Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 27

Morgunblaðið - 20.09.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 27 SENN líður að því að fjármálaráðherra kynni fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Sú skoðun virðist vera almenn að stjórnvöld þurfi að sýna sérstakt aðhald í rík- isfjármálum á næsta ári vegna þeirra þrenginga sem hagkerfið er að ganga í gegnum þessi misserin. Hugsunin er væntanlega sú að allir þurfi að herða sultarólina þegar á móti blæs, jafnt ríki og sveitarfélög sem og fyrirtæki og heimili. Þessi hugsun er gölluð að því leyti til að hún tekur ekki tillit til sérstöðu ríkisins hvað varðar fjárhagslegan styrk. Ríkissjóður hefur fjárhagslega burði til þess að sigla í gegnum öldudal eins og þann sem við búum við á Ís- landi í dag án þess að hann lendi í fjárhags- legum erfiðleikum. Ríkissjóður er því í þeirri stöðu að geta nýtt sér þann slaka sem myndast í hagkerfinu þegar illa gengur hjá einkageiranum til þess að ráðast í verkefni sem hann þyrfti líklega að greiða hærra verð fyrir á þenslutímum þegar laun og verð aðfanga er í hæstu hæðum. Að þessu leyti er skynsamlegt fyrir ríkissjóð að tímasetja viðhald og verklegar framkvæmdir þannig að þær aukist í niðursveiflu og minnki í uppsveiflu. Nú er líklegt að fjárlaga- frumvarpið geri ráð fyrir að skatt- tekjur ríkssjóðs muni dragast veru- lega saman á næsta ári (a.m.k. að raunvirði). Þar vegur þungt að fjármagnstekjuskattur verður að lík- indum miklu minni en hann hefur verið undanfarin ár. En veltuskattar og tekjuskattar munu líklega einnig gefa eftir. Til þess að skila fjárlögum með af- gangi á næsta ári þyrftu stjórnvöld því að draga verulega saman seglin á öllum vígstöðvum. Ef stjórnvöld gerðu það myndu þau í raun vera að magna upp niðursveifluna í hagkerf- inu. Fjármálastefna ríkisins væri þá þannig að hún ýtti undir þenslu á þenslutímum og ýtti síðan undir kreppu á krepputímum. Hljómar það eins og góð stefna? Nei, góð fjármálastefna ríkisins stefnir að því að skila fjárlögum hallalausum að meðaltali yfir hag- sveifluna en ekki endilega hallalaus- um ár eftir ár. Þegar þensla er á rík- issjóður að skila afgangi (eins og hann hefur gert undanfarin ár). Þeg- ar á móti blæs á ríkissjóður að skila halla (eins og vonandi verður á næsta ári). Með þessu móti er fjár- málastefna ríkisins sveiflujafnandi en ekki sveifluhvetjandi. Ef ríkissjóður er rekinn með þessu móti má segja að ríkið hjálpi á krepputímum til við að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang og komi þannig í veg fyrir víðtækt atvinnu- leysi. Skynsemi þess að haga rík- isfjármálum með þessum hætti var einn af stóru lærdómunum sem hag- fræðingar lærðu af reynslu þjóða í kreppunni miklu á fjórða áratug síð- ustu aldar. Undanfarin ár hafa stjórnvöld safnað í kornhlöðurnar. Afgangur hefur verið af rekstri ríkissjóðs ár eftir ár og skuldir hafa verið greidd- ar niður. Fjárhagsstaða ríkisins er því með eindæmum sterk í dag. En til hvers að safna í kornhlöður ef ekki má ganga á þær birgðir þegar á móti blæs? Eina vitið ef áfram held- ur sem horfir og hagkerfið verður í öldudag á næsta ári er að ríkissjóður verði rekinn með halla með það að augnamiði að draga úr öldudalnum og hjálpa til við að koma hagkerfinu aftur upp í hámarksafköst. Eftir Jón Steinsson »… góð fjármála- stefna ríkisins stefn- ir að því að skila fjár- lögum hallalausum að meðaltali yfir