Morgunblaðið - 20.09.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 29
VIÐ þökkum Árna Finnssyni skjót
viðbrögð við grein okkar í Morg-
unblaðinu 15. september sl. Í grein
sinni ítrekar Árni fyrri fullyrðingar
sínar að „slík iðja“ (skógrækt á Ís-
landi) verði „tæplega réttlætt með
baráttu við loftslagsbreytingar“ því
„viðbótarbinding kolefnis verður þá
svo lítil að ávinningurinn er sama og
enginn.“ Niðurstöður umfangsmikilla
rannsókna á bindingu koltvísýrings
(CO2) í íslenskum skógum leiða annað
í ljós og styðja ekki þetta álit for-
manns Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands; þvert á móti. Fyrrnefndar
rannsóknir hafa leitt í ljós að kolefn-
isbinding í ræktuðum skógum á Ís-
landi er að meðaltali 4,4 tonn CO2 á
hektara lands á ári. Þessar tölur taka
þó einungis til þess kolefnis sem
bundið er í trjánum. Í þeim felst lík-
lega vanmat á heildarbindigetu ís-
lenskra skógarvistkerfa, því töluverð
binding á sér einnig stað í und-
irgróðri og jarðvegi í uppvaxandi
skógum og sú binding hefur ekki enn
verið metin með fullnægjandi hætti.
Fyrirliggjandi, íslenskar rannsóknir
á losun og bindingu kolefnis á grónu
landi sem jarðunnið hefur verið fyrir
gróðursetningu benda til óverulegra
áhrifa jarðvinnslu á kolefnislosun og
að þau áhrif hverfi fáum árum eftir
gróðursetningu trjánna. Binding og
losun gróðurhúsalofttegunda vegna
skógræktar er mæld og skráð árlega
og er skráningin vottuð af loftslags-
nefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC).
Árið 2005 (nýjustu vottaðar tölur)
nam nettó-binding CO2 með skóg-
rækt á Íslandi 125.000 tonnum CO2-
ígilda. Með sömu umsvifum í skóg-
rækt og nú verður bindingin orðin lið-
lega 600.000 tonn CO2 árlega um
miðja þessa öld. Samkvæmt Kyoto–
bókuninni má hámarks árleg losun
gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi
verða tæp 5,3 milljón tonn CO2-ígilda,
þ.e. 1,6 milljón tonn á ári vegna nýrr-
ar stóriðju („íslenska ákvæðið“) og
tæp 3,7 milljón tonn á ári vegna ann-
arrar starfsemi á Íslandi. Núverandi
binding í skógi er því um 2% af heild-
arlosunarheimildum Íslands en nær
11% upp úr miðri þessari öld, og er þá
miðað við þá forsendu að árleg ný-
ræktun skóga aukist ekkert frá því
sem nú er. Það er ekki svo lítið fyrir
aðeins 5 milljónir gróðursettra trjáa á
ári. Miðað við markaðsverð á los-
unarheimildum, um 3200 kr. á tonn
CO2-ígilda, er verðmæti binding-
arinnar nú kr. 400 milljónir á ári en
yrði árlega um kr. 1,9 milljarðar upp
úr miðri þessari öld. Þetta er það sem
núverandi umsvif í skógrækt á Ís-
landi eru að skila í loftslagsmálum!
Hvað getum við gert á heimaslóð, um
leið og við hugsum hnattrænt? Neðan
náttúrulegra skógarmarka íslenska
birkisins eru 1,8 milljónir hektara af
skóglausu mólendi og 1,3 milljónir
hektara af gróðursnauðum auðnum
(án hrauna frá nútíma); samtals um
31% af flatarmáli Íslands. Mest af
þessu landi var vaxið birkiskógi og
kjarri við landnám og getur borið kol-
efnisrík vistkerfi. Miðað við meðal-
bindingarhraða þarf skóggræðslu á
3–5% af flatarmáli Íslands til að ná
markmiðum um 25–40% samdrátt í
losun gróðurhúsalofttegunda en á
12% flatarmálsins til að kolefnisjafna
alla losunarheimild Íslands. Með öðr-
um orðum dugar skógrækt á rúmum
þriðjungi af auðnum og mólendi neð-
an skógarmarka til að kolefnisjafna
Ísland að fullu. Þetta getum við gert
án þess að skerða votlendi, hraun eða
forn birkiskóglendi og án þess að
breyta nokkru um ásýnd hálend-
isauðnanna. Þessir útreikningar eru
miðaðir við að skógrækt sé eina mót-
vægisaðgerðin gegn CO2-losun Ís-
lendinga, en við höldum því ekki
fram að svo eigi að vera. Ef við látum
okkur duga að kolefnisjafna með
skógrækt niður í 25–40% samdrátt-
armarkmiðin þarf enga togstreitu
um land við landbúnað eða aðra land-
nýtingu. Við styðjum einlæglega
verndun lítt skaddaðra skóg-
arvistkerfa og stórfelldar skóg-
græðslu í hitabeltinu sem hluta af
lausn loftslagsvandans. Okkur dett-
ur ekki í hug að andmæla því. Rækt-
aður skógur í regnskógum hitabelt-
isins bindur að meðaltali 22 tonn CO2
á ári (heimild: IPCC). Ósnortinn,
gamall hitabeltisskógur bindur að
meðaltali lítið, því vöxtur og öndun
vistkerfisins er þar nærri því í jafn-
vægi. Ef skógurinn er ruddur og
brenndur til að skapa ræktarland
losna um 500–700 tonn CO2-ígilda af
hverjum hektara og því þarf að sjálf-
sögðu að afstýra. En hvað þarf að
borga hátt gjald til þess að fátækt
fólk með tóman maga höggvi ekki
skóginn og nýti landið til akuryrkju
og beitar? Ekki aðeins í ár heldur um
alla framtíð? Fólk sem þarf jarðnæði
til þess að draga fram lífið? Hvernig
eigum við að tryggja að peningarnir
okkar nýtist til skógverndar í lönd-
um með ófullburða stjórnkerfi, van-
þroska réttarfar og djúpstæð fé-
lagsleg vandamál? Hvernig
tryggjum við að skógeyðingin færist
ekki bara til? Að skógurinn sem við
keyptum ekki verði höggvinn í stað-
inn fyrir þann sem við keyptum grið?
Mikil binding kolefnis
með skógrækt
Þorbergur Hjalti Jónsson,
Aðalsteinn Sigurgeirsson og
Þröstur Eysteinsson fjalla um
bindingu kolefnis í gróðri
» Skógrækt á rúmum
þriðjungi af auðnum
og mólendi neðan
skógarmarka dugar
til að kolefnisjafna
Ísland að fullu.
Þorbergur Hjalti
Jónsson
Höfundar eru skógfræðingar
og áhugamenn um raunverulega
náttúruvernd
Aðalsteinn
Sigurgeirsson
Þröstur
Eysteinsson
FÉLAGSMENN í
SFR – stéttarfélagi í
almannaþjónustu
koma úr ýmsum átt-
um samfélagsþjónust-
unnar. Félagsmenn
eru um 6.000 og flest-
ir vinna á hinum
ýmsu stofnunum rík-
isins innan heilbrigð-
isþjónustunnar, að
málefnum fatlaðra,
löggæslu, dómsmála,
eftirlitsgeirans og á
ýmsum öðrum skrif-
stofum ríkisins. Fyrir
utan að starfa hjá
ríkinu vinna fé-
lagsmenn í SFR hjá
ýmsum sjálfseign-
arstofunum sem sinna
samfélagsþjónustu og
svo stofnunum og fyr-
irtækjum sem hafa
verið ohf-væddar
þ.e.a.s. eru hlutafélög í eigu rík-
isins.
SFR hefur í tvígang gert mjög
ítarlega launakönnun meðal fé-
lagsmanna. Könnunin sem birtist
nú nýverið hefur vakið mikla at-
hygli. Þegar flestir ætluðu að kyn-
bundinn launamunur væri að
minnka þá eykst hann um 3% á
milli ára meðal félagsmanna SFR.
Þetta er ekki síður athyglisvert
fyrir þá sök að kynbundinn launa-
munur á almenna markaðinum hef-
ur staðið í stað. Í könnuninni kem-
ur í ljós að óútskýrður launamunur
milli karla og kvenna er 17,2% hjá
SFR, en 12,3% hjá félagsmönnum
VR. Þegar talað er um óútskýrðan
launamun er átt við að engar skýr-
ingar finnast á umræddum launa-
mun. Búið er að taka tillit til
starfsaldurs, menntunar, vinnu-
tíma, vaktaálags o.s.frv. og eftir
stendur 17,2% munur. Ef þessi
leiðrétting ætti sér ekki stað, vær-
um við að tala um miklu meiri
launamun eða 27%! Hvar liggur
þessi launamunur?
Launamunur milli karla og
kvenna er tvíþættur. Annars vegar
munur milli hefðbundinna kvenna-
starfa og karlastarfa, þ.e.a.s. á
milli starfa þar sem mikill meiri-
hluti er skipaður konum og starfa
sem að meirihluta eru skipuð körl-
um. Hóparnir eru samt sambæri-
legir hvað varðar ábyrgð, þyngd
starfa o.s.frv. og því metnir sam-
bærilegir. Hins vegar er svo launa-
munur milli einstaklinga í sam-
bærilegum störfum. Þegar síðari
hópurinn er skoðaður kemur í ljós
að launamunurinn milli kynjanna
er hlutfallslega lítill í grunnlaunum
en eykst verulega þegar kemur að
heildarlaunum starfsmanna. Þann-
ig er launamunurinn 7% þegar ein-
göngu eru skoðuð grunnlaun en
17,2% þegar heildarlaunin eru
skoðuð.
Hvað veldur? Eina haldbæra
skýringin er að þegar kemur að
heildarlaunum njóta karlmenn
hærri persónulegra launa í formi
fastrar yfirvinnu eða óunninnar yf-
irvinnu heldur en konur. Ákvörðun
um þessar persónubundnu
greiðslur taka forstöðumenn stofn-
ana alfarið og hafa þær ekkert
með kjarasamningsbundin laun að
gera. Hvað ber að gera?
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar kemur fram að rík-
isstjórnin ætlar að leiðrétta þenn-
an launamun og hefur
stefnt að því að leið-
rétta hann um helm-
ing hjá ríkisstarfs-
mönnum á þessu
kjörtímabili. Til að
koma þessu í kring
skipaði hún þrjár
nefndir til að koma
fram með tillögur. Við
hjá SFR gagnrýndum
það strax í upphafi
þar sem við vorum
hrædd um að nú ætti
eina ferðina enn að
svæfa málið í nefnd-
um. Við bentum á að
vandamálið væri það
þekkt að það þyrfti
ekki að skilgreina það
frekar eða liggja yfir
því í nefndarstarfi í
fleiri mánuði. Sú
nefnd sem hefur verið
að skoða launamun
ríkisstarfsmanna hefur
nú starfað í meira en
ár og það verður að
teljast heldur kald-
hæðnislegt að á sama tíma hefur
launamunurinn aukist um 3%.
Hvað vill SFR? SFR hefur nú í
langan tíma sett leiðréttingu á
launamun kynjanna sem forgangs-
verkefni í sinni kjarabaráttu. Við
höfum bent á að til þess að ná ár-
angri verða að koma til fjármunir.
Það gerist ekkert með því að bara
tala og skilgreina. Tillögur SFR
eru eftirfarandi:
Hækka laun kvennastéttanna
sérstaklega. Hækkanir verða að
eiga sér stað hjá heilbrigð-
isgeiranum, hjá málefnum fatl-
aðra og hjá stóru skrif-
stofuhópum ríkisins eins og
sýslumannsembættunum, skatt-
stofnunum, Tryggingastofnun
og lögreglustjóraembættunum.
Koma verður á fót deild jafn-
réttismála hjá starfsmanna-
skrifstofu fjármálaráðuneyt-
isins. Hlutverk hennar væri að:
a) Fylgja eftir að stofnanir geri
jafnréttisáætlanir og fari eftir
þeim. b) Halda úti skyldu-
fræðslu meðal forstöðumanna
ríkisstofnana um jafnréttismál.
c) Skoða launabókhald stofnana
og koma með tillögur til breyt-
inga ef í ljós kemur mismunun í
launagreiðslum milli kynja.
Jafnréttisstofu verði fengið
stjórnsýsluvald í eftirliti með
launajafnrétti svipað því sem
ríkisendurskoðandi hefur á sviði
rekstrarlegra þátta.
Að tryggja að launagreiðslur
ríkisins séu gagnsæjar með öllu
og samstarfsnefndir fái upplýs-
ingar sem með þarf til að koma
í veg fyrir launamun kynjanna.
Jafnhliða þessu þarf að skoða og
leiðrétta þann mikla launamun
sem er á milli starfsmanna á al-
menna markaðinum og hjá ríkinu.
Þessi munur mælist ár eftir ár um
20%. Þessi mikli munur gerir það
að verkum að forstöðumenn rík-
isins þurfa að greiða ákveðnum
karlastéttum innan eftirlits- og
tæknigeirans uppbætur á laun til
þess að fá þá til starfa. Þetta
stuðlar líka að auknum launamun
milli kynjanna og verður því að
leiðréttast samhliða.
