Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 50
FÓLK sem glímir
við sálrænan vanda á
borð við þunglyndi og
kvíða leitar gjarnan til
klínískra sálfræðinga
eða geðlækna eftir úr-
lausn á vanda sínum.
Báðar stéttirnar vinna
að því að hjálpa mann-
inum að leysa úr vanda
sínum. Þær nálgast þó vanda fólks á
ólíkan hátt, enda hafa þær ólíka
grunnmenntun.
Á klínískum sálfræðingum og geð-
læknum er einnig sá grundvall-
armunur, að ríkið niðurgreiðir þjón-
ustu geðlækna en ekki sálfræðinga.
Sálfræðingar
Menntun sálfræðinga fjallar um
sálarlíf mannsins og þroskaferil frá
bernsku til fullorðinsára. Sálfræðin
fjallar um hvernig maðurinn hugsar,
finnur til og bregst við og hvernig
persónuleiki hans mótast. Hún
byggir á vísindalegum rannsóknum
um það efni.
Í fyrri hluta námsins er lögð
áhersla á bóklegt nám og rannsókn-
arvinnu. Síðar í náminu er lögð
áhersla á greiningu og meðferð á
þroskafrávikum, afbrigðilegum við-
brögðum og flóknum samskiptum.
Sálfræðingurinn notar viðtöl við
greiningu á vanda fólks og beitir
einnig stöðluðum mælikvörðum og
prófum. Eftir fimm til sex ára nám
lýkur sálfræðingur kandidatsprófi
eða embættisprófi og getur þá feng-
ið löggildingu sem sálfræðingur. Að
því loknu velja margir sér sérgrein.
Klínískir sálfræðingar
Stærsta sérgrein sálfræðinnar er
klínísk sálfræði. Hún fjallar um
greiningu og meðferð á sálrænum
vandamálum. Þetta nám tekur
gjarnan fjögur til fimm ár á Íslandi.
Klínískir sálfræðingar beita mis-
munandi meðferð. Algengastar eru
hugræn atferlismeðferð, tengsla-
meðferð og sálgreiningaraðferðir.
Sé dæmi tekið af
hugrænni atferl-
ismeðferð, þá er fyrst
gerð greining á vand-
anum, markmið sett og
vinnan að þeim mark-
miðum er sett upp á
skipulegan hátt. Byggt
er á vísindalegum
rannsóknum um árang-
ur viðkomandi með-
ferðar. Áhersla í námi
sálfræðinga er á það
eðlilega í sálarlífi
mannsins og því eru
klínískir sérfræðingar
ekki síst vakandi fyrir styrkleikum
og heilbrigði í fari hans.
Geðlæknar
Grunnnám í læknisfræði tekur um
sex ár á Íslandi. Námið hefur einnig
manninn sem viðfangsefni en beinist
einkum að líkama hans. Í fyrstu eru
námsgreinar einkum líffærafræði,
efnafræði , líffræði, lífeðlisfræði og
lyfjafræði, en beinast svo að ólíkum
sjúkdómum og lækningum á þeim.
Nemendur fá svo starfþjálfun undir
handleiðslu á hinum ýmsu deildum
sjúkrahúsa og í heilsugæslu á náms-
tímanum.
Að loknu embættisprófi fara flest-
ir læknar í sérnám. Eitt þeirra er
geðlæknisfræði. Tímalengd sér-
fræðináms er ólík eftir áherslum en
3-4 ár eru algeng. Meginnálgun geð-
lækna er sú að sálrænn vandi stafi af
röskun eða ójafnvægi á taugaboð-
efnum í heila. Meðferð felst fyrst og
fremst í lyfjameðferð sem hefur að
markmiði að hafa áhrif á þessi boð-
efni. Árangur af lyfjameðferð er
fyrst og fremst metinn með sam-
anburðarrannsóknum.
