Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is G rimmir en litríkir sjóræningjar í anda Króks skipstjóra og hrottalegir söngvar hafa reynst þrautseigt yrk- isefni en það á rætur að rekja til gull- aldar-sjóræningjanna frá upphafi 18. aldar. „15 menn uppi á dauðs manns kistu, hæ hó og rommflaskan með,“ var sönglað skrækum rómi í Gulleyjunni, hinni frægu sögu Roberts Louis Stevensons. Sjórán hafa verið stunduð á flestum höfum jarð- ar allt frá því að verslunarmenn hófu að nota sjó- leiðina til vöruflutninga. Hægt er að finna skráðar heimildir um sjórán allt frá 13. öld f. Kr. þegar sjó- ræningjar herjuðu í Miðjarðarhafi. Sjóræningjar nútímans eru ekki síður skæðir en forverar þeirra þótt harkalegar aðgerðir gegn þeim eins og op- inber réttarhöld og aftökur tíðkist ekki lengur. Svipaðar starfsaðferðir og áður „Sjómenn drógu þær ályktanir af meðferðinni á sjóræningjum að slík starfsemi borgaði sig ekki. Yfirvöld á okkar tímum eiga í vandræðum vegna alþjóðalaga. Skipaeigendur geta gripið til ráða eins og að hafa háþrýstidælur tiltækar eða raf- magnsgirðingar, en allt vinnur sjóræningjunum í hag,“ hefur BBC eftir dr. David Cordingly, sagn- og sjóræningjafræðingi. Cordingly segir starfsaðferðir sjóræningja ekki hafa breyst svo ýkja mikið í gegnum aldirnar. Að- almunurinn sé fólginn í því hvað þeir gera eftir að skipin hafa verið yfirbuguð. „Áður fyrr tóku þeir með sér verðmæti og yfirgáfu eða drápu áhöfnina. Sjóræningjarnir í Karíbahafinu fóru ekki fram á lausnargjald fyrir skipin. Það gera hins vegar sjó- ræningjar nútímans og þ.á m. við Sómalíu,“ segir Cordingly. Meðallausnargjald sem sómalískir sjó- ræningjar fara fram á fyrir skip og áhafnir eru tvær milljónir Bandaríkjadala. En gjaldið hefur farið hækkandi að undanförnu og fer eftir verð- mæti skipa og farms. Mest hætta stafar af sjóræningjum við strendur Sómalíu, Nígeríu og Indónesíu. Aukning sjórána er fyrst og fremst rakin til aukinnar tíðni þeirra í Adenflóa norðan við Sómalíu og í Indlandshafi við Sómalíu austanverða. En þriðjungur allra sjórána það sem af er ári átti sér stað á þessu svæði. Flestir sjóræningjanna úti fyrir ströndum Sóm- alíu styðjast við móðurskip og gera minni skip út frá þeim til árása. Þeir nálgast skipin aftan frá á nokkrum hraðbátum og skjóta svo akkerum að skipunum sem við eru bundnir stigar og svo er klifrað um borð. Nýjustu dæmi sýna að risaskip á við olíuflutningaskipið Sirius Star, sem rænt var um síðustu helgi og er á stærð við þrjá fótbolta- velli, reynast sjóræningjum nokkuð auðveld bráð. Búist við aukningu á næsta ári Samkvæmt spá skrifstofu alþjóðlegra siglinga- mála (IMB), sem gefur út vikulegar skýrslur um sjórán á heimsvísu, er búist við mikilli aukningu sjórána á næsta ári. Á þessu ári hafa verið tilkynntar yfir 120 árásir úti fyrir Sómalíu. Yfir 35 skipum hefur verið rænt og um 600 skipsmenn verið teknir í gíslingu. Áber- andi aukning varð á ránum á seinni hluta þessa árs og þykir það benda til vaxandi vanda. Þrátt fyrir aukinn viðbúnað alþjóðlegra flota við Sómalíu gæti orðið erfitt að hindra sjóránin að mati sérfræðinga. Indlandshaf er stórt hafsvæði og auk þess að vera vel vopnum búnir hafa sjó- ræningjarnir burði til að starfa langt á hafi úti. Þeir eru því eins og nálar í heystakki. Hæ hó og rommflaskan með!  