Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 19
MENNING
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„ÞAÐ er alltaf gaman að fá viðurkenningu og
sérstaklega frá móðurlandinu,“ sagði listakon-
an Steina, Steinunn Briem Bjarnadóttir Vas-
ulka, við Morgunblaðið eftir að hún fékk heið-
ursorðu Sjónlistar við hátíðlega athöfn í
Flugsafni Íslands á Akureyri í gærkvöldi.
Steina hefur lengi verið búsett erlendis og
vissi ekki hvað Sjónlist var áður en henni var
tilkynnt að hún ætti að fá heiðursorðuna. „Ég
hafði aldrei heyrt um þetta, en ég er í góðum
félagsskap með Högnu og Magnúsi,“ sagði
Steina. Högna Sigurðardóttir arkitekt hlaut
heiðursorðuna í fyrra og Magnús Pálsson
myndlistarmaður 2006, þegar Sjónlistahátíðin
var fyrst haldin. „Mér, svona gamalli mann-
eskju, finnst ég allt í einu orðin bráðung – af
því að þau eru bæði eldri!“ sagði Steina.
Það vakti athygli blaðamanns að Steina var
með litla myndbandsupptökuvél og stillti
henni þannig upp á borði að hún á nú upptöku
af því þegar hún tók á móti heiðursorðunni.
„Ég er að vinna að ævisögunni og tek myndir
af öllu. Ef eitthvað er ekki myndað kemst það
ekki að í ævisögunni.“ Hún kveðst hafa safnað
slíkum upptökum allar götur frá því hún
kynntist miðlinum.
Svo skemmtilega vill til að á morgun, sunnu-
dag, fer fram Sjónþing um Steinu í menningar-
miðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík og þá
verður jafnframt opnuð yfirlitssýning frá tæp-
lega 40 ára ferli hennar sem videolistamanns.
Í mörg ár vissi hún ekki einu sinni að Breið-
holt væri til. „Svo heyrði ég talað um það sem
eitthvert subbuhverfi, en var voðalega hissa
þegar ég kom í Breiðholtið og sá hve vel það er
skipulagt og svo er þar þetta dæmalausa
Gerðuberg, sem ætti að vera í hverju hverfi í
Reykjavík,“ sagði hún í samtali fyrr í gær.
Steina fæddist í Reykjavík árið 1940 og lagði
stund á tónlist frá unga aldri. Nítján ára fékk
hún styrk til framhaldsnáms í fiðluleik við
Tónlistarháskólann í Prag í Tékkóslóvakíu.
Þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum
Woody Vasulka, vélaverkfræðingi sem lagði
stund á kvikmyndagerð og giftu þau sig árið
1964. Steina starfaði um skeið sem fiðluleikari
í Sinfóníuhljómsveit Íslands en flutti síðan til
New York með manni sínum.
Þegar Steina er spurð hvernig það hafi at-
vikast að hún gerðist videolistamaður – ein af
þeim fyrstu í veröldinni – segir hún það hafa
verið mikla heppni. „Ég var orðin dauðþreytt á
að spila á fiðlu. Það er ekkert gaman að spila á
fiðlu í New York; bara farið úr einni hljómsveit
í aðra og helst spiluð alls konar söngleikja-
músík og ég var dauðþreytt, en vissi ekki ná-
kvæmlega hvað ég ætlaði að gera næst.“
Woody, eiginmaður Steinu, sem var kvik-
myndagerðarmaður, var farinn að kynna sér
videoið; myndbandið, og fékk vinnuveitanda
sinn til þess að kaupa græjur. „Við lágum í
þessum tækjum og það leið ekki langur tími
þar til ég var orðinn vitlaus í þetta líka, og þá
urðum við að hætta að vinna annars staðar og
fara út í þetta! Það var seint á árinu ’69.“
Verkin sem sýnd verða í Gerðubergi eru allt
frá upphafi ferilsins til dagsins í dag.