Geðlæknir beitir viðtölum og geð-
skoðun til að finna sjúkdóms-
einkenni og gerir ýmsar athuganir á
líkamsstarfsemi sjúklings síns í
þeim tilgangi að gera sjúkdóms-
greiningu. Sumir geðlæknar veita
einnig sálræna meðferð og að því
leyti er skörun á milli þeirra og klín-
ískra sálfræðinga.
Sömu markmið
Klínískir sálfræðingar og geð-
læknar eru heilbrigðisstéttir og
heyra undir landlæknisembættið og
heilbrigðisráðuneyti. Þessar stéttir
vinna oft saman, nýta þekkingu hvor
annarrar í greiningu og meðferð og
vísa oft á milli sín.
Geðlæknir vill oft fá aðstoð klín-
ísks sálfræðings við að meta með
prófunum tiltekna eiginleika eða
hæfni hjá sjúklingi til að geta gert
sem öruggasta greiningu og klín-
ískur sálfræðingur sem sér að vandi
einstaklings kallar á lyfjatöku leitar
til geðlæknis um það. Stundum
vinna þeir saman að skipulagðri
meðferð. Það eru markmið beggja
sérfræðinga að aflétta sálrænu álagi
og hjálpa manninum að takast á við
vanda sinn.
Að eiga val um meðferð
Sú mismunun sem felst í því að
niðurgreiða þjónustu geðlækna en
ekki sálfræðinga er á skjön við nýleg
lög. Í lögum um heilbrigðisþjónustu
frá árinu 2007 er gert ráð fyrir að
allir skuli hafa jafnan hafa rétt á
bestu mögulegri heilbrigðisþjón-
ustu. Þetta er því miður ekki raunin
þegar fólk leitar aðstoðar við sál-
rænum vanda. Og ekki standa sér-
fræðingarnir jafnt að vígi á einka-
stofum sínum þótt þeir sinni
svipuðum vandamálum hjá þeim
sem til þeirra leita.
Svokallaður hefðarréttur virðist
ráða því að heimsóknir til geðlækna
eru niðurgreiddar en ekki heim-
sóknir til klínískra sálfræðinga. Í
dag kýs fólk gjarnan að leita til sál-
fræðinga vegna þeirra aðferða og
áherslu sem þeir hafa í meðferð-
arvinnu sinni. Fjölmargir hafa kynnt
sér vísindalegar niðurstöður um ár-
angur klínískrar sálfræðimeðferðar,
án lyfjatöku og mikið er vitað um
samanburðarrannsóknir af lyfja-
meðferð og sálrænum meðferð-
arformum.
Þar sem þjónusta klínískra sál-
fræðinga er ekki niðurgreidd af al-
mannafé eins og raunin er um þjón-
ustu geðlækna má segja að fólk, af
kostnaðrástæðum, eigi oft ekki val
um að leita þeirrar meðferðar sem
það þarf. Niðurgreiðsla á þjónustu
sérfræðinga ætti að ráðast af ár-
angri starfs þeirra. Það er sanngirn-
ismál að bæta úr þessu.
Álfheiður Stein-
þórsdóttir skrifar
um starf klínískra
sálfræðinga og
geðlækna
» Svokallaður
hefðarréttur virðist
ráða því að heimsóknir
til geðlækna eru
niðurgreiddar en
ekki heimsóknir til
klínískra sálfræðinga.
Álfheiður
Steinþórsdóttir
Höfundur er sérfræðingur í klínískri
sálfræði.
Sömu markmið –
ólík nálgun
50 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Rúmgóð 3ja herbergja 87,5 fm þjón-
ustuíbúð (60 ára og eldri) á 1. hæð
(jarðhæð). Íbúðin er vel útfærð með
sér verönd og garði. Íbúðin er ný-
máluð. Húsvörður er í húsinu ásamt
þjónustuseli sem er rekið af Reykjavíkurborg. Tvær lyftur. Íbúðin er laus við
kaupsamning. Verð 25,9 millj.
HRAUNBÆR 103 – 110 REYKJAVÍK
ÞJÓNUSTUÍBÚÐ
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090
jöreign ehf
Faxafen 10 - 108 Reykjavík - e ignir@eignir . is
Sími 580 4600
Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali
www.eignir.is
Lúxus penthouse íbúð
á frábærum stað.
