Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 36
Ef til vill er ekki við miklu að búast af hin- um venjulega borgara ef Bush er hinn þjóðkjörni leið- togi … 38 » reykjavíkreykjavík EINNAR mínútu löng stuttmynd Barkar Sigþórssonar, Support, sem hlaut Silfurrefinn á síðustu Reykja- vík Shorts & Docs-hátíð sem besta stuttmyndin, hefur verið valin í flokk 25 mínútulangra stuttmynda sem keppa um Filminute-verðlaunin í ár. Verðlaun eru veitt í tveimur flokk- um, annars vegar valin sú mynd sem dómnefnd þykir best og hins vegar sú sem flest atkvæði hlýtur í vef- kosningu. Það eru engir aukvisar í dómnefnd Filminute, m.a. Paul Haggis, leikstjóri Óskarsverðlauna- myndarinnar Crash og David Kenn- edy, annar stofnenda auglýs- ingastofunnar Wieden & Kennedy. Support er fyrsta stuttmynd Barkar og árangurinn því frábær. Börkur hefur á seinustu árum leikstýrt tón- listarmyndböndum, auglýsingum og ljósmyndað fyrir auglýsingar, m.a. fatamerkið Nikita. Einnar mínútu rammi til að segja sögu er ansi knappur, að sögn Bark- ar. Auglýsingagerðin hafi vissulega veitt honum góða þjálfun í því að segja mikið á stuttum tíma. „Það er aldrei að vita,“ svarar Börkur spurn- ingu um hvort hann ætli að færa sig frekar yfir í stuttmyndagerð. Hann langi að gera kvikmyndir á endanum og stuttmyndir séu ágætis æfing fram að því. „Maður sér bara til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ bætir Börkur við. Hægt er að horfa á mynd Barkar á síðu Filminute. helgisnaer@mbl.is Þröngur tímarammi Á sjúkrahúsi Stilla úr Support. Þröstur Leó Gunnarsson leikur í myndinni.  Frumraun Barkar Sigþórssonar í stuttmyndagerð keppir um Filminute-verðlaunin  Myndin er aðeins ein mínúta Vefsíða Barkar: borkurs.com Vefsíða Filminute: Filminute.com  Eins og fram kom í laugar- dagsblaði Morg- unblaðsins er nú unnið hörðum höndum að því að reisa um 7.400 fermetra viðbyggingu við Egilshöll. Stefnt er að því að opna fjóra bíósali í viðbygging- unni sem Sambíóin munu reka og var haft eftir Haraldi L. Haralds- syni, framkvæmdastjóra Egils- hallar, að opnunarmynd nýja kvikmyndahússins yrði engin önnur en næsta Bond-mynd, Quantum of Solace. Þetta mun hins vegar ekki vera alveg á hreinu ef marka má viðbrögð Senu við fréttinni en Sena er um- boðs- og dreifingaraðili allra James Bond-mynda hér á landi. Samkvæmt þeim hefur ekkert samkomulag náðst við Sambíóin um sýningu myndarinnar og seg- ir Sena að allar hugmyndir um að opna húsið formlega með Bond-mynd séu úr lausu lofti gripnar. Gæti svo farið að Sam- bíóin yrðu að finna aðra stór- mynd til að marka tímamótin. Já, það er aldeilis harkan í bíó- húsa-bransanum. Opnunarmynd Egils- hallarinnar í uppnámi?  Ofurblogg- arinn Jens Guð var á meðal þeirra sem sóttu fimmtugsafmæli Sverris Storm- skers á sunnu- daginn. Að hans sögn mætti fjöldi fólks til afmæl- isins sem haldið var á skemmti- staðnum Steik & leik við Grens- ásveg. Má þar nefna Jón Baldvin Hannibalsson og eiginkonu hans Bryndísi Schram, Markús Þór- hallsson og Halldór Einarsson, kollega Sverris af Útvarpi Sögu, og fleiri og fleiri. Sverrir Storm- sker var að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar og lék á píanóið. Að sögn Jens svignuðu borð undan kræsingum af ýmsu tagi og allir virtust skemmta sér konunglega. Mælir hann svo sérstaklega með staðnum sem hann mærir fyrir góða reykaðstöðu. Fimmtugur