hagsveifl- una. Jón Steinsson Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York. Fjárlög þegar á móti blæs Lifandi fólk Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var í líflegum félagsskap í virðulegum strætó frá árinu 1968 í gær þegar ný forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur var vígð á Miklubraut. Á eftir vagninum fylgdu nýmóðins vetnisbílar en á undan fór lúðrasveitin Svanur. Golli Blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 19. sept. Uppsveifla á föstudegi Mikið er það nú ánægju- leg tilbreyting að sjá já- kvæðan viðsnúning á mörkuðum og vonandi er þetta aðeins upphafið á jákvæðum fréttum á næstunni. Eiginlega hefur það helst líkst svæsinni hryllingsmynd að fylgjast með mörkuðunum að undan- förnu og þróunin í þessari viku helst líkst martröð. Því verða jákvæðu tíðindin allt- af miklu notalegri í svona ástandi. Meira: stebbifr.blog.is Jóhann Björnsson | 18. sept. Vodafone brýtur á barni Á neytendasíðu Dr. Gunna í Fréttablaðinu 11. september s.l. segi ég frá samskiptum Vodafone við 15 ára ungling og hvernig fyrirtækið sendir frá sér villandi auglýsingu í sms-skilaboði og nýtir sér þannig trúgirni og reynsluleysi unglings. Forsaga málsins er sú að þann 3. ágúst s.l. keypti sonur minn 15 ára gamall sér símatilboð hjá Vodafone sem gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeypis í einn mánuð og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Um það leyti sem tilboðsmánuðurinn er að renna út og sonur minn er farinn að huga að því að hann getur ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína berast sms- skilaboð í síma hans frá Vodafone Meira: …johannbj.blog.is Á SÍÐUSTU dögum hefur mikil umræða átt sér stað um launadeilu ljósmæðra og ríkisins ásamt dómsmáli sem beint teng- ist þeirri deilu og snýr að mála- ferlum vegna uppsagna 98 ljós- mæðra. Undirritaður hefur lítið getað tjáð sig um deiluna og þær viðræður sem fram hafa farið enda gera þau ákvæði laga nr. 80/ 1938 er snúa að sáttastörfum í vinnudeilum ráð fyrir að tilboð og deiluefni sem eru til meðferðar hjá sáttasemjara séu ekki rædd á opinberum vettvangi. Þau lög eru ekki sett að ástæðulausu. Það er vegna þeirrar reynslu að opinber um- ræða um deiluefni í kjaradeilum leiðir oftar en ekki til þess að deilan verður harðari en annars þyrfti að vera og erfiðara getur reynst að ná niðurstöðu í því sem mestu máli skiptir – þ.e. samningunum sjálfum. Samið við um 113 stéttarfélög – 7 eftir Samninganefnd ríkisins hefur nú þegar sam- ið við 113 stéttarfélög á þessu ári. Kjarninn í þeim samningum hefur verið í samræmi við kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum, þ.e. jöfn hækkun að krónutölu hjá öllum aðilum sem þar með hefur komið sér hlutfallslega best hjá þeim sem lægstu launin hafa. Vissulega er útfærsla samninganna misjöfn eftir aðilum en í meginatriðum hefur lítið verið vikið frá því grunnsjónarmiði sem lagt var upp með þegar gengið var frá samn- ingum við stéttarfélög innan ASÍ og BSRB í maí og júní síðast- liðnum. Eftir að ljósmæður samþykktu samning við ríkið í gær á eftir að semja við sjö félög í þessari lotu. Það eru læknar, lögreglumenn, tollverðir, prófessorar, leikstjórar, leikmynda- og búningahönnuðir og hljóðfæraleikarar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Allir samn- ingar sem gerðir hafa verið á þessu ári eru til skamms tíma og munu samningalotur hefjast á nýjan