Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FIÐRILDI af tegundinni red admiral eða rauður aðmíráll sást í Seyðisfirði hinn 15. september sl. Þar var það í góðu yfirlæti og gæddi sér á vallhumli. Erling Ólafsson náttúrufræðingur segir að ekki sé einsdæmi að slík fiðrildi komi hingað til lands svo seint og jafnvel allt fram í október, oftast koma þau þó um hásumarið. Fiðrildin berast hingað frá meginlandi Evrópu með suðaustan vindum. Með útbreidda vængi getur rauður aðmíráll verið allt að sex sentímetrar. Flækingur í september Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is VEIKING krónunnar hefur ekki far- ið fram hjá erlendu ferðamönnunum frekar en okkur Íslendingunum. Meðan margir kvarta yfir því hversu dýrt er að fara til útlanda, gista þar á hóteli, borða úti og versla, gleðjast ferðamennirnir yfir því hve hagstætt er að dvelja hér – a.m.k. hagstæðara en áður. Ekki aðeins sýna tölur frá Global Refund á Íslandi að erlendir ferða- menn hafi eytt mun meiri peningum í ágúst samanborið við sama mánuð í fyrra heldur fengust þau svör hjá Ice- landair og Iceland Express að bók- anir í ferðir hingað frá útlöndum hefðu aukist samfara aukinni veik- ingu krónunnar. Meira selt en gert var ráð fyrir Bæði Icelandair og Iceland Ex- press hafa dregið úr framboði flug- ferða í vetur. Að sögn Guðjóns Arn- grímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er eftirspurnin nokkru meiri en gert var ráð fyrir þó hún sé minni en í fyrra. „Íslendingar eru um það bil þriðjungur af okkar farþegum og hér heima sjáum við litla breytingu í ferðum einstaklinga,“ segir hann. Sala utan Íslands hafi aukist en „við reynum svo auðvitað að stýra þessu sjálf í takt við sveiflurnar í genginu, þ.e. að selja sem mest af sætum núna t.d. á evru- og dollarasvæðum.“ Lára Ómarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, segir að framboð félagsins á ferðum hafi dreg- ist saman um 10%. „Við erum samt að selja fleiri miða,“ segir hún. „Ætli það sé ekki eins með Iceland Express og lágverðsverslanirnar, það hefur ekki verið mikill samdráttur heldur aðeins aukning.“ Versla fyrir háar fjárhæðir „Það sem hefur gerst nú í fyrsta skipti í langan tíma er að íslenska krónan er veik gagnvart öllum gjald- miðlun. Niðurstaðan er sú að ferða- menn að eyða miklu meira en þeir hafa áður gert,“ segir Helgi Hrann- arr Jónsson, framkvæmdastjóri Glo- bal Refund á Íslandi, sem sér um að endurgreiða virðisaukaskatt til er- lendra ferðamanna. Verslunarfólk hefur ekki farið var- hluta af þessari þróun. „Mörgum finnst ekkert mál að borga 100 þús. kr. og sumir hafa verslað hjá okkur fyrir 200 þúsund,“ segir Anne Katr- ine Hame, verslunarstjóri ELM. Að sögn Helga hefur þróunin und- anfarið greinilega verið sú að hver ferðamaður kaupi fyrir hærri upp- hæð í hvert skipti en áður. „Fyrstu þrjá mánuði ársins samsvaraði aukn- ingin gengi krónunnar en eftir að krónan gaf svona rosalega eftir hefur þetta aukist mikið.“ Krónan glæðir áhuga Fjöldi Íslendinga heldur að sér höndum í neyslu vegna víðtækra áhrifa veikingar krónunnar en aftur á móti hefur sjaldan verið hagstæðara fyrir erlenda ferðamenn að dveljast hér á landi og versla Morgunblaðið/Golli Sparar Sif Jónsdóttir segist hafa breytt neysluvenjum sínum, bæði með því að draga úr akstri og hugsa betur um hvað hún kaupir inn. „Ég er farin að hugsa meira um hvað ég eyði krónunum í,“ segir hún og bætir við að henni finnist allir í kringum sig gera slíkt hið sama.                                              ! " # " $%  & ' # (' # ) # * )# + ' ),,  ! "  - . , , , , , , , , , , , , /     /     /    ! "  - . , , , , , , , , , , , ,          /// /    /// //      Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ ER ákveðin vísbending um að við þurfum að auka eftirlit ef við fáum tilkynningar frá fólki, en því er ekki fyrir að fara í Laugardalnum,“ segir Árni Þór Sigmunds- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir móður níu ára stúlku að Laugardalurinn væri ekki öruggur og mörgum foreldrum ofbjóði vegna áreitis og jafnvel ofbeldis gagnvart börnum og fullorðnum. Árni kannast ekki við tilkynningar um slíkt né Ásmundur Vil- helmsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Þrótt- ar. Þróttur er með knattspyrnuaðstöðu í Laugardalnum og sækja þangað fjölmargir ungir iðkendur á hverjum degi og fram á kvöld. Ásmundur segist ekki hafa heyrt kvartanir vegna óöryggis í Laugardalnum og ummæli konunnar koma honum eiginlega í opna skjöldu. Hann segir þó að í Laugardal, líkt og á öðrum stórum opnum svæðum megi alltaf gera betur, s.s. hvað varðar lýsingu og annað í þeim dúr. Hann lítur hins vegar ekki svo á að keyra þurfi börn á æfingar. Ekki heyrt af eða séð afbrot Eldri maður hringdi jafnframt í Morgunblaðið vegna fréttarinnar í gær. Hann segist hafa gengið um Laug- ardalinn á hverjum degi í mörg ár, klukkutíma í senn og hvort sem er að morgni eða kvöldi. Maðurinn segir oft mikla umferð um dalinn en aldrei hafi hann heyrt af né séð þar afbrot framin. Og ekki hafi hann séð fíkniefnasala halda þar til, líkt og móðirin lét í veðri vaka. Árni Þór segist muna eftir tveimur minni háttar lík- amsárásum í Laugardalnum, en þar af hafi önnur verið vegna rifrildis á knattspyrnuæfingu. Hvað varðar spraut- unálar sem móðirin segir hafa fundist segir Árni Þór: „Við höfum verið að reka okkur á að sprautur hafa fund- ist á ólíklegustu stöðum. Ég vil benda foreldrum á að brýna fyrir börnum sínum að láta svona hluti eiga sig, en láta vita af þeim.“ Kannast ekki við áreiti og ofbeldi í Laugardal Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni segir fjölda tilkynninga gefa vísbendingu um þörf á frekara eftirliti „ÉG versla miklu frekar í lágverðs- verslununum nú en áður,“ segir Sig- urður Höskuldsson. Hann segist vera farinn að hugsa öðruvísi en áður, nú velti hann frekar fyrir sér hvað hann kaupir í matinn. „Ég reyni að hugsa meira um matinn. Maður var ekki að spá mikið í hann áður, var með stórar steikur og svoleiðis mat en nú er maður farinn að draga aðeins saman og passa í hvað maður eyðir pen- ingnum.“ Sigurður segist einnig vera farinn að aka bílnum sínum minna en áður. „Í staðinn fyrir að fara á bílnum mín- um get ég tekið rútu í vinnuna og ég er farinn að gera það meira,“ segir Sigurður en hann vinnur í álverinu í Straumsvík. Þar er starfsfólki boðið upp á rútuferðir á vinnustaðinn og er Sigurður farinn að nýta sér þann val- kost í mun meira mæli en áður. „Það er rosalega freistandi að fara á bíl en þetta safnast þegar saman kemur.“ Farinn að hugsa öðruvísi Sparsamur Sigurður segist hugsa meira um hvað hann kaupir inn. Bæði Kennarasamband Íslands (KÍ) og Bandalag háskólamanna (BHM) hafa á sínum snærum íbúð- ir í Kaupmannahöfn sem fé- lagsmenn þeirra geta leigt. Þrátt fyrir að danska krónan hafi á rúmu ári styrkst um 50% hefur hvorugt félagið orðið vart við minnkandi eftirspurn eftir íbúðunum. Hjá KÍ fengust þær upplýsingar að íbúðin, sem félagið er með í ársleigu, sé bókuð til áramóta en hún er leigð fjóra mánuði fram í tímann. Oft sé fólk að fara á nám- skeið eða aðra vinnutengda við- burði sem ekki sé hægt að sleppa. BHM leigir út þrjár íbúðir í Kaupmannahöfn. Félagið hefur undanfarin ár einungis verið með eina í útleigu og er því erfitt að meta breytinguna í eftirspurninni. Allar íbúðirnar eru fullbókaðar í október og hefur afar lítið verið um afpantanir. Engin breyting í útleigu íbúða KÍ og BHM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.