Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 61

Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 61
Minningar 61 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar dóttur, móður, ömmu, systur, mágkonu og frænku, KÖTLU SIGURGEIRSDÓTTUR, Þórsgötu 22, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 31. október. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Anna G. Kristgeirsdóttir, Elva Rakel Sævarsdóttir, Aron Kristinn Haraldsson, Stella Sigurgeirsdóttir, Jóhann Bjarni Pálmason, Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir, Daði Sigurgeirsson, Kristgeir Sigurgeirsson og fjölskylda. ✝ Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR ERLINGSDÓTTUR, Grýtubakka 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans, Landakoti og Karitas systra fyrir góða umönnun. Ellen Ásthildur Ragnarsdóttir, Friðþjófur Bragason, Þorkell Ragnarsson, Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Ingunn Ragnarsdóttir, Símon Wiium, Guðmundur Birgir Ragnarsson, Bettý Stefánsdóttir, Soffía Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ásþór Ragnarsson, Kolbrún Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sendum okkar bestu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa okkur mikinn hlýhug, vináttu og samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Suðurgötu 37, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti föstudaginn 31. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. Haraldur Theodórsson, Guðjón Haraldsson, Sigríður Siemsen, Haraldur Guðjónsson, Yalda Guðjónsson, María Guðjónsdóttir, Helgi Guðjónsson, Ludwig Norooz Guðjónsson, Þórir Haraldsson, Mjöll Flosadóttir, Gunnur Elísa Þórisdóttir, Ástdís Sara Þórisdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU B. ÓLAFS Látraströnd 19, Seltjarnarnesi. Skúli Ólafs, Guðbjörg R. Jónsdóttir Bjarni Björnsson, Gunnar Skúlason, Guðrún Gestsdóttir, Jón Björn Skúlason, Steinunn Hauksdóttir, Jóhanna S. Ólafs, Björn Bjarnason, Guðfinna B. Scott, Christofer Scott, og langömmubörn.                          Mig setti hljóðan þegar ég frétti að Haukur væri látinn. Fallinn var frá góður vinur. Ég var svo lánsamur að vera sem ungur lögreglumaður oft með Hauki á bíl eins og lögreglumenn kalla það þegar tveir eða fleiri lög- reglumenn veljast saman til verka. Haukur var skemmtilegur vinnu- félagi og kom fyrir sjónir sem tíma- laus á óræðum aldri. Það var því þannig að við hinir yngri í starfi töldum hann tilheyra okkur en litum aldrei á Hauk sem hluta af eldri mönnum vaktarinnar. Haukur Ásmundsson ✝ Haukur Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 9. september 1949. Hann lést á heimili sínu 3. nóvember síðastliðinn. Útför Hauks var gerð frá Neskirkju í Reykjavík 11. nóv. sl. Haukur var mjög duglegur til vinnu, góður lögreglumaður, minnugur og átti auð- velt með að finna lausn á málum sem borgarar gátu sætt sig við. Framkoma hans og snyrtimennska var til fyrirmyndar og maður fann til öryggis að fara með honum í erfið mál, enda var honum oft falin úr- lausn þeirra. Hauki var umhugað um þá sem unnu með honum og aldrei kvaddi hann mann eftir langa vakt án þess aðtryggja að verkefni vakt- arinnar væru í öruggum farvegi. Síðar á starfsferlinum kom þessi umhyggja hans vel fram hjá honum sem stjórnanda á einni vaktinni. Hann vissi allt um sitt fólk, fylgd- ist með högum og háttum þeirra og reyndist þeim vel þegar erfiðleikar voru. Hann hvatti fólkið sitt til góðra verka og menn fundu vel fyrir metn- aði hans og keppnisskapi. Utan vinnu var Haukur tryggur vinur sem hafði gaman af íþróttum enda snjall á því sviði og þar kom keppn- isskap hans og þróttur að góðum notum. Í seinni tíð átti golfið hug hans all- an og ég var svo lánsamur að eiga þess oft kost að spila með honum og njóta vel félagsskapar við hann inn- an sem utan vallar. En knattspyrnu- áhugi hans var líka óþrjótandi og eftirminnileg er ferð sem við fórum fjórir vinnufélagarnir fyrir nokkrum árum til að sjá knattspyrnuleiki á Englandi. Ég var sá eini sem ekki fylgdi að málum sama liði og hinir og fékk óspart að heyra það í ferðinni, eflaust átt það að einhverju leyti skilið með yfirlýsingum mínum. Haukur kom mér þó til varnar þegar honum fannst nóg um eftir að lið mitt hafið lotið all-illilega í gras fyrir hans liði. Þarna var að hans mati kominn tími til að styðja félagann. Elsku Ásta, Haukur var lánsamur að eiga slíkan klett sér við hlið sem þú ert. Við Gyða sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan guð að styrkja þig og börnin á þessum erfiðu tímum. Karl Steinar. Elsku Svala Mér fannst sólin og fegurðin dofna á Te- nerife þegar Þóra hrindi í mig og sagði að þú værir dáin, sorgin hvelfdist yfir mig, við sem vorum búnar að kveðjast í síðasta sinn dag- inn áður en ég fór. Við vissum að við sæjumst ekki aftur