Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 60
60 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 ✝ Ásrún ErlaValdimarsdóttir var frá Teigi í Vopnafirði, sú fjórða í röðinni af níu systkinum, fædd 14. janúar 1923. Ás- rún lést hinn 7. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Jó- hannesson bóndi frá Syðri-Vík og Guð- finna Þorsteins- dóttir skáldkona (Erla). Eftirlifandi systkini Ásrúnar eru fjögur: Guð- rún fædd 1920, Steindór Gunnar 1924, Þorbjörg 1928 og Hildi- gunnur fædd 1930. Látin er þau Þorsteinn fæddur 1918, Margrét 1921, Rannveig 1926 og Hrafnkell 1935. Ásrún og eftirlifandi eig- inmaður hennar Hörður Hjaltason hófu búskap í Kópa- vogi um miðjan sjötta áratuginn þar sem þau byggðu í Melgerði. Sonur þeirra er Valdimar Harðarson, fæddur 1955. Kona hans er Jóhanna Elín Stef- ánsdóttir og eiga þau tvo syni, Þor- stein fæddan 1989 og Olgeir Guðberg fæddan 1992. Auk þess á Jóhanna tvö börn, þau Stef- án Georgsson og Guðrúnu Jó- hönnu Georgsdóttur. Dóttir Ásrúnar og Harðar var Olga, fædd 1961 er lést sem unga- barn. Jarðarför Ásrúnar fór fram mánudaginn 17. nóvember sl. Allar götur frá 1975 hefi ég þekkt þau Ásu og Hörð en við Hörður störfuðum báðir saman við bygg- ingu Sigölduvirkjunar á sínum tíma. Hann var um tíma erlendis og skrif- uðumst við þá oft á. Þegar hann kom til baka fór eg oft með þeim hjónum og ýmsum öðrum fjölda ferða út í náttúruna. Áttum við þar sameiginlegar stundir við rabb og skoðun á náttúru Reykjanesskag- ans. Margar ferðirnar fórum við í Kaldársel og á Helgafell sunnan Hafnarfjarðar. Krísuvík, Kleifar- vatn og Vatnsleysuströndin þar sem við leituðum uppi gamlar grónar götur, yfirgefin eyðibýli, sel og sitt hvað fleira forvitnilegt. Gjarnan var kaffi og með því haft með í för til hressingar. Saga viðkomandi svæðis var gjarnan rifjuð upp. Um áramótin 1979/80 kom eg með vinkonu mína frá Þýskalandi í heimsókn til þeirra og varð það upp- hafið að mjög ánægjulegum sam- skiptum sem áttu eftir að endast mjög lengi. Rigningardag einn und- ir lok nóvembermánaðar 1982 eða fyrir 26 árum vígði sr. Arngrímur Jónsson sóknarprestur í Háteigs- kirkju okkur Úrsúlu í hjónaband að viðstöddum einungis tveim vottum við mjög látlausa og einfalda athöfn. Það voru hjónin Hörður Hjaltason húsasmiður og Ásrún Valdimars- dóttir sem við fylgjum nú síðasta spölinn. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra Ásu og Harðar. Það var mik- ið menningarheimili. Áhersla var lögð á kjarngóða og vandaða ís- lensku, oft var farið með vísur, margar eftir Þorstein bróður Ásu. Vinir og ættingjar voru stundum til staðar þegar okkur bar að garði. Aldrei var svo þröngt setinn bekk- urinn að ekki væri pláss fyrir okkur tvö og jafnvel eftir að börnin okkar komu til sögunnar. Nokkrum sinn- um var Eiríkur Þorsteinsson móð- urbróðir Ásu í heimsókn. Hann hafði að jafnaði gömlu takkaharmó- nikkuna sína meðferðis og var öllum mikill gleðigjafi. Lögin sem hann spilaði eftir eyranu eins og margir alþýðulistamenn gjarnan gerðu, voru lög frá aldamótunum og jafn- vel eldri, frá dögum norsku síld- veiðimannanna á Siglufirði. Þegar þau Ása og Hörður komu í heimsókn til okkar í Mosfellsbæ var jafnan tekið til að spila þýskt spil sem Doppelkopf nefnist. Þá spila tveir og tveir yfirleitt saman og venjulega tekur dálitla stund að finna út hverjir spila saman. Var þetta okkur öllum mikil ánægja. Við námum mjög margt nytsamt af Ásu og Herði. Þau kenndu okkur hve mikilvægt væri að styðja við ungt líf og skynja umhverfi okkar. Við lærð- um að safni fræi og koma ungum trjáplöntum til. Eitt sinn færðu þau okkur Smala- vísur Þorsteins Valdimarssonar, bróður Ásu. Þar er meðal annarra þetta fallega ljóð: Vor mitt það er blæösp, sem ber við lága sól, blæösp í maí undir sinufölvum hól blaðsmá og ung, og hvert blað sem gull á lit, bært fyrir logni með undarlegum þyt. Vor mitt, það er blæösp, og það var á sínum stað veturinn langa, þar sem fönnin settist að, ósýnilegt, unz í allri sinni dýrð aftur það birtist sem hríslan, geislum skírð Við eigum góða minningu um góða konu. Aðstandendum öllum og vinum eru sendar innilegar samúð- arkveðjur á erfiðri tregastund. Guðjón Jensson. Ásrún Erla Valdimarsdóttir var fyrsta vinkonan sem ég eignaðist í nýja heimalandinu mínu. Ég flutti hingað fyrir tæpum 30 árum og var ákveðin að búa hér áfram. Þess vegna vildi ég ekki sækjast sérlega eftir félagsskap landa minna heldur frekar umgangast Íslendinga og læra tungumálið. Hörður, eiginmað- ur