Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
EF EINHVERN
tímann er mikil þörf á
að nýta hráefnið okkar
betur og minnka um
leið skaðleg áhrif á um-
hverfið okkar, þá er það
nú á niðursveiflutímum.
Það færist í vöxt að
fyrirtæki hér á landi
taki upp gæðakerfi og
umhverfisstjórnunarkerfi, þar sem
stór þáttur er að nýta vel hráefnið og
skila afgöngum og restum flokkuðum
til endurvinnslu og eyðingar. Flokk-
un úrgangs og endurnýting á hráefni
er mikilvæg til að viðhalda hringrás-
inni.
Einnig er í slíkum umhverfiskerf-
um og gæðakerfum lögð rík áhersla á
að minnka orkunotkun
svo sem rafmagns-, olíu-
og vatnsnotkun.
Þetta á við í öllum
greinum atvinnulífsins
og ekki er síst þörfin í
sjávarútvegi þar sem við
getum gert enn betur við
að nýta hráefnið og
vinna það með hreinni
framleiðslutækni.
Það hafa verið tekin
stór skref til framtíðar í
lífrænni ræktun á Ís-
landi og hreinni fram-
leiðslutækni er varla til og vörur frá
viðkomandi framleiðendum eru í
háum gæðaflokki og eru bragðgóðar.
Iðnaðurinn sem ofast byggir á inn-
fluttu hráefni getur enn aukið nýt-
ingu hráefnis og skil til endurvinnslu
og eyðingar. Þar geta fyrirtækin
byrjað að stíga sín fyrstu skref með
því að taka upp „létt“ umhverfiskerfi.
Fengið ráðgjafar- eða vottunarfyr-
irtæki til að taka með sér skref fyrir
skref í að breyta framleiðslutækni og
breyta strúktúr fyrirtækisins í um-
hverfisvænni átt.
Verslun, þjónustugreinar og ann-
arskonar fyrirtækjarekstur er ekki
undanskilin og allir geta tekið á um-
hverfismálunum í sínum ranni.
Auðvitað reyna íslensk fyrirtæki að
nýta sitt hráefni vel, en betur getum
við gert ef framleiðslan er keyrð eftir
viðurkenndum gæða- eða umhverf-
iskerfum, ekki síst þar sem mikil
starfsmannavelta er.
Undirritaður hefur talsverða
reynslu af umhverfismerkinu Svan-
inum. Þar kom okkur mest á óvart
hvað slík vottun hafði víðtækari áhrif
á rekstur lítils fyrirtækis en okkur
grunaði. Þar er kannski helst að
nefna að slíkt kerfi er mikið gæða-
kerfi í leiðinni og er gott stýritæki í
rekstrinum, ásamt því að nýting hrá-
efnis jókst verulega.
Lýsandi dæmi um nýtingu hráefnis
sem ég nefnt oft hér að ofan er að
kerfið hefur kennt okkur að nýta
pappírinn betur og skila honum
hreinni frá okkur til endurvinnslu.
Frá því að við tókum upp Svaninn ár-
ið 2000 hefur pappírsúrkast minnkað
um 7-9%. Það er há tala og ekki síst
þegar fyrirtæki eru að nota hundruð
tonna af hráefni.
Með því að hafa áhrif á hönnun er
möguleiki að efni sé betur nýtt og það
á við í öllum atvinnugreinum að halda
sig eins nálægt staðli og hægt er. Án
þess að ég hafi þekkingu á hvernig
því er háttað, þá ættu umhverfismálin
að vera stór þáttur í námi sem tengist
almennri hönnun. Í okkar tilfelli er
hráefnið pappír. Við notum í okkar
framleiðslu um 80% umhverfis-
merktum pappír, með Svansmerkinu,
ásamt öðrum viðurkenndum merkj-
um eins og Evrópublóminu eða við-
urkenndan pappír af Svansmerkinu.
Slíkur pappír kemur úr nytja-
skógum sem eru endurræktaðir og
pappírinn er unninn í pappírsmyllum
sem nota hreina framleiðslutækni.
Það er því mikilvægt að pappír sé
áfram unninn á hreinan og vel nýt-
anlegan hátt eða án skaðlegra efna
eins og hægt er. Því er hann mjög
gott afgangshráefni til endurvinnslu.
Hringrásinni er þannig náð án
verulegrar fyrirhafnar.
Íslensk fyrirtæki eiga eftir að sigla
inn í erfiða tíma á næstu misserum.
Því tel ég að huga þurfi að þessum
málum sem ég nefni hér í fáum orð-
um, sem hefur fjárhagslegan og um-
hverfislegan ávinning í för með sér,
og ímynd fyrirtækjanna vex enn frek-
ar.