Ríkisstjórn Sómalíu hefur verið óstarfhæf allt frá því árið 1991 þegar herskáir ættbálkaleiðtogar komu einræðisherranum Siad Barre frá völdum og hófu svo stríð hver á hendur öðrum. Nú- verandi stjórn var mynduð af SÞ árið 2004 en hefur ekki tekist að vinna á fátækt og átökum í land- inu. Sómalía er eitt fátækasta land heims og er meirihluti lands- manna háður matvælaaðstoð, heilbrigðisþjónusta er í lágmarki og ólæsi mikið. Freistingin fyrir unga menn til að ganga til liðs við sjóræningja sem bera vel úr býtum er því mikil. Ræningjarnir skipta lausnarfénu á milli sín en skipafélögin greiða iðulega lausafé. Utanríkisráðherra Kenía segir sómalska sjóræningja hafa náð inn yfir 150 milljónum Bandaríkjadala í lausnargjöld á þessu ári. jmv@mbl.is Fátækt gerir sjóránin freistandi  WALESBÚ- INN Sir Henry Morgan var uppi á 17. öld. Hann stundaði „lögmæt sjó- rán“, þ.e. hafði leyfi frá stjórn- inni í London til að ræna kaup- skip óvina Breta. J. Pierpont Morgan, auð- kýfingur í Bandaríkjunum um 1900, frægur fyrir risastórt klumbunef og ósvífni í peninga- málum, sagðist vera afkomandi sjóræningjans sem hefði lagt grunn að auðæfum ættarinnar. kjon@mbl.is Lögmæt sjórán og J. P. Morgan J. P. Morgan  LÍF liðsmanna Morgans og Blá- skeggs var ekk- ert sældar- brauð, grimmdin í garð samherja og fanga ægileg. Menn urðu að „ganga plank- ann“, þ. e. steypa sér í sjóinn ef grunur vaknaði um svik, aðrir fengu að „sofa hjá dóttur kapt- einsins“, þ.e. voru húðstrýktir með gaddasvipu, enn aðrir hengdir í reiðanum. Margir höfn- uðu um borð í fangaskipi eftir tap í orrustu og börðust þar við rottur, lýs og kóleru. kjon@mbl.is Engin sæla undir hauskúpuflagginu  EITT af öflugustu skipa- félögum heims, danska A. P. Møller-Mærsk, hefur ákveðið að láta sum af 50 tankskipum sínum fara suður fyrir Góðrarvonar- höfða í stað þess að nota Súes- skurðinn. Ástæðan er vaxandi hætta á sjóránum út af strönd Sómalíu og við mynni Rauðahafs. Frontline-skipafélagið í Noregi, sem annast flutninga á miklum hluta af olíu Mið-Austurlanda á heimsmarkaðina, íhugar að feta í fótspor Dananna. Siglingaleiðin suður fyrir Afr- íku er mun lengri en um skurð- inn og ljóst að það gæti hækkað verð á olíufatinu á mörkuðum ef ekki tekst að stemma stigu við sjóránunum. kjon@mbl.is Dýrari olía vegna sjóránanna? ÍSLENSK skipafélög gera út allmörg fragtskip auk þess sem þau leigja erlend skip til tímabundinna verkefna. Eyþór Ólafsson, öryggisstjóri Eimskips, segir afar sjaldgæft að skip á vegum félagsins sigli um þekktar sjóræningaslóðir, megnið af flutn- ingum þess sé á norðanverðu Atlantshafi. „Okkar skip eru með vottað öryggiskerfi, það byggist á svokölluðum ISPS-kóða sem Alþjóðasigl- ingastofnunin gefur út. Við fáum alltaf upplýsingar frá ríkislögreglustjóra um ástandið með aðstoð þessa alþjóðakerfis, fáum að vita ef hætta er talin hafa aukist. Þegar við sendum skip inn á hafsvæði þar sem hættan er talin meiri en annars staðar metum við hana og grípum til viðeigandi ráðstaf- ana. Um borð er alltaf ákveðinn grunnviðbúnaður en svo er notast við hækkuð viðbúnaðarstig. Þarna á ég við vöktun af ýmsu tagi. En skip sem sigla mikið um þessi svæði eru jafnvel með raf- magnsgirðingar utan á skipinu og geta sett þær út. Það er til margs konar búnaður af þessu tagi en við höfum ekki séð ástæðu til að fara út í þannig við- brögð. Fylgt er kerfi sem sett var á 2004, í fram- haldi af árásunum 11. september 2001. Þar er notað þetta áhættumat sem ég nefndi, grunnráðstafanir og svo auknar ráðstafanir ef ástæða þykir til.“ – Oft er sagt frá bíræfnum sjóránum við hafnir í Nígeríu, eruð þið stundum með skip þar? „Ekki með eigin skip, það væru þá leiguskip eða þá að við kaupum okkur „slot“ eða pláss í stórum skipum aðila eins og Mærsk eða Hapag-Lloyd. Okk- ar eigin skip eru öll skráð á Antigua og Barbuda. Áhafnir á okkar helstu skipum, Fossunum, eru ís- lenskar. En önnur skip eru líka að hluta mönnuð Ís- lendingum og við erum oft með okkar íslensku full- trúa, jafnvel upp í þrjá, á leiguskipunum.“ kjon@mbl.is Sjaldan á sjóræningjaslóð Reuters Sjórán Sómalískur sjóræningi um borð í úkra- ínska skipinu Faina sem var rænt í september.  Sjóræningjar hafa stundað iðju sína um heimsins höf svo öldum skiptir  Sjórán eru arðbær í Indlandshafi þar sem alþjóðleg flutningaskip eru auðveld bráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.