Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Útlán Glitnis FL Group Áhættu- Vextir Álag Fjármagns- Fastir v./ Útborgunar- Loka- Upphæð flokkur kostnaður breytilegir dagur gjalddagi 05 7,5% 2,75% 0,45% Breytilegir 15.11.2007 15.05.2008 4,8 milljarðar 05 7,3% 2,75% 0,45% Breytilegir 20.11.2007 15.05.2008 6 milljarðar 05 7,5% 2,75% 1,0% Breytilegir 27.12.2007 27.12.2010 15,9 milljarðar Samtals: 26,7 milljarðar 08 17,2% 2,95% 1,0% Breytilegir 16.11.2007 16.11.2008 19,6 milljarðar 05 16,1% 1,65% 0,45% Breytilegir 17.04.2007 15.04.2009 13,1 milljarður 05 16,1% 1,65% 0,45% Breytilegir 26.04.2007 15.04.2009 1,0 milljarður 05 16,1% 1,65% 0,45% Breytilegir 08.05.2007 15.04.2009 1,2 milljarðar 05 7,6% 1,85% 0,35% Breytilegir 09.08.2007 10.08.2010 3,1 milljarður 05 16,2% 1,85% 0,45% Breytilegir 14.01.2008 01.12.2008 0,3 milljarðar Samtals: 18,7 milljarðar Samtals: 65 milljarðar Stím ehf. Gnúpur fjárfestingafélag 15stærstu skuldarar fyrirtækjasviðs Glitnis Áhættu- Viðskiptastjóri Lánastjóri Upphæð flokkur FL Group hf. 05 Bjarni Jóhannesson Guðný Sigurðardóttir 26,6 milljarðar Exista hf. 04 Halldór Halldórsson -Enginn- 22,8 milljarðar Stím ehf. 08 -Enginn- -Enginn- 19,5 milljarðar Gnúpur fjárfestingafélag ehf. 05 Halldór Halldórsson -Enginn- 18,8 milljarðar Fons hf. 06 -Enginn- -Enginn- 15,3 milljarðar Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. 04 Eiríkur Benónýson Rósa J. Steinþórsdóttir 14,6 milljarðar Baugur Group hf. 06 Bjarni Jóhannesson Runólfur G. Benediktsson 14,5 milljarðar Milestone ehf. 04 Halldór Halldórsson Guðný Sigurðardóttir 14,0 milljarðar Katla Seafood ehf. 04 -Enginn- Sólveig Ágústsdóttir 12,8 milljarðar Landic Property hf. 05 Eiríkur Benónýson Guðný Sigurðardóttir 12,7 milljarðar Kjalar Invest B.V. 06 -Enginn- -Enginn- 10,6 milljarðar Fjárfestingafélagið Máttur ehf. 05 Halldór Halldórsson -Enginn- 8,8 milljarðar Milton ehf. 07 -Enginn- -Enginn- 8,4 milljarðar Þorbjörn hf. 04 Ragnar Guðjónsson Guðmundur S. Ragnarsson 7,5 milljarðar Salt Investments ehf. 06 -Enginn- -Enginn- 7,5 milljarðar upp á tæpa 23 milljarða króna, en það fjárfestingarfélag kemur að öðru leyti ekki við sögu í þessari umfjöllun. Í þriðja sæti á lista yfir skuldara bankans hinn 31. janúar sl. situr svo leynifélagið sem upphaflega hét FS37 ehf. en þegar það dúkkar upp í lána- bók Glitnis í janúar heitir það Stím ehf. Þetta leynifélag skuldaði Glitni 31. janúar sl. hvorki meira né minna en rúma 19,5 milljarða króna. Við þessa lánveitingu er hvorki skráður viðskiptastjóri né lánastjóri. Hvers vegna skyldi það nú vera?! Stím fékk lánaða hjá Glitni hinn 16.11. 2007, fyrir réttu ári, þessa 19,5 milljarða króna. Samtals var lánið, sem var kúlulán til eins árs, með rúm- lega 21% vöxtum en þá eru lagðir saman vextirnir upp á 17,2%, vaxtaá- lagið upp á 2,95% og fjármagnskostn- aður upp á 1%. Lánið var ekki verð- tryggt, en kunnugir telja að vaxtaálagið, 2,5% hafi verið óeðlilega lágt, raunar allt of lágt miðað við áhættuna og að engar tryggingar voru lagðar fram á móti láninu. Láns- númerið á 19,5 milljarða króna láninu til FS37 (Stíms) er samkvæmt lána- bók Glitnis 310989. Lánið var veitt í íslenskum krónum. Þetta er því sérkennilegra eftir því sem nánar er rýnt í lánayfirlitið úr Glitni. Ekkert áhættumat lá til grundvallar lánveitingunni, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefur verið og enginn er skráður ábyrgur fyrir lánveitingunni, hvorki viðskiptastjóri né lánastjóri. Engar tryggingar Það var ekki fyrr en í