Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 26
26 Leiklist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 12 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingar með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is J akob S. Jónsson nam leikhús- og kvikmyndafræði í Svíþjóð og hefur í fimmtán ár starf- að að leiklistar-,menningar- og menningararfsverkefnum í Jönköbingléni, sem er um þriðjungur af sænsku Smálönd- unum og þar búa um 450 þúsund manns. „Þessi verkefni beinast í æ ríkari mæli að því að auka for- sendur fyrir nýsköpun í atvinnulíf- inu, einkum ferðaþjónustu og þá menningartengdri ferðaþjónustu. En líka í skólaþróun. Söngleikur um Norð- menn í Svíþjóð Þróunin hefur verið áberandi vitni þess að menning og menning- ararfur geta verið afl til framfara í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti og endað í ágóða í þágu alls sam- félagsins. En til þess að svo verði þurfa allir að vera með á nótunum. Það þarf að fá fólk í heilu byggð- arlagi til að leggjast á eitt og gera átak allra að sameiginlegu átaki. Þetta er ekki óumdeilt, en árang- urinn sýnir að þetta er alveg mögulegt.“ Jakob nefnir sem dæmigert þró- unarverkefni söngleik, sem hann skrifaði og var settur á svið í litlu þorpi, Öreryd, um 70 km sunnan við Jönköbing, þar sem búa 200 manns. Ja vi elsker heitir söngleik- urinn eftir upphafslínu norska þjóðsöngsins. Í upphafi seinni heimsstyrjaldar ákváðu sænsk yf- irvöld að byggja þar búðir fyrir þá sem þau töldu hættuleg öfl fyrir samfélagið; fyrst og fremst komm- únista en ef illa færi mætti líka koma nazistum þar fyrir. Á þessum tíma var þetta landsvæði mjög af- skekkt, „Var svona errið í hvergi.“ Þegar Þjóðverjar réðust inn í Nor- eg, fór af stað stríður straumur flóttamanna yfir Kjöl til Svíþjóðar og norska útlagastjórnin í London greip þá til þess ráðs að leigja búð- irnar í Oreryd og á fleiri stöðum fyrir norsku flóttamennina. Á ár- unum 1941-45 fóru 40 þúsund Norðmenn um búðirnar í Oreryd. Þeir stoppuðu þar mislengi, reynt var að útvega þeim vinnu á bónda- býlum og í verksmiðjum sem fyrst, þau voru mörg sænsku heimilin sem höfðu að minnsta kosti einn norskan heimilismann, en nærri má geta að slíkur straumur í gegn- um 200 manna þorp skolaði ýmsu til. „Þarna var allt uppfullt af ör- lagaþrungnum atburðum og æv- intýrum,“ segir Jakob. „Margt fékk þetta góðan endi en annað var átakanlegt og harmþrungið. Nú er það svo að í Oreryd eins og öllum sænskum þorpum er til sögufélag sem safnar fróðleik í það enda- lausa. Ég fékk aðgang að þessu safni og einnig talaði ég við Norð- menn sem komu í búðirnar. Upp úr þessu sauð ég söngleik sem er svipmyndir sem tengjast í gegnum ákveðnar persónur.“ Elsa veitingakona og 17 stríðshetjur „Söngleikurinn var frumsýndur 8. ágúst og þá sat á fremsta bekk hún Elsa, 101 árs, en hún og mað- ur hennar ráku verzlun og kaffihús í Öreryd sem Norðmennirnir sóttu og sátu þar yfir kaffi og sæta- brauði með smjöri. Hún var ósköp ánægð gamla konan og okkur sem stóðum að sýningunni þótti vænt um komu hennar. Fyrir um mánuði fékk ég svo skeyti um að hún væri öll. Á aðra sýningu komu 17 norsk- ar stríðshetjur með orður í bak og fyrir. Þetta var nákvæmlega svona sögðu þeir og mér fannst það ekki ónýtur vitnisburður um að mér Ís- lendingnum hefði tekizt að ná and- rúminu í löngu liðnu norsk-sænsku atviki. Til gamans má geta þess að þessar búðir