Morgunblaðið - 20.09.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.09.2008, Qupperneq 25
fylgir þeim sláturgerð hjá þeim sem vilja búa í haginn fyrir sitt heimili. Margir svíða ennþá hausa og lappir heima, pækla kjöt og reykja. Til er fólk sem hreinsar garnir og brytjar í sperðla þó minna sé um það nú orðið en heimareyktir magálar og rúllupylsur eru alltaf í fullu gildi. Þessi haustvinna stendur oftast út október og þá fer menningarlífið að blómstra enda kórastarfið þegar byrjað og má þar nefna gangna- mannakórinn sem söng í réttunum við mjög góðar undirtektir rétt- argesta. – Menn og skepnur koma vel undan sumri. heilsa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 25 595 10 00 www.heimsferdir.is www.vivacuba.se • www.cubatravel.cu             okkar hafa líka verið duglegir við að hjálpa okkur, þetta er svona skiptivinnufyrirkomulag.“ Alma er dugleg við að panta sér húsmuni á E-bay og hún fer líka í Góða hirðinn öðru hvoru. „Stofusófinn er þaðan og þegar hann var kominn heim, þá sáum við járnplötu undir honum þar sem stendur Alþingi 1940. Þannig að þessi sófi hefur vermt margan þing- mannsrassinn,“ segir Alma sem er einstaklega listræn kona. Hún hef- ur unnið verk í leir í mörg ár sem og mósaík og málverk, en hún hefur verið í myndlistarnámi hjá Stein- unni Marteins undanfarin 14 ár. Það nýjasta hjá henni er að ljósrita myndir af málverkunum sínum á efni og búa til púða úr þeim. Gallerí eftir vinnu „Ég bý til verk til að selja til að geta safnað mér fyrir verkum eftir aðra,“ segir Alma sem hefur mikinn áhuga á íslenskri myndlist eins og glögglega má sjá á heimili hennar þar sem slík verk prýða alla veggi. Alma selur listmuni sína í Gall- eríinu Skinhope í Mosfellsbæ og að sjálfsögðu smíðaði Bóas allar inn- réttingar þar. Eftir að Alma hefur sinnt vinnu sinni í Kaupþingi þá stendur hún vaktina í galleríinu frá klukkan fimm til sjö og líka á laug- ardögum. Og hún lætur þetta tvennt ekki duga, því hún er líka með umboð fyrir pólsku húðvör- urnar Ziaja. „Við hjónin erum orðlögð fyrir að vera orkumikil og vilja hafa nóg fyrir stafni. Okkur fer bara að leið- ast ef við höfum ekki verkefni.“ Morgunblaðið/Kristinn Alþingissófasett frá 1940 Sófa- settið fannst í Góða hirðinum, lamp- inn á E-bay, en borðin smíðaði Bóas. Verk eftir fjölda íslenskra myndlist- armanna eru á veggjunum. Samvinna Eldhúsborðið og skenkinn í stofunni smíðaði Bóas en leirskálina bjó Alma til og er hún einn af ótal listmunum eftir hana á heimilinu. „Ég bý til verk til að selja til að geta safnað mér fyrir verkum eftir aðra.“ www.skinhope.is Lukka Ein trjákvenna Sæmundar Valdimarssonar vakir yfir stofunni. Baðherbergið Innréttingarnar smíðaði bóndinn og hann lét parketið flæða upp á vegg til að veita rýminu hlýlegt yfirbragð. Pétur Stefánsson sá ástæðu til aðgleðjast: Kvöldið er fagurt og kyrrlátt og stillt. Kötturinn sefur í stólnum. Nóttin er framundan fjörug og villt. Frúin er stigin úr kjólnum. Bjarni Stefán Konráðsson greip það á lofti: Allsber er konan svo alsæl og trú, einu þó búin að gleyma, sem mikils er virði og mikilvægt nú: hún man ekki að Pétur er heima. Skömmu síðar barst vísa frá Pétri: Nóttin er komin og nú er ég rór, nú er ég þjakaður dofa. Nú er ég sybbinn og nú er ég sljór, og nú er ég farinn að sofa. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit orti þegar: Á vísum Péturs vel það sést og virðist hér með sannað, að þeir sem gapa og gaspra mest geta lítið annað. Við það vaknaði Pétur: Óðarsmiður er ég klár. Öl og tóbak þigg ég. Í ástarleikjum afar knár, ýmsar konur ligg ég. Við orðin tóm ég ekki sit, á því margir kenna – bæði hef ég vöðva og vit og vinsældir meðal kvenna. Þá Friðrik: Málið harla augljóst er, þú allan skalann spannar. En sitja heima og hæla sér harla lítið sannar. Pétur kallaði Guð til vitnis: Að belgja sig og brúka tuð er barnalegur háttur. Það sem ég geri, það veit Guð, við það er ég alveg sáttur. Friðrik orti að bragði: Aftur tek ég allt mitt tuð, öllu hætti stagli, það er augljóst, það veit Guð að þú ert hörku nagli. Og Pétur prísaði sig sælan: Nú er loksins frið að fá, Friðrik hætti að bögga. Loksins anda maður má milli skæðra högga. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af kvöldi og kjólnum Of feit börn, allt niður í áttaára gömul, fá lyf til að lækkablóðsykur, blóðþrýsting og kólesteról, að því er Aftenposten greinir frá. Tilfellum sykursýki 2 hefur fjölgað um 151,3 prósent með- al barna í Bandaríkjunum frá árinu 2001. Norskir læknar vara nú við þró- uninni í holdafari yngstu kynslóð- arinnar en þarlendum börnum fer fjölgandi sem þurfa að nota lyf vegna sjúkdóma sem eru afleiðing offitu. „Þetta eru lyf sem eru ætluð fullorðnum en eru gefin börnum í minni skömmtum,“ segir Grethe Støa Birketvedt, offitusérfræðingur og yfirlæknir við Aker sjúkrahúsið í Osló. „Fyrst og fremst er um að ræða sykursýki 2, háan blóðþrýst- ing, hátt kólesteról og nábít. Fyrir 10–20 árum urðum við ekki vör við þessa sjúkdóma í tengslum við offitu hjá börnum en núna greinum við þá hjá börnum niður í átta ára aldur.“ Ekki vitað um langtímaáhrif Støa Birketvedt segist mjög áhyggjufull yfir því að börnum séu gefin sömu lyf og fullorðnum. „Það er óforsvaranlegt því við höfum engar rannsóknir sem sýna áhrif og aukaverkanir af slíkri meðferð á börn. Þegar fullorðinslyf eru gefin börnum getur það í raun leitt til meiri skaða en gagns þegar til lengri tíma er litið.“ Í sumar greindi New York Times frá rannsókn á 600 þúsund börnum í Bandaríkjunum yngri en 18 ára. Niðurstöður hennar sýndu að frá árinu 2001 hefur tilfellum sykursýki 2 fjölgað um 151,3 prósent meðal barna. Að minnsta kosti tvær millj- ónir bandarískra barna sem eru of þung þurfa lyf við ofangreindum lífsstílssjúkdómum. Stór rannsókn sem gerð var í Osló árið 2004 á 3500 átta ára börnum og 3600 12 ára börnum sýndi hins vegar að fjórði hver þriðjibekkingur og fimmti hver sjöundubekkingur þar þjáist af offitu. AP Offita Lífsstílssjúkdómar greinast nú hjá börnum niður í átta ára aldur. Börnum gefin fullorðins- lyf við lífsstílssjúkdómum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.