í þessu lífi. Ég flutti á Vesturveginn þegar ég var 7 ára og urðum við vinkonur fljótlega og Þyrí í Varmahlíð var líka með okkur. Það var mikið af krökk- um í nágrenninu og nóg að gera og höfðum við besta leikvöll sem hægt var að hugsa sér, Lautina okkar góðu. Árin liðu, við gengum í skátafélag- ✝ Svala Guð-munda Sölva- dóttir fæddist á Bakka á Siglufirði 4. apríl 1933. Hún andaðist á Landspít- alanum fimmtudag- inn 23. október síð- astliðinn. Útför Svölu fór fram frá Kópavogs- kirkju 30. okt. sl. ið Faxa, fórum mikið í göngur um fjöllin okk- ar fallegu og útilegur og róðratúra. Síðsum- ars fundum við lunda- pysjur og slepptum þeim við Urðirnar, á heimleiðinni fundum við fleiri svo þetta urðu kannski 3-4 ferð- ir á kvöldi. Við fórum í sveit saman í 3 sumur, ég var á Suður-Fossi í Mýrdal og þú á Norð- ur-Fossi. Allt í einu vorum við orðnar ung- ar stúlkur og ákváðum að skoða heiminn, við fórum með skipi til Glasgow á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Með okkur voru margar stúlkur úr Netagerð Vestmannaeyja og fleira fólk. Farið var um Skotland og England á rútu og mikið ævintýri að vera í London árið 1953. Svo kom að því að ég eignaðist strákana mína og gifti mig, þú áttir Halldór Val. Fljótlega fluttir þú í Kópavoginn. Það var ekki gott að horfa á eftir þér úr Vestmannaeyj- um. En síminn kom sterkur inn enda var ég á símstöðinni og við hittumst alltaf ef ég kom upp á land eða suður eins og sagt var í Eyjum. Samband okkar var mikið þó að við værum ekki á sama stað. Allir fallegu hlut- irnir sem þú hefur gefið mér í gegn- um árin, við höfum alltaf gefið hvor annarri jóla- og afmælisgjafir. Við hjónin fluttum í Kópavog fyrir 11 árum í næsta nágrenni við þig, við heimsóttum þig mjög oft og þú komst mikið til mín. Sumarið var þér erfitt, þú varst svo þakklát í veikindum þínum, þér fannst allir svo góðir við þig, sér- staklega talaðir þú um börnin þín sem væru svo hugsunarsöm. Elsku Svala mín, þú þessi sterka kona þurftir að láta í minnipokann fyrir krabbameininu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Svala mín, ég þakka þér 68 ára vináttu sem aldrei féll skuggi á. Ég sendi Halldóri, Ragnheiði, Lilju og Jóa innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, Guð blessi minningu þína. Þín, Ingibjörg Þórðardóttir (Lilla.) Svala Guðmunda Sölvadóttir Mig langar að kveðja tengdaföður minn, hann Halldór Þorstein Gestsson, með fáum orðum. Ég kynntist honum um sumar á sólbjört- um degi og þannig voru öll okkar kynni og þannig var allt hjá þessum prúða manni, notalegt, bjart og gott. Synir okkar tilbáðu afa sinn og það gerðu barnabörnin og barnabarna- börnin öll með tölu. Hann var svo skemmtilegur, hann afi á Hlíðarveg- inum. Hann bjó til snjókarl fyrir jólin, sem stóð og horfði inn um eldhús- gluggann, gjarnan með skrýtna húfu og undarlegt glott á andlitinu. Hann sagði líka furðulega spennandi og æv- intýralegar sögur. Þær fjölluðu um ýmislegt, sem fullorðnir skilja ekki, en afi kunni á þessu góð skil. Það var ✝ Halldór Þor-steinn Gestsson, fæddist á Siglufirði 15. apríl 1917, hann lést á Heilbrigð- isstofnun Siglu- fjarðar 3. nóvember 2008. Útför Halldórs var gerð frá Siglu- fjarðarkirkju 15. nóvember sl. líka svo gaman að fylgjast með honum taka upp jólaskrautið, löngu fyrr en það var gert annars staðar. Amma á afmæli 20. desember og þá var alltaf búið að skreyta á Hlíðarvegi 11. Jólin komu fyrr en annars staðar hjá afa og ömmu. Það var ekki síður skemmtilegt að fylgjast með afa pakka niður skrautinu, það gerði enginn á sama hátt og hann. Halldór var fjölskyldumaður af bestu gerð. Hann var ekkert sérstak- lega mikill samkvæmismaður, en því skemmtilegri heima fyrir með sínu fólki. Hann tefldi töluvert, bæði í Tafl- félagi Siglufjarðar og eins man ég eft- ir þeim svilum, Helga í Hvammi og Halldóri sitja löngum stundum að tafli. Hann dundaði líka við frímerki og ýmislegt fleira, sem ekki var mjög hávaðasamt. Það var einhvern veginn þannig að það fylgdu Halldóri rólegheit. Hann hafði afskaplega góð áhrif á umhverfi sitt og það var gott að vera nálægt honum. Nú þegar hann er farinn frá okkur koma upp í hugann margar góðar minningar. Skemmtilegu ferðirnar í Fljótin á gula Fiat, rauða Fiat og Polski Fiat, útilega í Hlöðuvík með allan krakkaskarann og svo margt og svo margt. Þótt ég viti að enginn velur sér ætt- ingja þá verð ég alla tíð þakklát manninum mínum fyrir að eiga svona yndislega foreldra. Ég er viss um að hann hefði aldrei valið aðra. Nú þegar komið er á leiðarenda segi ég einfaldlega takk fyrir mig og mína. Elsku Lína og þið öll hin, ég veit að þið syrgið öðlinginn ykkar, en þið haf- ið líka margs að minnast og mikið að þakka fyrir. Megi Guð vera með ykkur öllum. Ólöf Markúsdóttir. Halldór Þorsteinn Gestsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.