Oft var þörf, nú er nauðsyn
Ólafur Stolzenwald
skrifar um nýtingu
hráefnis og hreina
framleiðslutækni
»Með því að hafa áhrif
á hönnun er mögu-
leiki að hráefni sé betur
nýtt og það á við í öllum
atvinnugreinum að
halda sig eins nálægt
staðli og hægt er.
Ólafur Stolzenwald
Höfundur er prentsmiðjustjóri hjá
umhverfismerktri prentsmiðju.
ÁKVÖRÐUN mið-
stjórnar Sjálfstæðis-
flokksins síðastliðinn
föstudag um að sam-
þykkja tillögu for-
mannsins, Geir H.
Haarde, að efna til víð-
tækrar stefnumótunar í
Evrópumálum og flýta
landsfundi til loka jan-
úar er til marks um hversu mikið hef-
ur breyst á skömmum tíma í sam-
félagi okkar.
Þær efnahagslegu hamfarir sem
skollið hafa á þjóðinni kalla á víðtækt
endurmat á stöðu okkar og hags-
munum. Ísland er nú í breyttum
heimi. Hvernig styrkjum við heimilin
í landinu, hvernig ætlum við að
byggja upp íslenskt atvinnulíf á nýjan
leik samhliða því að við metum hvern-
ig hagsmunir íslenskrar þjóðar verði
best tryggðir á alþjóðavettvangi? Þar
verður m.a. að vega og meta þann
möguleika hvort hagsmunum Íslands
sé best borgið með aðild að ESB. Er
það einnig í samræmi við það sem
fram kemur í landsfundarályktun
Sjálfstæðisflokksins í apríl 2007. Kalt
hagsmunamat verður að ráða för þeg-
ar um hagsmuni íslensku þjóðarinnar
er að ræða. Því höfum við lofað.
Umræður um tengsl
Íslands og Evrópusam-
bandsins eru ekki nýjar
af nálinni, þær hafa ver-
ið fyrirferðarmiklar
jafnt innan Sjálfstæðis-
flokksins sem í almennri
þjóðfélagsumræðu
undanfarna tvo áratugi.
Segja má að þær hafi
hafist af fullum þunga er
viðræður hófust um að-
ild EFTA-ríkjanna að
innri markaði Evrópu-
sambandsins sem lauk
með samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið er und-
irritaður var í Portúgal í maí 1992.
Aðild Íslands að Evrópska efna-
hagssvæðinu var langt í frá óum-
deild. Um hana spunnust heift-
arlegar deilur rétt eins og þegar
Ísland gerðist aðili að EFTA árið
1970. Þeir sem lögðust gegn samn-
ingnum töldu hann vera aðför að
sjálfstæði þjóðarinnar, ógna land-
búnaði jafnt sem sjávarútvegi og há-
værar kröfur voru uppi um þjóðar-
atkvæðagreiðslu, m.a. af hálfu
verkalýðshreyfingarinnar.
Það var því alls ekki sjálfgefið að
Ísland gerðist aðili að EES og sú
mikla harka sem einkenndi deilur um
samninginn sýnir glöggt hversu við-
kvæm Evrópumálin eru í þjóðmála-
umræðunni. Ljóst var á þessum tíma
að ekki var pólitískur vilji fyrir hendi
til að ganga skrefinu lengra og fylgja
hinum Norðurlandaþjóðunum inn í
sambandið.
Skoðanir eru og verða áfram skipt-
ar um hversu langt beri að ganga í
Evrópumálum. Umræðan verður
hins vegar að fara fram og mikilvægt
er að sem flestir leggi þar lóð sitt á
vogarskálarnar. Í því mikla og spenn-
andi starfi sem nú er að fara í gang
innan Sjálfstæðisflokksins ætlum við
að vega og meta hagsmuni íslensku
þjóðarinnar í nútíð og framtíð á sem
breiðustum grunni. Með lýðræðis
legri umræðu þar sem allir geta átt
aðkomu hyggjumst við leiða þetta
mál til lykta innan flokksins. Slík
ákvörðun verður eingöngu tekin á
landsfundi.
Framundan eru spennandi tímar í
starfi Sjálfstæðisflokksins og ég vil
hvetja alla sjálfstæðismenn að koma
að þessari vinnu og leggja sitt af
mörkum við þessa mikilvægu stefnu-
mótun. Við skulum virkja grasrótina í
þessari stærstu og lýðræðislegustu
stjórnmálahreyfingu landsins. Ég
veit að umræðan verður heit og að
stundum verður hart deilt. Við vitum
að skoðanir eru og verða skiptar en
jafnframt að við munum ná niður-
stöðu, þar sem hagsmunir Íslands til
framtíðar verða fyrst og síðast lagðir
til grundvallar.
Tökum þátt
Umræðan um Evr-
ópumálin verður að
fara fram segir Þor-
gerður Katrín
Gunnarsdóttir
» Skoðanir eru og
verða áfram skiptar
um hversu langt beri að
ganga í Evrópumálum.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er menntamálaráðherra.
Ríkisstjórnin sem tók við í fyrra
sett börnin í forgang og í ágúst
kynnti heilbrigðisráðherra sér-
stakar aðgerðir til að auka þjón-
ustuna við börn með geðsjúkdóma.
Margir hafa sjálfsagt haldið að
þarna væri á ferðinni enn eitt
átakið sem myndi fjara út eftir
nokkra mánuði og gleymast.
Reyndin varð önnur því biðlistar
eftir þjónustu hafa styst og styst
og fyrir nokkru heyrði ég uppörv-
andi viðtal við geðlækni á BUGL
sem sagði að biðlistarnir væru enn
að styttast. Ég man ekki eftir að
börnin á BUGL hafi í annan tíma
átt sér öflugri málsvara en núver-
andi heilbrigðisráðherra. Það ber
að þakka.
Það var einnig mjög ánægjulegt
að sjá það á dögunum að loksins,
loksins, er risin ný og glæsileg
göngudeildarbygging á Dalbraut
fyrir börn og unglinga. Það er al-
veg ljóst að yfirlýsingarnar um að
setja börn með geðraskanir í for-
gang eru ekki orðin tóm, að
minnsta kosti er það ekki skiln-
ingur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
TÓMAS HAFLIÐASON,
Mosarima 13, Reykjavík.
Fyrir börnin á BUGL
Frá Tómasi Hafliðasyni
ÞJÓÐFÉLAGIÐ okkar er mjög
upptekið af fjármálakreppunni um
þessar mundir, enda ástæða til.
Margir eiga um sárt að binda, eru
hræddir og vilja fá lausn mála sinna.
Íslendingar krefjast úrræða og eru
samt neyddir til að vera í eins konar
„biðstöðu“ meðan óvissuástand rík-
ir.
Margt fólk er að ganga í gegnum
erfiðleika sem tengjast ekki fjár-
málakreppunni, eins og sjúkdóma,
skilnaði eða missi ástvina. Hælisleit-
endur á Íslandi tilheyra þessum
hópi. Frá sl. sumri hefur verið frek-
ar mikil umræða um málefni hæl-
isleitenda. Þrátt fyrir hana hafa
grundvallaratriði í hælismálum ekki
breyst til hins betra. Hjá þeim er
viðvarandi óvissuástand frá fyrsta
degi á Íslandi þar til máli þeirra er
ráðið til lykta, en það getur tekið
mörg ár.
Þrír hælisleitendur hafa verið í
hungurverkfalli frá 1. nóvember sl.
Þeir eru allir karlmenn frá Asíu- eða
Afríkuríkjum og hafa dvalist á gisti-
heimili í Reykjanesbæ í tvö til fjögur
ár.
Þeir segja: „Við vorum búnir að
bíða tvö, þrjú, fjögur ár en ekkert
gerðist. Við þáðum smá vasapeninga
og föt frá öðru fólki og búum í gisti-
heimili þar sem fjölskylda okkar er
ekki. Við getum ekki lært eða unnið
þó að við viljum það gjarnan. Við er-
um jú þakklátir fyrir aðstoð og vel-
vilja, en samt er slíkt ekki líf sem við
viljum.“
Þeir vita að íslenska þjóðfélagið er
núna að glíma við mjög sérstaka erf-
iðleika en segja jafnframt að að-
stæður heimalöndum þeirra séu
slæmar þar sem mannréttindi og
réttlæti eiga undir högg að sækja og
þess vegna urðu þeir að flýja þaðan.
Þeir komu til Íslands til þess að lifa
af, en hérna þurfa þeir áfram að
glíma við annars konar erfiðleika.
Með hungurverkfallinu eru þeir
að vonast til að fá almennilegt dval-
arleyfi á Íslandi og vekja athygli á
aðstæðum sínum. „Okkur langar
ekki í ráðstafanir til bráðabirgða.
Slíkt ferli er nú orðin óþolandi pína
fyrir okkur. Við þolum tvö, þrjú ár af
þessari óvissu en við getum ekki þol-
að þessar aðstæður áfram mörg ár
til viðbótar.“
Sem prestur innflytjenda og einn-
ig sjálfboðaliði hjá öðrum samtökum
fer ég oft í heimsókn til þeirra. Ég
hef þekkt þá í langan tíma enda hafa
þeir verið á gistiheimilinu nokkur ár.