janúarlok á þessu ári sem Stím var tekið fyrir á áhættumatsfundi í Glitni og var þá flokkað í áhættuflokkinn 8, rúmum tveimur mánuðum eftir að lánið var veitt. Áhættuflokkur 8 þýðir mjög mikil áhætta því ef lánað er sam- kvæmt áhættuflokki 10 er beinlínis verið að lána til gjaldþrota fyrirtækis. Gnúpur fjárfestingafélag var í fjórða sæti á lista yfir stærstu skuld- ara fyrirtækjasviðs Glitnis hinn 31. janúar sl. og skuldaði samtals 18,8 milljarða króna. Basel-nefndin innan Bank of Int- ernational Settlements (BIS – Al- þjóðagreiðslubankinn) gefur út regl- ur um stjórnun og eftirlit með greiðsluhæfisáhættu (Principles for Sound Liquidity Risk Management and Supervision). Basel-reglurnar kveða m.a. á um það að lántakendur þurfa að fara í gegnum áhættumat. Samkvæmt þeim eru lántakendur flokkaðir niður í áhættuflokka, eftir því hversu mikil áhætta fylgir lánveit- ingunni og þarf sá sem flokkaður er í áhættuflokk 8 að binda mun meiri tryggingar á móti láninu en t.d. lán- takandi sem flokkaður er í áhættu- flokk 4 eða 5. Ekki lá fyrir í janúar, samkvæmt upplýsingum sem aflað hefur verið, að nokkrar tryggingar hafi verið sett- ar fram af hálfu Stíms ehf. fyrir þess- ari tæplega 20 milljarða króna lán- töku. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ætti ákvörðun um lánveit- ingar eins og þær sem veittar voru til Stíms ehf. hinn 16. nóvember 2007 og FL Group í desemberlok í fyrra að fara bæði fyrir lánanefnd bankans og áhættuvarnanefnd en það gerðist ekki í ofangreindum tilfellum, sam- kvæmt upplýsingum sem aflað hefur verið. Í þessum efnum er einnig athygli- vert að lánið til FL Group var í áhættuflokki 5, lánið til Stíms ehf. var í áhættuflokki 8, 15,3 milljarða lán til Fons eignarhaldsfélags í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar var í áhættuflokki 6. Athygli vekur að lánveitingin til Fons er veitt á sama hátt og lánveitingin til Stíms, og skráð í lánabók án þess að nöfn viðskiptastjóra og lánastjóra væru færð til bókar sem ábyrgð- armenn viðskiptanna. Lánin til Gnúps, samtals að upphæð 18,8 millj- arðar króna, voru í áhættuflokki 5. Samtals eru því þessir fjórir við- skiptavinir Glitnis, FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, Gnúpur, Stím og Fons, þrír stórir hluthafar í FL, í rúmlega 80 milljarða króna skuld við Glitni í janúarlok á þessu ári. Þegar litið er til þess að Baugur Group hf. skuldaði á fyrirtækjasviði Glitnis hinn 31. janúar sl. 14,5 millj- arða króna, Katla Seafood ehf. (í eigu Samherja, útgerðarfélags Þorsteins Más Baldvinssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Glitnis o.fl.) 12,8 milljarða króna og Landic Property hf. (í eigu FL Group, 40%, ISP ehf., eignarhaldsfélags í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,16,38%, Glitnis banka 5% o.fl.) skuldaði 12,7 milljarða króna, bætast aðrir 40 milljarðar króna við skuldir þessa tengda við- skiptamannahóps í Glitni og skuld þeirra við bankann fyrir rúmum níu mánuðum stóð þannig í rúmum 120 milljörðum króna. Loks ber að geta skuldar Milton ehf. við Glitni, en það er eignarhalds- félag í eigu Baugs. Félagið skuldaði Glitni hinn 31. janúar sl. 8,4 milljarða króna og enn kemur á daginn, þegar lánabókin góða er skoðuð, að hvorki viðskiptastjóri né lánastjóri er skráð- ur sem ábyrgðarmaður viðskiptanna. Og þá eru skuldir tengdra aðila við fyrirtækjasvið Glitnis þar með farnar að nálgast 130 milljarða króna miðað við stöðuna í byrjun þessa árs. Á þessari stundu er útilokað að segja til um það hversu