. Eins mikill húmoristi sem þú varst. Svo vantaði ekki flottheitin á þig, þú varst alltaf svo snyrtilegur og vel klæddur. Nú síðast þegar við sáum þig, var mikið dregið af þér, og það fór mjög lítið fyrir þér og maður vildi að við hefðum getað kvatt þig almennilega, en maður veit aldrei hvenær kallið kemur. Það er gott að vita að þú fórst í friði og ró heima hjá þér, kvaldist ekki á einhverri stofnun, heldur heima í kringum þitt dót. Hvíldu í friði, elsku vinur, þú verður alltaf í hjarta okkar. Við vottum fjölskyldu Garðars, stofnendum og meðlimum Hugarafls, sem og öllum sem þekktu hann, okkar innilegu samúð. Alexía og Þórdís (Layla og Dísa). Það var ys og þys í bænum, enda dagur menningarnætur runninn upp. Um miðjan dag labbaði ég niður Laugaveginn og fyrir utan Kaffi Hljómalind stóð Hugaraflshópurinn og bauð vegfarendum upp á „ókeypis faðmlög“. Ég sá Garðar með opinn faðminn. Vegfarandi með stóran hund í bandi tók faðmlaginu fagn- andi og hundurinn vildi líka faðmlag sem var auðsótt mál. Það byrjaði að rigna, ég leitaði mér skjóls og Garð- ar kom til mín. Tveir ungir menn komu aðvífandi, annar þeirra stans- aði fyrir framan Garðar og sagði með einlægni, „Heyrðu, ég vil faðma þig“. Garðar var ötull baráttumaður fyrir velferð geðsjúkra, þoldi illa óréttlæti og valdbeitingu. Hann var einn af stofnendum Hugarafls, hins jákvæða krafts sem lýst hefur upp umræðuna og hefur haft ótvíræð áhrif og breytt viðhorfi almennings. Hann var frumkvöðull verkefnis- ins NsN, sem byggist á því að fólk með reynslu af geðsjúkdómum kannar gæði þjónustu þ.e. spyr not- endur hvað sé gott við þjónustuna og hvað megi betur fara. Garðar minn, mér finnst ég ríkari maður eftir að hafa kynnst þér. Nú ert þú kominn í þann heim þar sem faðmlög þykja sjálfsögð. Ég votta nánustu ættingjum samúð mína og einnig Hugaraflshópnum. Eiríkur Guðmundsson. Í dag kveðjum við Hugaraflsfólk einn af stofnendum hópsins okkar, Garðar Jónasson. Fyrir fimm árum hittust nokkrir einstaklingar í Grasagarðinum með brennandi áhuga á geðheilbrigðismálum og stofnuðu Hugarafl. Þetta voru bæði notendur og fagfólk. Fljótlega kom Garðar með nafnið á samtökunum og það var Hugarafl. Þetta fræ sem sáð var þarna er nú orðið að stórum fallegum garði. Eitt af stærstu verkefnum Hugar- afls er notendakönnunin NSN, not- andi spyr notanda, og var Garðar upphafsmaður verkefnisins. Honum var alla tíð efst í huga hagsmunamál og réttur fólks með geðraskanir. Tók Garðar að sér ýmis verkefni fyrir næstu árin. En hans sterkasta hlið var sú hlýja og umhyggja sem hann sýndi nýliðum og í raun og veru öll- um. Stærð Hugarafls hefur marg- faldast á þessum fimm árum og verkefnin eru mýmörg. Út frá Hug- arafli spratt afleggjarinn Hlutverka- setur, þar sem unnið er að NSN, fræðslumálum í skólum o. fl. Það er með sárum söknuði sem við kveðjum Garðar. Hann byggði Hug- arafl upp og nú verðum við að taka við og halda hans góða starfi áfram. Berjast í geðheilbrigðismálum í hans anda. Við vottum móður hans og öðrum aðstandendum samúð okkar. Guð blessi Garðar vin okkar. Hugarafl. Garðar Jónasson var hversdags- hetja sem sannaði með lífi sínu að þrátt fyrir þunga bagga sem hann bar frá fæðingu hafði hann kjark og baráttuþrek til að samlaga sig að hefðbundnum aðstæðum í þjóðfélag- inu og vildi umfram allt aðstoða aðra í sömu sporum og hann var í sjálfur