Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 21
að hann hefur þegar glímt við draumahlutverkin á óperusviðinu hafa hjálpað sér að taka ákvörðun um að flytja heim. Þá spiluðu veikindi föður hans líka inn í. „Foreldrar mín- ir hafa alltaf stutt dyggilega við bakið á mér og nú er komið að mér að end- urgjalda greiðann.“ Eins og að líta í spegil! Bassasöngvarinn kemur ekki einn til landsins. Með í för er unnusta hans, Jelena Raschke. Hún er tal- meinafræðingur og sópransöngkona og var í óperukórnum í Regensburg, þar sem parið kynntist. „Við kynnt- umst þegar ég var að syngja djöf- ulinn í Mefistofele og hún var ein af nornunum mínum.“ „Ég var með svínsnef í sýning- unni,“ skýtur Jelena, sem viðstödd er viðtalið, brosandi inn í. „Já, þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Jóhann Smári dreyminn á svip. „Eins og að líta í spegil!“ Jelena er af rússnesku og þýsku foreldri en ólst upp í Þýskalandi. „Hún hefur samt góð sambönd í Rússlandi og getur hæglega séð um Rússalánið fyrir okkur,“ segir bóndi hennar í léttum dúr. Jelena talar fimm tungumál og er af samtali okkar að dæma á góðri leið með að gera íslenskuna að því sjötta. „Ég er aðeins byrjuð að læra,“ segir hún hógvær. Jóhann Smári bætir við að hún hafi farið á mjög gott nám- skeið ytra áður en hingað var komið. „Ég hélt hún myndi bara læra eitt og eitt orð þar en hún kom til baka með heilmikla málfræðikunnáttu. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart, Þjóðverjar eru svo nákvæmir.“ Þau fluttu til Íslands í júlí og Jó- hann Smári stóð í þeirri meiningu að hann væri að koma heim til að taka þátt í góðærinu. „Vinir mínir hafa verið að byggja við húsin sín á und- anförnum árum og kaupa sér jeppa. Ég sá þetta í hillingum.“ Allt í einu var skollin á kreppa En þau Jelena voru ekki fyrr búin að koma sér fyrir en fjármálakerfi landsins hrundi eins og spilaborg. „Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Allt í einu var skollin á kreppa. Þetta var svolítið sjokk. Við fundum strax fyrir því á bílaláninu. Þegar við keyptum bílinn, sem er vel að merkja lítill og sparneytinn, var afborgunin 23 þús. kr. á mánuði. Síð- ast var hún komin upp í 37 þús. og ég vil ekki vita hvað hún verður næst.“ Jóhann Smári segir brosið aðeins farið að stirðna en engin uppgjöf sé þó í sér. „Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Það er yndislegt að vera kominn heim, þrátt fyrir allt. Maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti. Í stað þess að sópa öllu út úr húsinu okkar, eins og alvöru Íslend- ingar, verðum við að láta okkur nægja að mála yfir það. Ég ætla þó að leyfa mér að gera einn glugga.“ Jóhann Smári fékk listamannalaun í haust og segir það hjálpa sér að koma undir sig fótunum fyrsta kast- ið. Þá er hann kominn með vilyrði fyrir verkefnum af ýmsu tagi. „Ég sagði mig frá öllu í útlöndum út næsta ár a.m.k. Mér fannst ekki hægt að koma heim og byggja upp feril hér á ný með annan fótinn ytra. Það væri óttalegt hálfkák.“ Auk Vetrarferðarinnar eru m.a. framundan hjá honum jólatónleikar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Dísellu Lárusdóttur og upptaka á Hallgrímspassíu eftir Sigurð bróður hans, með Scola cantorum og Caput. Þá er Sigurður að ljúka við nýja óp- eru, Hel, sem vonandi verður frum- sýnd með vorinu enda þótt „styrkt- araðilar hafi í önnur horn að líta um þessar mundir“. „Það eru næg verk- efni. Það er líka kostur við Ísland að það er alltaf hægt að skapa sér verk- efni með því að hóa saman fólki. Ekki vantar hæfileikana hér. Ég er bara bjartsýnn á framtíðina.“ Hann kveðst líka finna fyrir vakn- ingu í menningunni. „Menning og listir þrífast alltaf best í kreppu og hvar er betra að gleyma áhyggjum sínum af veraldlegum gæðum en á góðum tónleikum?“ Jóhann Smári lýsir þó áhyggjum sínum af framkvæmdum á tónlist- arsviðinu og spyr hvað verði um tón- listarhúsið, óperuhúsið og Hljóma- höllina í Keflavík. „Við höfum beðið í áratugi eftir byggingum af þessu tagi og það væri súrt í broti ef hætt yrði við þær nú. Því trúi ég hreinlega ekki. Auðvitað hefði átt að byggja tónlist- ar- og óperuhús á sama stað og jafn- vel láta Listaháskólann fylgja með. Hér er alltaf fullyrt að það gangi ekki upp. Við sem sungið höfum í Evrópu vitum hins vegar að það er ekki rétt. Ég bendi til dæmis á húsið í Bregenz í Austurríki sem getur að líta í nýj- ustu James Bond-myndinni. Það er svona fjölnota hús og ekki stóð í Berl- ínarfílharmóníunni að spila þar.“ Jóhann Smári mun líka fást við svolitla kennslu í vetur og gæti vel hugsað sér að kenna meira í framtíð- inni. „Það er fátt skemmtilegra en miðla af reynslunni og vinna með ungum söngvurum. Ég reyni að vera ekki of neikvæður enda þótt heimur óperunnar sé feikilega harður. Það er enginn dans á rósum að vera óp- erusöngvari.“ Íslendingar frjálslegir Jelena hefur hlýtt á mál okkar og kveðst hafa skilið það sem okkur fór á milli í megindráttum. Henni líst vel á sig á Íslandi en kveðst þurfa tíma til að venjast veðrinu. Hún vinnur um þessar mundir í Bláa lóninu þar sem tungumálakunnátta hennar kemur í góðar þarfir, auk þess sem hún legg- ur stund á íslenskunám. „Draum- urinn er að vinna hér sem talmeina- fræðingur í framtíðinni.“ Jelena segir margt líkt með Íslend- ingum og Þjóðverjum en þeir fyrr- nefndu séu þó frjálslegri í fasi. „Hún er svolítið hissa á því að fólk detti bara sísona inn úr dyrunum hjá okk- ur. Það myndi aldrei gerast í Þýska- landi. Þar eru allar heimsóknir skipu- lagðar með góðum fyrirvara,“ útskýrir Jóhann Smári. „Já, þetta kom mér á óvart,“ við- urkennir Jelena, „en er í lagi svo lengi sem maður passar upp á að vera skikkanlega til fara.“ Nú hlæja skötuhjúin dátt. Jelena viðurkennir að hún sakni fjölskyldu sinnar en mun hitta hana í Þýskalandi um jólin. „Síðan kemur öll mafían hingað næsta sumar,“ bæt- ir Jóhann Smári við kíminn. „Mafían,“ étur unnustan upp eftir honum og danglar létt í hann. Bæði eru þau sannfærð um að Je- lena eigi eftir að festa rætur á Ís- landi. „Það er líka eins gott. Það er útilokað að selja húsið og bílinn. Við komumst aldrei út aftur,“ segir Jó- hann Smári og hlær sínum magnaða bassahlátri. Svo rúður skjálfa í Há- degismóum. gjunum Ópera 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.