Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 20
20 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Ö
gmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri-grænna og formaður
BSRB, hefur mjög látið til sín
taka á hinu pólitíska sviði á und-
anförnum vikum og hvergi dregið
af sér í gagnrýni á ný sjúkratryggingalög heil-
brigðisráðherra sem hann segir skref í átt að
einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.
Af hverju er þér svo illa við orð eins og
einkavæðing og markaðshyggja, hefur ekki
gengið ágætlega að láta einkaframtakið og
markaðinn sjá um hlutina?
„Það eru ekki hugtökin sem angra mig held-
ur stefnan og hvað hún gerir því þjóðfélagi sem
við höfum byggt hér upp með góðum árangri.
Við erum eljusöm þjóð með merka sögu. Hér er
fjöldi stórra og smárra fyrirtækja sem eru í
ágætum rekstri. Við erum vel menntuð, eigum
gríðarlegar auðlindir. En við höfum verið að
fara afturábak undanfarin ár vegna þess að vír-
us frjálshyggjunnar hefur hreiðrað svo ræki-
lega um sig. Þeir sem ráða eru hættir að trúa á
heilbrigða skynsemi, hættir að trúa á skapandi
atvinnurekstur. Nú er það bara braskið sem
blívur. Guðinn heitir græðgi og þeir sem á hann
trúa eru í herkví trúarbragða og komast
hvergi. Óheft markaðshyggja hefur umbreytt
íslensku samfélagi í spilavíti. Við blasir þjóð-
félag aukinnar misskiptingar, sennilega meiri
en dæmi eru um áður í Íslandssögunni. Þegar
menn tala um það í fullri alvöru að fara með
heilbrigðisþjónustuna og orkukerfið, innviði
samfélagsins, út á þetta sama markaðstorg þar
sem mönnum hefur mistekist jafn herfilega og
dæmin sanna þá hlýtur maður að vara við því.
Ég vil að sjálfsögðu blandað hagkerfi þar sem
markaðurinn spreytir sig og samkeppni er þar
sem það á við, en samfélagsþjónustunni, inn-
viðum samfélagsins, vil ég halda hjá samfélag-
inu.“
Pólitískt skop
Hörð gagnrýni þín á heilbrigðisráðherra
hefur vakið mikla athygli. Fórstu ekki offari
þegar þú settir saman mynd af honum og Gad-
dafi á heimasíðu þinni?
„Það kom mér á óvart hversu mjög það fór
fyrir brjóstið á sumum að sjá Guðlaug Þór
skeytt saman við Sarkozy Frakklandsforseta á
góðri stundu suður í Líbýu. Þarna var að sjálf-
sögðu um að ræða pólitískt skop. Menn sem ég
met mikils í Sjálfstæðisflokknum hafa komið til
mín og beðist afsökunar á húmorsleysi í sínum
flokki. Hins vegar tengist þessi umrædda mynd
grafalvarlegu máli sem er framtíð íslenska heil-
brigðiskerfisins. Ég skil ekki af hverju menn
eru hræddir við að taka upplýsta umræðu um
það efni. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda
að vera í stöðugri endurnýjun og endursköpun.
Um það eiga að leika ferskir vindar. Við í
verkalýðshreyfingunni höfum stuðlað að því að
koma upplýsingum, fróðleik og reynslu ann-
arra þjóða inn í þessa umræðu og þá rísa menn
upp til handa og fóta og reyna að sporna gegn
því. Ég spyr: Við hvað eru menn hræddir?
Ég óttast að í stað fjölbreytni og endursköp-
unar og endurnýjunar þá muni markaðsvæðing
heilbrigðiskerfisins færa okkur inn í einsleitara
kerfi aukinnar misskiptingar. Við munum ekki
sitja uppi með fjölbreytnina sem gumað er af
heldur einokunarfábreytni sem kemur skatt-
borgurunum í koll. Það er umyrðalaust ætlast
til að við setjum skattpeningana okkar í rán-
dýrar einkalausnir sem hagnast fjárfestum
sem nú gína yfir þessum rekstri.“
Hvaða fyrirtæki myndir þú vilja end-
urþjóðnýta sem hafa verið einkavædd?
„Almennt er ég þeirrar skoðunar að sam-
félagið eigi að sjá um að samfélagsþjónustan sé
góð, stoðkerfið sem svo er nefnt, skólar, heil-
brigðis- og félagsþjónustan, samgöngur, lög-
gæsla, rafmagn og vatn; að öðru leyti eigi að
virkja sköpunarkraft einstaklinganna. Hins
vegar finnst mér að við tilteknar aðstæður geti
samfélagið þurft að grípa inn í þar sem fyrir-
tæki hafa ekki áhuga eða burði til að takast á
við þjóðþrifamál. Við eigum ekki að hugsa svar-
ið í stofnunum eða fyrirtækjum heldur í starf-
semi. Tökum dæmi. Það kemur á daginn að við
höfum fjárfest í höfnum víðs vegar um land.
Það hafa verið færðar sönnur á það að þunga-
flutningar á vegum eru óhagkvæmari og dýrari
en flutningar á sjó. Ef einkaaðilar koma ekki
inn í sjóflutninga þá finnst mér sjálfsagt að rík-
ið skoði möguleikana á slíku. Hvort það yrði
gert með því að endurvekja Ríkisskip, bjóða
þessa starfsemi út eða örva einkaaðila til slíks,
ætla ég ekki að segja til um fyrirfram en sam-
félagið á að sjá til þess að þessi starfsemi sé
stunduð.
Tökum annað dæmi. Markaðsverð á áburði
til landbúnaðar er að tvöfaldast og fyrirsjá-
anlegt að á næstu mánuðum verði enn frekari
hækkanir vegna aukinnar eftirspurnar og stöð-
unnar í heiminum. Þurfum við ekki í ljósi þess
að hugsa út í það hvort við eigum að endurræsa
áburðarverksmiðju hér á landi, hvort sem ríkið
gerði það sjálft eða aðrir aðilar? Samfélagið á
að hugsa á þessum nótum.“
Á að þjóðnýta bankana?
„Mér finnst ekki vera sáluhjálparatriði að
bankar séu í eigu hins opinbera og ég legg ekki
að jöfnu bankana annars vegar og heilbrigðis-
þjónustuna hins vegar. Ég og mín skoðana-
systkini vöruðum hins vegar við því að fjár-
málakerfið yrði einkavætt á einu bretti í okkar
litla hagkerfi vegna þess að sú hætta blasti við
að þeir sem hafa eignarhald á atvinnustarfsem-
inni í landinu myndu jafnframt eignast bank-
ana. Þeir sætu beggja vegna borðs og ættu fyr-
irtækin sem síðan leituðu til sama aðila um
lánsfjármagn. Þetta varð þróunin. Ég held líka
að ríkisstjórnin hafi á sínum tíma gert mikil
mistök í að einkavæða fjármálakerfið án þess
að skapa því lög og reglur sem koma í veg fyrir
að undir sama þaki séu viðskiptastarfsemi og
Guðinn heitir gr
Pólitíkin Ég yrði alveg óþolandi ef ég yrði settur í pólitískt bindindi.