Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 09.09.2008, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HANNES Hlífar Stefánsson þurfti að hafa heldur minna fyrir hlutunum á Skákþingi Íslands sem lauk á laugardaginn en á síðasta skákþingi þegar hann tapaði fyrir þeim Stefáni Kristjánssyni og Snorra G. Bergssyni. Frammistaða yngri skákmanna, þeirra Stefáns Kristjánssonar, bræðranna Braga og Björns og Jón Viktors Gunnars- sonar, veldur nokkrum vonbrigðum. Það vantaði alla ákefð í taflmennsku þeirra og í raun er árangur Magn- úsar Arnar Úlfarssonar mun betri þegar horft er til þess að hann hefur lítið teflt undanfarið og byrjaði auk þess illa. Sennilega verður að telja frammistöðu Henriks og Þrastar á svipuðum nótum og vænta mátti. Hannes Hlífar varð efstur ásamt kínverskum stórmeisturum á síðasta Reykjavíkurmóti og vinnur nú Ís- landsmótið í tíunda sinn, oftar en nokkur annar. Eftir þennan sigur stendur Hannes á ákveðnum kross- götum, hann hefur alla burði til að ná mun lengra og getur unnið hvaða skákmann sem er. Vonandi mun sig- ur hans nú hressa upp á sjálfstraust- ið. Um úrslit mótsins – sjá meðfylgj- andi töflu. Topalov leiðir í Bilabo – Magnús Carlsen efstur á stigalistanum Búlgarinn Venselin Topalov er efstur eftir fyrri umferðina á stór- mótinu í Bilbao á Spáni. Sex stór- meistarar tefla tvöfalda umferð eftir nýju stigafyrirkomulagi sem tekið er eftir knattspyrnunni, þrjú stig eru gefin fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli. Það hefði ekki breytt neinu þó gamla kerfið væri ráðandi, Topalov væri einnig efstur en staðan á mótinu er þessi: 1. Venselin Topalov (Búlgaríu) 9 stig – 3 ½ v. (af 5) 2. Magnus Carlsen (Noregi) 8 stig – 3 v. 3. Lev Aronjan (Armeníu) 6 stig – 2 ½ v. 4.–6. Wisvanathan Anand (Indlandi), Vasilí Ivantsjúk (Úkraínu) og Teimour Radjabov (Aserbadsjan) 4 stig – 2 v. Mikill áhugi virðist vera á stiga- lista FIDE um þessar mundir en þar hefur heimsmeistarinn Anand setið sem fastast um nokkurt skeið. En það er mjótt á munum og eftir hverja umferð í Bilbao eru menn að reikna elo-stigin út sem FIDE birtir opin- berlega ársfjórðungslega. Yfir helgina hefur norska undrið, Magn- ús Carlsen notið þess ótvíræða heið- urs að vera stigahæsti skákmaður heims samkvæmt nýjustu útreikn- ingum og er staðan þessi: 1. Magnús Carlsen 2791,3 2. Wisvanathan Anand 2790,9 3. Alexander Morosevits 2787 4. Venselin Topalov 2786,2 5. Vasilí Ivantsjúk 2781,8 En þessi staða getur breyst á næstu dögum. MH í 2. sæti á Norðurlandamóti framhaldsskóla Skáksveit Menntaskólans við Hamrahlíð varð í 2.sæti á Norður- landamóti framhaldsskóla sem fram fór í húsakynnum Taflfélags Reykja- víkur um helgina. Fimm sveitir frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi tóku þátt í mótinu en að þessu sinni vantaði sveit frá Finnlandi. Auk MH hafði MR einnig þátttöku- rétt en sveitin var þó að mestu án Guðmundar Kjartanssonar sem var að ljúka taflmennsku á Skákþingi Ís- lands. Norðmenn voru hlutskarpast- ir að þessu sinni en menntaskólinn NTG, sem er starfræktur í grennd við Osló og er fyrir afburða íþrótta- og keppnismenn í ýmsum greinum, var öruggur sigurvegari. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. NTG (Noregur) 12 v. (af 16) 2. MH 10 ½ v. 3. Menntaskólinn Metapontum (Svíþ.) 9 v. 4. MR 7 v. 5. Menntaskólinn Sankt Annæ (Danm.) 1 v. Í sveit MH voru Atli Freyr Krisj- ánsson, Daði Ómarsson, Matthías Pétursson og Tinna Kristín Finn- bogadóttir. Í sveit MR voru Guðmundur Kjartansson sem tefldi eina skák, Ingvar Ásbjörnsson, Bjarni Jens Kristinsson, Aron Ingi Óskarsson og Paul Frigge. Þeir Atli Freyr Kristjánsson og Daði Ómarsson stóðu sig báðir vel fyrir sveit MH og voru með 75% vinningshlutfall eða meira. Í eftirfar- andi skák sem tefld var í úrslitavið- ureign Menntaskólans við Hamra- hlíð byggir svartur upp ágæta stöðu og hefði Atli sennilega betur skotið inn í 17. exf6 í 17. leik. Eftyir 25. .. Rxd4! Er útlitið ekki gott hjá Atla og þegar Norðmaðurinn getur tryggt yfirburði sína með 26. … De4 eða 26. … Rf5 kemur hann auga á „fléttu“. Drottning Atla er leppuð en þá kem- ur riddarinn til skjalanna, 29. … hxg6 strandar á 30. Hxg6+ Kh7 31. Hh6+! Kg8 32. Hg1+ og vinnur. NM framhaldssskóla; 3. umferð: Atli Freyr Kristjánsson ( MH ) – Joachim Tomassen (NTG ) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. d3 g6 5. g3 Bg7 6. Bg2 O–O 7. O–O Rc6 8. De2 Hb8 9. d4 cxd4 10. cxd4 Bg4 11. Hd1 d5 12. e5 Re4 13. h3 Bf5 14. g4 Be6 15. Rbd2 f6 16. Rxe4 dxe4 17. Dxe4 f5 18. gxf5 Bd5 19. Dg4 Hxf5 20. Be3 e6 21. Kh2 Dd7 22. Rh4 Hf7 23. Hg1 Hbf8 24. Bxd5 Dxd5 25. Hg2 Rxd4 26. f4 Hxf4 27. Bxf4 Hxf4 28. Dxf4 Bxe5 29. Rxg6 Rf3+ 30. Kh1 hxg6 31. Hxg6+ Bg7 32. Hg2 Rd4 33. Hd1 e5 34. Dg4 Df7 35. Hdg1 Re6 36. Dc4 Kf8 37. Dc8+ – og svartur gafst upp. Hannes Hlífar var langbestur Teflt undir glerhjálmi Magnús Carlsen og Wisvanthan Anand við upphaf fimmtu umferðar. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is SKÁK TR, Faxafeni Skákþing Íslands 2008 26. ágúst – 6. september 2008 Elsku amma mín, ég trúi varla að þessi tími sé kominn að þú sért virkilega horfin úr þessum heimi. Eftir að mamma dó hef ég reynt að vera meðvituð um að ég fái aðeins takmarkaðan tíma með ástvinum mínum og því reynt að njóta hverrar stundar sem ég hef fengið í þeirri von að það yrði engin eftirsjá þegar kæmi að kveðjustund. Þótt mér finnist alltof snemmt og sárt að kveðja þig þá er ég rosalega þakklát fyrir hvað við átt- um mikið og gott samband okkar á milli og hvað við áttum margar góðar stundir saman. Þú varst svo einstök kona og al- veg sérstaklega merkilegt hvernig þú fórst í gegnum þessi veikindi, þvílíka hörkutólið. Gafst svo svona svakalega í Ingibjörg Norðkvist ✝ Ingibjörg Norð-kvist fæddist á Sigufirði 10. apríl 1936. Hún lést á heimili dóttur sinn- ar 22. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram 30. ágúst, í kyrrþey. þarna í lokin og það var eins og þú hefðir bara lokað á veikind- in í einn dag sem reyndist svo vera þinn síðasti með okk- ur, varst svo hress og algjörlega þú sjálf. Ég er alveg óendan- lega þakklát fyrir tímann sem ég átti með þér þennan dag, ég gat loksins opnað munninn án þess að bresta í grát og sagt þér hversu rosalega vænt mér þykir um þig og við átt- um svo einlægt og gott spjall sem ég mun aldrei gleyma og hvað þá að þú skyldir taka upp á því að syngja á þessari stundu svo fal- legar línur um eilífðar smáblómið með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr. Varst nú reyndar ekki alveg sátt við að ná ekki upp í hæstu nót- urnar, sem mér fannst nú eiginlega bara fyndið að þú hafir ætlað þér, svona veik kona, en það verður nú seint tekið af þér að þú varst mjög þrjósk og ég hef svo sannarlega erft það, körlunum mínum til mik- illar gleði. Elsku amma, þú varst svo ynd- islega mikill og skemmtilegur kar- akter sem ég mun aldrei gleyma. Og verð ég dugleg að segja litla bumbubúanum sem fer nú að mæta á svæðið frá elsku lang- ömmu hans sem hlakkaði manna mest til að fá hann í heiminn og var meira að segja byrjuð að kaupa fyrir hann gjafir þegar hann var bara pínu ponsu baun. Meðal annars gleym-mér-ei-sængurfötin sem ég er búin að strauja svo hann verði örugglega umvafinn ást þinni þegar hann kemur heim í vögguna sína. Ég trúi því og treysti að þið mamma verðið með okkur í anda og gefið okkur styrk til að halda ótrauð áfram. Saknaðarkveðjur, dótturdóttir þín og nafna Ingibjörg Theódóra Sigurðardóttir. Kær bekkjarsystir og vinkona er horfin af sjónarsviðinu, en ekki úr huga okkar, sem áttum með henni samleið, fyrst og fremst á ung- lings- og mótunarárum okkar. Inga var ákaflega gjörvileg ung stúlka, bæði í útliti og framkomu. Henni var létt um nám og er minn- isstætt, þegar kennari einn vand- aði um við hana, því að hún væri mesti námsmaðurinn í sínum bekk. Inga var glaðlynd, en jafnframt djúphugsi. Hún velti málum vel fyrir sér og átti oft í háalvarlegum umræðum um tilveruna. Að loknu stúdentsprófi 1956 hóf hún nám í Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan haustið 1959. Starfaði hún síðan á sjúkrahúsum í Reykjavík uns hún flutti til Ísa- fjarðar 1963 til verðandi eigin- manns síns, sem var Theódór Norðkvist. Bjó hún þar æ síðan og vildi hvergi frekar búa. Inga starfaði við sjúkrahúsið á Ísafirði í rúmlega þrjátíu ár, allt til starfsloka, og eignaðist þar góða vini. Theódór og Inga eignuðust fjög- ur börn. Var hún þeim góð móðir og stolt af þeim fjársjóði sínum, enda sóttu þau og barnabörnin, sem öll búa á Reykjavíkursvæðinu, mikið vestur til hennar. Inga fór ekki varhluta af sorg- inni. Theódór, eiginmann sinn, missti hún af slysförum skömmu fyrir jól 1994 og elsta barn þeirra, Margrét, lést frá eiginmanni og fjórum börnum 1999. Óbuguð hélt hún áfram starfi sínu enn um sinn og bjó ein í húsi sínu uns alvarleg veikindi bundu enda á lífsgöngu hennar. Við bekkjarfélagar Ingu söknum góðrar vinkonu og biðjum henni guðsblessunar. Börn hennar og fólkið hennar fá hlýjar samúðar- kveðjur, fyrir hönd samstúdenta MA 1956, Þóra Björk Kristinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.