Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 76
SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 4 °C | Kaldast -4 °C  Norðvestan 8-15 m/s, hægari vindur austan til. Snjókoma eða él norðvestan til, einkum sídegis. » 10 SKOÐANIR» Staksteinar: Sjávarútvegur og ESB Forystugrein: Viðsjárverður heimur Reykjavíkurbréf: Lýðræði á tímum neyðarástands og kreppu Ljósvaki: Besta afþreyingarefnið UMRÆÐAN» Ekki of seint að sækja um lán Samskiptin tekin föstum tökum Íburður í fundarherberginu Vinnuföt sem hæfa Hvíta húsinu Ógn íslensku þjóðfélagi Fjárhagsleg heilsa – Svik og prettir Rétt skal vera rétt Eru líkur á áframhaldandi góðæri … ATVINNA» KVIKMYNDIR» Hótel Jörð er falleg mynd. » 70 Á gamanvefnum The Onion má lesa fáránlegar fréttir, m.a. um höfuð- verkjalyf sem veldur sársauka. » 72 TÖLVUR» Fáránlegar fréttir TÓNLIST» Juana Molina á óvenju- legan feril. » 68 FÓLK» Tíu tekjuhæstu stjörnu- pörin í Hollywood. » 71 Tónleikar Þursa- flokksins og Caput í Höllinni voru frá- bærir en mynddisk- urinn dregur þá nið- ur um stjörnu. » 69 Hljómleikar ársins TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Bretland sömu leið og Ísland? 2. Hætti að greiða af lánum sínum 3. Kynþokkafyllsta konan naflalaus 4. Grunur um peningaþvætti Þjóðleikhúsinu Hart í bak Skoðanir fólksins ’Í öllum framtíðarskýrslum umefnahagshrun heimsins mun verðahægt að draga saman sjö megin-skýringar. Þessar skýringar munu líkagilda fyrir íslenska hrunið og draga fram ástæður þess hvers vegna það varð algjört á eyjunni bláu. » 54 JENNÝ STEFANÍA JENSDÓTTIR ’En það er alveg engiltært eins ogstaða mála er nú, að margt þaðfólk sem við treystum fyrir öryggi ogvelferð þjóðarinnar brást skyldum sín-um. Það svaf á verðinum meðan óveð- ursský ofurútlána, greiðsluábyrgðar í útlöndum og glæfralegra fjárfestinga hrönnuðust upp. » 54 MAGNÚS M. NORÐDAHL ’ Vissulega er kaldhæðnislegt aðlíkja saman grunnskóla sem nýver-ið hrundi yfir mörg hundruð börn áHaíti og efnahagshruninu á Íslandi. Mérer hins vegar ómögulegt annað en taka eftir að ýmislegt er svipað í bakgrunni þessara atburða. » 55 SIGURGRÍMUR SKÚLASON ’Þriðjungur Íslendinga segist getahugsað sér að flytja af landi brott íleit að vinnu og mannsæmandi lífi, núþegar við blasir stórfellt atvinnuleysi ogógnvænleg kreppa næstu árin. Verður tekið á móti þeim á erlendri grund eins og við tökum á móti innflytjendum og flóttamönnum á Íslandi? » 55 KOLFINNA BALDVINSDÓTTIR OG LUCIANO DUTRA ’Nú, þegar nýrra siða er þörf semaldrei fyrr, falla stjórnmálamenn-irnir í gamla ábyrgðarleysisfarið. „Ekkibenda á mig.“ Auðvitað ættu ráðherrarviðskipta og fjármála báðir að sjá sóma sinn í að segja af sér. Það er bara ekki lenska í íslenskum stjórnmálum. Hér hanga menn á stólum sínum, hvað sem á gengur. Með fáeinum undantekn- ingum. » 55 KRISTJÁN BJARTMARSSON Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is HÁSKÓLAR landsins hafa þurft að bregðast við kreppunni eins og aðrir en fólk sækir í nám á þess- um óvissutímum. Sveigjanleiki og sprotahugsun eru lykilorð. Opið er fyrir umsóknir í mun fleiri námsleiðir en á venjulegri vorönn. Ennfremur hef- ur umsóknarfrestur verið framlengdur og því enn ekki of seint að sækja um nám sem hefst á nýju ári. „Besta vörnin er að halda áfram að mennta sig og næla sér í ennþá meiri þekkingu,“ segir Arnar Snær Pétursson, sem hefur meistaranám í alþjóð- legum viðskiptum við Háskólann á Bifröst eftir áramót. Skólarnir leggja nú höfuðáherslu á rannsóknir og nýsköpun og búast má við aukinni samvinnu milli háskólanna. Eitt af þeim