hennar Ásu, var góður vinur mannsins míns, þeir kynntust í byggingavinnunni. Strax í fyrstu heimsókninni til þeirra fannst mér að ég vera vel- komin. Við töluðum ekki sömu tungu en höfðum í fyrstu samskipti með handapati og því sem maðurinn minn þýddi fyrir okkur. En ég var alltaf höfð með í samtalinu, sat aldr- ei hjá. Á þennan hátt lærði ég mjög mikið á stuttum tíma, Hörður og Ása urðu mínir bestu íslenskukenn- arar. Með vaxandi málakunnáttu gátum við talað betur og betur sam- an. Heimsóknir okkar á milli voru tíðar. Við fórum einnig saman í gönguferðir og eftir að heim var komið biðu okkar alltaf ríkulegar veitingar hjá Ásu. Gestunum mínum frá Þýskalandi var alltaf boðið heim í Kópavoginn og nutu þeir einnig gestrisni og myndarskapar hennar Ásu. Mjög minnisstæð er mér helgar- ferð sem við hjónin fórum saman á Snæfellsnes, þegar við gistum í tjaldi, drukkum kaffi langt fram á nótt og sungum saman. Þetta voru góðir dagar. Ég þakka Ásu fyrir allt gott sem ég hef fengið frá henni og vona að hún fái það launað þar sem hún dvelur nú. Mín tryggasta vinkona er farin frá okkur. Úrsúla Jünemann. Líf vort ráðgáta! Heilsar kankvíslega og býður sérhvern velkominn Hvítvoðungurinn varnarlaus leitar skjóls umvefjandi móður Þau órjúfanlegu bönd sem tengja móður og barn er gæfa sérhvers manns Þú alsjándi móðir minninganna stjörnubjartra brosa Nú er vegferð lokið Rökkurþögn Jakob Bragi Hannesson. Ásrún Erla Valdimarsdóttir✝Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát okkar ástkæra sonar, bróður, barnabarns, barnabarnabarns og frænda, BJARNA SALVARS SIGURÐSSONAR, Stuðlabergi 76, Hafnarfirði, sem lést þann 23. október. Rakel Hrund Matthíasdóttir, Sigurður Þór Björgvinsson, Þórunn Lea Sigurðardóttir, Elsa Bjarnadóttir, Matthías Eyjólfsson, Þórunn Ólafsdóttir, Daníel Magnús Jörundsson, Ragnheiður Reynisdóttir, Björgvin Helgi Halldórsson, Sigríður Þorleifsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem veittu okkur aðstoð og sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku sonar okkar, bróður, barnabarns, barnabarnabarns og frænda, FREYÞÓRS FANNARS PÉTURSSONAR, Dynsölum 6, Kópavogi. Stuðningur ykkar hefur reynst okkur ómetanlegur. Fjóla Ólafsdóttir, Pétur Bjarni Guðmundsson, Hrefna Karen Pétursdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Ólafur Björn Björnsson, Pálína Bjarnadóttir, Torbjorn Wilhelmsen, Páll Sölvason, Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Arna Guðmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Íris Guðmundsdóttir, Hera Guðmundsdóttir, Haraldur Jónsson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hlíðarvegi 32, Ísafirði, sem lést laugardaginn 8. nóvember. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Arnór Stígsson, Stígur Arnórsson, Björk Helgadóttir, Svanfríður Arnórsdóttir, Elfa Dís Arnórsdóttir, Júlíus Einar Halldórsson og fjölskyldur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og sonar, GESTS SIGURGEIRSSONAR, Ystaseli 29, Reykjavík. Bestu þakkir fá ættingjar, vinir og samstarfsfólk. Þökkum læknateyminu á Landspítalanum, sérstaklega Margréti Árnadóttur og Runólfi Pálssyni. Einnig starfsmönnum heima- hlynningar krabbameinsdeildar Landspítalans. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Svala Ingimundardóttir. ✝ Þökkum hlýhug og vinsemd við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÚLÍÖNU VALTÝSDÓTTUR. Ennfremur þökkum við fyrir hjúkrun og um- hyggju starfsfólks á Landspítala, á sambýlinu Gullsmára 11, árin 2002-2008 og á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Árni J. Larsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sveinn B. Larsson, Þórunn Hjartardóttir, Gunnar Larsson, Valdís S. Larsdóttir, Valgeir Berg Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR KRISTÓFERSSONAR, dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík. Margrét Pálfríður Magnúsdóttir, Ingibergur Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur, VILBORGAR KATRÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR PETIT, Brekkustíg 29a, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á D deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Leethor Cray, Björg Hauks Cray, Reynir Hauksson, Monica Hauksson, barnabörn, barnabarnabörn og systkin. Sérstakar þakkir til ættingja og vina sem hafa stutt mig í veikindum mínum og hjartans þakkir til starfsfólks D deildar HSS. Kveðja Vilborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.