Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 43
Efnahagsmál 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á lögheimili ber að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má tilkynna flutning beint til Þjóðskrár. Eyðublað vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni www.thjodskra.is/flutningstilkynning Þjóðskrá Borgartúni 24, 150 Reykjavík, sími 569 2900, bréfasími 569 2949. m b l 10 6 6 8 7 6 Ýmis félagslega rekin fyrirtæki hófu rekstur í höfuðstaðnum og víð- ar í þéttbýli svo sem bæjarútgerðir og strætisvagnar og glæsilegir verkamannabústaðir risu af grunni. Í fyrsta sinn veitti ríkisvaldið fé í byggingu húsa ,,með öllum nútíma- þægindum“ sem gagngert voru byggð fyrir alþýðufólk. Viðbrögð einstaklinga og samtaka Á Akureyri hófu samvinnumenn mikla sókn, stofnuðu sápuverk- smiðju, timburvinnslu, smjörlík- isgerð og brauðgerð svo eitthvað sé nefnt. Þá hófu KEA menn svína- rækt, stofnuð pylsugerð, og gáfu sig í auknum mæli að uppbyggingu sjávarútvegs. Auk beinna opinberra fram- kvæmda stuðluðu aðrar aðgerðir stjórnvalda að því að bæta vaxt- arskilyrði fyrir einkarekin sprota- fyrirtæki. Í skjóli verndartolla og innflutningsbanns voru ný fyrirtæki stofnsett: Lýsisvinnslustöð, fisk- mjölsverksmiðja, ölgerð, smjörlík- isgerðir, sjóklæðagerð og vinnufata- gerðir, burstagerð og efnagerðir, skógerð, pípugerð. Sælgætisgerð var efld og árið 1932 var Slippurinn í Reykjavík stækkaður og end- urbættur til mikilla muna. Það er til marks um eflingu iðnfyrirtækja að árið 1934 stofnaði verksmiðjufólk í Reykjavík Iðju, félag verk- smiðjufólks, sama ár og atvinnurek- endur stofnuðu Vinnuveitendafélag Íslands. Þá er ónefndur hlutur frjálsra fé- lagasamtaka á fyrstu áratugum 20. aldar. Hlutur kvennasamtaka í byggingu Landspítala, hlutur Hringskvenna í byggingu endurhæf- ingarhælis fyrir berklasjúka og starf Mæðrastyrksnefndar með fátækum o.s.frv. Á kreppuárum 3. og 4. áratug- arins stóðu ríki og borg fyrir ýmsum framkvæmdum, oft í samvinnu við og fyrir áeggjan og frumkvæði frjálsra félagasamtaka, verkalýðs- félaga, samvinnumanna og hjálp- arsamtaka. Tillögur slíkra alþýðu- samtaka um opinberar framkvæmdir miðuðu undantekn- ingarlaust að því að bæta mannlíf í samtíð og framtíð. Með nokkrum rétti má fullyrða að atvinnuleysi þessa tíma hafi haft þau jákvæðu áhrif að það kallaði á opinberar framkvæmdir fyrr en ella hefði orð- ið, framkvæmdir sem margar hverj- ar urðu undirstaða þess velferð- arsamfélags sem byggðist upp á 20. öld. Má eitthvað læra af sögunni? Á hátíðlegum stundum tölum við gjarnan um lærdóma sögunnar, en er einhverju slíku til að dreifa? Er hægt að draga lærdóm af kreppu- sögu 20. aldar sem við getum nýtt okkur við aðstæður nú á öndverðri 21. öld? Þótt aðstæður og orsakir séu um margt ólíkar eru afleiðingar svipaðar. Heimur fólks sem fyrir fáum vikum var baðaður birtu vona og tækifæra, er nú hruninn. Á rúst- um hans stöndum við vonarsnautt, ráðvillt fólk og við okkur blasir vax- andi atvinnuleysi og fátækt. Í Evr- ópu leitaði fólk á 4. áratug síðustu aldar skjóls í samtakamættinum og lagði gjarnan traust sitt á hinn sterka foringja. Íslendingar létu samtakamáttinn duga. Í glímunni við verstu afleiðingar hrunsins get- um við og þurfum að taka mið af for- tíð.  Við verðum að sjá stórtækar op- inberar framkvæmdir.  Við þyrftum að sjá öflugan stuðn- ing við sprotafyrirtæki.  Við verðum að efla námsmögu- leika fullorðinna.  Við þyrftum að innleiða ókeypis skólamáltíðir sem sjálfsagðan hluta skólastarfs.  Við þurfum að leita nýrra leiða til að nýta orkuauð landsins, t.d. með rafknúnum almannasamgöngum.  Við ættum að efla almanna- samgöngur og láta á það reyna hvort ekki sé þjóðhagslega hag- kvæmt að hafa þær ókeypis fyrir alla.  Við gerum rétt í að efla sam- takamátt en forðast hinn sterka foringja.  Við þurfum að hætta að hugsa um ríki og sveitarfélög sem ógnun við einkaframtak. Ríki og sveit- arfélög eru ekki þeir heldur við.  Við verðum umfram allt að muna að sum fyrirtæki getum við átt saman, jafnvel þótt þau skili arði. kreppum? kommúnistar í kröfugöngu niður Bankastrætið árið 1935. Höfundur er sagnfræðingur. Greinin er byggð á bók hans Við brún nýs dags sem kom út 2007 og næsta bindi sama verks. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.