Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1932, Side 6

Skinfaxi - 01.12.1932, Side 6
158 SKINFAXI aldi’ei í þessum málum nema það minnsta, sem al- menningsálitið krefst, — oft mikið minna. Stjórnar- völd beygja sig fyrir ríkjandi mati á starfi kennar- ans og mikilvægi þess, en ekki meira. Ef það mat er á þá leið, að starfið sé ómerkilegt og litlu launandi, þá er mál kennarans tapað fyrir dómstóli stjórnar- valdanna. En að sama skapi, sem vinnst skilningur þjóðarinnar og traust á fræðslustarfinu, og að því skapi, sem sá skilningur kemur fram í einbeittari kröfum af liálfu skattþegnanna um rækt við uppeld- ismálin, því belur stendur mál kennarans. Þetta er í stuttu máli það, sem saga uppeldismálanna kennir um samskipti ríkisvaldsins og kennarastéttarinnar. En hvernig förum við nú að því að byggja upp þetla traust í hugum þjóðarinnar, þennan skilning, sem krefst beinna umbóta á bögum kennarans og starfsskilyrðum, þennan áliuga, sem lelur ekki á sig nokkrar fórnir? Hvernig förum við að þvi að skapa þelta mat, sem sér í störfum kennarans eina af hin- um sárafáu tryggingum fyrir starfhæfni og menn- ingu og þar með lífshamingju barnanna? Það er meginatriði þessa máls. Og það vinnst ekki nema með þvi móti, að láta þan félags- og siðalög, sem stéttin er ósjálfrátt að skapa með sér, gripa á umbætandi liátt inn í opin- bera og félagslega framkomu kennaranna. Eg vona, að eg verði ekki til þess að vekja reiði nokkurs manns þó að eg segi, að það ber ,við að kennarar koma svo fram, sem væri þeim ekki annt um að byggja upp þetta traust. Undanfarin ár liefi eg reynt að halda til haga því, sem kennarar skrifa um stétt- armál sín og önnur mál i opinber blöð. Tilefnið var deila um fyrirkomulag kennslu og skóla, sem tveir kennarar háðu fyrir nokkrum árum i dagblaði bér i bæntnn. Sú deila varð á þá lund, sem ekki má benda. Eg hefi síðar fundið eitthvað þessu líkt á hverju árE

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.