Steina segir það hafa verið geysilega spenn-
andi á sínum tíma að kynnast videoinu. Hún
gat farið út um allt og spurt fólk hvort hún
mætti taka það upp.
Á hvað? var spurt.
Á video, svaraði Steina.
Video! Hvað þýðir það orð? var þá spurt.
„Fólk áttaði sig ekki á því að þetta var mynd
og hljóð. Maður gat farið hvert sem var með
videovélina og tekið upp. Ég náði í margt
skemmtilegt; t.d. tók ég upp tvo klukkutíma
þar sem Miles Davis spilaði. Ég kom til að taka
upp aðra grúppu og hélt áfram eftir að hann
byrjaði. Þá urðu allir dauðskelkaðir því hann
var frægur fyrir að kýla fólk. Ég sagði að hann
myndi varla kýla konu, en svo kom í ljós að
hann hafði barið allar sínar eiginkonur …“ En
Steina slapp, og á þess vegna tveggja klukku-
tíma upptöku af tónlistarmanninum fræga.
„Mjög skemmtilegt myndband,“ segir hún.
„Gaman að fá viðurkenningu“
Yfirlitssýning og Sjónþing í Gerðubergi um listakonuna Steinu sem hlaut heiðursorðu Sjónlistar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heiður „Hafði aldrei heyrt um Sjónlist en ég er í góðum félagsskap með Högnu og Magnúsi.“
Sjónþingið um Steinu í Gerðubergi á morgun
hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 16. Stjórn-
andi er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir, sýning-
arstjóri en spyrlar eru Halldór Björn Runólfs-
son, safnstjóri Listasafns Íslands og Margrét
Elísabet Ólafsdóttir, fagurfræðingur. Yfirlits-
sýningin verður opnuð á sama tíma og stend-
ur til 2. nóvember. Sýningin verður opin virka
daga frá kl. 11-17, og um helgar frá 13-16. Að-
gangur er ókeypis og hægt að fá leiðsögn eft-
ir samkomulagi. Steina hefur sýnt víða í Evr-
ópu, Ameríku og Asíu og henni hafa hlotnast
ýmsir af helstu styrkjum og viðurkenningum
sem veitt eru listamönnum í Bandaríkjunum.
Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær-
ingnum árið 1997 en þar var sýnt verk hennar
Orka. Þau hjón Steina og Woody Vasulka hafa
búið um árabil í Santa Fe í Nýja-Mexíkó.
Sjónþingið og yfirlitssýningin í Gerðubergi
„AUGNASINFÓNÍA“ er heiti yfirlitssýningar
á verkum Braga Ásgeirssonar sem opnuð var
um síðustu helgi í Vestursal Kjarvalsstaða –
Listasafni Reykjavíkur. Sýningin spannar 60
ára listferil Braga, eða allt aftur til náms-
áranna. Bragi, sem er fæddur í Reykjavík árið
1931, hóf listnám við Handíða- og myndlista-
skólann árið 1947, þá 16 ára gamall, og þaðan lá
leið hans í Listaháskólann í Kaupmannahöfn,
Ósló og að lokum til München. Hann hélt sína
fyrstu einkasýningu í Listamannaskálanum ár-
ið 1955 og ári síðar hóf hann kennslu við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands sem hann sinnti
næstu 40 árin og mótaði m.a. grafíknámið við
skólann.
Bragi starfaði sem myndlistargagnrýnandi
hjá Morgunblaðinu frá árinu 1966 til þessa árs,
þótt hann hafi látið hefðbundna gagnrýni eiga
sig síðustu árin og haldið sig við sunnudags-
pistla, Sjónspegil, en hann kvaddi lesendur
Morgunblaðsins fyrir skömmu með sínum síð-
asta spegli. Sem pistlahöfundur hefur Bragi
verið málsvari klassískra gilda og uppfrætt al-
menning um listasöguna. Þessum hluta af fram-
lagi Braga til myndlistar er gerð athyglisverð
skil í Norðursalnum, fræðslusal Kjarvalsstaða,
undir yfirskriftinni „Bragi í hólf og gólf“.