voru í raun norskt landsvæði í Svíþjóð og þegar þeir sýndu kvikmynd Chaplins um ein- ræðisherrann fengu íbúar Oreryd að koma og horfa á, einir Svía, því sænsk stjórnvöld bönnuð myndina í Svíþjóð til að þægjast þýzku valdi. Leiksýningin var þungamiðjan í öðru og stærra verkefni, en fram- farafélag Öreryd hafði sett í gang önnur verkefni einsog móttöku ferðamanna, sýningar og þjálfun leiðsögumanna, sem fóru með ferðamenn um þorpið og sögðu þeim stríðssögu þess, sýndu þeim hvar búðirnar stóðu og hvar skot- æfingasvæðið var og leiddu þá í gegnum hinar ýmsu sýningar sem settar voru upp. Að öllu sam- anlögðu gekk þetta verkefni upp og hefur vonandi orðið til þess að ýta undir aðalmarkmiðið sem er að fá fólk til þess að flytja til svæð- isins.“ Leikgerð eftir Raskens Moberg Nýjasta verk Jakobs er leikgerð eftir Raskens, sögu Vilhelm Mo- berg. Hann segir að sögu Moberg megi líkja við Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness að því leytinu til hversu drjúg uppspretta hún er fyrir sjálfsvitund fólks. „Við vitum alveg í gegnum Sjálfstætt fólk hvað gerir okkur Íslendinga að þjóð. Raskens er Svíum slík lind.“ Um 1970 voru gerðir sjónvarps- þættir eftir Raskens sem allir muna er sáu. Göturnar tæmdust þegar sagan var sýnd í sjónvarp- inu. Leikgerð Jakobs var sett á svið nú í október og var það í fyrsta sinn sem saga Moberg var sýnd á leiksviði. Jakob segir við- tökur hafa verið góðar. „Ég var sögunni trúr, aðalvandinn var hversu miklu varð að sleppa. Ef ég hefði tekið allt með hefði sýningin orðið átta klukkustunda löng, en hún var um tveir tímar. Það er alls ekki vandalaust að skera svo mikið niður en það virðist hafa gengið upp.“ Nú er leikritið að fara í dreifngu til sænskra leikhúsa og Jakob segist bíða spenntur eftir að sjá hvernig því vegnar. Á íslenzk leiksvið – Ertu með nýtt verk á prjón- unum? „Já, en það er leyndarmál.“ – Þér er óhætt að segja mér það. Morgunblaðið er ekki svo útbreitt í sænsku Smálöndunum. „Satt er það að vísu. En ég ætla að bera víurnar í íslenzkt leikhús með þetta verk. Þess vegna læt ég ekkert uppi. En ég get sagt þér annað. Ég er að undirbúa fram- leiðslu á leikritinu Íslandssagan eins og við erum vön að segja hana, en verkið ætlum við fyrst og fremst erlendum ferðamönnum. Þetta verk á að bæta ímynd okkar Íslendinga svo um munar! Höf- undur er bróðursonur minn, Snorri Hergill Kristjánsson, og annar bróðursonur minn, Árni Krist- jánsson, mun leikstýra.“ – Þýðir þetta að þú sért á heim- leið? „Ég bý nú jöfnum höndum í Reykjavík og Jönköbing og hugsa að það eigi eftir að henta mér vel enn um sinn.“ Ákveðinn Jakob S Jónsson segir að menning og menningararfur geti verið afl til framfara í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti. Morgunblaðið/Ómar Hlutleysisvalsinn Í söngleiknum Ja vi elsker fóru börn með hlutverk yf- irvalda. Litla stúlkan með pípuhattinn er í hlutverki Per Albin Hanson for- sætisráðherra, og atriðið heitir Hlutleysisvalsinn. Hlutleysisstefna Svía í heimsstyrjöldinni sætti gagnrýni fyrir að vera um of undanlát við nazista. Leiklistin stuðlar að nýsköpun Hann hefur skrifað hátt á annan tug leikrita, sem flest hafa verið sýnd á sviði í Svíþjóð. Nú skrifar hann með íslenzkt leikhús í huga og er fram- leiðandi að öðru leikriti íslenzku, sem bróðursonur hans er höfundur að og annar bróð- ursonur leikstýrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.