verkefnum sem eru að fara af stað er svokallað Hugmyndahús, sem er samstarf Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri verður farið af stað með atvinnusmiðju, en tilgangurinn er að efla alla nýja hugsun hvað varðar atvinnu- tækifæri. Innan HA hefur komið fram sú hug- mynd að þar verði Háskóli fólksins, en það starf á að stuðla að því að sérfræðingar skólans verði að- gengilegir almenningi til ráðgjafar og fræðslu. Í Morgunblaðinu í dag er farið yfir hvað íslensk- ir háskólar eru að gera til að bregðast við breytt- um þjóðfélagsaðstæðum og versnandi atvinnu- ástandi. Sprotahugsun háskóla  Mun fleiri námsleiðir en á venjulegri vorönn  Skólarnir leggja nú höfuðáherslu á rannsóknir og nýsköpun  Búast má við aukinni samvinnu milli háskólanna Morgunblaðið/Kristinn HR Anna Sigga Lúðvíksdóttir ætlar aftur í nám.  Nám er besta vörnin | 38-39 ÞJÓÐINNI hef- ur þótt menn tregir til að gang- ast við ábyrgð vegna hruns fjár- málakerfis lands- ins. Nú hefur Morgunblaðið hins vegar haft uppi á manni sem er reiðubúinn að axla ábyrgð á ósköpunum: Jóhanni Smára Sævars- syni bassasöngvara. Kannski ekki maðurinn sem spjót- in stóðu á en þannig er mál með vexti að Jóhann Smári hefur gegnum söngkennslu tengst inn í banka- og fjármálakerfið. „Ég er með nokkra nemendur og sumir þeirra eru tengdir inn í bankakerfið,“ segir hann. „Tveir hafa unnið hjá Kaup- þingi, einn hjá Landsbankanum, auk þess sem ég er með föður eins af fyrrverandi forstjórum bankanna og bróðurson Geirs H. Haarde for- sætisráðherra. Fyrir vikið finnst mér eins og ég eigi þátt í kreppunni og hef jafnvel velt því fyrir mér hvort ég þurfi hreinlega að axla ábyrgð og segja af mér!“ Er það rétt skilið, ertu að axla ábyrgð á hruni fjármálakerfisins? „Já, ég er að því. Og skora á þjóð- ina að flykkjast á Vetrarferðina eftir Schubert í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20 til að berja sökudólginn aug- um!“ | 20 Axlar ábyrgð á kreppunni Bassasöngvari teng- ist fjármálakerfinu Jóhann Smári Sævarsson Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÉG VAR búin að ganga með það í maganum, eiginlega í mörg ár, að setja eitthvað í botninn á bollum,“ segir Auður Inga Ingvarsdóttir listamaður. „En svo kom það eiginlega bara eftir hrunið að hafa það hjörtu. Það þarf svo innilega eitthvað til að lyfta upp geðinu,“ bætir hún svo við. Undanfarið hefur aðalhugðarefni Auðar Ingu verið að búa til bolla sem hún kallar hamingjubolla. Í botn þeirra setur hún hjarta, sem óneitanlega gleður augað þegar góður drykkur hefur verið teygaður til botns. Engir tveir bollar eru eins, hvorki í lagi né að lit. Auður Inga hefur þó búið til ýmislegt fleira um dag- ana heldur en hamingjubollana, því skál nokkur eftir hana hefur hlotið allnokkra athygli. Botníu kallar hún skálina og má gera sér í hugarlund af hvaða líkams- hluta skálin dregur nafn sitt þegar hún er barin aug- um, auk þess sem Auður Inga málar og gerir alls konar önnur listaverk úr leir. Auður Inga er á lokaári í Classical School of Art, hönnunardeild. Vinnustofa hennar er, eins og eflaust hjá mörgum öðrum listamönnum, í bílskúr heimilisins. Þar er hún með brennsluofn, rennibekk og sprautu- klefa, en þegar hún er að mála er hún inni á heimilinu. „Ég mála bara hérna inni á gangi, rútta bara til svo ég komist fyrir,“ segir hún brosandi. Fleiri verk Auðar Ingu má sjá á http://ainga.net/. Morgunblaðið/Golli Auður með bolla Gott er að teyga sopann úr sannkölluðum hamingjubolla. Auður í hamingjubollum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.