Meginatriði Augnasinfóníunnar er þó listin
sjálf og er sýningunni skipt eftir tímabilum.
Bragi hefur hvað helst verið gagnrýndur fyrir
að færast úr einu í annað eftir tíðaranda og
halda sig ekki við „hinn rauða þráð“. Slík gagn-
rýni byggist mikið til á módernísku viðhorfi og
við hljótum að sjá þetta með öðrum hætti í dag.
Hann synti vissulega á móti straumnum með að
vinna jöfnum höndum í abstrakt og fígúrasjón
þegar slíkt var bannað. En sviptingar eru þó
slíkar að í fyrstu má ætla að verkin séu eftir
fleiri en einn listamann. En margt býr í einum
manni og þegar maður gefur verkunum nánari
gaum má sjá augljósan þráð (sem er reyndar
grænn en ekki rauður) því Bragi er ætíð að
kljást við sömu klassísku gildin í hlutföllum
byggingar, formum og áferð.
Sinfónían
Á ganginum á Kjarvalsstöðum eru verk sem
listamaðurinn gerði á námsárum sínum, s.s.
fyrsta grafíkverkið, sjálfsmynd í dúkristu árið
1952. Þetta er forspil (Prelude) Augna-
sinfóníunnar þar sem kemur glöggt í ljós
hversu snjall teiknari listamaðurinn hefur verið
strax í upphafi. Má sjá sterk áhrif frá meist-
urum módernismans, Mattisse, Picasso, Klee
o.fl.
Vestursalnum er svo skipt í fernt og tengist
fyrsti hluti hans líka námsárunum. Hér er það
tiginmannleiki konunnar sem birtist í vönd-
uðum myndum, Maestoso Andante, en Bragi
hefur lengi fengist við „gyðjuna“ af blendinni
virðingu og ótta (vitna hér að hluta í Braga
sjálfan).
Annar þáttur Augnasinfóníunnar sýnir geo-
metrísk verk listamannsins en þar gætir m.a.
áhrifa frá gestalt skynheildarfræðum sem kem-
ur fram hjá listamönnum á borð við Max Bill og
Gunther Fruthrunk. Með geometríunni stígur
Bragi inn á helgari svið, t.d. með tillögu að
skreytingu í Skálholtskirkju og sinfónían fær á
sig nýjan hljóm, Candata Allegretto.
Í þriðja þætti er klastrinu (combined paint-
ing) gerð góð skil og er þessu tímabili hans
hampað sérstaklega í inngangi Hafþórs Yngva-
sonar í sýningarskránni, sem hápunkti sinfóní-
unnar, Sforzando Allegro. Hér gegnir Bragi
líka frumkvöðlastarfi í Íslenskri listasögu með
notkun á tilbúnum hlutum (found art/junk art)
s.s. brotnum dúkkum, áprentuðum myndum úr
listasögubókum og ýmsu dóti sem hefur rekið á
fjöru hans.
Fjórði þátturinn er svo tileinkaður nýrri
verkum Braga, en eftir að hafa unnið með
fundna hluti í tæpa tvo áratugi sneri hann sér
aftur að málverkinu. Litir verða skarpari og
tónar birtast í efninu sjálfu og þótt geometrían
sé enn viðloðandi hafa fletir flosnað upp í litaf-
læmi og áferðin farið að tala sínu máli. Má m.a.
finna þarna samsvörun málverka við grafíkina.
Þ.e. í lagskiptingu efnis og teikningu í efnið, líkt
og með nál í plötu fyrir ætingu. Þetta er loka-
kaflinn í Augnasinfóníunni, Espressione Alle-
gretto.
