Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 17
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Miðinn fylgir Morgunblaðinu til
áskrifenda/Moggaklúbbsfélaga
mbl.is/moggaklubburinn
2 fyrir 1 á Traitor
Mánudaginn 17. nóv.
í Laugarásbíói eða
Regnboganum
mikið eins og þegar fitan sat um miðj-
una. Þeir sem voru breiðastir um
mittið voru í tvöfalt meiri hættu á að
deyja snemma miðað við þá sem sem
ÞEIR sem eru of þungir eiga á hættu
að deyja fyrir aldur fram. Þeir sem
eru með stóran maga eru í mestri
hættu, samkvæmt niðurstöðum nýrr-
ar, stórrar, evrópskrar rannsóknar.
Vísindamennirnir vigtuðu og
mældu mitti og mjaðmir 359 þúsund
einstaklinga á aldrinum 25 til 70 ára í
tíu Evrópulöndum. Tíu árum seinna
sáu þeir að konur sem voru með lík-
amsþyngdarstuðulinn 24,3 og karlar
með stuðulinn 25,3 voru í minnstri
hættu á að deyja fyrir aldur fram. Því
meiri sem frávikin voru í báðar áttir
frá miðgildinu, þeim mun meiri hætta
var á að deyja fyrir aldur fram.
Vísindamennirnir mældu einnig
mittis- og mjaðmamál. Niðurstaðan
var greinileg og eins hjá báðum kynj-
um: Stór magi styttir lífið. Að vera
með breiðar mjaðmir dró einnig úr
líkunum á langri ævi en ekki jafn-
voru með fituna jafnt dreifða um lík-
amann. Miðað er við að mittismál
karla sé ekki meira en 94 til 102 cm
og kvenna 80-88 cm.
Tími til kominn að bregða málbandinu um mittið
V
ínþjóðin Frakkar hefur
tekið upp á því að
bjóða upp á vínmeð-
ferð, vinothérapie, en
þó í allt öðrum skiln-
ingi en við eigum að venjast. Fyr-
irtækið Caudalie hefur þróað að-
ferðir þar sem vínberjanæringin og
steinarnir er nýtt í ýmiss konar
bakstra og böð sem hressa upp á
líkama og sál.
Varla er hægt að hugsa sér
ákjósanlegri stað fyrir heilsulind
sem býður upp á vínmeðferð held-
ur en hinar fögru vínekrur Langhe
í Piemontehéraði, en hinar vínvið-
arþöktu hæðir svæðisins eru með
þeim fegurstu í heimi og vínið að
sama skapi margrómað, sbr. neb-
biolo, dolcetto, barbera, favorita
o.fl. Í heilsulindinni í San Maurizio
er hins vegar boðið upp á „vín í
formi unaðar- og vellíðunarathafna
á borð við Bain barrique, heitt
vatnsbað blandað smátt muldu
berjahrati, Bain à la vin rouge,
vatnsnudd með krafti úr rauðum
vínvið og hinn ómótstæðilega
bakstur, Gommage crushed caber-
net, þar sem líkaminn er nuddaður
upp úr blöndu af vínberjasteinum,
hunangi, hrásykri og olíum. En af
hverju vínmeðferð? Virk efna-
sambönd sem finna má í vínberja-
hýði (pólífenól), og eru öflug andox-
unarefni, og sameindin reservatról,
sem finnst í vínvið og talin er hafa
margþætt jákvæð áhrif á mannslík-
amann, sameinast sem öflugt nátt-
úrulegt móteitur gegn öldrun húð-
arinnar í hinum ýmsu
vínmeðferðum og húðvörum þar
sem hinar góðu dyggðir náttúrunn-
ar hafa verið beislaðar.