miklir fjármunir af þessum lánum eru bankanum tapaðir en þó óhætt að fullyrða að hér ræðir um marga tugi milljarða króna. Ef Stím hefði staðið í skilum og greitt lánið upp hinn 16. nóvember í ár, hefðu tekjur lánveitingarinnar fyrir Glitni verið um 4,15 milljarðar króna. Ekki liggur fyrir hversu miklu Glitnir hefur tapað á ofangreindri lánveitingu, en Stím mun hafa greitt inn á lánið, að minnsta kosti á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þegar reynt er að afla upplýsinga um FS37 ehf. og sömuleiðis Stím ehf. fyrir utan þær upplýsingar sem eru fyrir hendi í lánabók Glitnis kemur fátt á daginn. Að vísu virðist ekkert vera til í lánabókum Glitnis um FS37 enda er félagið ekki til á skrá fyrirtækjaskrár hjá Ríkisskattstjóra. En hjá fyr- irtækjaskrá liggja fyrir örlitlar upp- lýsingar um Stím ehf. Þær eru þess- ar: Félagið var stofnað 26. október 2007. Lögheimili þess er í Hafn- arstræti 53 á Akureyri. Stjórn félags- ins skipar, samkvæmt fundi hinn 16. nóvember 2007 (sama dagsetning og er á tæplega 20 milljarða lánveitingu frá Glitni til félagsins í fyrra – innskot blaðamanns) Jakob Valgeir Flosason til heimilis að Línakri 1 í Garðabæ. Hann er skráður stjórnarformaður. Enginn er skráður í framkvæmda- stjórn, enginn er skráður með pró- kúruumboð en KPMG hf., Borg- artúni 27 er skráð sem endurskoðandi. Firmað ritar stjórn- arformaður og það eru hömlur á með- ferð hlutabréfa en ekki lausnarskylda á hlutum. „Tilgangur félagsins er eignarhald, umsýsla, kaup og sala verðbréfa ásamt lánastarfsemi og öðrum tengd- um rekstri,“ segir orðrétt í vottorði fyrirtækjaskrár. Eins og áður segir var Gnúpur fjárfestingafélag í fjórða sæti á lista skuldara í Glitni hinn 31. janúar sl.. Glitnir tók Gnúp reyndar yfir vegna gjaldþrots félagsins hinn 8. janúar sl. Bankinn tók félagið yfir án þess að það væri gert upp og það var því áfram skráð á sömu eigendur og áð- ur, en samkvæmt mínum upplýs- ingum gat Glitnir hvenær sem stjórn- endur bankans kærðu sig um, tekið félagið formlega yfir fyrir EINA KRÓNU! Eftir að Glitnir hafði tekið Gnúp yf- ir og stjórn þess félags án þess að gera það nokkurn tíma opinbert, þá var gengið í það að hafa skipti á bréf- um við Fons ehf. þannig að FL Group bréf Gnúps voru flutt til Fons og í staðinn fékk Gnúpur bréf Fons í Landic Property, félagi sem var einn- ig komið í bullandi vandræði í janúar. Út frá bankalegum forsendum eru þessar tilfærslur óskiljanlegar því sennilega hefði verið vitinu nær að selja bréf Gnúps í FL Group og fá þannig greiðslur, a.m.k. upp í 18,8 milljarða króna skuldir Gnúps við Glitni. Varla getur verið að forsvars- menn Glitnis hafi gert sér í hug- arlund, að bréfin í Landic Property væru svo arðsöm fjárfesting að arð- urinn af þeim stæði undir afborg- unum og vöxtum af hinum háu lánum Gnúps, sem voru á yfir 21% vöxtum. Nei, enn eina ferðina var verið að nota Glitni, almenningshlutafélag í eigu um 11 þúsund hluthafa til þess að taka þátt í hlutabréfaleik helstu eigenda FL Group og bankinn og eig- endur hans tóku á sig kostnaðinn, sumir meðvitað, flestir án þess að hafa hugmynd þar um og stjórnendur Glitnis léku með. Í spilaborg FL Group Þetta var hin raunverulega skýring á því að Fons varð skyndilega svo stór hluthafi í FL Group. Bent er á að í stað þess að ganga í það að selja bréf Gnúps í FL Group og fá þannig greiðslur upp í tæplega 19 milljarða króna skuldir Gnúps við Glitni hafi forráðamenn bankans einfaldlega haldið áfram að spila með í spilaborg FL Group og stærstu