Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is
Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg,
virka daga 10–18, laugard. 11–16 og sunnud. 14–16
Erum að taka á móti verkum
Listmuna
uppboð
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
G
unnlaugurScheving
Næsta listmunauppboð
Gallerís Foldar verður haldið
8. desember
Sjortari hjá Madonnu
og Ritchie
EFTIR átta ára hjónaband tók
skilnaður þeirra Madonnu og Guy
Ritchie fyrir dómi í London aðeins
örfáar mínútur og kölluðu bresku
miðlarnir dómsmeðferðina „sjort-
ara“. Hvorugt þeirra var viðstatt.
Skilnaðurinn á föstudag er þó að-
eins að borði og sæng og verður
ekki að fullum lögskilnaði fyrir en
eftir sex vikur.
Hjónaleysin munu hafa undirbúið
sig vel fyrir skilnaðinn – höfðu að
sögn bresku miðlanna gert með sér
samkomulag um að Madonna héldi
nær öllum sínum eigum, sem metn-
ar eru á meir en 63 milljarða króna,
en Guy Ritchie var sagður hafa
þvertekið fyrir það að þiggja fé af
sinni fyrrum heittelskuðu. Saman
ætla þau þó að deila forræðinu yfir
sonum sínum, Rocco átta ára og
David Banda þriggja ára, en Lour-
des, dóttir Madonnu af sambandi
hennar við einkaþjálfarann Carlos
Leon, verður hjá mömmu sinni.
Sátt Madonna og Guy Ritchie með Rocco og Lourdes, meðan allt lék í lyndi.
Árni Matthíasson
Argentínska söngkonanJuana Molina á sér ferilsem er óvenjulegur ummargt. Hún fæddist í
Argentínu en dvaldi í París í útlegð
með fjölskyldu sinni eftir valdarán
herforingja 1976. 1988 var hún síðan
komin til Argentínu aftur og fór þá
að vinna sem leikkona í sjónvarps-
sápunni La noticia rebelde, en síðar
þáttaröðinni Juana y sus hermanas
þar sem hún brá sér í allra kvikinda
líki og sló rækilega í gegn um alla
Suður-Ameríku.
Juana Molina ólst upp á miklu
tónlistarheimili og þannig var faðir
hennar tangósöngvari. Hann kenndi
henni á gítar þegar hún var fimm
ára og það kemur því varla á óvart
að tónlistin hafi togað í hana alla tíð.
Það var þó ekki fyrr en 1996 að hún
sneri sér alfarið að tónlist og 1996
kom út fyrsta plata hennar, Rara.
Framan af hélt hún sig við kassa-
gítarinn en komst í tæri við hljóm-
borð á tónleikaferð til að kynna Rara
og það átti heldur en ekki eftir að
hafa áhrif á tónlist hennar, því ekki
er bara að hún hefur smám saman
færst í átt að rafeindakenndri tónlist
heldur hefur sú tækni fært henni
það frelsi að geta unnið tónlistina að
mestu eða öllu leyti sjálf.
Í átt að rafeindamúsík
Þetta heyrist til að mynda vel á
næstu skífu, Secundo, sem kom út
2003, en á henni hefur Molina náð að
skapa þann stíl sem hún hefur þróað
upp frá því. Tres Cosas kom út 2004
og Son kom út 2006. Eftir því sem
hún hefur náð betri tökum á raf-
eindatólum hafa þau orðið stærri
þáttur í tónleikahaldi hennar því þó
hún sé jafnan með kassagítarinn
gefur tæknin henni færi á að byggja
lögin upp með hljóðsmalalykkjum og
skældum hljóðum jafnharðan og hún
flytur þau.
Að þessu sögðu þá var Son óraf-
magnaðri en skífurnar á undan,
meira af kassagítar en minna af raf-
eindahljóðum, en á Un dia sveiflast
hún í hina áttina, ef svo má segja.
Plötum hennar hefur alla jafna
verið vel tekið og menn hafa gripið
til ýmissa samlíkinga til að staðsetja
hana; Lisa Germano með Stereolab,
rafeindavædd Beth Orton, spænsku-
mælandi Björk og Iron and Wine
svo dæmi séu tekin.
Dreymdi um að verða
trommuleikari
Eins og hún lýsir því sjálf þá
dreymdi hana helst um að verða
trommuleikari, en það hafi sett strik
í reikninginn að hennar sögn að hún
eigi erfitt með að samstilla útlimi.
Að því sögðu spilar hún einskonar
slagverk á skífunni nú, slær takt á
kassagítar og ber bumbu, en því er
öllu meira og minna púslað saman í
hljóðverinu þannig að ekki kallar á
samstillingu.
Öll platan varð til þannig, það er
að segja, Molina setti plötuna saman
að öllu leyti og spilaði á allt, utan
hún kallaði til gítarleikara eftir þörf-
um. Lögin urðu og öll til í hljóð-
verinu, byrjuðu með lítilli laglínu,
smá takti. Í viðtali við tímaritið Ven-
uszine gerir hún lítið úr lagasmíðum
sínum; segist vinna þannig að hún
spili og spili þar til hún detti loks
niður á eitthvað sem henni finnst
ganga upp og þá er ýtt á upptöku-
hnapp.
Röddin sem hljóðfæri
Á Un dia eru lögin alla jafna
textalaus þó í þeim sé mikið sungið.
Í raun má segja að titillag skífunnar
sé það eina sem er með einhverjum
texta, því þó í öðrum lögum komi
fyrir textahendingar eða orð á
stangli, þá virðast þau jafnan notuð
sem hljóð frekar en að merkingin
skipti máli; röddin er notuð sem
hljóðfæri en ekki til að skila inntaki
eða beinni hugsun.
Þróunin frá textum er meðvituð
eins og sjá má á vefsetri hennar því
þar má lesa eftirfarandi: „Sá dagur
mun koma að ég syng lögin mín án
texta og hver og einn getur ímyndað
sér hvort þeir séu um ást, vonbrigði,
lágkúrleg fyrirbæri eða Plató.“
Þegar lögin eru svo losaralega
saman sett kemur kannski ekki á
óvart að á tónleikum eru þau oft
talsvert frábrugðin því sem gerist á
skífunni eins og heyra má á tónleika-
upptökum. Vissulega þekkir maður
svipinn eða nemur kunnuglega lag-
línu en hún leyfir sér að láta lögin
lifna við og ganga í gegnum ýmsar
stökkbreytingar á sviðinu. Í áð-
urnefndu viðtali við Venuszine orðar
hún þetta einhvern veginn svo: út-
gáfan á plötunni lifir bara þar, hún
er ekki til utan hennar.
arnim@mbl.is
Kristine Larsen
Frumleg Juana Molina fer sínar eigin leiðir. Eitt sinn dreymdi hana um að verða trommuleikari.
Sungið um
óræða hluti
Juana Molina heldur áfram að feta sína frumlegu
slóð á nýrri plötu sinni, Un dia, blandar saman
ólíkum straumum og stefnum og vinnur að öllu
leyti sjálf.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI