Morgunblaðið - 20.09.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.09.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 33 víkur, þá fór ég að kunna að meta enn betur að geta komið til ömmu og afa á Goðabraut, því ég skildi það eftir því sem ég eltist og þroskaðist, að það er ekki sjálfgefið að eiga svona góða ömmu og afa sem sýndu mér svona mikinn kærleik og væntumþykju. Það var því alltaf eitt af okkar fyrstu verkum þegar við komum heim til Dalvíkur að kíkja á Goðabraut og svo var það alltaf fastur punktur að stoppa hjá þeim í smá stund áður en lagt yrði í hann suður aftur. Síðast- liðið vor kom amma í síðasta skipti suður til Reykjavíkur. Hún og afi voru í Reykjavík í nokkra daga og mér þykja alveg einstaklega dýr- mætar þær stundir sem við áttum saman þá. Heilsan hennar ömmu var reyndar ekki sem best um þetta leyti en alltaf var hún tilbúin að leggja það á sig að taka til eitthvað gott með kaffinu og reyna að gera allt sem best fyrir mig. Hún vissi líka að ég kunni að meta það. Við sátum svo oft í dágóða stund og ræddum málin; hvað væri að frétta af Dalvíkinni og oft bar fótboltann á góma. Hún amma var jú einn helsti stuðnings- maður minn í boltanum og fylgdist vel með öllum mínum leikjum alveg fram til hinstu stundar og gladdist alltaf mjög innilega þegar það gekk vel hjá mér. Mér þykir mjög vænt um það. Elsku afi, þinn missir er að sjálfsögðu mestur. Ég bið því góðan guð að vera með þér og styrkja þig í sorginni sem þú ert nú að takast á við. Hún amma var einstök kona, ein- stök amma. Elsku amma mín, takk fyrir allt! Atli Viðar. Þeirri staðreynd að amma Kristín er látin er erfitt að kyngja. Ófáum skólafríum var eytt í vellystingum hjá afa og ömmu á Dalvík og þar hef- ur mér alltaf fundist best að vera enda stjanað við mig líkt og prins- essu. Bróður mínum og frændum fannst nú stundum að það væri gert óþarflega mikið fyrir mig en það fannst ömmu nú ekki, ég væri nú einu sinni eina ömmu- og afastelpan. Þau skipti sem Atli Viðar var látinn passa mig, sem var nú ekki sjaldan, kom amma oftar en ekki að mér þar sem ég var að skoða öll fínu fötin og skartið hennar eða þá að við Atli vor- um bæði uppáklædd í föt af þeim afa. Amma mín var nefnilega pæja og ekki fannst henni leiðinlegt þegar ég sagði henni það, hringdi stundum í mig þegar hún var að fara eitthvað út, bara til að segja að ég væri að missa af miklu því nú væri amma sko pæja. Síðustu dagar ömmu voru strembnir en enginn bjóst við því sem brátt varð staðreynd. Öll fjöl- skyldan var hjá ömmu síðasta daginn og ég veit að þannig vildi hún hafa það. Því þó að Andri Freyr, bróðir minn, og Alísa kærasta hans hafi ver- ið farin suður þegar hún lést þá veit ömmu gott að hann Andri sinn hafi komið. Stundin sem ég átti með Atla frænda er án efa það sem kom mér út af stofunni eftir að þetta var yfirstað- ið. Ef hann hefði ekki setið hjá mér og talað við þá hefði verið erfiðara að fara frá ömmu. Enda vissi amma mín einna mest um mig af öllum og erfitt að geta ekki leitað ráða hjá henni. Daníel litli strákurinn okkar Ei- ríks skilur nú ekki alveg hvar hún amma á Dalvík er en það kemur með tímanum. Hann er nú ekkert lítill afa- og ömmukall og veit hvern hann á að tala við þegar hann vill meiri ís. Því þrátt fyrir ungan aldur þá veit hann að afi á Dalvík á alltaf ís handa honum og segir ekki nei þegar hann biður um annan. Elsku amma mín, ég kveð þig með bæninni sem þú kennd- ir okkur barnabörnunum Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín ömmustelpa, Silja. Sem barn var ég svo lánsamur að fá að fara norður á Dalvík til ömmu minnar í nánast öllum fríum. En þar bjó líka móðurbróðir minn Friðþjóf- ur og Kristín hans kona og sjálfsagt var ég alveg eins mikið hjá þeim eins og ömmu. Enda leið mér vel þar. Kristín, sem ég kallaði aldrei annað en Krillu, var sérstaklega hlý kona og mér fannst ég vera einn af heim- ilisfólkinu. Mér hefur verið sögð sú saga að einhverju sinni þegar ég kom heim í kvöldmat til ömmu spurði hún hvar ég hafði verið og ég svaraði: „Nú hjá hinni ömmunni“. Þá hafði ég farið með Krillu fram í Bakkagerði til foreldra hennar og datt ekki annað í hug en þar væri amma mín líka, enda var mér tekið sem slíkum þar. Þegar ég vildi fara í sveit en gekk illa að fóta mig hjá ókunnugum sá Krilla að þessum pilti dygði ekkert nema það besta og bað Björn bróður sinn fyrir mig. Hún var fjölskyldumanneskja og var umhugað um að fjölskyldan héldi saman. Því sinnti hún með ýmsu móti, t.d. með því að hafa alltaf kaffi í Bakkagerði daginn sem réttað var í Tungurétt í Svarfaðardal. Þar komu saman þeir úr Bakkagerðisfjölskyld- unni sem því gátu við komið. Krillu var einnig í mun að halda á lofti minningunni um ömmu mína og afa og einhverju sinni þegar við afkom- endur þeirra hittumst hélt hún um þau smá-tölu sem gaf þeim okkar sem ekki til þekktu innsýn í líf þeirra. Þannig gætti hún þess að hið liðna gleymdist ekki. Það gerði hún líka með því að safna saman gömlum munum tengdum Bakkagerði og stilla þeim upp þar. Þar er orðinn til lítill vísir að byggðasafni, ýmsir gamlir munir úr daglegu lífi fjöl- skyldunnar sem ekki eru notaðir lengur. Þegar ég eignaðist sjálfur fjöl- skyldu var henni tekið með sömu hlýjunni og ég hef alltaf mætt. Á Fiskidaginn mikla tóku þau Lilli á móti okkur nokkrum sinnum, stolt af bænum sínum og sveitinni. Þannig eigum við ótal minningar frá heim- sóknum á Goðabrautina þar sem við- mótið var alltaf hið sama, hlýja og umhyggja. Og er það ekki þannig sem við vilj- um flest að okkar sé minnst: að við skiljum eitthvað gott eftir okkur í hugum náungans? Það gerði Kristín Gestsdóttir svo sannarlega í ríkum mæli. Fyrir það er ég þakklátur. Þórarinn Bjarnason. Elsku Kristín. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í þessi 9 ár sem ég hef verið hluti af fjölskyld- unni. Alltaf fannst mér jafn notalegt að koma til ykkar á Goðabraut, sitja og spjalla um daginn og veginn. Þú hafðir svo góða nærveru og manni leið alltaf svo vel í kringum þig. Mér fannst svo gott hvað þú tókst mér vel þegar ég kom inn í fjölskyld- una, betri tengdaömmu var ekki hægt að biðja um. Þú varst amman sem allir hefðu viljað eiga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Friðþjófur, ég bið góðan Guð um að styrkja þig á þessum erf- iða tíma. Minning um yndislega konu lifir í hjörtum okkar allra. Eva Þórunn. Í dag kveðjum við Kristínu frænku mína eða Krillu eins og hún var alltaf kölluð. Hún er svo nátengd öllum mínum æskuminningum. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna í Smáravegi 8 og Goðabraut 22, enda ekki langt að fara. Aldrei man ég samt eftir því að hún skipti skapi, þó örugglega hafi oft gengið mikið á hjá okkur krökkunum. Man bara eftir henni brosandi og alltaf svo jákvæðri og það breyttist ekkert þó hún þyrfti að glíma við erfið veikindi sem sigr- uðu svo að lokum. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í skrifstofuvinnu þá naut ég hennar handleiðslu því ég leysti hana af á skrifstofunni í Frystihúsinu á Dalvík. Seinna lágu leiðir okkar aftur saman þegar Lionessuklúbburinn Sunna var stofnaður. Þar var hún alltaf tilbúin að leggja sitt af mörk- unum og starfaði með þeim til ævi- loka. Hún var líka mjög frændrækin og þegar sonur minn fæddist heklaði hún handa honum teppi og sagðist vilja umvefja hann frænkuhlýju. Það var svo gott að vera með henni því hún hafði svo góða nálægð og alltaf var hún tilbúin að klappa manni á bakið ef á þurfti að halda. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Með þessum orðum vil ég þakka Krillu frænku minni fyrir vinsemd og hlýhug um ævina. Kæru Friðþjófur, Björn, Þor- steinn og fjölskyldur, við hjónin sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Helga Kristín Árnadóttir. Þökk fyrir störf þín, dugnað og dáð og djörfung í orði og verki, nafn þitt mun lengi hjá lýð vera skráð og lifa þitt hugsjóna merki. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Það er skammt stórra högga á milli hjá okkur í Lionsklúbbnum Sunnu er við nú sjáum á eftir annarri klúbbsystur okkar á þessu ári yfir móðuna miklu. Kristín okkar elsku- leg, við kveðjum þig klökkar í huga að sinni og þökkum þér samfylgdina um leið og við minnumst allra ánægjustundanna sem við áttum saman bæði í leik og starfi. Kristín var ein af stofnendum klúbbsins okk- ar og gegndi þar trúnaðarstörfum hafði alltaf gott til málanna að leggja, vandaði mál sitt, setti það fram af hó- værð og á hana var hlustað. „Vertu gætinn í gagnrýni og örlátur á við- urkenningu. Byggðu upp en rífðu ekki niður.“ Þessi siðaregla lýsir henni vel. Elsku Kristín, síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir en aldrei var kvartað, þú varst hetjan okkar, nú er stríðinu lokið og þú komin til betri heima og vonandi til hennar Hrannar okkar. Vertu ætíð góðum Guði falin, við söknum þín sárt. Ástvinum þín- um öllum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um góða konu lifir í hugum okkar. Fyrir hönd klúbbsystra þinna í Lionsklúbbnum Sunnu, Kolbrún Pálsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR kennari, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 17. september. Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 25. september kl. 13.00. Ragnar Kærnested, Valgerður Guðmundsdóttir, Bylgja Kærnested, Gizur Bergsteinsson, Örvar Kærnested, Harpa Ævarsdóttir, Dröfn Kærnested, Kristinn Guðjónsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, STELLA AUÐUR AUÐUNSDÓTTIR, Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. september. Útförin verður auglýst síðar. Auðun Gilsson, Fjóla Stefánsdóttir, Stella Eyjólfsdóttir, Sæmundur Auðunsson, Björn Eyjólfur Auðunsson, Steinunn Auðunsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæra HREFNA SIGURGÍSLADÓTTIR lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi sunnudaginn 14. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Víðinesi og deild B-2 Landspítalanum í Fossvogi fyrir frábæra umönnun og alúð. Guðný Sigurgísladóttir, Gísli J. Ástþórsson, Ástþór Gíslason, Erla Gunnarsdóttir, Hrafnkell S. Gíslason, Ragnheiður Gísladóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Kristín Erla Boland og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA S. AÐALSTEINSDÓTTIR frá Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, lést þriðjudaginn 16. september. Útför hennar fer fram frá Grundarkirkju fimmtudaginn 25. september kl. 13.30. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunardeildinni Sel við FSA fyrir alúð og umönnun. Brynjólfur Ingvarsson, Ingvar Guðni Brynjólfsson, Jón Aðalsteinn Brynjólfsson, Arnheiður Kristín Geirsdóttir, Davíð Brynjólfsson, Brynjólfur Brynjólfsson, Sigríður Hulda Arnardóttir, Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ARNFRÍÐUR RÓBERTSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis að Furulundi 1c, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 17. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. september kl. 13.30. Herborg Káradóttir, Geir Örn Ingimarsson, Pálmi Kárason, Stefán Kárason, Margrét Haddsdóttir, Steindór Kárason, Jóna Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.