hluthafa félags- ins án þess nokkurn tíma að setja hagsmuni bankans, viðskiptavina og annarra hluthafa í forgang. Í janúar sl. lækkaði Moody’s láns- hæfiseinkunn Glitnis vegna aukn- ingar bankans á lánum til tengdra að- ila. Augljóslega hafa þessar lánveitingar til FL Group, Gnúps, Fons, Stíms, Landic Property, Mil- tons og Baugs (allt tengdir aðilar) haft mestu áhrifin á þá niðurstöðu Moodýs og þannig skipt máli að Glitnir þurfti að sætta sig við verri lánskjör þegar í upphafi þessa árs- sem vitanlega bitnaði á öllum við- skiptavinum og hluthöfum Glitnis. Þ að voru nokkrir „stórlaxar“ úr hópi stærstu hlut-hafa í FL Group, þeir Jón Ásgeir Jóhannesson fyrirBaug, Hannes Smárason fyrir Oddaflug og einn eða tveir aðrir, sem ákváðu á leynifundi í október í fyrra- haust, að nú þyrftu þeir að taka höndum saman, stofna félag, kaupa upp þau fáu bréf í FL sem voru raunveru- lega á markaði og ná þannig að halda uppi gengi bréfa FL sem hafði ekki gert neitt annað en hríðfalla. Það voru ekki nema örfá prósent af bréfum í FL sem raunverulega voru á markaði þegar þetta var, en alltaf þegar viðskipti áttu sér stað, gerðist sami hluturinn. Gengi bréfanna féll frá síðustu viðskiptum og þetta var farið að pirra stórlaxana fyrrverandi allverulega. Þeir voru að vísu raunverulegir stórlaxar, þegar þeir lögðu á ráðin um slíkan björgunarleiðangur, að minnsta kosti að nafninu til, en ekki lengur. Það er önnur saga. FS 37 ehf var stofnað „í samvinnu við“ Jakob Valgeir Flosason. Glitnir lánaði tæpa 20 milljarða til félagsins, sem notaði rúma 8 milljarða til þess að kaupa upp hið litla bréfamagn í FL sem var í umferð og um leið var keyptur hluti í Glitni, í sama tilgangi, þ.e. að halda uppi gengi á fallandi bréfum í Glitni. Við þessa afgreiðslu Glitnis á láni til leynifélagsins FS37 ehf., sem skömmu síðar var breytt í Stím ehf., fór allt á fleygiferð meðal starfsmanna Glitnis, sem höfðu einhverjar hugmyndir um lánveitinguna. Það átti jafnt við um yfirmenn sem almenna starfsmenn. Þeir telja al- veg ljóst að aldrei hafi nokkrar ábyrgðir verið lagðar fram vegna þessarar lánveitingar, ekkert áhættumat hafi farið fram og í lánabókum bankans sé ekki að finna nokkurt nafn sem sé ábyrgt fyrir lánveitingunni. Einhverjir starfsmenn reyndu að kynna sér hvað þarna væri á ferðinni og komust að raun um að fyrir fé- laginu Stím ehf. var einn maður skráður, Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík. Engar frekari upplýsingar fengust. Hvað veldur því að ungur útgerðarmaður vestan af fjörðum tekur lán fyrir ári upp á tæpa 20 milljarða króna, til þess að kaupa hlutabréf í félagi sem er í frjálsu falli? Auðvitað olli því ekkert annað en það, að Jakob Valgeir lánaði nafn sitt eða leigði, á leynifélag þeirra FL-félaganna, sem stærstan áttu hlut í félaginu. Hvort hann fékk þóknun fyrir vikið og hver hún var fyrir nafnalánið eða leigu, skal hér látið liggja á milli hluta. FS37 – Stím 10stærstu hluthafar FL Group 15.11.2007 22.11.2007 Röð Nafn Hlutfall 1 Oddaflug B.V. 20,5% 2 Gnúpur fjárfestingafélag hf. 17,2% 3 BG Capital ehf. 15,9% 4 Materia Invest ehf. 9,2% 5 GLB Hedge 5,7% 6 Sund ehf 4,8% 7 Glitnir banki hf. 3,6% 8 Kristinn ehf. 2,0% 9 LI-Hedge 2,0% 10 Icebank hf. 1,5% Röð Nafn Hlutfall 1 Oddaflug B.V. 20,5% 2 Gnúpur fjárfestingafélag hf. 17,3% 3 BG Capital ehf. 15,9% 4 Materia Invest ehf. 9,2% 5 GLB Hedge 4,8% 6 Sund ehf 4,8% 7 FS37 ehf. 4,1% 8 Kristinn ehf. 2,0% 9 LI-Hedge 1,9% 10 Icebank hf. 1,6%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.