Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is LÆGRA VERÐ - SÖMU GÆÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HAUKUR Hilmarsson aðgerðasinni, sem dró Bónus- fána að húni á þaki Alþingishússins fyrir tveimur vikum, var handtekinn á föstudagskvöld eftir heimsókn á veg- um Háskóla Íslands í Alþingi. Haukur á eftir að afplána fjórtán daga af átján daga sektardómi. Neitaði að borga sekt vegna aðgerða árið 2005 Dóminn fékk hann árið 2005, vegna aðgerða Saving Iceland, en neitaði að borga. Síðla sumars 2007 var hann boðaður í afplánun. Hann mætti og sat inni í fjóra daga en var svo sleppt vegna plássleysis. Móðir Hauks, Eva Hauksdóttir, segir hann enga boðun hafa fengið um að afplánun ætti að hefjast á ný, fyrr en hann var handtek- inn. Almennt á fólk að fá þriggja vikna fyrirvara. Hann er háskólanemi og því kemur fyrirvaralaus fangelsisvist sér illa eins og gefur að skilja. Hvorki fangelsismálastjóri, lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu né yfirmaður innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar kannast sérstaklega við málið. Það er á hendi innheimtumiðstöðvar að lýsa eftir þeim sem ekki greiða sektir. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Páll Winkel fangelsismála- stjóri vísuðu báðir þangað, aðspurðir hver tæki ákvörð- un um handtökuna. Erna Björg Jónmundsdóttir, yf- irmaður þar, segir stofnunina hafa yfir 100 manns á lista yfir eftirlýsta. Hún þekki ekki þetta einstaka mál. Samkvæmt reglum eigi að boða menn í afplánun með þriggja vikna fyrirvara en hún geti ekki fullyrt að svo stöddu hvort það hafi verið gert eða ekki. Hún segir tvennt koma til greina. Hann hafi í raun verið boðaður með réttum fyrirvara, ekki mætt og því farið inn í eftirlýsingarkerfi lögreglunnar. Hinn mögu- leikinn sé sá að hann hafi verið eftirlýstur en mögulega hafi boðunin fyrirfarist. Svo hafi lögregla haft af honum afskipti af einhverjum ástæðum og þá komið í ljós að hann var eftirlýstur. Við slíkar aðstæður eru menn handteknir. Þekkja ekki málið  Mótmælandinn sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu handtekinn í fyrrakvöld  Gert daginn fyrir næstu mótmæli MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, af- henti í gærmorgun vinningshöfum í myndbandakeppni grunnskólanna verðlaun sín. 6. HHF í Háteigsskóla varð hlut- skarpastur í yngri flokknum en þau gerðu klippimyndband um Björn sem kemur til Íslands. Tvímenning- arnir Arnór Bragi Jóhannsson og Elí Kristberg Hilmarsson úr Grunn- skólanum í Þorlákshöfn urðu hlut- skarpastir í eldri flokknum en þeir gerðu tónlistarmyndband við frum- samið lag og texta. Háteigsskóli og Grunnskólinn í Þorlákshöfn fengu Sony HDR-HC5 myndbandsupptökuvél sem nem- endur skólanna hafa aðgang að. Að auki fá verðlaunahafar fatnað frá 66°Norður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtileg myndbönd verðlaunuð STÝRIHÓPUR um Landeyjahöfn hefur einkum rætt tvo möguleika til að bregðast við þeirri ákvörðun að kaupa ekki nýja ferju að sinni. Annars vegar að nota gamla Herjólf, hinsvegar að leigja tíma- bundið annars staðar frá ferju sem hentar aðstæðum betur. Vegna djúpristu Herjólfs eru frátafir áætl- aðar 5-10% af tímanum og yfir vetramánuðina jafnvel upp í 20%. Svo miklar frátafir eru ekki við- unandi kostur. Því er ætlunin að hefja leit að leiguferju þar sem frátafir yrðu svipaðar og upphaflega var lagt af stað með eða 3%, segir m.a. á sigl- ing.is Reynt að stýra ferjumálum í höfn SAMTÖK atvinnulífsins mælast til þess að stofnaður verði einn stór fjárfestingarsjóður atvinnulífsins með lífeyrissjóðum og helst erlend- um aðilum. Fjárfestingarsjóðurinn eigi að kaupa eignarhluti í fyrir- tækjum. Þetta er hluti af áherslum SA vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar í þágu fyrirtækja. Samtökin vilja líka að farið verði yfir refsiákvæði hlutafélagalaga, skattalaga og annarra laga í því skyni að afstýra því að stjórnendum sé refsað fyrir heiðarlegar tilraunir til að komast í gegnum yfirstand- andi erfiðleika. onundur@mbl.is SA vill fjár- festingasjóð TENGLAR .............................................. http://sa.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÞÚSUND manns mættu í starfs- kynningu Vinnumálastofnunar í ráð- húsinu á föstudag. Starfskynningin hélt áfram í gær, laugardag, og var búist við enn fleiri gestum í það skiptið. Kynningin var á vegum Eures, ráðningarþjónustu sem heyrir undir vinnumálastofnanir í mörgum Evr- ópuríkjum. Valdimar Ólafsson, Eur- es-ráðgjafi, segir aðsóknina meiri en búist hafi verið við. Hins vegar gleðj- ist enginn yfir því að fólk vilji flytja úr landi. Tilgangurinn með þessu sé að stuðla að upplýstri ákvörðun hjá þeim sem eru að hugleiða brottflutn- ing. Best sé að fólk hafi fengið vinnu áður en það flytur út svo ekki sé haldið út í óvissu. Störf í norsku olíunni Sextán stórfyrirtæki og ráðning- arþjónustur víðs vegar frá Evrópu, auk Eures-ráðgjafanna, kynntu starfstækifæri í sínum löndum. Mest var áherslan á byggingariðnaðinn, en einnig var spurn eftir vinnuafli í norska olíuiðnaðinn, svo sem verk- fræðingum og tölvunarfræðingum. Þá segir Valdimar að hollensk fyr- irtæki vanti töluvert af pípurum, raf- virkjum og verkfræðingum í vinnu. Eitthvert framboð er af störfum fyr- ir ófaglærða starfsmenn. Valdimar bendir þó á að mjög sé að draga sam- an í slíkum störfum í Evrópu, rétt eins og hér heima, en þó sé hægt að sækja um verkamannastörf í land- búnaði og þjónustustörf í ferðaþjón- ustu og hótelrekstri svo eitthvað sé nefnt. Fólki bauðst að mæta á staðinn með ferilskrár sínar tilbúnar. Þá gátu Eures-ráðgjafar farið yfir þær og fundið út hvaða möguleikar stóðu hverjum og einum til boða. Einnig var hægt að sækja beint um störf hjá viðkomandi stórfyrirtækjum og er- lendum ráðningarþjónustufyrir- tækjum. Nokkur atvinnuviðtöl fóru fram í Ráðhúsinu á föstudaginn. Upphaflega var kynning hugsuð fyrir fólk úr byggingariðnaðinum en eftir að bankakreppan magnaðist var hugmyndin útfærð meira. Margir leita til útlanda  Þúsund mættu á starfskynningu Vinnumálastofnunar í Ráðhúsinu á föstudag  Búist var við enn fleira fólki í gær  Atvinnumöguleikar í boði erlendis Morgunblaðið/Þorkell Olíuborpallar í Norðursjó Spurn er eftir vinnuafli víða í Evrópu, t.d. í olíuiðnaðinn í Noregi. Í HNOTSKURN »6.256 manns voru á at-vinnuleysisskrá á föstu- daginn, skv. upplýsingum frá Vinnumálastofnun. »Þar af voru 3.621 karl og2.635 konur, svo hlutfallið er nokkuð jafnt milli kynja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.