Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 13

Skinfaxi - 01.12.1932, Page 13
SKINFAXI 165 Og ál skyldi berast um æskunnar torg sá orðstír, að félístu rneð hreysli. — Og hvort er þaö gleði — eða hvort er það sorg, að þig heimtaði allan sú stærsta borg, sem hönd þín að ráði okkar reisti? Hann bugast ei vill, okkar vormannaher, þótt verði ’onum straumarnir þungir. — Og hver sá er grætur, hann gái að sér: Þeir, sem guðirnir elska á jörðu hér, þeir deyja — þeir deyja svo ungir. Því skal þeirra minning að makleikum hyllt a[ manndómsins framtíðarráðum. — Með opinni gröf skal ei arfinum spillt, en auðu og tómlegu skörðin fyllt með vorliugans vaxandi dáðum. Því kveður mi hljóðlega hópurinn þinn og hugsar — í stað þess að kvarta, og ritar í brennandi brjóstið sitt inn með blóðrauðum stöfum þann vilja sinn, að ávaxta luig þinn og hjarta. Vor æska’ á að smíða sér eldlegan vagn, sem ofar því dauðlega brunar, og vinna því eilífa áformi gagn, að auka við lifheimsins gróðurmagn. — Þá er guðsríldð nær en oss grunar. J ó h a n n c s ú r K ö 11 u m.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.