Ríkisstjórn Íslands hefur boðað til-
lögur í nóvember. Undirritaður
fagnar því og vonar að þær verði
róttækar og það verði tillögur sem
heilindi standa á bak við.
Launamunur
kynjanna eykst
hjá ríkinu
Árni St. Jónsson
skrifar um kyn-
bundinn launamun
Árni St. Jónsson
» Við höfum
bent á að til
þess að ná ár-
angri verða að
koma til fjár-
munir. Það ger-
ist ekkert með
því að bara tala
og skilgreina.
Höfundur er formaður SFR.
STJÓRNIR REI og
OR hafa nú fyrir helgi
samþykkt að kanna
möguleika á því að
ganga til samstarfs við
fagaðila um stofnun
opins fjárfestingasjóðs
sem hafi með höndum
fjármögnun verkefna
félagsins.
Sérstakri ráðgjaf-
arnefnd er falið að
gera tillögu um nánari
útfærslu og að-
ferðafræði við val
samstarfsaðila, enda
mikilvægt að val á
samstarfsaðila verði
yfir gagnrýni hafið.
Samhliða er stjórn
REI falið að útfæra
samningsmarkmið
REI gagnvart vænt-
anlegum viðsemjanda, láta verð-
meta framlag REI/Orkuveitu
Reykjavíkur til væntanlegs sam-
starfs og taka afstöðu til þess hvaða
verkefni REI er hugsanlegt að verði
fjármögnuð af sjóðn-
um.
REI á fram-
kvæmdastig
Einhugur ríkir um
þessa málsmeðferð í
stjórnum Orkuveit-
unnar og REI og hafa
þannig fulltrúar allra
flokka sem sæti eiga í
borgarstjórn greitt
henni atkvæði sitt.
Segja má að tillagan
hafi verið til vinnslu í
þrem af fjórum meiri-
hlutum kjörtímabilsins
en hugmyndin var fyrst
til umfjöllunar í tíð
Tjarnarkvartettsins.
Þannig hafa allir
flokkar lagt sitt á vog-
arskálarnar til að kom-
ast að þessari nið-
urstöðu og mikilvægt
að samstaða geti orðið
um þá útfærslu sem
fyrir valinu verður.
Frá upphafi hefur verið ljóst að
Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki
fjárhagslegt bolmagn til að fjár-
magna allar þær virkjanir sem REI
og samstarfsaðilar félagsins telja
arðbært að reisa. Mörg af þeim
verkefnum sem REI vinnur að eru
að færast af undirbúningsstigi yfir á
framkvæmdastig og kalla þess
vegna á verulega aukið fjarmagn.
Það er því mjög mikilvægt að sátt
sé í farvatninu um fjármögnun á
verkefnum félagsins.
Sú tilaga sem samþykkt hefur
verið útilokar þó ekki aðrar fjár-
mögnunarleiðir. Enda mikilvægt að
REI geti áfram þróað verkefni óháð
þriðja aðila og þannig viðhaldið
sjálfstæði sínu og möguleikum til að
hámarka arðsemina af þeirri þekk-
ingunni sem OR býr yfir.
Í þessu ljósi er ekki síður mik-
ilvægt að samstaða hefur náðst um
að þeir 3,3 milljarðar sem Orkuveit-
an hefur þegar lagt inn í REI verða
áfram í félaginu. Framtíðin mun svo
leiða í ljós hvort og þá hve mikið
fjármagn kann að vera skynsamlegt
að setja til viðbótar inn í REI.
Vonandi markar þessi samþykkt
þáttaskil í málefnum REI og að
friður verði hér eftir um útrás fé-
lagsins, ekki hvað síst í baklandi og
borgarfulltrúahópi Sjálfstæð-
isflokksinns en þaðan hafa mjög
misvísandi skilaboð borist á síðustu
misserum um hvort OR á að sinna
útrásarverkefnum. Slíkur friður
væri til heilla bæði fyrir þau sam-
félög sem líta vonaraugum til sam-
starfs við REI um framleiðslu á
endurnýjanlegrari orku og eigendur
Orkuveitunnar.
Sigrún Elsa
Smáradóttir skrifar
um fjármögnun
OR og REI
Sigrún Elsa
Smáradóttir
»Mörg af
verkefnum
REI eru að
komast á fram-
kvæmdastig og
kalla á verulega
aukið fjármagn.
Höfundur er borgarfulltrúi og
stjórnarmaður í OR og REI.
Samstaða um útrás
Orkuveitunnar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn