Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 30
30 Ferðaþjónusta
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Fix Töframassinn
Hreinsar, fægir og verndar samtímis
Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur
Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík
Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning
Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði
Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.
Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, áli, kopar,
messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni o.fl.
Svampur
fylgir með
- Fitu- og kýsilleysandi
- Húðvænt
- Náttúrulegt
- Mjög drjúgt
„Við reynum að láta sköpunargleðina, umhyggju-
semina og ástina ráða ríkjum í eldhúsinu okkar
enda erum við í þessum bransa af lífi og sál. Upp-
skriftirnar verða allar til í tilraunaeldhúsinu okkar
heima og markmiðið er svo auðvitað það að við-
skiptavinirnir skynji hollan heimamat í fram-
leiðsluvörum Móður náttúru. Þetta er okkar mót-
vægi við óholla skyndibitann, sem alltof oft ratar í
munn og maga stórra sem smárra,“ segja hjónin
og matgæðingarnir Valentína Björnsdóttir og Karl
Eiríksson, sem reka fyrirtækið Móður náttúru og
útbjuggu hollan íslenskan „brunch“ fyrir banda-
rísku blaðamennina í galleríinu hjá Tolla innan um
myndverk og músík þeirra bræðra.
Hollustan er í hávegum höfð í hverjum rétti hjá
þeim hjónum sem trúa því staðfastlega að hollur
mati hafi mikið forvarnargildi. Ekki veiti af að
sporna gegn allri óhollustunni, sem nú tröllríði
hinum vestræna heimi. Í matargerð geti Íslend-
ingar svo sannarlega verið til eftirbreytni með
ferskt og flott hráefni allt um kring.
Þó sjálf séu þau Valentína og Karl ekki algjörar
grænmetisætur sérhæfa þau sig í gerð næring-
arríkra og hollra grænmetisrétta undir merkjum
Móður Náttúru, sem er afsprengi átaksins Auður í
krafti kvenna og stofnað var í desember árið
2003. Fyrirtækið hefur, að sögn eigenda, fengið
einkar góðar og sívaxandi viðtökur. Þrettán starfs-
menn starfa nú hjá fyrirtækinu, sem er með að-
stöðu í Grafarvogi og selur vörur sínar í flestar
matvöruverslanir og mörg mötuneyti. Auk þess er
fyrirtækið nú að hefja þjónustu með heitan mat til
fyrirtækja í hádeginu.
„Í okkar huga er hollustan spurning um lífsstíl
og val. Það er vel hægt að temja sér holla lífs-
hætti ef skynsemin fær að ráða för,“ segir Valent-
ína, sem segir fyrirtækisreksturinn tvinna saman
áhuga sinn annars vegar á mat og hinsvegar á
hollustu og heilbrigði. Sjálf er Valentína svæð-
anuddari að mennt en eiginmaðurinn er mat-
reiðslumeistarinn á heimilinu. „Grænmetisréttir
eru auðveldir í matreiðslu og fara einkar vel í
maga. Auk þess geta baunaréttir verið holl og góð
búbót nú þegar heimilin þurfa að spara,“ segir
Valentína í spjalli við blaðamann á meðan banda-
rísku gestirnir gæddu sér á veitingunum og gerðu
góðan róm að. Í nesti fékk blaðamaður svo upp-
skrift að Smalaböku, uppfullri af hollustu, en fleiri
uppskriftir má finna á vef Móður náttúru,
www.modirnattura.is
Mótvægi við skyndibitann
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
R
eykelsisilmur liggur í loft-
inu á vinnustofu mynd-
listarmannsins Tolla í
Reykjavík þar sem sam-
an er kominn sjö manna
hópur bandarískra fjölmiðlunga í
sunnudagshádegi ásamt nokkrum
Íslendingum, sem skipulögðu fjög-
urra daga ferðalag þeirra til Íslands.
Tolli gengur um á milli gestanna og
svarar spurningum um list og land á
meðan bróðir hans Bubbi lemur gít-
arinn og kyrjar nokkur af flottustu
lögunum sínum. Einhver útlenski
blaðamaðurinn undrar sig á að þess-
ir tveir hæfileikaríku listamenn skuli
tengdir bræðraböndum, en bætir
svo við að það sé kannski ekkert svo
ýkja skrýtið í ljósi þess að Íslend-
ingar hefðu þrátt fyrir fámenni og
margt annað margsannað mátt sinn
og megin. Auk eyrna- og augnkon-
fekts fá bragðlaukarnir líka sitt því
búið er að dekka upp borð með
„brunch“ að hætti Móður náttúru.
Allt er gert til að freista þess að
fanga athygli erlendu blaðamannana
enda eru viðskipti í húfi og það jafn-
vel mikil, ef vel tekst til. Ekki veitir
af mitt í allri kreppunni!
„Ó, ég elska Ísland. Hér er allt svo
„kúl“ og maturinn hreint frábær.
Það kom mér verulega á óvart. Ég
kem örugglega aftur. Við erum búin
að upplifa svo margt skemmtilegt á
fjórum dögum. Þetta er búið að vera
stanslaust partí út í gegn allan tím-
ann,“ segir blaðakonan Christina
Tynan Wood brosandi út að eyrum
skömmu áður en hópurinn kvaddi
Ísland, reynslunni ríkari og með já-
kvæða upplifun í farteskinu sem rat-
ar vonandi beinustu leið í bandaríska
prent- og ljósvakamiðla.
Matur og menning
Í Íslandsheimsókninni var lögð
sérstök áhersla á að kynna jarð-
varma og orkunýtingu í bland við
lífsstíl, mat og menningu.
„Útlendingar heillast mjög af því
hversu stoltir Íslendingar eru af
landinu sínu og það smitar vissulega
út frá sér á heillandi og jákvæðan
hátt. Persónuleg tengsl við fólk er
okkar langbesta landkynning. Við
eigum við að einblína á að selja okk-
ur út á við sem þjóð og nota til þess
mannlegar tengingar,“ segir Þor-
varður Goði Valdimarsson, mark-
aðsstjóri Iceland Travel, sem er
stærsti ferðaheildsalinn hér á landi.
Iceland Travel, sem er dótturfélag
Icelandair, hefur yfir þrjátíu ára
reynslu í móttöku erlendra ferða-
manna. Starfsmenn fyrirtækisins
eru um sjötíu og starfa á þremur
markaðssvæðum: í fyrsta lagi Norð-
ur-Evrópu, í öðru lagi Suður-Evrópu
og í þriðja lagi teljast Ameríka, Kan-
ada, Ástralía og Asía til eins mark-
aðssvæðis. Að auki rekur fyrirtækið
hvataferðadeild, ráðstefnudeild og
skemmtiferðaskipadeild.
Helsti vaxtarbroddurinn í mark-
aðssetningu íslenskrar ferðaþjón-
ustu erlendis er nú í Norður-
Ameríku, að sögn Þorvarðar, ekki
síst fyrir tilstuðlan landkynning-
arverkefnisins Iceland Naturally,
sem hófst þar árið 2000 og vinnur
Ferðamálastofa, að sögn Þorvarðar,
mjög gott starf í þágu landkynn-
ingar. Verkefnið felur í sér samstarf
stjórnvalda og íslenskra fyrirtækja
með starfsemi á þessu markaðs-
svæði. Á vegum verkefnisins hefur
m.a. verið unnið að skipulagningu og
þátttöku íslenskra aðila í viðburðum
fyrir almenning, sem hafa það mark-
mið að vekja athygli á Íslandi sem
spennandi ferðamannastað og
styrkja ímynd landsins með áherslu
á hreina náttúru og blómstrandi
menningu.
„Við eigum fyrst og fremst að
leggja áherslu á að fá til landsins
ferðamenn, sem hafa efni á því að
ferðast um Ísland. Miklu betra er að
fá fáa og dýra ferðamenn en marga
og ódýra. Í heiminum er til margt
ríkt fólk, sem vill sækja út í náttúr-
una, en búa á hótelum,“ segir Ólafur
William Hand, athafnamaður og
fyrrverandi markaðsstjóri Ferða-
málaráðs í New York. „Ferðabrans-
inn hefur staðið af sér mikið öldurót
í gegnum tíðina, en með öllum þeim
frábæru afþreyingarmöguleikum,
sem hér hafa verið að byggjast upp,
trúi ég því að lúxusferðir til Íslands
verði hátt skrifaðar hjá hinum vel
borgandi ferðamönnum. Við eigum
ekki að keppa við Mallorka eða
þýskar ferðaskrifstofur, sem smala
fólki upp í rútur eins og um réttir
væri að ræða og gefa svo öllum sama
matinn á garðann. Við eigum miklu
fremur að skapa okkur sérstöðu með
því að gera út á lúxus og háklassa í
öllum aðbúnaði. Við eigum að stefna
að því að markaðssetja Ísland sem
lúxusland. Það er engin spurning í
mínum huga,“ segir Ólafur.
Lífsháski og listamenn
En hvernig er árangursrík land-
kynningarferð í raun og veru, að
mati markaðsmanna? „Það á að hóa
saman hæfilega mörgum erlendum
Lúxus í litlu landi
Íslendingar eiga að einbeita sér að vel borgandi ferðamönnum, stefna að því að markaðssetja litla
Ísland sem lúxusland og nota til þess ríkan mannauð og þjóðmenningu sem afl á erfiðum tímum.
Ferðamálastofa hyggstbeita sér af krafti og halda á lofti jákvæðri umfjöllun um Ísland í erlendum
fjölmiðlum, meðal annars með blaðamannaferðum til Íslands og almannatengslastarfi.
!
"
"# $
Ánægð Hjónin Dan Tynan og Christina Tynan Wood starfa bæði sem blaða-
menn í Bandaríkjunum. Þau voru hæstánægð með Íslandsdvölina.