til að gera hið sama. Þannig kom Garðar að stofnun Hugarafls, samtaka notenda sem hafa átt við geðræna erfiðleika að stríða. Markmið samtakanna er m.a. að auka virkni og þátttöku í atvinnu- lífinu. Þetta eru stórmerk samtök sem hafa komið miklu til leiðar á skömmum tíma. Var Garðar mjög virkur í þessum félagsskap. Garðar sýndi það í verki að ein- staklingum við sömu aðstæður og hann sjálfur var í eru allir vegir færir í atvinnuþátttöku. Þannig starfaði Garðar til margra ára hjá Sölu varn- arliðseigna sem aðstoðarmaður við sölu bifreiða og tækja sem boðin voru út. Leysti hann þessi störf vel af hendi og eignaðist marga vini og kunningja í gegnum þetta starf. Var hann enginn eftirbátur hvað varðar stundvísi og viðveru á vinnustað. Íslendingar ættu að gefa samtök- unum Hugarafli og þeirri starfsemi sem þar fer fram meiri gaum. Sann- leikurinn er sá að það kemur öllum vel að starfskraftar meðlima þeirra séu nýttir sem best. Við sem þekktum Garðar kveðjum hann með söknuði. Hann heldur bar- áttunni örugglega áfram á nýjum slóðum. Alfreð Þorsteinsson. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir að fá að kynnast Garðari, hann var sannur vinur. Ég dáðist að hugrekki hans og elju. Við vorum nýlega búin að ræða saman um ánægju hans af að sjá Hugarafl verða eins og það er í dag. Við vorum sammála um að við ættum þar sanna vini og hvað það væri gott að finna stuðninginn sem við fáum frá hvert öðru. Þetta rædd- um við þegar við fórum að skoða kettlinga og hann langaði svo í einn. Það skildi ég vel og við ræddum hvað hlýja og nánd við dýr gerði manni gott. Ég spurði Garðar hvað hann sæi Hugarafl verða stórt. Hann hugsaði sig smá stund um og bros- andi, með fallegu augun sín ljómandi, svaraði hann „bara stórt“. Ég á mikið eftir að sakna Garðars; flottu skyrturnar hans – sérstaklega vindlaskyrtan – á fundum, á helgar- hitting. Húmorsins hans, hláturs, tjáningu augna hans og þegar Garð- ar var símamær. Við munum halda áfram því góða starfi sem Garðar byrjaði á sem einn stofnenda Hugar- afls. Ég votta móður hans og öðrum ástvinum mínar dýpstu samúð. Elsku Ragnhildur, missir þinn er mikill en mundu að við í Hugarafli stöndum saman í anda Garðars. Takk fyrir allt, elsku Garðar Hug- araflsengill. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín vinkona, Lena. Garðar Jónasson ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, VALDIMAR REYNIR BJÖRNSSON frá Framnesi, lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 4. september. Útför hans verður gerð frá Flugumýrarkirkju laugar- daginn 13. september kl. 14.00. Systkini hins látna og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN JÓNA JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 5. september. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 15. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höfða. Börn hinnar látnu. ✝ Systir mín, JÓRUNN DYRSET MURPHY, lést á heimili sínu Orlando Florida. Fyrir hönd eiginmanns Bill Murphy, Gunnar Dyrset. ✝ Elskulegi maðurinn minn, BENEDIKT REYNIR VALGEIRSSON, Sigtúni 45, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hulda Karlsdóttir. ✝ Móðir okkar, LJÓTUNN JÓNSDÓTTIR, áður Holtsgötu 37, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 12. september kl. 13.00. Pálmi Jónsson, Reynir Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.