Fyrsta matarboðið innifalið
Stórglæsileg og vel skipulögð, 212 fm penthouse íbúð á einni hæð
með frábæru útsýni yfir Reykjavíkurborg. Aðeins ein íbúð á hæðinni í
fimm íbúða lyftuhúsi. Tvennar svalir. Rúmgott anddyri, gott skápa-
pláss. Glæsileg hjónasvíta með fataherbergi, sérbaðherbergi og út-
gengi út á svalir, auk þess annað svefnherbergi og baðherbergi.
Hornbaðker í báðum baðherbergjum. Stór stofa og borðstofa og rými
fyrir bókaherbergi eða sjónvarpsstofu. Eldhúsið er rúmgott með góð-
um borðkrók og tengist vel borðstofu. Meðfram eldhúsi og stofum
eru rennihurðir út á stórar garðsvalir, sem gefur rýminu sérlega
skemmtilega nýtingarmöguleika. Sér þvottahús inn af eldhúsi. Falleg
sameign, góðar geymslur og stæði í bílageymslu.
Hátt til lofts og vítt til veggja. Íbúðin skilast fullbúin vönduðum inn-
réttingum, gólfefnum og tækjum í eldhús og þvottahús. Innfeld
lýsing, hiti í gólfum og rafstýrð gluggatjöld.
Auk þess er fyrsta matarboðið innifalið með þjóni og kokki fyrir allt
að 10 manns.
Þetta er án efa ein flottasta íbúðin á markaðnum í dag.
Verð: 79.500.000.- Allar nánari upplýsingar hjá Eignaum-
boðinu í síma 580 4600 eða hjá Aðalheiði í síma 893 2495.
RÍKISSTJÓRN Ís-
lands hefur lítið lært
af slæmri reynslu af
eigin kynning-
armálum innanlands
og erlendis unanfarna
mánuði. Þegar litið er
út fyrir landsteinana
má benda a.m.k. átta
mánuði aftur í tímann; til mars-
mánaðar á þessu ári, þegar utan-
ríkisráðherra hélt fund um íslensk
efnahagsmál í Kaupmannahöfn.
Danskir fjölmiðlar mættu ekki, ef
undan er skilin ein sjónvarpsstöð.
Þeir sem alla jafna vöktuðu hvert
fótmál Íslendinga, svo sem Börsen
og Berlingske, mættu ekki og fjöll-
uðu ekkert um fundinn. Svipuð
urðu örlög fundar forsætisráð-
herra skömmu síðar í New York.
Hvað hafa yfirvöld lært á þeim
átta mánuðum sem liðnir eru frá
Kaupmannahafnarfundinum? Hafa
þau hlustað á fagaðila í almanna-
tengslum sem bent hafa á að við-
fangsefnið þurfi að taka faglegum
tökum í samræmi við viðurkennda
alþjóðlega aðferðafræði? Vettvang-
urinn er ekki síst í útlöndum, þar
sem almenningur er í uppnámi og
ríkisstjórnin í fyrirfram töpuðu
stríði við yfirvöld. Hefur rík-
isstjórnin leitað sér ráðgjafar og
falið færustu PR-sérfræðingum,
sem gjörþekkja aðstæður á hverj-
um stað, að halda uppi vörnum fyr-
ir málstað Íslands þar sem tjónið
er mest, svo sem í Danmörku,
Bretlandi og Hollandi og jafnvel
Þýskalandi? Nei, þess sjást ekki
merki. Þó eru hæg heimatökin því
mörg íslensku almannatengslafyr-
irtækjanna eru í nánum og dag-
legum samskiptum við samstarfs-
fyrirtæki sín í öðrum löndum, þar
með talið þeim sem hér hafa verið
nefnd.
Kostnaður?