Á slóðum Cesare Pavese
Eins og fram hefur komið stend-
ur heilsulindin í vínhæðum Langhe,
nánar til tekið beint fyrir ofan bæ-
inn Santo Stefano Belbo, þar sem
einn af merkustu ítölsku rithöf-
undum síðustu aldar, Cesare Pa-
vese, fæddist hinn 8. september
1908. Þess má geta að við opnun
heimasíðu heilsulindarinnar blasir
við eftirfarandi tilvitnun í Pavese:
„Við munum aldrei eftir dögunum,
bara augnablikunum.“ Eitt er víst
að maður gleymir seint þeirri
unaðstilfinningu sem vínberja-
steinabakstur veitir líkama og sál,
og við það að sitja á sólbaðssvölum
staðarins, með bakið upp við fornan
klausturmúrinn og bylgjandi græn-
ar vínhæðirnar fyrir augum, gufa
allar áhyggjur upp eins og dögg
fyrir sólu og á því andartaki virðist
heimurinn bara gjöfull og traustur.
Ekkert skrýtið að Cesare Pavese
yrði tíðrætt um hinar heittelskuðu
hæðir æskuslóðanna í ritverkum
sínum. Eftirfarandi er hins vegar
síðasti hluti ljóðsins Hvellur í Pie-
monte eftir Jónas Þorbjarnarson úr
ljóðabókinni Tímabundið ástand:
Ég hef hjólað langt ...
Cesare Pavese
sem allra skálda heitast
og fegurst hefur unnað þessum hæðum
hann ákvað jafngamall og ég núna
að setja punktinn: kúlu
Ljóðið er sannsögulegt að því
leyti að hinn frábæri rithöfundur
batt enda á líf sitt einungis 42 ára
gamall. Í ár eru hins vegar hundr-
að ár liðin frá fæðingu Pavese og í
tilefni þess stendur stofnun Cesare
Pavese í heimabæ hans, S. Stefano
Belbo, fyrir ýmsum viðburðum út
þetta ár, s.s. ráðstefnum, kvik-
myndasýningum, tónleikum og
gönguferðum um hæðirnar með til-
heyrandi upplestrum úr ýmsum
þeirra verka Pavese er tengjast
stöðunum sem gengið er um.
Leitt að heilsulindin skuli ekki
vera einn af þeim stöðum sem Pa-
vese rómar í skáldverkum sínum
og ljóðum, en hann hefði án efa
kunnað að meta hina hlýlegu
stemningu viðarins og hins þurra
steins sem saman mynda notalegt
skjól þar sem maður getur sæst við
rytma náttúrunnar og fullnægt
þrám sem oft eru virtar að vettugi
í glundroða hversdagsins. Það er
sérlega viðeigandi að vínkjallara
hins gamla klausturs, þar sem áður
bjuggu munkar, hefur nú verið
breytt í vín-heilsulind (eno-
thermarium), hljóðlátt og töfrandi
athvarf sem endurspeglar söguna
og miðlar virðingu gagnvart örlæti
sveitarinnar.
Móðurstöð Caudalie-heilsulind-
anna er staðsett í Bordeaux í
Frakklandi. Hinar tvær heilsulindir
Caudalie (fyrir utan San Maurizio)
eru á Marques de Riscal hótelinu í
Elciego á Spáni og nú í október
opnaði Caudalie fjórðu „vínmeð-
ferðarmiðstöð“ sína á Plaza-
hótelinu í New York.
Vínmeðferð og heilsumeðferð
Hæðirnar Hinar heittelskuðu hæðir Pavese í Frakklandi umlykja heilsulindina Relais San Maurizio.
Hanna Friðriksdóttir
brá sér í lok vínupp-
skerutímans í heilsu-
lindina í Relais San
Maurizio í Piemonte-
héraði á N-Ítalíu, þar
sem ein af fjórum
heilsulindum Caudalie
er starfrækt í fyrrum
klaustri frá 17. öld.
Til sölu Hluti vörulínu Claudalie með vínekrur Langhe í baksýn.
Morgunblaðið/Hanna Friðriksdóttir
Lúxus Einn af „sérréttum hússins: Gommage crushed cabernet: bakstur eða
nudd upp úr blöndu af vínberjasteinum, hrásykri, hunangi og olíum.
TENGLAR
.....................................................
www.relaissanmaurizio.it
www.sources-caudalie.com
www.santostefanobelbo.it/english/
pavese_corpo1.htm
Bumba stórhættuleg heilsunni
Morgunblaðið/Sverrir
Nauðsynleg mæling Fita um mittið og milli líffæra í kviðarholinu hefur
verri afleiðingar fyrir heilsuna en fita annars staðar á líkamanum.