Eftirspil
Þessi kaflaskipting virkar vel. Maður getur
staðið í salnum og séð til beggja enda og þannig
drepið á ferilinn í einni svipan en svo gengið á
milli og rýnt í hvert tímabil fyrir sig. Hér kem-
ur sýningarstjórn við sögu, en því starfi hefur
Þóroddur Bjarnason, myndlistarmaður og fyrr-
um starfsbróðir Braga á Morgunblaðinu, sinnt
mjög vel.
Þóroddur er einnig höfundur bókar um lista-
manninn sem er gefin út í tilefni af sýningunni.
Þóroddur starfaði lengi sem blaðamaður og
heldur sig við það form. Textinn er í viðtals-
formi þar sem Bragi segir frá ferli sínum og inn
í hann spilar Þóroddur önnur brot úr æviskeiði
listamannsins auk tilvitnana í eldri texta sem
þjóðkunnir menn á borð við Valtý Pétursson,
Halldór Björn Runólfsson og Halldór Laxness
hafa ritað um listamanninn, að ógleymdu ljóði
Matthíasar Johannessens tileinkuðu Braga,
„Smásjá hugans – Ferðalag frá einni hugmynd
til annarrar“.
Líkt og á sýningunni er bókinni skipt í tíma-
bil. Byrjar á mótunarárunum sem byggjast
mikið til á ferðalögum og ljóst að Bragi hefur
sogað að sér áhrif ólíkra menningarstrauma.
Sagan heldur áfram gegnum grafíkina, klastrið
(sem kallað er popptímabilið) og málverkið. Í
síðasta kafla bókarinnar, Lífið og tilveran, segir
Bragi frá raunum þeim að vera heyrnarlaus og
fær mann sannarlega til að skoða list hans með
öðru hugarfari.
Þetta er skemmtileg og fræðandi lesning,
myndskreytt með myndum af verkum Braga
og sem slík fantagóð heimild sem virkar ágæt-
lega sem eftirspil (Postlude) sinfóníunnar.
Helst sakna ég þó sjónrænna líkinga við al-
þjóðlega listamenn, en eins og Þóroddur
greindi sjálfur frá í þættinum Sjálfstætt fólk á
Stöð 2 ber okkur að horfa á Braga sem alþjóð-
legan listamann.
Röng hlutföll
Það er augljóslega mikil undirbúningsvinna
við sýninguna. Vel er valið úr verkum og þótt ég
hafi séð mörg þeirra áður kom sýningin mér
samt á óvart og gaf mér enn dýpri innsýn í list
Braga enda kærkomið tækifæri til að end-
urmeta framlag hans til myndlistar og sjá verk
hans í nýju ljósi.
Ég er líka á því að þetta yfirlit sé mjög vel
tímasett því að aukinn og ferskur áhugi virðist
vera að vakna hjá ungu fólki á listamönnum
sem voru að störfum fyrir SÚM tímabilið. Kles-
sulistahreiðrið tókst til að mynda mjög vel í
Listasafni ASÍ í vetur og sýningin á verkum
Kristjáns Davíðssonar í Listasafni Íslands var
smellur í fyrra.
Eini ljóðurinn á sýningunni er hversu lítil
hún er. Og er það að mörgu leyti undarlegt og
pínu púkó, úr því að á annað borð er verið að
hafa yfirlit á ríkulegum 60 ára listferli með bók
og heilmiklu tilstandi, að miða það bara við einn
sal. Þarna eru augljóslega röng hlutföll miðað
við byggingu og form. Og hefði betur mátt gefa
Kjarval smáfrí í Austursalnum og helga Kjar-
valsstaði Braga Ásgeirssyni í þessa tvo mánuði
af eilífðinni. Þetta á jú að vera sinfónían öll.
Bragi Ásgeirsson – Sinfónían öll
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir
Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 16. nóv-
ember. Aðgangur ókeypis.
Bragi Ásgeirsson – Yfirlitssýning
bbbbm
Augnasinfónía „Hann synti vissulega á móti
straumnum með að vinna jöfnum höndum í ab-
strakt og fígúrasjón þegar slíkt var bannað.“
Jón B. K. Ransu