Stormsker Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG fór þangað í vor, þegar Abramovich var ennþá ríkisstjóri. Þá fór ég með Ara Trausta og Ragga Th. ljósmyndara. Ég tók töluvert af mynd- um en þegar ég kom heim fann ég að mig langaði að gera meira, þannig að ég settist niður og fór að skrifa meira handrit, og fór að ein- blína meira á Abramovítsj sjálfan,“ segir kvikmynda- gerðarmaðurinn Valdimar Leifsson sem vinnur nú að heimildarmynd um sjálfstjórn- arhéraðið Chukotka í Síberíu. „Við ætluðum bara að gera stutta ferðamynd, en svo fannst mér þetta svo skemmti- legt að ég ætla að kafa dýpra í þetta. Þannig að ég er að fara þangað aftur fljót- lega því mig langar að segja söguna í gegnum fólk sem ég kynntist þarna.“ Chukotka er gríðarlega afskekkt, þar búa 50.000 manns á svæði sem er sjö sinnum stærra en Ísland. „Þetta er níu tíma flug frá Moskvu, og þetta er eins norðaustarlega og maður kemst. Þetta er eiginlega beint á móti Alaska,“ útskýrir Valdimar. Allt í blóma Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovítsj var landstjóri á svæðinu frá árinu 2000 og þangað til í júlí síðastliðnum. Að sögn Valdimars hefur hann gert kraftaverk á svæðinu. „Hann er hálfgerður guð þarna uppfrá, hann er búinn að byggja skóla og sjúkrahús og fleira, og borgar það úr eigin vasa. Sumir halda að hann sé bara búinn að stela þessum olíupeningum en ég held að hann sé að gera mjög góða hluti. Það er lítið búið að einblína á þetta og fólk á þessu svæði er mjög ánægt með hann. Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur var allt að fjara til fjandans þarna, bara hungursneyð og leiðindi. Svo kom hann í heimsókn, og blöskraði ástandið. Þannig að hann fór að setja peninga í svæðið en þeir hurfu bara, það voru einhverjir skúrkar sem stjórnuðu öllu. Þá var honum ráðlagt að bjóða sig fram til landstjóra, sem hann og gerði, og vann kosningarnar. Þá fór hann að end- urskipuleggja innri strúktúrinn, byggja skóla og svona, allt á sinn kostnað. Þannig að það blómstr- ar allt þarna núna.“ Aðspurður segir Valdimar að Abramovítsj viti að myndin sé í bígerð. „Hans aðstoðarmaður á svæðinu er minn tengiliður. Ég hef hins vegar aldrei hitt Roman, og hann veitir aldrei viðtöl. Honum er víst mjög illa við það, og ég á ekki von á því að hann geri það í þessu tilfelli.“ En vill Abramovítsj ekki koma að mynd sem dregur upp góða mynd af honum? „Hann veit í rauninni ekki um hvað hún fjallar, hann hefur ekki séð handritið. Þannig að ég veit ekkert hvort hann verður ánægður eða ekki. Ég fæ líka alveg frjálsar hendur,“ svarar Valdimar, sem hefur þó fengið þyrlu Abramovítsj að láni, enda erfitt að komast um hið strjálbýla svæði með öðrum hætti. Að sögn Valdimars mun myndin kosta á bilinu 8 til 10 milljónir króna, en hann fær styrk úr Kvik- myndasjóði, auk þess sem Sjónvarpið hefur keypt sýningarrétt. Hann segist þó gera ráð fyrir að myndin verði sýnd víðar. Stefnt er að því að ljúka við myndina fljótlega upp úr áramótum. Landið hans Romans Valdimar Leifsson gerir heimildarmynd um Roman Abramovítsj og landsvæðið Chukotka í Síberíu þar sem milljarðamæringurinn hefur unnið kraftaverk Reuters Ríkur Hér á landi er Abramovítsj hvað þekktastur sem eigandi hins frábæra knattspyrnuliðs Chelsea. Valdimar Leifsson        ;.1%& =: F  "           !  " # $ % &'    $%!&'! ()" -)   (  !   )& & 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.