leik í mars–apríl á næsta ári. Horfa þarf á hlutina í samhengi Undirritaður hefur talsvert legið undir ámæli vegna kjaradeilu ljósmæðra. Hefur sjón- armiðum verðandi mæðra verið haldið mjög á lofti í fjölmiðlaumfjöllun en minna rætt um þau grundvallarviðmið og markmið sem samn- inganefnd ríkisins hefur haft í þessari samn- ingalotu og getið var um hér að framan. Án þess að nokkuð sé hallað á þau mikilvægu sjónarmið sem fram hafa komið hjá hinum ýmsu hags- munaaðilum í þessari tilteknu kjaradeilu má ekki líta fram hjá því að ríkisvaldið verður að horfa til heildarinnar og tryggja að mögulegt sé að semja við þær stéttir sem eftir eru svo og að halda frið gagnvart þeim fjölmörgu sem þegar hafði verið samið við áður. Málshöfðun vegna uppsagna Síst minni umræða hefur verið um þá ákvörð- un að hefja málaferli vegna hópuppsagna ljós- mæðra og voru fjölmargir sem töldu það óæski- lega eða óheppilega framkomu af hálfu fjármálaráðherra. Þegar fjölmargar uppsagnir ljósmæðra fóru að streyma inn, samtímis, í lok júní s.l. voru strax gerðar athugasemdir af hálfu fjármálaráðuneytisins og því komið á framfæri að litið væri svo á að uppsagnirnar væru ólög- mætar. Þar sem viðræður voru í gangi milli rík- isins og ljósmæðra var ekki farið strax af stað í málaferli enda ljóst að slíkt myndi hleypa auk- inni hörku í málið. Uppsagnirnar áttu að taka gildi í byrjun næsta mánaðar og þegar nokkuð var liðið á þennan mánuð var ljóst að ekki væri unnt að bíða lengur með að fara áfram með mál- ið enda þyrfti Félagsdómur einhvern tíma til þess að úrskurða hvort uppsagnirnar væru lög- mætar eða ekki. Lögin eru skýr hvað hópuppsagnir í tengslum við kjaradeilur varðar og gildir þá einu hvaða starfshóp er um að ræða, hvort það eru ljósmæður eða lögfræðingar. Undirritaður Eftir Árna M. Mathiesen » Fjármálaráðherra þarf að tryggja að samningar náist við 120 stéttarfélög. Allt samn- ingar um störf sem eru mik- ilvæg innan kerfisins. Höfundur er fjármálaráðherra. Árni M. Mathiesen hefur ekkert val í því að horfa fram hjá því telji hann einn starfshóp fara á svig við lög en ætla síðan öðrum hópum að fylgja leikreglunum. Það var því enginn annar kostur í stöðunni en að höfða mál vegna hópuppsagna ljósmæðra. Það var ekki gert af illkvittni eða ósanngirni – ein- ungis til þess að farið væri að lögum. Málið verður nú fellt niður þar sem deiluaðilar hafa náð sáttum og hefur Ljósmæðrafélag Íslands hvatt ljósmæður til þess að draga uppsagnir sínar til baka. Vonandi verða sem flestar ljós- mæður við því enda er starf þeirra mikilvægt og þáttur þeirra innan heilbrigðiskerfisins afar nauðsynlegur. Niðurstöðu náð Eftir tvö verkföll ljósmæðra lagði rík- issáttasemjari fram miðlunartillögu sem báðir samningsaðilar hafa nú fallist á. Er það mikill léttir fyrir alla að ekki hafi komið til langvinnari átaka milli aðila. Fjármálaráðherra þarf að tryggja að samn- ingar náist við 120 stéttarfélög. Allt samningar um störf sem eru mikilvæg innan kerfisins. Hvert einasta starf er hlekkur í langri keðju sem öll þarf að hanga saman til þess að tog- kraftur hennar nýtist þjóðarbúinu. Stundum getur virst sem þröngsýni og skilningsleysi séu allsráðandi þegar aðeins er horft á einn lítinn hlekk keðjunnar en staðreyndin er sú að horfa þarf til keðjunnar sem heildar. Þannig náum við árangri. Í kjölfar kjaradeilu ríkisins við ljósmæður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.