Það er ýmislegt sem við getum rætt
sem vinir. Ég ætla ekki að mæla með
því að þeir haldi áfram í hung-
urverkfallinu, en mér finnst hins
vegar þeir hafa margt til síns máls,
sem nauðsynlegt er að skoða. Það er
engin ástæða til þess að fólk þoli
óvissu og stöðnun í lífi sínu í mörg
ár, þegar það kemur og leitar hælis á
Íslandi. Okkur ber að hjálpa til við
að gera aðstæður sem mannúðleg-
astar fyrir þessa einstaklinga. Hvað
stendur í vegi okkar?
Í tilvikum þessara manna hefur
engin veruleg ástæða til brottvís-
unar fundist á seinustu árum. Er þá
ekki réttara að veita þeim dval-
arleyfi með skyldum og ábyrgð sem í
því felst að vera löglegur íbúi í land-
inu, fremur en að koma fram við þá
eins og stofufanga?
TOSHIKI TOMA,
prestur innflytjenda.
Viljum við valda
„löglegri“ þjáningu?
Frá Toshiki Toma
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
PÓLITÍK og fag-
mennsku hefur verið
stillt upp sem andstæð-
um í umræðu um ný
bankaráð hinna end-
urreistu ríkisbanka.
Það er vafasöm nálgun.
Eftir að búið er að
kafkeyra fjármálakerfi
landsins með jafn
hrikalegum afleiðingum og raun ber
vitni, heyrist talað um hættuna sem
stafi af því að hleypa Alþingi að stjórn
bankanna. „Bankaráðin flokkspóli-
tísk á ný“ segir í fyrirsögn Frétta-
blaðsins fyrir nokkrum dögum. Vand-
lætingartónninn er augljós.
En hverjir hafa stýrt bönkunum
síðustu fimm árin eða síðan þeir voru
einkavæddir? Eru það ekki fagmenn:
Hagfræðingar og verkfræðingar, fólk
með alls konar gráður og stimpla upp
á vasann sem fagmenn í peningamál-
um eða þá menn með áratuga reynslu
úr fésýslu; fagmenn úr lífsins skóla.
Er ég þá að segja að það sé jafnvel
slæmt að hafa aflað sér reynslu eða
menntunar á fjármálasviðinu? Nei,
ég er að segja að fag-
mennska án gagnrýn-
innar hugsunar sé slæm
og að fagmennska og
eiginhagsmunir rími illa
saman. Það er kjarni
máls.
Byrjað að sjá til sól-
ar?
Þessa dagana heyrum
við að mjög mismunandi
sjónarmið eru uppi á
meðal hagfræðinga um
lausnir á efnahagsvand-
anum. Það er góðs viti. Byrjað að sjá
til sólar út úr þokunni. Múghyggjan
er aldrei varasamari en þegar hún
birtist okkur sem vísindi.
Einstaklingur sem kann að hlusta
á mismunandi sjónarmið og hefur til
að bera dómgreind til að vega og
meta markmið og mismunandi leiðir
til að ná þeim, kann að vera betri
stjórnandi en sá sem kann fagið en
skortir dómgreindina. Svo getur
þetta tvennt farið saman.
Ég fagna auknum lýðræðislegum
áhrifum í fjármálalífinu. Stjórn-
málaflokkarnir endurspegla mismun-
andi viðhorf í þjóðfélaginu. Með að-
komu þeirra er ólíklegra en ella að
einsleit hugsun verði ríkjandi við
Ögmundur Jón-
asson fjallar um
bankaráð og end-
urreisn bankanna
Ögmundur Jónasson
»Múghyggjan er
aldrei varasamari
en þegar hún birtist
okkur sem vísindi.
Höf. er alþingismaður.
stjórn bankanna eins og verið hefur.
Forðumst mistök fortíðar
Hitt þarf að vera kristaltært, að
þetta á ekki að vera fortíðin með sín-
um mistökum upp á nýtt! Mistök,
sem kunna að hafa verið gerð fyrr á
tíð, á ekki að endurtaka heldur verð-
ur að tryggja í hvívetna heiðarleg og
opin vinnubrögð þar sem við-
skiptavinir banka eru hvorki látnir
njóta né gjalda flokkstengsla. Það má
aldrei gerast. Aldrei. Slíka drauga
eigum við að skilja eftir í gröfinni.
Endurreistir bankar í almannaeign
verða að lúta ströngu og lýðræðislegu
aðhaldi frá almannavaldinu. Auðvald-
ið hefur sýnt okkur hversu vanmegna
það er – og ófaglegt ef því er að
skipta.
Niðurstaðan er sú að fjölbreytni í
viðhorfum er eftirsóknarverð. Það
eru fagleg vinnubrögð líka. Próf-
gráður tryggja hvorugt.
Pólitík eða fagmennska?