Hver er ástæðan? Telur rík-
isstjórnin kostnaðinn af faglegum
almannatengslum of mikinn? Er
kostnaðurinn meiri en sem nemur
verðmæti ímyndar Íslands, sem
sumir telja að hafi nú þegar verið
sturtað í klósettið? Eða stendur
ríkisstjórnin í þeirri trú að hún
geti vel sinnt verkefninu sjálf með
því að „mynda samstarfshóp ým-
issa fjölmiðlafulltrúa ráðherra og
fleiri góðra manna til að fylgjast
með því hvernig fjallað er um Ís-
land í erlendum fjölmiðlum og
hvernig rétt sé að bregðast við
því“, svo vitnað sé til ummæla nýr-
áðins embættismanns í við-
skiptaráðuneytinu í
viðtali í október?
Öflug almanna-
tengslaherferð
Einn fjölmargra
sem bent hafa á mik-
ilvægi þess að fylgja
ráðstöfunum rík-
isstjórnarinnar eftir
með „öflugri al-
mannatengsla-
herferð“ er alþjóðlegi
ráðgjafinn Daniel Le-
vin, sem veitt hefur
stjórnvöldum margra ríkja ráð-
gjöf, sem lent hafa í efnahags-
þrengingum. Erindi Íslands við al-
menning, ekki síst
sparifjáreigendur erlendis, sem
óttast að hafa tapað öllu sínu á
viðskiptum við íslensku bankana,
er brýnt og í raun lykillinn að
endurreisn ímyndar landsins
gagnvart umheiminum.
Viðleitni borgaranna
Ýmsir aðilar hér á landi og er-
lendis hafa brugðist við af skyldu-
rækni og beinlínis tekið að sér það
hlutverk ríkisstjórnarinnar að
halda uppi vörnum fyrir Ísland.
Þeirra á meðal eru námsmenn og
háskólakennarar, sem veitt hafa
viðtöl og skrifað greinar í blöð til
að útskýra málstaðinn. En þetta
er alls ekki nóg. Til að ná árangri
þarf samstarf við almannatengsla-
fyrirtæki hér á landi og erlendis
sem móta hernaðaráætlun í því
skyni að ná eyrum almennings.
Lausnin er ekki handahófs-
kenndar fréttatilkynningar, sem
sendar eru guð má vita hvert.
Fréttatilkynningar eru bara einn
þáttur í heildstæðri aðgerðaáætl-
un og sendar samkvæmt mótaðri
aðferðaáætlun almannatengslafyr-
irtækja eftir ákveðnum leiðum til
fyrirfram ákveðinna markhópa.
Merkið „Ísland“
Úr öllum áttum er hrópað á rík-
isstjórnina að leita sér alþjóð-
legrar aðstoðar á sviði almanna-
tengsla. Trúverðugleiki íslensku
þjóðarinnar og íslenskra fyr-
irtækja, sem byggja afkomu sína á
viðskiptum við útlönd, er að veði.
Þjóðin þarf að endurheimta virð-
ingu sína eins og Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti,
sagði nýlega í viðtali við spænska
dagblaðið El País. Meðan ekkert
er gert verður merkið „Ísland“
minna og minna virði í augum út-
lendinga. Það snýst í andhverfu
sína, verður skammaryrði eða í
besta falli aðhlátursefni sem knýja
mun Íslendinga til að þykjast vera
frá Nýja-Sjálandi verði þeir
spurðir um þjóðernið í útlöndum.
Á sama tíma munu íslensk fyr-
irtæki þurfa að verja ómældum
tíma og kostnaði í að sannfæra
samstarfsaðila sína erlendis um að
þeir séu traustsins verðir.
Bolli Valgarðsson
telur að rík-
isstjórnin sinni
kynningarmálum
ekki nægilega vel
»Er kostnaðurinn
meiri en sem nemur
verðmæti ímyndar Ís-
lands, sem sumir telja
að hafi nú þegar verið
sturtað í klósettið?
Bolli Valgarðsson
Höfundur starfar við ráðgjöf
í almannatengslum.
Ríkisstjórnin og
almannatengslin
@Fréttirá SMS